Fréttablaðið - 03.05.2003, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 03.05.2003, Blaðsíða 20
22 3. maí 2003 LAUGARDAGUR Ég hef ekki haft afskipti afstjórnmálum síðan 1994, þeg- ar ég fór í Seðlabankann, enda eru það óskrifuð lög að seðla- bankastjórar séu ekki í slíku. Ég hef þó fylgst vel með þjóðmálum og hef mínar skoðanir. Mér þykir stjórnmálaflokkarnir hafa breyst ansi mikið á síðustu árum. Tím- arnir hafa breyst og flokkarnir breytast auðvitað með, en ég hef mínar efasemdir um sumar hinar nýju áherslur. Ég dróst að Fram- sóknarflokknum í gamla daga því mér þótti hann boða skynsamlega blöndu af frelsi einstaklingsins til athafna annars vegar og hins vegar velferð með jafnræði á sem flestum sviðum, meðal ann- ars í heilbrigðis- og menntamál- um.“ Frelsið og græðgin „Mér þykir hafa dregið ansi mikið úr áherslunni á jafnræði og gott velferðarkerfi, ekki aðeins hjá Framsóknarflokknum heldur öllum flokkum. Frjálshyggjan hefur tröllriðið þjóðfélaginu. Mér verður í þessu sambandi oft hugs- að til orða Ólafs Björnssonar pró- fessors. Hann sagði í þingræðu 1971 að frelsi megi aldrei verða svo mikið að verstu eiginleikar mannsins, eigingirnd og græðgi, fái að leika lausum taumi.“ Steingrímur segist ekki finna fyrir sérstökum fiðringi nú þegar kosningabaráttan er að ná há- marki og hann saknar þess ekki að vera í eldlínunni. „Ég hef nóg fyr- ir stafni og þarf ekki að kvarta. Ég nenni ekki einu sinni að hlusta á allar þessar stjórnmálaumræð- ur, nema endrum og eins. Ég er undrandi á þessari miklu áherslu og yfirboðum í skattalækkunum. Það eru langir biðlistar eftir bæklunaraðgerðum, leguplássi fyrir langlegusjúklinga, heyrnar- tækjum fyrir aldraða og svo mætti lengi telja. Væri ekki nær að stoppa fyrst í götin? Síðan mætti lækka skatta, ef einhver af- gangur verður, og þó sérstaklega gera skattkerfið réttlátara. Er fólk virkilega svona ginnkeypt fyrir skattalækkunum?“ Steingrímur bætir því við að sér þyki stjórnmálaflokkarnir vera orðnir býsna áþekkir. „Mér sýnist munurinn á flokkunum, því miður, vera orðinn frekar lítill. Vinstri grænir eru að vísu nokkuð sér á báti, en það virðist ekki mik- ið skilja hina flokkana að. Sjálfstæðisflokkurinn hefur leynt og ljóst rutt frjálshyggj- unni braut og með, að því er virð- ist, þegjandi samþykki sinna samstarfsflokka, orðið mikið ágengt, sem sést á mikilli auð- söfnun einstaklinga og fyrir- tækja. Að ég tali nú ekki um gegndarlaust brask við að ná undir sig sem flestum fyrirtækj- um. Frelsið er orðið það mikið að græðgin gengur laus. Hitt er svo annað mál að mér finnst margt mjög gott í íslensku þjóðfélagi og ég trúi því enn að skapa megi hér á landi fyrirmyndarþjóðfélag en þá þurfum við líka að fara að stíga á bremsurnar. Virkjað í sátt við náttúruna Umhverfismál eru Steingrími ofarlega í huga og hann hefur sinnt þeim og fleiri áhugamálum sínum, bæði nýjum og gömlum, betur eftir að hann hætti sem seðlabankastjóri. Hann segist vart hafa tölu á stjórnum allra þeirra félaga sem hann á sæti í. Hann er meðal annars virkur innan Holl- vinasamtaka Háskólans og situr í stjórn Hjartaverndar og Lands- verndar. „Ég er líka formaður lítillar stofnunar í Bandaríkjunum, The Millennium Institute, sem hefur þróað mjög fullkominn hugbúnað til að meta langtímaþróun landa á mjög breiðum grundvelli með sjálfbæra þróun að markmiði. Þá er ég formaður Surtseyjarfélags- ins, er í stjórn sjóðs Leifs Eiríks- sonar og Heimssýnar, andstæð- inga aðildar Íslands að Evrópu- sambandinu, og hef verið að að- stoða við útgáfu mjög vandaðra bóka um hin ýmsu lönd heims. Skógrækt stunda ég af kappi í Borgarfirðinum. Áhugann á nátt- úruvernd fékk ég meðal annars frá Eysteini Jónssyni og föður mínum, sem var mikill skógrækt- armaður. Umhverfið er okkur mjög mikilvægt. Þegar maður ferðast erlendis í miklu þéttbýli gerir maður sér grein fyrir því hversu dýrmætt það er að eiga ósnortin landssvæði. Ég er til dæmis ekki nema 5 mínútur að heiman upp í Heiðmörk þar sem ég get notið náttúrunnar og kyrrð- arinnar. Þá eru góðir golfvellir víða í grennd við þéttbýlisstaði. Þetta er munaður sem er víða óhugsandi eða fólk þarf að ferðast langar leiðir til að njóta slíkra un- aðssemda. Ég er þó ekki á móti virkjunum og hef alltaf verið á þeirri skoðun að við eigum að nýta orkuna í fallvötnunum en allar slíkar framkvæmdir verða að vera í sem mestri sátt við umhverfið. Þegar ég kom heim úr verkfræði- námi í Bandaríkjunum var ég mjög áfram um stóriðju og vildi virkja allt en hef sem betur fer þroskast og er fyrir löngu búinn að skipta um skoðun.“ Lúxus að spila golf Steingrímur byrjaði fyrir sex eða sjö árum að leggja stund á golf af kappi. „Þegar ég kom heim frá námi í Bandaríkjunum 1952 starf- aði ég við Áburðarverksmiðjuna. Þar var bandarískur verkfræðing- ur, Van Ness, sem var mikill golf- ari. Hann dró mig út á þennan eina golfvöll, sem hér var þá. Ég keypti mér meira að segja hálft golfsett. Van Ness var býsna góður og sló langt en ég sló stundum lengra en ekki jafn markvisst, meira hingað og þangað út um móa. Ég komst að því þá að það væri ekki fyrir mig að elta hvíta kúlu út um hvippinn og hvappinn og ég lagði golfið á hilluna og byrjaði ekki aftur fyrr en 1996. Ég hafði fengið golfsett í 60 ára afmælisgjöf og það beið mín. Konan mín byrjaði á undan mér og dró mig út í þetta og ég sé ekki eftir því. Það er stór- kostlegur lúxus að geta spilað golf nánast alla daga og það er gaman að sjá hversu mikið af ungu fólki er farið að stunda þetta. Golfið krefst þess samt eiginlega að hjón stundi það bæði. Þetta er svo tímafrek íþrótt.“ Steingrímur hefur alla tíð stund- að íþróttir, hefur haldið sér í góðu líkamlegu formi og hefur meðal annars gaman af því að renna sér á skíðum. Hann lenti í hremmingum við þá iðju í Sviss fyrir nokkrum dögum. „Ég fór fram af hengju í blind- byl og meiddist á öxl. Ég er nýkom- inn úr aðgerð og allt fór þetta betur en læknarnir óttuðust. Sumir segja að ég eigi ekki að stunda skíði á átt- ræðisaldri en það mun ég samt gera svo lengi sem ég stend í lappirnar. Meiðslin gera það hins vegar að verkum að ég verð líklega frá golf- inu í einn og hálfan mánuð eða svo Tímarnir breytast og flokkarnir með Steingrímur Hermanns- son var forsætisráðherra Íslands í samtals sjö ár. Þegar hann yfirgaf stjórn- arráðið árið 1991 tók Davíð Oddsson við og hefur setið þar síðan. Steingrímur er á kafi í fé- lagsmálum og finnur ekki fyrir neinum fiðringi eða fortíðarþrá nú þegar kosningabaráttan er að ná hámarki. Hann telur tímabært að skipta um ríkisstjórn og undrast það hversu neikvæðir menn eru í garð þriggja flokka stjórnar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.