Fréttablaðið - 03.05.2003, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 03.05.2003, Blaðsíða 30
■ ■ FUNDIR  10.00 Chandra Easton, ástralskur sjáandi, stjörnuspekingur og fyrirlesari, verður með námskeið fyrir skapandi listamenn og heilara Krists í húsnæði Guðspekisamtakanna að Hverfisgötu 105, 2. hæð.  10.30 „Sálgreining á Íslandi“ nefnist ráðstefna Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands, sem er tileinkuð pró- fessor emeritusi Sigurjóni Björnssyni. Ráðstefnan er haldin í Odda, Háskóla Ís- lands. Meðal fyrirlesara eru Haukur Ingi Jónasson sálgreinir, Jón Ólafsson heim- spekingur, Sigurður J. Grétarsson pró- fessor og Sigurjón Björnsson, prófessor emeritus.  13.00 Fornleifafræðingafélag Ís- lands stendur fyrir málstofu um meist- aranám í fornleifafræði í sal Reykja- víkurakademíunnar, Hringbraut 121. Fyrirlesarar eru Kristín Huld Sigurðar- dóttir, Margrét Hallgrímsdóttir, Orri Vé- steinsson, Birna Lárusdóttir og Steinunn Kristjánsdóttir.  15.00 Opinn umræðufundur um atvinnuástandið í Dalvíkurbyggð verð- ur haldinn í kaffihúsinu Sogni á vegum Framfarafélags Dalvíkurbyggðar. Frum- mælendur eru Björn Snæbjörnsson, Pét- ur Bjarnason og Svanhildur Árnadóttir. ■ ■ SAMKOMUR  10.00 Opið hús verður í leikskól- um í Seljahverfi í dag. Börnin bjóða í heimsókn vinum og vandamönnum og öllum sem vilja kynna sér starfsemi og menningu leikskólanna. Seljaborg er opin 10-12, Jöklaborg 10.30-12.30, Seljakot og Hálsakot 11-13 og Hálsa- borg 11.30-13.30.  13.00 Menningarganga verður farin um menningarstofnanir Kópa- vogs. Komið verður við í Salnum, Nátt- úrufræðistofu Kópavogs, Bókasafni Kópavogs og Gerðarsafni.  13.30 Í Seltjarnarneskirkju verður óvenjuleg dagskrá þar sem fjallað verð- ur í máli, myndum og tónum um einn þekktasta texta Biblíunnar, 23. Davíðs- sálm. Stutt erindi flytja Árni Svanur Dan- íelsson, dr. Guðrún Kvaran, dr. Gunn- laugur A. Jónsson og dr. Kristinn Ólason. Árni Þ. Árnason, Ingvar Gíslason og Matthías Johannessen lesa ljóð og flutt verður tónlist sem samin hefur verið við Sálm 23.  14.00 Héraðsvaka Rangæinga verður haldin á Laugalandi. Meðal ann- ars verða flutt söngleikjabrot nemenda úr skólum í vesturhluta Rangárvallasýslu, nemendur úr Þykkvabæjarskóla lesa ljóð og Bjarni Harðarson les úr óút- kominni bók Helga Hannessonar um drauga í Rangárþingi. Þá verður Héraðs- vökuball á Kanslaranum um kvöldið með hljómsveitinni Bandamönnum.  14.00 Vorhátíð sunnudagaskól- anna verður með afrískum takti í Hall- grímskirkju. Latabæjarliðið, leikbrúður og barnakórar taka þátt í gleðinni, sem er opin öllum börnum og foreldrum þeirra. Hátíðinni stjórna prestarnir Bjarni Karlsson og Íris Kristjánsdóttir. ■ ■ OPNANIR  15.00 Ríkharður Valtingojer og Helgi Snær Sigurðsson opna sýningu sína Tvíraddað í sýningarsal félagsins Ís- lensk grafík í Hafnarhúsinu. Sýningin stendur til 25. maí.  15.00 Tolli opnar sýningu á um 30 verkum, bæði stórum og smáum, vatnslitamyndum og olíumálverkum, í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi. Lista- setrið er opið alla daga nema mánu- daga frá kl. 15-18.  15.00 Fyrsta einkasýning Markús- ar Þórs Andréssonar verður opnuð í Englaborg, Flókagötu 17. Húsið byggði listmálarinn Jón Engilberts sem vinnu- stofu og íbúð handa sér og fjölskyldu sinni skömmu eftir stríð. Í húsinu er stór salur sem nú er í fyrsta sinn lagður í hendur utanaðkomandi listamanns.  16.00 Guðrún Hrönn Ragnars- dóttir og Pétur Magnússon opna í Gallerí Skugga sýningu þar sem gefur að líta 100% nælon og lakk. Einnig vinylveggfóður með blómamótífum, ljósmyndum af þeim ásamt öðrum ljós- myndum og stáli.  16.00 Myndlistarkonan Margrét Brynjólfsdóttir opnar einkasýningu sína Grjót á Kaffi Sólon. Sýningin sam- anstendur af stórum olíuverkum, en þetta er fimmta einkasýning Margrétar.  16.00 Steingrímur Eyfjörð myndlistarmaður opnar sýninguna “of nam hjá fiðurfé og van“ í Gallerí Hlemmi. Sýningin er innsetningar- verk sem byggir á 50 ára gamalli frá- sögn af íslenskri stúlku sem ólst upp að einhverju leyti innan um hænur og hélt að hún væri fugl. Titill sýningar- innar er kominn frá Megasi. ■ ■ KVIKMYNDASÝNING  16.00 Kvikmyndasafn Íslands sýnir í Bæjarbíói, Strandgötu 6, Hafnar- firði, sænsku kvikmyndina Vargtimmen eða Stund úlfanna, sem sænski leik- stjórinn Ingmar Bergman gerði árið 1968. ■ ■ TÓNLIST  12.00 Björn Steinar Sólbergsson organisti heldur hádegistónleika í Akur- eyrarkirkju. Á tónleikunum flytur hann Passacagliu BWV 582 eftir Johann Sebastian Bach og fjóra sálmforleiki og Introduktion og Passacagliu eftir Pál Ís- ólfsson.  16.00 Karlakór Kjalnesinga held- ur árlega vortónleika sína í Digranes- kirkju. Á efnisskrá má finna íslensk sönglög, ítalska ástarsöngva og amerísk og rússnesk tregaljóð.  16.00 Vortónleikar Landsvirkjun- arkórsins verða í Grensáskirkju. Á efn- isskránni eru eingöngu lög eftir Sigfús Halldórsson. Einsöngvarar með kórnum eru þau Þuríður G. Sigurðardóttir sópran og Þorgeir J. Andrésson tenór. Píanó- undirleik annast Kolbrún Sæmundsdótt- ir. Stjórnandi Landsvirkjunarkórsins er Páll Helgason.  17.00 Kvennakór Suðurnesja heldur tónleika ásamt Lögreglukórnum í Árbæjarkirkju í Reykjavík. Kvennakór Suðurnesja er elsti starfandi kvennakór landsins.  17.00 Vortónleikar Skagfirsku söngsveitarinnar í Reykjavík verða haldnir í Langholtskirkju. Meðal annars verða flutt lög eftir Inga T. Lárusson, Schubert, John Denver og Missa brevis eftir Joseph Hayden. Einsöngvarar eru Kristín R. Sigurðardóttir sópran og Óskar Pétursson tenór. Stjórnandi Skagfirsku söngsveitarinnar er Björgvin Þ. Valdimarsson.  20.00 Andrea Gylfadóttir, Ellen Kristjánsdóttir og Berglind Björk Jónasdóttir fagna 10 ára afmæli Borgardætra með tónleikum í Saln- um í Kópavogi. Þær hafa fengið til liðs við sig Jóhann Ásmundsson bassaleikara, Helga Svavar Helgason trommuleikara og Eyþór Gunnars- son, fjórðu Borgardótturina, á píanó.  20.00 Hljómsveitin Wublmbid leikur djasstónlist eftir Kenny Wheeler, Bill Frissel og fleiri í Stúdentakjallaran- um.  21.00 Vortónleikar Karlakórs Sel- foss verða á Flúðum og ball á eftir. Efn- isskráin er fjölbreytt að vanda. Stjórn- andi Karlakórs Selfoss er Loftur Erlings- son og undirleikari Julian Edward Isaacs. ■ ■ LEIKHÚS  14.00 Stígvélaði kötturinn fyrir yngstu krakkana á Litla sviði Borgar- leikhússins í samstarfi við Sjónleikhús- ið. Allir fá ís á eftir.  14.00 Hafnarfjarðarleikhúsið sýnir barnaleikritið Gaggalagú eftir Ólaf Hauk Símonarson.  20.00 Rauða spjaldið eftir Kjartan Ragnarsson og Sigríði Margréti Guð- mundsdóttur verður frumsýnt á Stóra sviði Þjóðleikhússins.  20.00 Rakstur eftir Ólaf Jóhann Ólafsson á Litla sviði Þjóðleikhússins.  20.00 Söngleikurinn Sól og Máni eftir Sálina hans Jóns míns og Karl Ágúst Úlfsson á Stóra sviði Borgarleikhússins.  20.00 Kvetch eftir Steven Berkoff á Nýja sviði Borgarleikhússins í sam- starfi við Á senunni.  20.00 Píkusögur eftir Eve Ensler á Þriðju hæð Borgarleikhússins.  20.00 Einleikurinn Sellófon eftir Björk Jakobsdóttur í NASA við Austurvöll. ■ ■ FUNDIR  10.30 Chandra Easton, ástralskur sjáandi, stjörnuspekingur og fyrirlesari verður með helgisiðanámskeið að eg- ypskri hefð í húsnæði Guðspekisam- takanna að Hverfisgötu 105, 2. hæð.  13.00 Fyrsti sunnudagur í maí er orðinn hefðbundinn hlátursdagur víða um heim. Í Reykjavík verður haldið upp á daginn með því að safnast verður saman við Umferðarmiðstöðina og gengið að Norræna húsinu. Á leiðinni verður staldrað við og teknar nokkrar hlátursæfingar. Á áfangastað verður hlegið saman í 10 mínútur, lesið ávarp dagsins og loks tekið saman höndum í hljóðri bæn.  14.00 Haldið verður upp á ald- arafmæli Vopnafjarðarkirkju með hátíðarguðsþjónustu í kirkjunni. Tvær nýjar kirkjuklukkur verða teknar í notkun og frumflutt verður nýtt lag eftir Zbigniew Zuchowicz, skólastjóra Tónlistarskóla Vopnafjarðar. Að lok- inni guðsþjónustu verður kaffisam- sæti með dagskrá í tali og tónum í fé- lagsheimilinu Miklagarði. 32 3. maí 2003 LAUGARDAGUR hvað?hvar?hvenær? 30 1 2 3 4 5 6 MAÍ Laugardagur Mig grunar að undir niðri sémiklu meiri áhugi á Freud og kenningum hans heldur en fólk kannski áttar sig á,“ segir Torfi H. Tulinius bókmenntafræðingur. Til marks um það nefnir hann þær miklu vinsældir sem sýning Borgarleikhússins á leikritinu Gesturinn naut, þar sem Sigmund Freud er einmitt ein aðalpersón- an. Torfi hefur ásamt félögum sín- um við hugvísindadeild Háskóla Íslands skipulagt málþing um sál- greiningu, sem haldið verður í Odda í dag. Meðal fyrirlesara eru jafnt heimspekingar og bók- menntafræðingar auk sálfræð- inga og geðlækna, að ógleymdum tveimur starfandi sálgreinum, þeim Sæunni Kjartansdóttur og Hauki Inga Jónassyni. „Haukur ætlar að fjalla um ótt- ann við sálina, en Sæunn ætlar að lýsa raunverulegu dæmi um sál- greiningarmeðferð úr starfi sínu.“ Sæunn hefur starfað hér á landi sem sálgreinir í um áratug. Auk hennar hafa tveir aðrir ís- lenskir sálgreinar nýverið hafið hér starfsemi, þannig að þótt hljótt hafi verið yfir sálgreining- unni hér á landi þá segir Torfi þetta engu að síður bera þess vott að hinar umdeildu kenningar Freuds séu langt frá því að logn- ast út af. „Freud var mjög metnaðarfull- ur kenningasmiður. Hann taldi sig vera að setja fram kenningu sem gæti tekið við af trúarbrögðunum, allsherjarkenningu um manninn í merkingarheiminum. Þessi kenn- ing er mjög heillandi og í raun þurfa allir fræðimenn á þessu sviði að taka afstöðu til Freuds. Annars er það helst að bók- menntafræðingar hafi notað kenn- ingar hans hér á landi.“ Málþingið er helgað Sigurjóni Björnssyni, sem um langt skeið kenndi kenningar Freuds við Háskóla Íslands og hefur þýtt mörg helstu verk hans á íslensku. „Okkur fannst það liggja beint við að heiðra störf Sigurjóns úr því við værum að efna til málþings um sál- greiningu,“ segir Torfi. ■ ■ MÁLÞING Ekki dauður úr öllum æðum STEINUNN KRISTÍN Það er ýmislegt sem ég hefðiáhuga á að gera um helgina ef það gæfist tími til þess í kosninga- baráttunni,“ segir Steinunn Krist- ín Pétursdóttir, frambjóðandi Frjálslynda flokksins í Norðvest- urkjördæmi. „Vorhátíð sunnu- dagaskólana í Hallgrímskirkju hljómar til dæmis vel. Tolli er að opna sýningu á Akranesi. Ég hef aldrei séð verk Tolla með eigin augum og vil því nota tækifærið þegar sýningin er í heimabyggð minni. Ég reyni að fara á eins marga kóratónleika og ég get og líst mjög vel á vortónleika Karla- kórs Kjalnesinga. Svo eru vortón- leikar Skagfirsku söngsveitarinn- ar í Reykjavík. Ingi T., Óskar Pét- ursson og Björgvin Þ. er blanda sem enginn má missa af. Borgardætur eru lifandi og skemmtilegar söngkonur, lagaval þeirra gott og þær hafa skemmti- lega framkomu. 10 ára afmælis- tónleikar þeirra hljóma mjög vel. Ég hef heyrt vel látið af Rakstri Ólafs Jóhanns og kominn tími til að sjá það, svo hefur Shakespeare alltaf heillað þannig að Sumaræv- intýri kemur til greina.“  Val Steinunnar Þetta lístmér á! hvað?hvar?hvenær? 1 2 3 4 5 6 7 MAÍ Sunnudagur ✓ ✓ ✓ ✓ ✓ ✓ ✓ SIGMUND FREUD Málþing um sálgrein- ingu verður haldið í Odda í dag. Það er til- einkað Sigurjóni Björnssyni, prófessor emeritus. Mannakorn í kvöld

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.