Fréttablaðið - 03.05.2003, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 03.05.2003, Blaðsíða 4
4 3. maí 2003 LAUGARDAGUR Fórstu í kröfugöngu á verkalýðs- deginum? Spurning dagsins í dag: Ertu búinn að ákveða hvaða flokk þú kýst? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 86,6% 13,4% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is VINNUMARKAÐUR Hlutfall launa af landsframleiðslu þarf að lækka að mati Ara Edwald, framkvæmda- stjóra Samtaka atvinnulífsins. Hann segir að vegna þessa sé nauðsynlegt að auka verðmæta- sköpun og framleiðni, lækka kostnað og minnka sóun. Á aðalfundi samtakanna í gær var birt ný skýrsla sem ber heitið Bætum lífskjörin. Þar kemur fram að kaupmáttur hafi aukist miklu meira á Íslandi en í ná- grannaríkjunum. Hlutfall launa af svokölluðum þáttatekjum sé orðið um 68%, samanborið við 64% síð- ustu 10 ár og 60% í nágrannalönd- unum. „Boginn hefur því verið spenntur til hins ítrasta og leita þarf annarra leiða en launahækk- ana til að mæta kröfum um bætt lífskjör á næstu árum,“ segir í skýrslunni. Ein af helstu niðurstöðum skýrslunnar er að sveigjanlegur vinnumarkaður sé lykilforsenda öflugs hagvaxtar. Ari segir opin- beran vinnumarkað vera stífan og ósveigjanlegan í anda þess þýska á meðan sá almenni sé sveigjan- legur í anda þess engilsaxneska. Á undanförnum árum hafi laun hækkað mun meira á opinberum vinnumarkaði en almennum. Sem dæmi um það hafi kaupmáttur á opinbera vinnumarkaðnum aukist um 45% á síðustu 13 árum saman- borið við 16% á hinum almenna. Ari segir að þessi tvískipting valdi óskilvirkni og vaxandi spen- nu milli vinnumarkaðanna. Þá sé hún mikilvæg röksemd fyrir ágæti útboða og einkarekstrar. ■ LAGT AF STAÐ Geimfararnir segjast ekki hafa tilfinnanlegar áhyggjur af lendingunni á morgun heldur líti þeir á hana sem ómetanlega lífsreynslu. Rússneska geimfarið: Spenna og ótti vegna lendingar MOSKVA, AP Mikil spenna ríkir vegna fyrirhugaðrar lendingar rússneska geimfarsins Soyuz TMA-2 í Kazakstan á morgun. Verður þetta í fyrsta sinn sem geimfar kemur til jarðar síðan bandaríska geimflaugin Columbia fórst í lendingu í febrúar síðast- liðnum. Soyuz-farið mun svífa til jarð- ar yfir afskekktri steppu í Kazakstan. Mikill viðbúnaður er hjá bandarísku geimferðastofn- uninni NASA sem og kollegum þeirra í Rússlandi vegna lending- arinnar. Um borð eru tveir bandarískir geimfarar og einn Rússi sem allir eru á leið heim eftir langa dvöl um borð í alþjóðlegu geimstöð- inni. ■ HÚSFÉLÖG Reglugerð frá árinu 2001 um meðferð persónuupplýsinga hjá lögreglu hefur veikt stöðu hús- félaga gagnvart brotlegum eigend- um að sögn Sigurðar Helga Guð- jónssonar, lögfræðings og for- manns Húseigendafélagsins. Sigurður Helgi og Hrund Krist- insdóttir, lögfræðingur félagsins, skrifuðu grein um málið í blaðið Lögreglumanninn, sem kom út í gær. Í greininni kemur fram að þegar húsfélög hafi leitað réttar síns vegna íbúa sem ekki er hæfur til að búa í fjölbýli hafi lögreglu- stjóraembættin oft neitað þeim að- gangi að lögregluskýrslum um við- komandi og borið fyrir sig ofangreindri reglugerð. Í greininni er tekið raun- verulegt dæmi þar sem húsfélag leitaði eftir aðstoð Húseigendafélagsins vegna grófra og ítrekaðra brota eins eiganda. Hafði hann m.a. nokkrum sinnum kveikt í íbúð sinni og sam- eign og skilið lyf og lyfja- glös eftir á stigaganginum. Óskaði Húseigendafélagið eftir lögregluskýrslum vegna málsins, en var hafn- að. Er það mat Húseigenda- félagsins að umrædd reglu- gerð lami og laski í mörgum tilvikum þau úrræði sem húsfélög eiga að hafa sam- kvæmt fjöleignarhúsalög- unum frá árinu 1994. „Eftir stendur sá brot- legi keikur og herðir ógnar- takið á sameigendum sín- um, sem geta sér enga björg veitt,“ segir í grein- inni. „Það verða mörg skálkaskjólin ef þessi vonda reglugerð fær að lifa áfram, heiðarlegu fólki til hremmingar en skálkunum til skjóls.“ ■ LEIKSKÓLADEILA Aðeins 20 börn af liðlega eitt hundrað voru mætt á leikskólann Tjarnarás í gærmorg- un. Allir fyrrum starfsmenn nema einn voru heima og nýja starfs- fólkið mætt til starfa. Edda Mar- grét Jensdóttir, nýráðin forstöðu- kona, sagði ástandið vera mjög erfitt. Það starfsfólk sem ekki sé hætt störfum hafi allt tilkynnt veik- indi um morgun- inn. „Þeir foreldr- ar sem komið hafi með börn sín hing- að hafa allir verið mjög almennilegir og það lætur ástandið ekki bitna á okkur. En vitaskuld er þetta öllum erfitt, bæði börnum og foreldrum og okkur nýja starfsfólkinu,“ segir hún. Á leið brott frá leikskólanum mættu blaðamaður og ljósmynd- ari Fréttablaðsins tveimur konum úr hópi eldra starfsfólks. Þær vildu ekki segja til nafns en voru að ná í persónulega muni sem þær áttu á leikskólanum. „Við viljum ekki tala um samskipti okkar við Íslensku menntasamtökin en það er alveg víst að frekar viljum við vera atvinnulausar en vinna hjá þeim,“ sagði önnur og hin sam- sinnti. Þær vildu ekki tjá sig um hvað það væri raunverulega sem væri svona slæmt við að vinna hjá samtökunum. „Við viljum ekki vera með persónulegt skítkast eins og gerðist í skólanum á sínum tíma en það er alveg ljóst að við getum ekki unnið undir stjórn þeirra lengur. Ef hins vegar Hafn- arfjarðarbær tekur við rekstrin- um erum við meira en tilbúnar að snúa til starfa á ný.“ Magnús Baldursson forstöðu- maður Skólaskrifstofu Hafnar- fjarðar sagði að samþykkt hefði verið á fundi Fræðsluráðs um morguninn að bærinn rifti samn- ingum og legði fyrir bæjarstjórn til samþykktar á sunnudag. „Við lítum svo á að ákvæði í samning- um hafi verið brotið. Í 18. grein. samningsins segir að ef verulegar vanefndir verði á samningnum sem lúta að velferð barna sé okk- ur heimilt að segja honum fyrir- varalaust upp,“ segir Magnús. Hann segist vonast til að geta verið með eðlilega starfsemi í leikskólanum á mánudag. Það starfsfólk sem látið hafi af störf- um hafi lýst sig reiðubúið að vinna hjá Hafnarfjarðarbæ og farið verði yfir það með því fólki. „Ég reikna fastlega með að meiri- hluti þess starfsfólks verði í vinnu áfram,“ segir Magnús Baldurs- son. bergljot@frettabladid.is ÓSIGUR Úrslit sveitastjórnarkosninga í Bretlandi endurspegla ekki þær auknu vinsældir sem forsætisráðherrann Tony Blair nýtur, samkvæmt könnunum. Sveitastjórnarkosningar: Bíður afhroð BRETLAND, AP Verkamannaflokkur Tony Blair bauð mikið afhroð í sveitarstjórnarkosningum í Bret- landi. Vonir flokksmanna um að þeir myndu njóta góðs af ánægju bresku þjóðarinnar með fram- gang mála í Írak urðu þar með að engu. Verkamannaflokkurinn tapaði 754 sætum í sveita- og borgar- stjórnum landsins á meðan Íhaldsflokkurinn bætti við sig 542 sætum og Frjálslyndir 175. Ekki er þó talið að þessi úrslit muni hafa afgerandi áhrif á valdastöðu Verkamannaflokksins í Bretlandi þar sem þingkosningar eru ekki á dagskrá fyrr en árið 2006. ■ NORRÆNIR NÁMSSTYRKIR Menntamálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til framhaldsnáms á Norðurlöndum eftir iðnskólapróf eða hliðstæða menntun. Menntamálaráðuneyti Danmerkur og Finnlands hafa staðfest styrkveitingu, líkur eru á að Norðmenn og Svíar veiti sambærilega styrki. Hlutfall launa af landsframleiðslu þarf að lækka: Boginn spenntur til hins ítrasta ARI EDWALD Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins kynnti nýja skýrslu samtak- anna um leiðir til að bæta lífskjörin í landinu með kerfisumbótum. Reglugerð um meðferð persónuupplýsinga hjá lögreglu harðlega gagnrýnd: Veitir brotlegum skálkaskjól SIGURÐUR HELGI GUÐ- JÓNSSON „Þess eru dæmi að íbúar í fjöl- eignarhúsum búi við ógnararástand í lengri og skemmri tíma,“ segir Sigurður. Fæstir komu með börnin Erfiður dagur hjá nýju starfsfólki á leiksólanum Tjarnarási. Fyrrum starfsfólk segist frekar vilja vera atvinnulaust en vinna hjá Íslensku menntasamtökunum. Hafnarfjarðarbær hyggst yfirtaka reksturinn. FÁIR MÆTTIR Á TJARNARÁSI Liðlega 20 börn af um 100 mættu á leikskólann í morgun. ■ Það er alveg víst að frekar viljum við vera atvinnulausar en vinna hjá Ís- lensku mennta- samtökunum. ■ Styrkir • Námskeið fyrir börn og lengra komna • Taltímar og einkatímar • Námskeið fyrir börn • Stuðningsnámskeið fyrir skólafólk • Franska fyrir ferðamenn ( 10 tíma hraðnámskeið) Frönskunámskeið Upplýsingar í síma 552-3870 Netfang:af@ismennt.is. Veffang:http://af.ismennt.is. Hringbraut 121, JL-húsið. Sími: 552-3870. Fax: 562-3820. BARÐIR TIL BANA Ránsferð 14 manna í bændaþorp í norðan- verðu Bangladesh endaði öðru- vísi en þeir ætluðu. Reiðir íbú- arnir eltu mennina uppi og börðu þá til bana. Nær 500 íbúar tóku þátt í árásinni, enginn hefur ver- ið handtekinn. ■ Asía FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.