Fréttablaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 42
29 ÁRA „Ég verð að heiman á af- mælisdaginn, fer til útlanda,“ seg- ir Garðar Thór Cortes söngvari, sem er 29 ára í dag. „Ekki samt út af afmælinu, heldur vill svo til að ég er að fara að vinna.“ Hann fer til Danmerkur í söngtíma og held- ur síðan til Þýskalands. Söngvarar eru alltaf að læra. „Það er ágætt að hafa góðan kennara til að tuska mann til með reglulegu millibili.“ Röddin er hljóðfæri sem stöðugt þarf að vera að pússa. Garðar segist varla geta sagt að hann geri sér mikinn dagamun á afmælisdögunum. „Ég get ekki sagt það. Stundum kaupi ég sjálf- ur gjöf fyrir mig.“ Þá segist hann nota tilefnið til á fá sér eitthvað sem hann hefur lengi langað í. Garðar Thór hóf klassískt söngnám átján ára gamall. „.Ég held ég hafi alltaf viljað verða söngvari. Það var samt ekki fyrr en ég var átján ára að ég hóf klassískt söngnám.“ Eftir að hann hóf námið var ekki aftur snúið. Hann er alinn upp við tónlist, for- eldrarnir báðir tónlistarfólk. Söngferillinn er að hefjast fyrir alvöru eftir skólagöngu, þótt hann hafi töluvert mikið komið fram með náminu. „Nú er skólagangan búin í bili. Nú byrjar þetta fyrir al- vöru. Nú er ég með einhverja þrjá fjóra umboðsmenn úti um heim og nú er það þeirra að koma manni áfram, í viðtöl og prufusöng.” Garðar segir að sér finnist gam- an að syngja alls konar tónlist, enda þótt óperan tróni á toppnum. „Ég er svo heppinn að hafa rödd sem leyfir mér að syngja alls kon- ar tónlist. Sumir söngvarar geta sungið margvíslega tónlist meðan aðrir eru meira bundnir á einu sviði, sem er í sjálfu sér allt í lagi.“ Það er langur ferill fram und- an. „Söngvarar geta haldið sér í formi vel yfir sextugt ef þeir eru með góða tækni. Þannig að það er bara að passa sig og fara vel með sig,“ segir Garðar Thór og leggur á það áherslu að það beri að forð- ast öfgar í því efni. haflidi@frettabladid.is 44 2. maí 2003 FÖSTUDAGUR Afmæli GARÐAR THÓR CORTES ■ hefur nýlokið söngnámi. Hann heldur áfram að læra um leið og hann leggur drögin að söngferlinum. ■ Leiðrétting Að gefnu tilefni skal tekið fram að hlutverk Kvikmyndasjóðs er ekki að styrkja gerð tölvu- leikja. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í Reykjavík fer fram hjá sýslu- manninum í Reykjavík, Skógarhlíð 6, rétt sunnan Miklatorgs. Opið er alla daga milli 10 og 22. Á kjördag sjálfan, 10. maí, er opið kl. 10 til 18. Sýslumannsembætti Kópavogs og Hafnarfjarðar lengja opn- unartíma sína frá og með laugardeginum 3. maí, en þá er opið frá 10 til 12. Frá 5.-9. maí verður opið frá kl. 9 til 19. Opið er á kjördag frá 10 til 12. Upplýsingar um utankjörfundaratkvæðagreiðsluna fást á kosningaskrifstofu Samfylkingarinnar í Lækjargötu 2a og í síma 590 3508. Fyrirspurnir má senda á netfangið: harpa@samfylking.is. Nánari upplýsingar um utankjörfundaratkvæðagreiðsluna má finna á kosningavef dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, www.kosning2003.is, og á heimasíðu Samfylkingarinnar, www.xs.is. Ert þú á leið til útlanda? Kjósum snemma! 5.000 syngja reglulega Telja má víst að fimm þúsundÍslendingar syngi reglulega og æfi söng tvisvar í viku sér til ánægju. Í landinu munu vera starfandi um 50 blandaðir kórar, 40 karlakórar og ekki færri barnakórar. Eru þá ótaldir fyrir- tækja- og fjölskyldukórar sem einnig æfa reglulega þó þeir séu hvergi á skrá: „Það hafa allir gaman af því að syngja og það geta allir sungið þó þeir séu laglausir,“ segir Garðar Cortes, talsmaður Landssambands blandaðra kóra. „Þetta er mikill fjöldi sem syngur því yfirleitt eru um 30 manns í hverjum kór og þá er bara að leggja saman,“ segir Garð- ar, sem er sannfærður um og þykist vita að karlakórar séu starfandi í hverju plássi á landsbyggðinni. Söngurinn sameinar og söngurinn gleður. Efnisskrá kóranna hefur þróast mikið á síðustu árum og eru kórar nú farnir að fást við flóknari verk en áður. Hins vegar virðist sem gestir á tónleikum vilji alltaf heyra gömlu góðu karlakóralögin og ber þar hæst „Sefur sól við Ægi“ og „Þú álfu vorrar yngsta land“. Garðar segir að tónleikagestir vilji kraftinn og einnig hið blíða í söngnum. Fyrr- nefnd lög séu dæmi þar um. Kórastarfið í landinu mun rísa hvað hæst í Háskólabíói 9. og 10. maí næstkomandi þegar Óperukór- inn flytur þar War Requiem, eða sálumessu stríðs, eftir Benjamin Britten með Sinfóníuhljómsveitinni undir stjórn Vladimirs Askenazi. Aðrir kórar láta sér duga minna en syngja þó af sömu gleði – um land allt. ■ Ég hef stundum lýst henni þann-ig að hún hafi gott vaxtarlag og enn betra geðslag. Þó er hjarta- lagið best,“ segir Pálmi Gestsson leikari um eiginkonu sína, Sigur- laugu Halldórsdóttur flugfreyju. Pálmi og Sigurlaug hafa verið saman í sjö ár og gengu í heilagt hjónaband á gamlársdag í fyrra. Söngvari á þröskuldi ferilsins Ólafur Þórðarson, bóndi á Ökrum, lést 28. apríl. Guðfinna Kristín Guðmundsdóttir, Hófgerði 2, Kópavogi, lést 26. apríl. Sigurður Valgeir Sveinsson, Helgafells- braut 18, Vestmannaeyjum, lést 17. apríl. Útför hans fór fram í kyrrþey. 11.30 Anna Soffía Axelsdóttir Guest verður jarðsungin frá All Angels Church í Brinkworth. 13.30 Björn Þorgeirsson, Sólvallagötu 3, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík. 13.30 Guðrún Jóhanna Sigtryggsdóttir, Munkaþverárstræti 32, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrar- kirkju. 13.30 Helga Bæringsdóttir verður jarð- sungin frá Háteigskirkju. 14.00 Þorsteinn Sigurvaldason frá Eld- járnsstöðum verður jarðsunginn frá Blönduóskirkju. 15.00 Anna Einarsdóttir, Bugðutanga 8, Mosfellsbæ, verður jarðsungin frá Lágafellskirkju. 15.00 Kristbjörg Ó. Óskarsdóttir, Gull- smára 7, Kópavogi, verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju. 16.00 Jakob Jón Kristján Snælaugs- son, Kirkjubraut 13, Innri-Njarðvík, verður jarðsunginn frá Innri-Njarð- víkurkirkju. Jón Böðvarsson er 73 ára í dag. Cecil B. Haraldsson er 60 ára í dag. Valtýr Björn Valtýsson er 40 ára í dag. ÓPERUKÓRINN Það syngur enginn leiður maður. Kórar ■ Leitun er að byggðu bóli hér á landi þar sem ekki er starfandi karlakór en þeir munu vera um 40 talsins. Blandaðir kórar eru 50 og barnakórar ekki færri. ■ Konan mín GARÐAR THÓR CORTES Vildi alltaf verða söngvari en tók sér tíma þangað til hann var átján ára að ákveða hvernig söngvari hann vildi verða. ■ Andlát ■ Afmæli ■ Jarðarfarir ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Shorts & Docs. A.P. Möller. Keith Flint. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.