Fréttablaðið - 03.05.2003, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 03.05.2003, Blaðsíða 46
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Traust forysta Bakþankar EIRÍKS JÓNSSONAR Hætti að drekka. Dýrlegt aðvakna á morgnana án þess að þurfa að kljást við lífið. Stíga frekar taktinn í lífsdansinum eins og dýr merkurinnar. Hrista og kinka kolli til skiptis með fullri rænu og vita hvers vegna. Í stöðugu jafnvægi þess sem veit, vill og skilur og vælir ekki yfir vitleysu. Eins og grenjandi ljón á góðviðrisdegi. Get óhikað mælt með þessu. HÆTTI næst að reykja. Spara 200 þúsund á ári og kemst ókeypis til Benidorm með alla fjölskylduna. Þarf ekki að þvo fötin mín daglega né mála íbúðina árlega. Tennurnar hvítar og andardrátturinn ferskur. Bifhár lungnanna bylgjast líkt og kornakur í vorþey. Heilsan hoppar af kæti. HÆTTI líka að ganga með gleraugu um daginn. Er farinn að sjá mikið betur fyrir bragðið. Látlaus gler- augnanotkun slævir sjónina og gerir mann háðan glerjunum. Ekkert öðru- vísi en búsið og smókurinn að því leyti. Þegar gleraugun eru hvíld fók- usera augun upp á nýtt og skerpast. Gleraugu eru í raun ekki nauðsynleg nema í návígi við smátt letur og titr- andi tölvuskjá. Maður verður bara að passa sig að heilsa öllum. HÆTTI líka að keyra bíl og fór að hjóla. Sama sagan: Betri líðan, bætt- ur efnahagur. Skýst fram úr bílum í umferðarteppu á meðan golan kyssir kinn. Sé umhverfið í réttum litum á meðan allir vöðvar líkamans vinna saman að því einu að koma mér áfram. Í raun tilgangur lífsins. Sé öf- undina í augum bílstjóranna í gegn- um bílrúðurnar. En les jafnframt bölbænir þeirra af vörum. Þeir geta ekki. Ég get. Ég fer fram úr þeim í fleiri en einum skilningi. HÆTTUR flestu og á þá bara eftir að hætta að lifa. Deyja. Enda ágætt að kveðja þennan heim þegar þeirri fullkomnun er náð sem að framan greinir. Vona bara að það viðri vel þann dag þegar ég skýst í gegnum höfuðborgina með fúlle femm og reyklaus á hjólinu mínu með vasana úttroðna af sparifé. Skýst yfir móð- una miklu eftir að hafa sigrað sjálf- an mig og lífið. ■ Hættur Svalandi sumarvörur ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N EH F/ SI A. IS IK E 21 02 2 05 .2 00 3 © In te r IK EA S ys te m s B. V. 2 00 3 250,- Laugardaga ..................kl. 10:00 - 18:00 Sunnudaga....................kl. 12:00 - 18:00 Mánudaga - föstudaga...kl. 10:00 - 18:30 www.IKEA.is IKEA/PS VÅLLÖ vatnskanna 195,- ODLA blómapottur 15cm 290,- NÄTTARÖ blómapottur 14 cm 590,- BJURÖN garðáhöld 2stk 2.450,- ÄPPLARÖ blómaker 35x35cm

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.