Fréttablaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 24
Öldum saman hafa Íslendingarferðast um Atlantshafið til Færeyja, Noregs, Danmerkur og Hjaltlandseyja. Síðustu áratugi hefur farþegaferjan Norræna flutt fólk sjóleiðis milli þessara landa og verið ómissandi hlekkur í ferðþjónustu landsins. Ný og stórglæsileg Norræna kom til landsins í fyrsta skipti þann 22. apríl og við það tækifæri var haldin mikil hátíð á Seyðis- firði, enda skiptir skipið gríðar- legu máli fyrir bæjarfélagið, sem lagt hefur út í 500 milljóna króna hafnarframkvæmdir vegna þess. Stefnt er að því að um 25 þúsund manns komi til Íslands með ferj- unni í ár, samanborið við 18 þús- und í fyrra. Reglulegar áætlunarferðir hefjast 15. maí og fram til 11. sept- ember kemur skipið vikulega til Seyðisfjarðar. Skipið leysir af hólmi gömlu Norrænu, sem þjónað hafði eigendum sínum vel og sigldi sína síðustu ferð til Seyðis- fjarðar 10. september í fyrra. Það skip var smíðað 1973 og tók 1.050 farþega og 300 bíla. Óhætt er að segja að bylting sé fram undan með tilkomu hinnar nýju ferju því skipið tekur næst- um 50% fleiri farþega en gamla skipið og næstum þrefalt fleiri bíla. Skipið er 36 þúsund brúttó- tonn, 165 metrar á lengd og 30 metrar á breidd. Það rúmar ná- kvæmlega 1.482 farþega og um 800 bíla. Allur frágangur um borð er til fyrirmyndar. Þar eru lúxusklef- ar, rúmgóðar verslanir, góðir veitingastaðir, barir, dansstaðir, leikherbergi fyrir börnin, sund- laug, líkamsrækt o.s.frv. Einn af börum skipsins er tileinkaður Ís- landi og ber nafnið Naust lounge, en skipið er að hluta til í eigu Ís- lendinga, en að stærstum hluta í eigu Færeyinga. Hjaltlands- eyingar eiga líka hlut í skipinu. Hin nýja Norræna, sem kost- aði tæpa 8 milljarða króna, var smíðuð í Flender Werft í Lübeck í Þýskalandi. Hún var sjósett í ágúst í fyrra, en undirbúningur að smíði skipsins hófst árið 1998. Skipið siglir á 21 sjómílu hraða á klukkustund og getur blaðamað- ur vitnað um að það liggur einkar vel í sjó. trausti@frettabladid.is 26 2. maí 2003 FÖSTUDAGUR SETIÐ Í NAUST LOUNGE Einn af veitingastöðum hinnar nýju Norrænu er tileinkaður Íslandi. Salinn prýða myndir eftir listamanninn Birgi Andrésson. Frá vinstri: Jónas Hallgrímsson hjá Austfari, Birgir og Óli Hammer, forstjóri Smyril Line. NORRÆNA VIÐ HÖFN Á SEYÐISFIRÐI Þann 22. apríl kom hin nýja Norræna í fyrsta skipti til Seyðisfjarðar. Margmenni tók á móti skipinu, sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir ferðamennsku á Austfjörðum og landinu öllu. Nú standa yfir um 500 milljóna króna hafnarframkvæmdir á Seyðisfirði. EIVÖR PÁLSDÓTTIR SKEMMTI GESTUM Í JÓMFRÚARFERÐINNI Færeyska söngkonan skemmti gestum á leiðinni frá Færeyjum til Seyðisfjarðar fyrir rúmri viku. Bylting er fram undan með tilkomu nýrrar Norrænu. Skipið kostaði tæpa 8 milljarða króna og rúmar um 1.500 farþega. Skipið kom fyrst til Seyðisfjarðar fyrir rúmri viku, en áætlunarsiglingar þangað hefjast 15. maí. Stolt siglir fleyið mitt Seyðisfjörður: Miklar fram- kvæmdir FERÐAMÁL Lagt hefur verið út í um 600 milljóna króna framkvæmdir í Seyðisfirði vegna nýrrar Nor- rænu, að sögn Tryggva Harðarson- ar bæjarstjóra. Tryggvi segir að byggður hafi verið nýr 170 metra langur hafnar- bakki með 10 metra dýpi, sem og nýtt ferjuhús með móttöku fyrir ferðamenn og aðstöðu til að toll- afgreiða fólk og bíla. Tryggvi segir Norrænu vera mikilvæga fyrir bæinn en unnið sé að því að auka tekjurnar vegna ferðamanna enn frekar. Hann segir skipið vera einkar glæsilegt og meira í ætt við skemmtiferðaskip en ferju. ■ KJÖRSTAÐIR Í REYKJAVÍK við alþingiskosningar 10. maí 2003 Í Reykjavíkurkjördæmi suður: • Hagaskóli • Hlíðaskóli • Breiðagerðisskóli • Ölduselsskóli • Íþróttamiðstöðin Austurbergi • Árbæjarskóli Í Reykjavíkurkjördæmi norður: • Ráðhús • Kjarvalsstaðir • Laugardalshöll • Íþróttamiðstöðin í Grafarvogi • Borgaskóli • Fólkvangur Kjalarnesi Kjörfundur hefst laugardaginn 10. maí kl. 9.00 árdegis og lýkur kl. 22.00. Sérstök athygli kjósenda er vakin á að kjósandi, sem ekki hefur meðferðis persónuskilríki, getur átt von á því að fá ekki að greiða atkvæði. Yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis suður mun á kjördegi hafa aðsetur í Hagaskóla og þar verða atkvæði talin. Símanúmer yfirkjörstjórnarinnar verður á kjördegi 563 2235. Yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis norður mun á kjör- degi hafa aðsetur í Ráðhúsi Reykjavíkur og þar verða atkvæði talin. Símanúmer yfirkjörstjórnarinnar verður á kjördegi 563 2210. Borgarstjórinn í Reykjavík Yfirkjörstjórnin í Reykjavíkurkjördæmi suður Yfirkjörstjórnin í Reykjavíkurkjördæmi norður

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.