Fréttablaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 21
■ Fótbolti 23FÖSTUDAGUR 2. maí 2003 Svörin eru á Hverju svara stjórnmálaflokkarnir, þegar þeir eru spurðir? www.isisport.is Þann 18. febrúar sl. sendi Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands spurningalista til stjórnmálaflokka landsins og spurðist fyrir um afstöðu þeirra í nokkrum málum. Íþróttir eru okkar mál ! Hvernig vill flokkurinn stuðla að almennri íþróttaiðkan og líkamsrækt? Hvernig vill flokkurinn að staðið sé við bakið á afreksíþróttafólki? Vill flokkurinn beita sér fyrir því að öll börn og unglingar geti stundað íþróttir, með því að niðurgreiða æfinga- og þátttökugjöld? Er flokkurinn reiðubúinn til að styðja og/eða standa að auknum fjárveitingum til íþróttastarfsins í landinu? Hvaða stefnu hefur flokkurinn varðandi íþróttamál? KAPPAKSTUR Michael Schumacher, liðsmaður Ferrari í Formúlu 1 kappakstrinum, er sannfærður um að hann muni halda áfram sig- urgöngu sinni á næsta Grand Prix-móti, sem hefst á Spáni á sunnudag. Þá verður nýr Ferrari-bíll kynntur til sögunnar. „Það er mjög gott að vera kominn aftur á sigurbrautina. Með sigrinum sýndi Ferrari-liðið að það á ekki í neinum vandræðum og getur stefnt að næsta móti með mikið sjálfstraust í farteskinu,“ sagði þýski ökuþórinn. ■ Michael Schumacher: Ætlar sér sigur á Spáni SCHUMACHER Michael Schumacher vann síðasta Formúlu 1 kappakstur, sem háður var í San Marino. SEAMAN Leitin að eftirmanni David Seaman í marki Arsenal er í fullum gangi. Giorgi Lomaia: Á leið til Arsenal? FÓTBOLTI Arsenal er sagt vera á höttunum eftir markverðinum Giorgi Lomaia, sem leikur með Lokomotiv Tbilisi í Georgíu. Forráðamenn Tbilisi segjast vera tilbúnir að leyfa hinum 22 ára gamla leikmanni að ganga til liðs við Lundúnafélagið. Lomaia, sem er georgískur landsliðsmaður, hefur fengið til- boð frá þó nokkrum rússneskum og úkraínskum félögum. Enn hef- ur þó ekkert tilboð komið á borðið frá Arsenal. ■ Suður-Afríka hóf í vikunni bar-áttuna fyrir að fá að halda HM í fótbolta árið 2010. Þegar kosið var um hvar keppnin árið 2006 færi fram töpuðu Suður-Afríku- menn naumlega fyrir Þjóðverj- um. Nígería, Marokkó, Túnis, Eg-yptaland og Líbía hafa líka áhuga á að halda keppnina árið 2010. Nígeríumenn hafa hug á að hefja sína baráttu með landsleik gegn heimsmeisturum Brasilíu í sumar. Shrewsbury Town féll úr enskudeildakeppninni eftir 2:3 tap gegn Carlisle á þriðjudag. Kevin Ratcliffe, stjóri liðsins, sagði upp í kjölfarið. Félagið hafði leikið í deildinni óslitið frá árinu 1950. Shrewsbury komst í sviðsljósið í vetur þegar félagið sló Everton út úr ensku bikarkeppninni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.