Fréttablaðið - 05.05.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 05.05.2003, Blaðsíða 2
2 5. maí 2003 MÁNUDAGUR „Þetta var ljúfur sigur af því að félag- ið skuldar svo mikla peninga. Þarna komu óvæntar tekjur inn sem voru ekki fyrirséðar snemma á leiktíðinni. Sigurinn verður vonandi til þess að United ber pínulitla virðingu fyrir Leedsurum í framtíðinni.“ Arnar Björnsson, íþróttafréttamaður, er harður Leeds-aðdáandi. Leeds tryggði Manchester United enska meistaratitilinn í gær með 2:3 sigri og hélt sjálft sæti sínu í úrvalsdeildinni. Leeds fékk einnig 120 milljónir króna aukalega vegna ákvæðis í samningi eins leikmannsins. Spurningdagsins Var þetta súrsætur sigur? Guðjón Pedersen leikhússtjóri um Borgarleikhúsið: Barn sem enginn vill LEIKHÚS Guðjón Pedersen leik- hússtjóri hefur sagt upp 38 starfsmönnum sem samtals geg- ndu 20 stöðugildum hjá öllum deildum í Borgarleikhúsinu. „Borgarráð sá ekki ástæðu að sinni að veita meira fé í leikhús- ið,“ segir Guðjón. Halli hefur verið á rekstrin- um í Borgarleikhúsinu undanfar- in 13 ár. „Menn hafa ekki verið tilbúnir að skoða í alvöru hvað þyrfti til að reka þetta leikhús,“ segir Guðjón. Á þessu ári nemur framlag Reykjavíkurborgar til LR 231 milljón króna. Skili áætlaður 20 milljóna króna sparnaður vegna uppsagnanna sér verður rekstr- arhallinn um 25 milljónir króna í ár. Reykjavíkurborg segir LR ekki hafa fylgt forsendum sem lágu til grundvallar styrktar- samningi frá 2001; laun hafi ver- ið hækkuð umtalsvert en því lítt mætt með hagræðingu og sparn- aði. „Við höfðum enga möguleika á öðru en að hækka launin til jafns við það sem hefur gerst úti í samfélaginu. Við höfum líka hagrætt og finnst við hafa sýnt lit,“ segir Guðjón sem telur Borgarleikhúsið í raun of stóra byggingu: „Það er dálítið eins og maður sé með barn í höndunum sem engin annar en við vill eiga.“ ■ BORGARLEIKHÚSIÐ „Það er dálítið eins og maður sé með barn í höndunum sem engin annar en við vill eiga,“ segir Guðjón Pedersen leikhússtjóri sem telur Reykjavíkurborg hafa byggt of stórt þegar Borgarleikhúsið var reist. Tímamót í lækningum: Nýrna- ígræðslur á Íslandi HEILBRIGÐISMÁL Mikil tímamót verða í íslenskri læknasögu með því að ákveðið hefur verið að framkvæma nýrnaígræðslur hérlendis. Til þess hafa íslenskir nýrnaþeg- ar farið til útlanda í aðgerð. Því hef- ur fylgt mikið álag fyrir sjúklinginn og aðstandendur. Í dag verður kynnt samkomulag heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytis, Tryggingastofnunar ríkisins og Landspítala - háskólasjúkrahúss um nýrnaígræðslu og stofnfrumu- meðferð á Landspítalanum. ■ ÓLI H. ÞÓRÐARSON Umræðan um nagladekkin kemur upp á hverju ári Er tími nagladekkja liðinn? Nagla- dekkin eru öryggistæki UMFERÐARMÁL „Skyndileg hálka“ er talin vera ein orsök þess að fjórir bílar skullu saman á Hellisheiði um helgina. Bílarnir voru á sumar- dekkjum og vaknar því gamla spurningin um hvort nagladekk hefðu getað afstýrt árekstrinum? „Tíðafarið hefur verið þannig und- anfarið að um leið og komið er úr fyrir borgarmörkin er hættan á ís- ingu fyrir hendi,“ sagði Óli H. Þórð- arson, framkvæmdastjóri Umferð- arstofu. „Við búum á Íslandi, sveiflur á hitastigi gerast hratt og við getum átt von á frosti allan ársins hring. Reyndar hefur starfshópur á okkar vegum lagt til að nagladekkjatíma- bilið verði lengt frá 1. vetrardegi til þess síðasta til að auðvelda fólki að muna það og ég á von á að þessi leið verði valin vegna þess að fólk er sí- fellt að ruglast á núverandi tíma- setningum. Umferðarráð getur hins vegar ekki samþykkt skattlagningu á nagladekk, eins og sumir aðilar hafa farið fram á, þar sem þau eru mikilvæg öryggistæki yfir hávetur- inn.“ Nýlegar rannsóknir í Svíþjóð og Noregi benda til að ávinningur af notkun nagladekkja sé stórlega of- metinn og að slysum hafi í raun fækkað með vaxandi vinsældum ónegldra vetrardekkja. Þörf er á rannsóknum hér á landi til að meta ástandið sérstaklega samkvæmt ís- lenskum aðstæðum, segir í saman- tekt Línuhönnunar hf. um notkun nagladekkja hérlendis. ■ MJAÐMADANS VELDUR ÁHYGGJ- UM Þrátt fyrir að Indónesía eigi við alvarleg vandamál á borð við hryðjuverkamenn, aðskilnaðar- sinna og djúpa efnahagslægð að stríða, þá virðast þeir þessa dag- ana hafa mestar áhyggjur af vin- sælli söngkonu sem dillar sér í lendunum á frekar ögrandi hátt. Inul Daratista heitir hún og vilja margir banna henni að koma fram opinberlega. DULBJÓ SIG SEM SKÓLASTÚLKU Lögreglan í Tókíó handtók í gær 23 ára mann, sem viðurkenndi að hafa stolið handtöskum kvenna í fimm skipti undanfarna tvo mán- uði. Í öll skiptin var hann dulbú- inn sem skólastúlka, klæddur í blátt stuttpils og hvíta blússu. Lögreglan kom auga á hann á laugardaginn í múnderingunni skammt frá járnbrautarstöð í Tókíó. ■ ■ Asía Fylgið að setjast Fylgi flokkanna að festa sig í sessi. Framsókn og Frjálslyndir bæta lítillega við sig fylgi. Samfylkingin tapar svipuðu. Mikill munur á fylgi flokkanna eftir kjördæmum. SKOÐANAKÖNNUN Fylgi flokkanna virðist vera að festast í sessi sam- kvæmt skoðanakönnun sem Fréttablaðið gerði á laugardag. N i ð u r s t ö ð u r hennar eru ná- lægt því þær sömu og niður- stöður skoðana- könnunar sem gerð var 1. maí. F r j á l s l y n d i flokkurinn og Framsókn bæta lítillega við sig fylgi. Samfylk- ing tapar að sama skapi. Fylgi annarra flokka breytist lítið sem ekkert. Össur ofar Davíð Samfylkingin nýtur mest fylg- is af öllum flokkum í Reykjavík- urkjördæmi norður. Gangi það eftir í kosningunum á laugardag gerist það í fyrsta skipti í áratugi að fyrsti þingmaður Reykjavíkur- kjördæmis kemur ekki úr röðum Sjálfstæðismanna. Munurinn á Samfylkingu (38%) og Sjálfstæð- isflokki (36%) er þó lítill. Enn er því langt í frá öruggt hvort Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, eða Össur Skarphéðins- son, formaður Samfylkingar, verður fyrsti þingmaður kjör- dæmisins. Ef fylgi flokkanna í Reykjavík við síðustu kosningar er skipt jafnt á milli kjördæma má sjá fyr- ir sér að Samfylkingin sé að bæta við sig níu prósentustigum, svip- uðu fylgi og Sjálfstæðisflokkur- inn tapar á sama tíma. Framsókn- arflokkurinn tapar ekki miklu en nægu til að formaður flokksins, Halldór Ásgrímsson, nær ekki inn nema sem uppbótarþingmaður. Sjálfstæðisflokkur langstærstur Sjálfstæðisflokkurinn heldur forystuhlutverki sínu í suðurhluta borgarinnar. Þar fær hann um 40% kjósenda þó hann tapi fimm prósentustigum frá síðustu kosn- ingum. Næsti flokkur, Samfylk- ingin fengi rúm 32%. Frjálslyndi flokkurinn bætir mestu fylgi við sig miðað við síð- ustu kosningar, rúmlega tvöfaldar fylgi sitt og fengi níu prósent. Framsóknarflokkur og Vinstrigrænir tapa báðir dálitlu fylgi. Halda forystunni Þegar horft er til höfuðborgar- svæðisins njóta Framsóknar- flokkur og Frjálslyndi flokkurinn mest fylgis í Suðvesturkjördæmi. Þeir færast þó hvor í sína áttina frá síðstu kosningum, Frjálslynd- ir bæta við sig sjö prósentustig- um, Framsókn tapar fimm. Taka verður fram að fylgi flokkanna í gamla Reykjaneskjördæminu þarf ekki að hafa skipst jafnt inn- an kjördæmisins, þó er gengið út frá því við samanburðinn. Sjálfstæðisflokkurinn er allra flokka stærstur í kjördæminu og fengi fjóra af níu kjördæmakjörn- um þingmönnum þrátt fyrir að tapa nær sex prósentustigum frá síðustu kosningum. Samfylkingin stendur í stað frá síðustu kosning- um. Fylgi flokkanna í kjördæminu hefur lítið breyst síðust vikur að því er fram kemur í könnunum blaðsins. Frjálslyndir blómstra Síðasta haust efuðust margir um að Frjálslyndi flokkurinn næði manni inn í Norðvesturkjör- dæmi. Þó Guðjón A. Kristjánsson nyti mikils fylgis á Vestfjörðum var talið vafasamt að það dygði langt í nýju, stærra kjördæmi. Flokkurinn virðist þó ætla að þre- falda fylgi sitt í kjördæminu frá síðustu kosningum. Er þá miðað við fylgið í Vesturlandi, á Vest- fjörðum og Norðurlandi vestra. Flokkurinn fengi fimmta hvert at- kvæði samkvæmt nýjustu könn- unum Fréttablaðsins. Allir aðrir flokkar tapa fylgi í kjördæminu, Framsóknarflokkur- inn sýnu mestu eða átta prósentu- stigum. Flokkurinn fékk þrjá þingmenn síðast en fengi tvo nú. Aðrir flokkar tapa sýnu minna fylgi. Framsókn stærst Framsóknarmenn geta brosað breitt í einu kjördæmi. Þeir njóta 31% fylgis í Norðausturkjör- dæmi, litlu minna en í kosningun- um fyrir fjórum árum. Þar eins og í Norðvesturkjördæmi tapa allir flokkar nema Frjálslyndir, fáir þó neinu að ráði nema Vinstri-grænir sem tapa tæpum fjórum prósentu- stigum. Vinstri-grænir sækja þó í sig veðrið síðustu vikurnar sam- kvæmt könnunum. Frjálslyndi flokkurinn fengi sex prósentustigum meira fylgi í Norðausturkjördæmi en Norður- landi eystra og Austurlandi fyrir fjórum árum. Þá var flokkurinn langt frá því að ná inn manni, nú er næsti maður inn Frjálslyndur samkvæmt könnun blaðsins. Sjálfstæðismenn tapa Sjálfstæðisflokkurinn lenti í miklum vandræðum með að upp- röðun á lista sína. Fylgistap flokksins upp á tíu prósentustig milli kosninga virðist þó frekar mega rekja til sterkari innkomu Frjálslynda flokksins sem bætir jafn miklu fylgi við sig. Sjálfstæð- isflokkurinn er þó eftir sem áður stærsti flokkurinn í kjördæminu, hefur naumt forskot á Framsókn- arflokkinn sem hefur sótt veru- lega í sig veðrið undanfarnar vik- ur ef skoðanakannanir, 1. og 3. maí eru borgar saman við kannan- ir 19. apríl og sumardaginn fyrsta. T-listi Kristjáns Pálssonar er langt frá því að ná inn þingmanni. brynjolfur@frettabladid.is REYKJAVÍK NORÐUR 1. Össur Skarphéðinsson, S 2. Davíð Oddsson, D 3. Bryndís Hlöðversdóttir, S 4. Björn Bjarnason, D 5. Guðrún Ögmundsdóttir, S 6. Guðlaugur Þór Þórðarson, D 7. Kolbrún Halldórsdóttir, U 8. Helgi Hjörvar, S 9. Sigurður Kári Kristjánsson, D –––– Halldór Ásgrímsson, B Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, S Uppbótarþingmenn: Halldór Ásgrímsson, B Sigurður Ingi Jónsson, F REYKJAVÍK SUÐUR 1. Geir H. Haarde, D 2. Jóhanna Sigurðardóttir, S 3. Pétur Blöndal, D 4. Ásta R. Jóhannesdóttir, S 5 .Sólveig Pétursdóttir, D 6. Mörður Árnason, S 7. Guðmundur Hallvarðsson, D 8. Margrét K. Sverrisdóttir, F 9. Birgir Ármannsson, S –––– Ágúst Ólafur Ágústsson, S Ögmundur Jónasson, U Jónína Bjartmarz, B Uppbótarþingmenn: Ágúst Ólafur Ágústsson, S Ögmundur Jónasson, U SUÐVESTURKJÖRDÆMI 1. Árni M. Mathiesen, D 2. Guðmundur Árni Stefánsson, S 3. Gunnar I. Birgisson, D 4. Rannveig Guðmundsdóttir, S 5 .Sigríður A. Þórðardóttir, D 6. Gunnar Örlygsson, F 7 .Siv Friðleifsdóttir, B 8. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, D 9. Þórunn Sveinbjarnardóttir, S –––– Jóhanna B. Magnúsdóttir, U Bjarni Benediktsson, D Uppbótarþingmenn: Bjarni Benediktsson, D Jóhanna B. Magnúsdóttir, U NORÐVESTURKJÖRDÆMI 1. Sturla Böðvarsson, D 2. Jóhann Ársælsson, S 3. Guðjón A. Kristjánsson, F 4. Magnús Stefánsson, B 5. Einar K. Guðfinnsson, D 6. Anna Kristín Gunnarsdóttir, S 7. Sigurjón Þórðarson, F 8. Einar Oddur Kristjánsson, D 9. Kristinn H. Gunnarsson, B –––– Guðjón Guðmundsson, D Gísli S. Einarsson, S Uppbótarþingmaður Jón Bjarnason, U NORÐAUSTURKJÖRDÆMI 1. Valgerður Sverrisdóttir, B 2. Halldór Blöndal, D 3. Kristján L. Möller, S 4. Jón Kristjánsson, B 5. Steingrímur J. Sigfússon, U 6. Tómas Ingi Olrich, D 7. Dagný Jónsdóttir, B 8. Arnbjörg Sveinsdóttir, D 9 .Einar Már Sigurðarson, S –––– Brynjar S. Sigurðsson, F Birkir Jón Jónsson, B Uppbótarþingmaður: Brynjar S. Sigurðsson, F SUÐURKJÖRDÆMI 1. Árni Ragnar Árnason, D 2. Guðni Ágústsson, D 3. Margrét Frímannsdóttir, S 4. Drífa Hjartardóttir, D 5. Magnús Þór Hafsteinsson, F 6. Hjálmar W. Árnason, B 7. Lúðvík Bergvinsson, S 8. Guðjón Hjörleifsson, B 9. Ísólfur Gylfi Pálmason, S –––– Björgvin G. Sigurðsson, S Kjartan Ólafsson, D Uppbótarþingmaður Kjartan Ólafsson, D ▼ ▼ ▼ ▼ ▼ ▼ ▼ ▼ ▼ ▼ ▼ ▼ ▼ ▼ ▼ ▼ ▼ ▼ SKOÐANA- KÖNNUN 1. OG 3. MAÍ B 15,6% D 35,0% F 10,7% N 1,0% S 28,8% T 0,2% U 8,7% Um könnunina Umfjöllunin að ofan bætir á skoðana- könnunum sem framkvæmdar voru 1. og 3. maí. 2.400 manns voru spurðir hvaða flokk þeir hygðust kjósa. Þeir sem ekki svöruðu voru spurðir hvaða flokk væri lík- legast að þeir kysu. 82,2% tóku afstöðu. Þegar niðurstöður könnunarinnar eru bornar saman við síðustu kosningar eru úrslitin þá umreiknuð yfir á nýju kjör- dæmin eftir því hvernig íbúar gömlu kjör- dæmanna skiptast á þau nýju.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.