Fréttablaðið - 03.05.2003, Side 1

Fréttablaðið - 03.05.2003, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 32 Leikhús 32 Myndlist 32 Bíó 36 Íþróttir 12 Sjónvarp 38 KVÖLDIÐ Í KVÖLD VIÐTAL Tímarnir breytast og mennirnir með SÖNGNÁM Einhver tegund ofvirkni LAUGARDAGUR 3. maí 2003 – 100. tölublað – 3. árgangur bls. 26 bls. 22 RÁÐSTEFNA Hugvísindastofnun Há- skóla Íslands efnir til ráðstefnu til heiðurs Sigurjóni Björnssyni pró- fessori. Meðal fyrirlesara eru, auk Sigurjóns, Jón Ólafsson, Haukur Ingi Jónasson og Sigurður J. Grét- arsson. Ráðstefnan fer fram í Odda og hefst klukkan 10.30. Sálgreining á Íslandi FÓTBOLTI Valur og KR eigast við í undanúrslitum deildarbikars kvenna. Leikurinn fer fram í Fífunni og hefst kl. 13. Sigurliðið etur kappi við sigurvegarana úr leik ÍBV og Breiðabliks sem fer fram í Fífunni á morgun kl. 16.30. Undanúrslit kvenna MYNDLIST Sýning Ríkharðs Valtin- gojer og Helga Snæs Sigurðssonar, Tvíraddað, opnar í Hafnarhúsinu kl. 15. Á sama tíma opnar Tolli sýn- ingu í Listasetrinu Kirkjuhvoli á Akranesi. Klukkutíma síðar opnar Steingrímur Eyfjörð sýningu í Gallerí Hlemmi og Margrét Brynj- ólfsdóttir sýningu á Kaffi Sólon. Opnað hér og þar KVIKMYNDIR Aðdáendur Ingmars Bergmans geta haldið í Bæjarbíó í Hafnarfirði í dag. Þar verður sýnd myndin Stund úlfanna, eða Vargtimmen frá 1968. Sýningin hefst kl. 16. Bergman í Bæjarbíói REYKJAVÍK Norðaustan 5-10 m/ og léttskýjað. Hiti 0 til 5 stig. VEÐRIÐ Í DAG - - - + VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 3-8 Skýjað 4 Akureyri 5-10 Él 6 Egilsstaðir 5-10 Él 8 Vestmannaeyjar 5-10 Bjartviðri 2 ➜ ➜ ➜ ➜ UMFERÐARSLYS Átta voru fluttir á sjúkrahús eftir harðan árekstur á Hellisheiði. Útlit var fyrir að tveir þeirra sem slösuðust í árek- strinum yrðu að vera á sjúkrahúsi yfir nótt hið minnsta. Enginn var þó í lífshættu. Áreksturinn átti sér stað um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Fjórir bílar rákust saman. Ekki var alveg ljóst hvernig árekst- urinn bar að. Kalla þurfti á tækja-bíl til að losa tvo einstak- linga úr bílunum. Lögreglan á Selfossi hafði yfirumsjón með aðgerðum en kalla þurfti á fjóra sjúkrabíla úr Reykjavík til að flytja þá slösuðu á slysadeild Landspítalans. Áreksturinn var mjög harður. Það sést kannski best á því að þrír af bílunum fjórum eru taldir ónýtir. Hellisheiði var lokað um tíma og þurfti fjöldi manna að bíða eða fara aðra leið á meðan. Sú lokun stóð þó yfir í skamma stund. Eitt og hálft ár er liðið frá því jafn margir hafa lent í árekstri í umdæmi lögreglunnar á Selfossi. Það var þegar fjórir létust í árek- stri í Gnúpverjahreppi. ■ Harður árekstur á Hellisheiði í gærkvöldi: Átta fluttir á sjúkrahús Guðni Ágústsson skipar 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi Kjósum flokk sem framkvæmir VOR SALA ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S K R I 20 64 5 0 4/ 20 03 STA Ð R EY N D UM MEST LESNA DAGBLAÐIÐ Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í mars/apríl 2003 22,1% 52,3% 61,7% FR ÉT TA B LA Ð IÐ M O R G U N B LA Ð IÐ D V Traust til Ingibjargar Sólrúnar hrapar Davíð Oddsson nýtur mests traust stjórnmálamanna samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Flestir segjast einnig bera minnst traust til hans. Traust á hendur Halldóri Ásgrímssyni eykst verulega. INGIBJÖRG SÓLRÚN Þeim fjölgar mikið sem segjast bera minnst traust til hennar. DAVÍÐ ODDSSON Hann er sá stjórnmálamaður sem oftast er nefndur. SKOÐANAKÖNNUN Traust lands- manna til Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, forsætisráðherra- efnis Samfylkingarinnar, minnk- ar verulega, samkvæmt niður- stöðu skoðanakönnunar Frétta- blaðsins, sem gerð var á fimmtu- daginn. Rúmlega 24% segjast nú bera mest traust til Ingibjargar Sól- rúnar eða 13% færri en fyrir mánuði síðan. Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, nýtur trausts rúmlega 32% þjóð- arinnar, sem er svipað og fyrir mánuði síðan. Landsmenn bera því aftur mest traust til Davíðs. Athygli vekur að tæplega 34% þjóðarinnar segjast bera minnst traust til Ingibjargar Sólrúnar, samaborið við 18,7% fyrir mán- uði síðan. Þá skiptist vantraust á hendur forystu Samfylk- ingarinnar nokkurn veginn jafnt á milli Össurar Skarphéðinssonar, for- manns flokksins, og Ingi- bjargar Sólrúnar og sam- anlagt voru þau ekki jafn óvinsæl og Davíð. Nú virð- ist vantraustið hins vegar hafa færst yfir á Ingi- björgu Sólrúnu. Samanlagt segjast tæplega 43% lands- manna bera minnst traust til Ingibjargar Sólrúnar og Össurar eða töluvert fleiri en segjast bera minnst traust til Davíðs. Rúmlega 35% segjast bera minnst traust til hans. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, mælist nú með hlutfallslega mun meira traust en fyrir mánuði síðan. Rúmlega 11% landsmanna segjast bera mest traust til hans, saman- borið við tæplega 6% fyrir mán- uði. Traust til Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri grænna og Guð- jóns A. Kristjánssonar, formanns Frjálslyndra, stendur nokkurn veginn í stað. Tæplega 11% lands- manna segjast bera mest traust til Steingríms J., en tæplega 3% segjast bera mest traust til Guðjóns A. Þegar spurt var til hvaða stjórnmálamanna fólk bæri mest traust voru alls 38 menn nefndir. Alls voru 33 menn nefndir þeg- ar spurt var til hvaða stjórnmálamanns fólk bæri minnst traust til. Úrtakið í könnuninni var 1.200 manns. trausti@frettabladid.is sjá bls. 2 TIL HVAÐA STJÓRNMÁLAMANNS BERÐ ÞÚ MEST TRAUST UM ÞESSAR MUNDIR? Febrúar Mars Apríl Ingibjörg Sólrún Gísladóttir 32,9% 37,8% 24,4% Davíð Oddsson 35,7% 32,4% 32,2% Steingrímur J. Sigfússon 6,9% 10,3% 10,7% Halldór Ásgrímsson 7,8% 5,9% 11,1% Guðjón A. Kristjánsson 0,2% 2,8% 2,7% TIL HVAÐA STJÓRNMÁLAMANNS BERÐ ÞÚ MINNST TRAUST UM ÞESSAR MUNDIR? Febrúar Mars Apríl Ingibjörg Sólrún Gísladóttir 17,5% 18,7% 33,8% Davíð Oddsson 33,3% 43,3% 35,4% Steingrímur J. Sigfússon 5,6% 4,0% 3,3% Halldór Ásgrímsson 4,6% 7,2% 5,7% Guðjón A. Kristjánsson 0,0% 0,0% 1,0% KVÓTI bls. 36 Ákvarðar kvóta einhliða HÁTÍÐ Ókeypis mynda- sögur bls. 8

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.