Fréttablaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 26
CHICAGO, AP Grunur leikur á að ungur drengur sem skilinn var eftir á sjúkrahúsi skammt frá Chicago sé í raun barn sem hvarf frá þorpi í Norður-Karólínu fyrir tveimur og hálfu ári síðan. Ekki verður þó hægt að skera úr um málið fyrr en eftir fjórar til sex vikur þegar niðurstöður DNA- rannsóknar liggja fyrir. Haustið 2000 hvarf hinn fjög- urra ári gamli Tristen Myers frá heimili sínu í Norður-Karólínu. Fyrir um þremur mánuðum var komið með lítinn dreng, skítugan og illa til reika, á sjúkrahús í Evanston í Illinois. Drengurinn var aldrei sóttur og var því farið að grennslast fyrir um uppruna hans. Móðir Tristens er bjartsýn á að sonurinn sé fundinn. „Þeir segja að drengurinn sé smámæltur. Ég er smámælt,“ sagði hún í sjón- varpsviðtali. Yfirvöld hafa mælst til þess að ættingjar Tristens hitti ekki drenginn fyrr en niðurstaða DNA-rannsóknar liggi fyrir. ■ 28 2. maí 2003 FÖSTUDAGUR SEIÐMAÐUR MUNDAR SVERÐ SITT Töfralæknirinn Mang Deden býr sig undir að taka á móti sjúklingi á heimili sínu í Jakarta, höfuðborg Indónesíu. Enn í dag leita milljónir Indónesa á náðir seiðmanna í von um að fá bót meina sinna. Týndur drengur talinn fundinn eftir tvö og hálft ár: Ættingjar bíða DNA-rannsóknar DONNA MYERS Tristen var í umsjá móðursystur sinnar þegar hann hvarf sporlaust fyrir tveimur og hálfu ári síðan. Hann hafði farið út að leika við hunda en kom ekki aftur. Kosningaauglýsingar: Aðra stjórn, betra veður LONDON, AP „Það rigndi minna undir stjórn Íhaldsflokksins,“ stóð á auglýsingaspjaldi sem bar fyrir sjónir lesenda breska blaðs- ins The Guardian. Við hlið þess stóðu Iain Duncan Smith, for- maður Íhaldsflokksins, og kona hans. Veggspjaldið var þó ekki hannað af starfsmönnum Íhalds- flokksins heldur brá blaðið á leik vegna slakrar stöðu flokksins í skoðanakönnunum. Ljósmyndari blaðsins bað Smith um að standa við hlið veggspjaldsins og varð leiðtogi Íhaldsflokksins við þeirri beiðni. Ljósmyndarinn hafði reyndar á orði að svo virtist vera sem Iain Duncan Smith hefði talið að um raunverulegt vegg- spjald Íhaldsflokksins væri að ræða. ■ LEIDDUR Á BROTT Í JÁRNUM Það getur reynst dýrkeypt að drýgja hetju- dáð þegar myndatökumenn sjónvarps- stöðva eru nærri. Bjargaði fjórum börnum: Hetja tekin TEXAS, AP Lögregla í Texas handtók 22 ára gamlan karlmann eftir að hann hafði bjargað fjórum börn- um úr eldsvoða, en til þess þurfti hann að hlaupa þrisvar sinnum inn í brennandi bygginguna. Maðurinn var ekki handtekinn fyrir hetjudáð sína heldur vegna þess að hann hafði haldið skilorð vegna fangelsisdóms sem hann fékk fyrir innbrot. Skilorðsfull- trúar báru kennsl á hann í sjón- varpsútsendingu frá eldsvoðan- um. Hann var handtekinn um leið og hann hafði lokið viðtali við sjónvarpsstöð. ■ FORSÆTISRÁÐHERRA EKUR UM RÚSTIRNAR Það var nöturlegt umhverfið sem Mahmoud Abbas, forsætisráðherra Palestínu, keyrði um eftir að hann var settur í embætti. Eyðing er mikil í Palestínu, efnahagurinn hruninn og friðarhorfur takmarkaðar í besta falli. BEÐIST FYRIR Í SKUGGA BRÁÐALUNGNABÓLGU Bráðalungnabólgan sem geisar í Suðaustur-Asíu hefur sett líf þar úr skorðum. Þessi búddíska kona kom þó til bæna í musteri í Hong Kong. ÍTALSKI FÁNINN Í RÉTTUM LITUM Sagan segir að þegar ítalski þingmaðurinn Alfonso Pecoraro Scania leit á ítalska fánann fyrir framan höfuðstöðvar Evrópusambandsins hafi hann líkst meira þeim írska en þeim ítalska vegna litavalsins. Engar reglur giltu þá um hvaða litabrigði eigi að vera í fánanum. Scania beitti sér fyrir breytingum sem nú hafa orðið að veruleika. Þess vegna þarf að sauma fjölda fána fyrir ítalskar stofnanir. Fáninn í réttu litunum er vinstra megin. Scania telur að rangir litir hafi orðið fyrir valinu. RUMSFELD Í BASRA Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, lagði leið sína til Íraks í fyrsta skipti eftir að innrásin í Írak hófst. Það fór vel um hann þegar hann ræddi við yfirmenn 7. bresku bryndeildarinnar, sem er betur þekkt undir nafninu „Eyðimerkurrotturnar“. UPPREISNAR Í VARSJÁ MINNST Þess er minnst þessa dagana að 60 ár eru liðin síðan gyðingar í Varsjá gerðu uppreisn gegn hersetuliði nasista. Uppreisnin vakti upp ugg meðal Þjóðverja en var barin niður af mikilli hörku. Forsetar Ísraels og Póllands, Moshe Katsav og Aleksander Kwasniewski, tóku þátt í minningarathöfn um uppreisnina. REYNT AÐ HINDRA GRJÓTKAST Bandarískir hermenn skutu á íraska mót- mælendur í annað skiptið í vikunni þegar fjöldi manna mótmælti fyrri skotárás á mótmælendur. Sumir þeirra sem mót- mæltu reyndu að koma í veg fyrir grjótkast skömmu áður en skothríðin hófst. Erlendmyndsjá

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.