Fréttablaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 41
BÓKMENNTIR Höfundur Harry Potter-bókanna, J.K. Rowling, hefur krafist þess að útgáfa tveggja bóka á Indlandi verði stöðvaðar. Um er að ræða eftirhermur af ævintýrum galdrapiltsins. Önnur þeirra er hin víðfræga rússneska eftirherma Tanya Grotter en hin fjallar um Potter sjálfan. Þessi falsaða Harry Potter-saga gerist strax á eftir atburðum „Viskusteinsins“ og segir frá því er Potter ferðast til Kalkútta á flug- kústinum. Þar blandar hann geði við þekktar ævintýrapersónur úr ind- verskum bókmenntum. Útgefandi „Kalkútta-ævintýris“ Potters segir að höfundur sögunnar hafi einfaldlega verið að fylla upp í skarðið sem aðdáendur galdrapilts- ins hafa þurft að þola vegna hinnar löngu biðar eftir fimmtu bókinni. Rowling tók óvenju langan tíma til þess að skrifa „Harry Potter og Fönixregluna“ sem kemur út þann 21. júní. Höfundur falsaða Potter- ævintýrisins er sagður eyðilagður vegna lögsóknar Rowling. ■NICOLE KIDMAN Óskarsverðlaunahafinn Nicole Kidman var glæsileg að vanda þegar hún mætti á árshátíð búningahönnuða er haldin var í Metropolitan Museum of Art á mánudag. Hún virtist þó eitthvað þreytt á ljósmynd- urunum. RALPH FIENNES „Hmm... Bond, James Bond?“ Vefkosning amazon.co.uk: Flestir vilja Fiennes sem Bond KVIKMYNDIR Samkvæmt vefkosn- ingu amazon.co.uk vill breskur al- menningur sjá leikarann Ralph Fiennes taka við hlutverki James Bond eftir að Pierce Brosnan hætt- ir. Einhverjum þykir það svo eflaust merkilegt að George Clooney hafi endað í öðru sæti. Hann hefur ekki verið með í umræðunni fram til þessa þar sem bandarískur leikari hefur aldrei farið með hlutverk 007. Leikarinn Colin Firth, sem lék meðal annars í „Dagbók Bridget Jones“, var í þriðja sæti með landa sínum Clive Owen. Söngvarinn Robbie Williams endaði í því fimmta þrátt fyrir að aldrei hafi reynt á leikhæfileika hans. Það vakti athygli að nokkrir þeirra sem hafa verið orðaðir við hlutverkið síðustu mánuði, eins og Jude Law, Hugh Grant og Ewan McGregor, komust ekki á lista. Pierce Brosnan ætlar að gefa hlutverkið upp á bátinn eftir að tök- um á næstu Bond-mynd lýkur. ■ ROBERT CARLYLE Breski leikarinn þykir standa sig sem hetja í hlutverki þýska einræðisherrans Hitlers. Robert Carlyle: Afbragðs Hitler SJÓNVARP Gagnrýnendur í Bretlandi halda ekki vatni yfir frammistöðu leikarans Robert Carlyle í hlutverki einræðisherrans Adolfs Hitlers. Carlyle leikur hann í sjónvarps- myndinni „The Rise of Evil“. Heið- ursóskarsverðlaunahafinn Peter O’Toole fer einnig með stórt hlut- verk í myndinni. Fræðimenn sem hafa sérmennt- að sig um helförina í seinni heim- styrjöldinni eru einnig sammála um það að Carlyle hafi unnið verkið ein- staklega vel. Carlyle hefur sagt í viðtölum að honum hafi brugðið hversu lítið hann vissi um Hitler áður en hann tók að sér hlutverkið. Leikarinn seg- ist hafa komist að því að Hitler hafi komist til valda vegna þess að fólk í efstu stéttunum hafi trúað því að hann myndi halda verndarskildi yfir því og högum þess. ■ HARRY POTTER Galdrapilturinn er byrjaður að birtast í ævintýrum annarra höfunda. Harry Potter: Indversk fölsun bönnuð J.K. ROWLING J.K Rowling, skapari Harry Potter, er dugleg að lögsækja þá sem hyggjast græða á sköpunarverki hennar í leyfisleysi. 43FÖSTUDAGUR 2. maí 2003

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.