Fréttablaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 32
BÓKMENNTIR Gestalisti Bókmennta- hátíðarinnar sem verður haldin í Reykjavík dagana 7.-13. september er óvenju glæsilegur en á þriðja tug erlendra höfunda frá sautján lönd- um hafa þegar þegið boð um að taka þátt í hátíðinni. Höfundarnir eru margir hverjir vel þekktir á Ís- landi enda hafa verk margra þeirra komið út í íslenskum þýðingum undanfarið. Þetta er sjötta Bókmenntahátíð- in en hún var fyrst haldin í Reykja- vík árið 1985. Guðrún Dís Jónatans- dóttir, upplýsingafulltrúi hátíðar- innar, bendir á að í upphafi hafi ver- ið erfitt að bóka höfunda á hátíðina en þetta hafi verið að snúast við. „Hróður hátíðarinnar hefur borist víða og nú er hún orðin eftirsóttur viðburður. Erlendir forleggjarar eru farnir að gera sér ferðir hingað, enda ekki auðvelt að ná svona mörgum stórum nöfnum saman á einn stað, þannig að hátíðin er að verða hálfgerð miðstöð.“ Boris Akúnín, sem skrifar hinar vinsælu sakamálasögur um leynilögreglumanninn Fandorin, Emmanuel Carrére, sem sló í gegn með Óvininum, Finninn Arto Paasilinna, sem haslaði sér völl með Ári hérans árið 1977, og reyfarahöfundurinn Henning Mankell eru á gestalista hátíðarinn- ar. Gunter Grass, Isabel Allende, William Styron, Fay Weldon og Kurt Vonnegut hafa heiðrað fyrri bókmenntahátíðir með nærveru sinni en stóru nöfnin hafa sjálfsagt aldrei verið jafn mörg og nú. Þá munu tæplega tuttugu íslenskir rit- höfundar taka þátt í hátíðinni og ís- lenskar bókmenntir og útgáfa verða í brennidepli vikuna sem há- tíðin stendur yfir. Nicholas Shakespeare Nicholas Shakespeare fæddist í Worcester á Englandi 1957 en ólst að mestu upp í Austurlöndum og Suður-Ameríku. Hann er blaðamað- ur og hefur meðal annars starfað sem bókmenntaritstjóri við Daily Telegraph og Sunday Telegraph. Hann hefur gefið út þrjár skáldsög- ur, þeirra á meðal The Dancer Up- stairs frá 1995 sem er væntanleg í íslenskri þýðingu Tómasar R. Ein- arssonar. Shakespeare er ekki hvað síst þekktur fyrir að skrifa ævisögu rithöfundarins Bruce Chatwin, sem kom út 1999. Judith Hermann Judith Hermann er fædd 1970 í Berlín. Hún þykir einn af efnileg- ustu rithöfundum ungu kynslóð- arinnar í Þýskalandi, þar sem hún starfar sem blaðamaður. Fyrsta bók hennar, smásagnasafnið Sommerhaus, später eða Sumar- hús, seinna kom út 1998 og kom út í íslenskri þýðingu í árið 2001. Hanif Kureishi Hanif Kureishi fæddist í Bromley á Englandi árið 1954 og á pakistanskan föður og enska móð- ur. Hann hefur komið víða við, skrifað skáldsögur, leikrit, rit- gerðir og kvikmyndahandrit. Hann lagði stund á heimspeki við Lundúnaháskóla og vann fyrir sér með klámskrifum undir dulnefn- inu Antonia French. Haruki Murakami Haruki Murakami er fæddur 1949 í Kyoto í Japan. Að lokinni skólagöngu opnaði hann djassbar í Tokyo og hóf ekki að skrifa fyrr en hann var 29 ára gamall. Fyrsta skáldsaga hans, Hlýddu á söng vindsins, kom út 1979. Hann sló síðan rækilega í gegn 1987 með skáldsögunni Norskur skógur, sem notið hefur mikilla vinsælda í Japan og víðar. Boris Akúnin Boris Akúnin er höfundarnafn rússneska rithöfundarins Grigory Chkhartishvili, sem er fæddur í Ge- orgíu árið 1956. Hann hefur slegið í gegn með spennusögum um leynilögreglumanninn Erast Petr- ovich Fandorin. Tvær þeirra, Ríkis- ráðið frá 2001 og Krýningarhátíðin sem gefin var út á árinu, hafa kom- ið út í íslenskri þýðingu Árna Berg- mann. Ekki er um að ræða hefð- bundnar spennusögur heldur hefur Akúnin fundið rússnesku spennu- sögunni nýjan og frumlegri farveg. Akúnin hefur jafnframt getið sér gott orð sem bókmenntafræðingur, þýðandi og ritstjóri. Murray Bail Murray Bail er fæddur árið 1941 í Adelaide í Ástralíu. Hann kom fram á sjónarsvið bókmennt- anna með smásögunni Drover’s Wife í smásagnasafninu Con- temporary Portraits árið 1975. Fimm árum síðar gaf hann út fyrstu skáldsögu sína af þremur, Homesickness. Verk hans ein- kennast af súrrealískri fantasíu í bland við ádeilu á ástralska sam- félagið. Emmanuel Carrère Emmanuel Carrère er Parísar- búi, fæddur 1957. Hann er einn af þekktari rithöfundum Frakka og er stundum kallaður Stephen King Frakklands. Fyrsta skáld- saga hans, L’Arnie du Jaguar, kom út 1983. Af öðrum verkum má nefna skáldsöguna L’Adversaire, sem byggir á sannsögulegum at- burðum um hinn virta lækni Jean- Claude Romand, sem myrti konu sína, börn og foreldra með köldu blóði. Per Olov Enquist Per Olov Enquist er fæddur 1934 í Vesturbotni í Svíþjóð. Fyrsta skáldsagan hans, Kristal- ögat, kom út 1961 og þremur árum síðar sló hann í gegn með sögu- legu skáldsögunni Magnetisörens femte vinter. Það var síðan skáldsagan Legionärerna sem færði honum alþjóðlega viður- kenningu en fyrir hana hlaut hann bókmenntaverðlaun Norðurlanda- ráðs. Magnetisörens femte vinter 34 2. maí 2003 FÖSTUDAGUR Norðurlandaráð veitir í ár Náttúru- og umhverfisverðlaunin í níunda sinn. Þau nema 350.000 danskra króna og eru veitt einkareknu eða opinberu fyrirtæki, hópi manna eða einstaklingi sem sýnt hefur sérstaka framtakssemi á sviði náttúru- og umhverfisverndar. Þema ársins 2003. Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs árið 2003 skulu veitt ungmenni, einu eða fleiri, eða ungmennasamtökum sem hafa unnið að umhverfis-málum og átt þátt í að auka vitund barna, unglinga og fullorðinna um málefni á umhverfissviði. Öllum er heimilt að tilnefna hugsanlega verðlaunahafa. Rökstyðja ber tilnefninguna og láta fylgja lýsingu á viðkomandi verkefni og upplýsingar um hver hefur staðið eða stendur að því. Verkefnið verður að vera vel unnið og skipta máli í víðara samhengi í einu eða fleiri ríkjum Norðurlanda. Tilnefningum skulu gerð skil á mest tveimur blaðsíðum í A4-stærð. Dómnefnd velur verðlaunahafa en í henni sitja fulltrúar Norðurlandanna fimm og sjálfsstjórnarsvæðanna Færeyja, Grænlands og Álandseyja. Tilnefningin skal send á sérstöku eyðublaði sem á að hafa borist skrifstofu Norðurlandaráðs í pósti í síðasta lagi föstudaginn 30. maí kl. 12.00. Eyðublaðið má nálgast á heimasíðu ráðsins, www.norden.org, eða á skrifstofu dönsku landsdeildarinnar: Nordisk Råd Den Danske Delegation Christiansborg DK-1240 København K Sími +45 3337 5958 Fax +45 3337 5964 Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2003                                      !  Maðurinn á bak við Elling: Skrifar bæði fyrir börn og fullorðna BÓKMENNTIR Ingvar Ambjörnsen er búsettur í Þýskalandi en hann fæddist árið 1956 í Larvik í Nor- egi. Hann er í fremstu röð norskra samtímarithöfunda en fyrsta bók hans, 23-salen, kom út árið 1981. Hann er mjög afkasta- mikill rithöfundur og hefur skrif- að bæði fyrir börn og fullorðna. Hann er einna þekktastur fyrir bækurnar sínar um hinn dásam- lega fælnisjúkling Elling, sem er íslenskum bíógestum að góðu kunnur, en kvikmyndin um Elling fékk á sínum tíma frábærar mót- tökur á Íslandi og var þar að auki tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda kvikmyndin árið 2002. Þar segir frá þeim Elling og Kjell-Bjarne, herbergisfélögum á hæli, sem eru fluttir í íbúð í bæn- um og látnir standa á eigin fótum. Tilraunir þeirra til að fóta sig í samfélaginu eru hreint út sagt kostulegar, auk þess sem sam- skipti þeirra tveggja eru drep- fyndin, falleg og hlý. Persónur þeirra félaga eru afskaplega vel skrifaðar og leikararnir skiluðu þeim af svo hárfínni næmni og inn- sæi að þeir urðu aldrei væmnir eða hallærislegir, heldur eru þeir þvert á móti svo yndislegir að það er ekki hægt að komast hjá því að falla fyrir þeim og taka þátt í gleði þeirra og sorgum af heilum hug. Elling og Kjell-Bjarne eru geð- sjúklingar sem eiga erfitt upp- dráttar en Ambjörnsen skrifar oft- ar en ekki frá sjónarhóli undir- málsfólks. Stíllinn er raunsæisleg- ur og hann þykir hafa afar næmt auga fyrir skuggahliðum mannlífs- ins. Hann lýsir þó ætíð persónum sínum og aðstæðum þeirra af sam- úð og hlýju og breytir þá engu hvort um er að ræða eiturlyfja- neytendur, alkóhólista, geðsjúkl- inga eða vændiskonur. Ambjörnsen hefur skrifað þrjár bækur um Elling og sú fyrsta er væntanleg í íslenskri þýðingu í haust. ■ ELLING OG KJELL-BJARNE Heilluðu íslenska kvikmyndahúsagesti upp úr skónum fyrir nokkrum misserum. Það verður vart þverfótað fyrir þunga- viktarrithöfundum á Bókmenntahátíð í Reykjavík í haust. NICHOLAS SHAKESPEARE Leikstjórinn og leikarinn John Malkovich hefur gert kvikmynd eftir The Dancer Upstairs eftir Shakespeare. Hann er í glæsilegum hópi gesta Bókmenntahátíðarinnar. Það er varla hægt að segja að hann sé sá frægasti sem leggur leið sína til Reykjavíkur í haus en nafni hans drottnar hins vegar óneitanlega yfir heimsbókmenntasögunni. Shakespeare og fleiri á Bókmenntahátíð JUDITH HERMANN Er talin til efnilegustu rithöfunda Þýska- lands en hún vakti mikla athygli með smá- sagnasafni sínu Sumarhús, seinna sem hefur komið út hjá Bjarti í íslenskri þýð- ingu Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.