Fréttablaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 44
46 2. maí 2003 FÖSTUDAGUR Marshall-nafnið er skoskt.Faðir minn er frá Edinborg en móðir mín erúr Reykjavík,“ segir nýkjörinn formaður Blaðamannafélags Íslands, Ró- bert Marshall, fréttamaður á Stöð 2. Róbert bjó og ólst upp í Vestmannaeyjum frá þriggja ára aldri en flutti til höfuðborg- arinnar rösklega tvítugur og hefur verið þar síðan; nú 32 ára gamall. „Þetta bar brátt að,“ segir Ró- bert um formannskjör sitt. „Ég hef áhuga á að gera félagið sýni- legra og öflugra sem málsvara blaðamanna. Þó íslenskir blaða- menn hafi verið að sækja í sig veðrið á undanförnum árum og tekið á erfiðum málum með hörku og sanngirni skortir á samheldni í hópnum. Þá höfum við ekki verið nógu duglegir við að svara gagnrýni sem að okkur hefur beinst,“ segir Róbert, sem hóf blaðamannaferil sinn á Vikublaðinu, sem var arftaki Þjóðviljans sáluga. Þá starfaði hann á Degi-Tímanum og hjá tímaritaútgáfu Fróða og skrifaði þá meðal annars í Bleikt og Blátt: „Það var ekkert erfitt því það var á þeim tíma sem Clinton var Bandaríkjaforseti,“ segir Róbert Marshall, sem er kvænt- ur Sigrúnu Elsu Smáradóttur matvælafræðingi, en hún starf- ar sem markaðsstjóri hjá Aust- urbakka. Saman eiga þau tvö börn; Smára og Ragnheiði, ell- efu og átta ára. ■ Persónan RÓBERT MARSHALL ■ er nýr formaður Blaðamannafélags Ís- lands. Hann ætlar að gera félagið sýni- legra og öflugri málsvara blaðamanna því þó ýmislegt gott megi um blaða- menn segja sé áberandi skortur á sam- stöðu innan stéttarinnar. Nýr foringi blæs til sóknar Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 33.240 kr. Topptilbo› til Alicante Frábært vikutilbo› ogbíll í plús 21. maí 46.340 kr. . Mallorca 22. maí Innifalið: Flug í F flokki og bíll í A flokki í Plús í 1 viku og allir flugvallarskattar. Miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn 2ja-11 ára ferðist saman. Ef 2 ferðast saman 36.630 kr. 36.440 kr. 21. maí Innifalið: Flug í F flokki og bíll í A flokki í 2 vikur, en þú greiðir bara fyrir 1 viku og allir flugvallarskattar. Miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn 2ja-11 ára ferðist saman. Ef 2 ferðast saman 43.030 kr. Innifalið: Flug, gisting á Pil Lari Playa í 1 viku, ferðir til og frá flugvelli erlendis, flugvallarskattar og bíll í A flokki í 3 daga. Miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn 2ja-11 ára ferðist saman. Ef 2 ferðast saman 49.830 kr Anna› frábært vikutilbo› 29.950 kr. Benidorm 22. maí Innifalið: Flug, gisting í íbúð í 1 viku, ferðir til og frá flugvelli erlendis og flugvallarskattar. Miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn 2ja-11 ára ferðist saman. Ef 2 ferðast saman 39.990 kr á mann á mann á mann á mann Fjölskyldan í breyttum heimi Í haust verður boðið upp á meist-aranám í fjölskyldufélagsráð- gjöf við Háskóla Íslands. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsráð- gjöf, segir námið mæta þörf fyrir fjölskylduráðgjöf. „Við finnum fyrir vaxandi áherslu á fjölskyld- una, foreldraráðgjöf og hjóna- meðferð sem kemur inn í þetta nám.“ Með náminu sé verið að styrkja faglega færni félagsráð- gjafa til þess að veita og þróa slíka meðferðarþjónustu. Sigrún segir mikla þörf á að efla þekk- ingu á breyttri stöðu fjölskyld- unnar og þörfum mismunandi fjölskyldugerða. Sigrún segir ýmislegt kalla á slíkt nám. „Breytt samfélag, auk- ið álag. Fólk er að keppast við að mennta sig. Jafnréttismálin koma inn í þetta. Það reynir meira á það sem ég kalla samningagerð í fjöl- skyldum.“ Hún segir algengt að fólk kunni ekki á slíkt, hafi ekki fengið þá mótun í uppeldinu. „Það er ekki alltaf að það séu ný vanda- mál. Það er að það þarf önnur tök og aðrar aðferðir til þess að fóta sig í nútímanum.“ Sigrún segir að námið sé miðað við nemendur sem hafi reynslu af starfi sem félagsráðgjafar. „Hluti námsins er klínísk greining, það að nemendur vinna með mál og fá þannig öflugri skilning á hvað fræðin eru að segja okkur.“ Því sé miðað við þriggja til fimm ára starfsreynslu. Meðal nýrra námskeiða sem boðið verður upp á er hand- leiðslufræði. „Fólk er að vinna í þessum þunga geira með erfið mannleg vandamál undir miklu álagi. Það eru ekki bara skilnaðir og átök, heldur líka dauðsföll og missir af margvíslegu tagi. Hand- leiðsla er hjálp fyrir hjálparana og er svar við þessu álagi.“ Hún segir að handleiðslan snúist ekki um að fólk ráði ekki við málin, heldur sé um að ræða aðstoð sem miði að því að kraftar fólks þrjóti ekki. Miðað er við að hægt sé að stunda þetta nám meðfram vinnu og er lokahnykkur þess lokarit- gerð sem byggir á sjálfstæðri rannsókn. haflidi@frettabladid.is Listahátíð á hverju ári Ég er mjög ánægð með þetta.Að vísu verður vinnan meiri en það er allt í lagi,“ segir Þórunn Sigurðardóttir, stjórnandi Lista- hátíðar í Reykjavík, um þá ákvörðun að gera hátíðina að ár- legum viðburði. Fram til þessa hefur Listahátíð verið haldin ann- að hvert ár. „Við höfum lengi barist fyrir þessu bak við tjöldin og nú er þetta orðið að veruleika. Við höfum tekið eitt skref í einu á leið okkar inn í nútímann,“ segir Þórunn. Það eru menntamálaráðherra og borgarstjórinn í Reykjavík sem undirritað hafa samkomulag þess efnis að Listahátíðin verði haldin á hverju ári. Listahátíð í Reykjavík á sér 33 ára sögu og í upphafi heyrð- ust raddir þess efnis að réttast væri að halda hátíðina árlega en af því hefur ekki orðið fyrr en nú: „Eftir síðustu Listahátíð var ljóst að eigin tekjur hátíðarinnar stóðu undir helmingi af kostnaði og á þeirri staðreynd byggir þessi ákvörðun að stórum hluta,“ segir Þórunn, en ríki og borg standa und- ir öðrum kostnaði til helminga. Listahátíð í Reykjavík verður næst haldin á næsta ári og þar eftir árlega eins og samkomulag hefur nú tekist um. ■ SIGRÚN JÚLÍUSDÓTTIR Vinnuálag og breytt samfélagsgerð kallar á samningagerð milli meðlima fjölskyldunnar. Fjölskylduráðgjöf ■ Breytt samfélag kallar á breyttar áherslur. Í haust verður boðið upp á nám við Háskóla Íslands þar sem sjón- um er beint að fjölskylduráðgjöf. Hátíðir ■ Áralöng barátta á bak við tjöldin hef- ur nú skilað sér í því að Listahátíð verður í framtíðinni að árlegum viðburði í menningarlífi höfuðborgarinnar og landsins alls. ÞÓRUNN SIGURÐARDÓTTIR Eigin tekjur Listahátíðar í fyrra stóðu undir helmingi af kostnaði. Ríki og borg deila með sér afgangnum. Ríkisútvarpið hefur opnaðverslun á Netinu þar sem hægt er að kaupa ýmislegt efni sem flutt hefur verið bæði í út- varpi og sjónvarpi. Enn er vöru- framboð takmarkað en stefnt er að fjölbreyttu úrvali er fram líða stundir: „Þetta er framtíðin. Þarna er arfur þjóðarinnar kominn á Net- ið,“ segir Þorsteinn Þorsteinsson, markaðsstjóri Ríkisútvarpsins, en netverslunin var opnuð fyrir örfá- um vikum. Hefur sala verið bæri- leg. Hægt er að kaupa geisladiska undir samheitinu Útvarpsperlur en þar er að finna söng Hauks Morthens og hljóðfæraleik hljóm- sveitar Svavars Gests, svo eitt- hvað sé nefnt. Barnaefni úr sjón- varpi er í boði á snældum, svo og Stiklur Ómars Ragnarssonar, sem eru vinsælasta varan í netversl- uninni enn sem komið er. „Hér í stofnuninni liggja marg- ir merkilegir hlutir sem við vilj- um gera aðgengilega. Tónlistin hefur verið að vefjast fyrir okkur þar sem ná þarf heildarsamning- um við stéttarfélög og aðstand- endur listamannanna. Þessi tón- list er fáum til gagns ef hún ligg- ur bara hér. Svo ekki sé minnst á öll útvarpsleikritin sem við eig- um. Næsta verkefni okkar verður líklega að reyna að koma þeim á hljóðdiska. Það er verðugt verk- efni,“ segir Þorsteinn Þorsteins- son. ■ Ríkisútvarpið opnar verslun RÍKISÚTVARPIÐ Hefur opnað verslun á Netinu og býður fjölbreytt úrval útvarps-og sjónvarpsefnis. FORMAÐURINN Róbert Marshall, af skoskum uppruna að hálfu en uppalinn í Vestmannaeyjum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.