Fréttablaðið - 05.05.2003, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 05.05.2003, Blaðsíða 4
4 5. maí 2003 MÁNUDAGUR ■ Bandaríkin Fórstu í kröfugöngu á verkalýðsdeginum? Spurning dagsins í dag: Á Reykjavíkurborg að auka framlag sitt til Leikfélags Reykjavíkur? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 87% 13% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Veitt þvert á samninga Óánægju gætir meðal sjómanna og útgerðarmanna að íslenskir aðilar stuðli að veiðum erlendra skipa við íslenska landhelgi sem ganga þvert á alla samninga sem Íslendingar hafa gert. VEIÐAR Veiðar erlendra skipa á Reykjaneshryggnum, sem eru sum að hluta í eigu íslenskra að- ila, vekja reiði meðal sjómanna og útgerðarmanna. „Það er mjög dapurt og for- kastanlegt að íslenskir aðilar stuðli að veiðum sem ganga þvert á alla samninga sem Íslendingar hafa gert,“ segir Árni Bjarnason, formaður Farmanna- og fiski- mannsambandsins um veiðar skipa undir erlendu flaggi. „Það þarf að taka á þessu að hálfu hins opinbera. Þessi skip hafa hvergi kvóta og koma ekki með neinn kvóta með sér þegar þau veiða hérna við Ísland, ég tala nú ekki um þegar þau eru að læða sér inn fyrir 200 mílurnar,“ segir Árni. Hann segir skipin bæði ólögleg gagnvart lögsög- unni og kvótalaus og megi veiða hvorugu megin við línuna. Hon- um finnst vanta í umræðuna hvað sé að ger- ast með Land- helgisgæsluna, það sé alltaf verið að draga saman hjá þeim. Það séu engin smá verkefni sem þeim sé falið og fjármagnið takmarkað þannig að þeir ráði ekkert við þetta. „Mér finnst dapurt að hugsa til þess að það sama sé að gerast nú og í fyrra,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, um þátttöku íslenskra aðila í veið- um þvert á gerða samninga ýmist með eignarhaldi eða afurðakaup- um. Hann segir að í fyrra hafi því verið svarað til að búið væri að kaupa umbúðir og fleira. „Um- búðirnar hljóta að vera búnar þannig að ég vonast til að hægt sé að stoppa þessar veiðar með ein- hverjum ráðum. Einnig er spurn- ing hvert þessi fiskur er að fara. Ég er að vonast til þess að meðal annars Evrópusambandið muni taka á þessum málum með því að hleypa ekki fiskinum inn í landið. Við Íslendingar eigum ekki að vera þátttakendur í þessu,“ segir Þorsteinn Már. hrs@frettabladid.is Powell á ferð um Miðausturlönd: Verður lítið ágengt BEIRÚT, AP Emile Lahoud, forseti Líbanons, sagði við Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að skæruliðasamtökin Hezbollah væru fullkomlega löglegur stjórn- málaflokkur sem hefði átt drjúg- an þátt í að binda enda á átján ára langt hernám Ísraelsmanna í suð- urhluta landsins. Hann sæi því enga ástæðu til þess að verða við kröfum Powells um að leysa upp hersveitir Hezbollah í suðurhluta Líbanons. Lahoud neitaði einnig að verða við kröfum Powells um að fara þess á leit að Sýrlendingar dragi herlið sitt út úr Líbanon. Vera sýr- lenska hersins í Líbanon væri full- komlega réttmæt. Powell kom til Líbanons í gær og ræddi við Lahoud. Á laugar- daginn var Powell í Sýrlandi og spjallaði þar við Bashar Assad forseta. Powell hvatti Assad til að láta af stuðningi við Hezbollah og tryggja jafnframt að landamæri Íraks og Sýrlands verði kyrfilega lokuð, þannig að hvorki eftirlýst- ir íraskir ráðamenn og hermenn né tækjabúnaður geti komist á milli. ■ Rússneskir geimfarar: Lentu langt frá réttum stað ASTANA, AP Tveir bandarískir og einn rússneskur geimfari fund- ust heilir á húfi í gær skammt norðan við Aralhaf í Kasakstan. Geimfar þeirra, af gerðinni Soyuz, lenti hundruð kílómetra frá áætluðum lendingarstað og fannst ekki fyrr en eftir klukku- tíma leit. Þetta voru fyrstu geimfararn- ir sem koma til jarðar frá Alþjóð- legu geimrannsóknastöðinni frá því bandaríska geimskutlan Col- umbia fórst þann 1. febrúar síð- astliðinn. Þetta er líka í fyrsta sinn sem bandarískir geimfarar koma til jarðar í geimfari sem ekki er bandarískt og lenda annars stað- ar en á bandarísku yfirráða- svæði. ■ RÁÐAMENN RÍFAST UM KÚBU- FANGA Colin Powell, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, hefur sent harðort bréf til Donalds H. Rumsfeld landvarnaráðherra varðandi fangana, sem handtekn- ir voru í Afganistan og dveljast nú í rammgerðu fangelsi banda- ríska hersins á Kúbu. Powell vill að Rumsfeld láti starfsmenn sína komast sem fyrst að niðurstöðu um það hvaða föngum megi sleppa úr haldi. DEMÓKRATAR SPÁ Í FORSETAEFNI Níu bandarískir demókratar, sem allir sækjast eftir því að verða forsetaefni flokksins í næstu kosningum, hittust á fundi í bæn- um Columbia í Suður-Karólínu og rifust þar heiftarlega um skatta- mál, heilbrigðistryggingar og stríð Bandaríkjanna gegn Írak. Tilgangur fundarins var að kom- ast að því hver þeirra væri lík- legastur til að geta velt Bush for- seta úr sessi. EÐALBORIN Lömbin þeirra Golsu og Glæsis eru líkari föður sínum en móður. Sauðburður hafinn í Húsdýragarðinum: Konungs- hjónin komin SAUÐBURÐUR Sauðburður hófst í Hús- dýragarðinum í Laugardal á laugar- daginn þegar móflekkótt gimbur leit dagsins ljós. Skömmu síðar kom mórauður hrútur í heiminn. Fyrstu lömb kindahópsins á hverju sumri eru gjarnan nefnd lambadrottning og lambakóngur. Móðirin, Golsa, er þriggja vetra gömul og kom í Húsdýragarðinn fyrir tveimur árum frá Miðhúsum á Ströndum. Hún var einnig tvílembd í fyrravor. Faðirinn heitir Glæsir og er móflekkóttur. Móður og lömbum heilsast vel. ■ Gömlu eigendur Ísbúðarinnar í Álfheimum opnuðu nýja ísbúð: Ísinn lak út á nýjum stað VERSLUN Fyrrum eigendur Ísbúð- arinnar í Álfheimum opnuðu á laugardag nýja búð í Fákafeni 9. Í tilefni opnunarinnar var ísinn boðinn á sama verði og þegar þeir opnuðu fyrst ísbúðina í Álf- heimum fyrir 16 árum síðan. Veðurblíðan um helgina skemm- di svo ekki fyrir og var fullt út að dyrum öllum stundum. „Það urðu mjög margir frá að hverfa, við náðum engan veginn að anna þessu,“ segir Erla Er- lendsdóttir annar eigandi ísbúð- arinnar í Fákafeni. „Ég var að vinna fram að miðnætti á laugar- dag. Það voru ábyggilega fleiri hundruð manns sem komu hing- að báða dagana.“ Erla og eiginmaður hennar seldu Ísbúðina í Álheimum fyrir þremur árum síðan. Sú búð hefur verið vinsæl látlaust síðan. Þrátt fyrir það segist Erla ekki vera viss af hverju hjónin hafi átt slíkri velgengni að fagna í ísbúð- arrekstri. „Mín aðalskýring er sú að ég keyri ísinn í gegnum eldgamlar vélar. Mér finnst nýju vélarnar ekki skila af sér eins bragðgóð- um ís, þó að við notum sömu blöndu og svo margir aðrir,“ segir Erla. ■ Vilhjálmur prins: Hyggst flýja úr landi LONDON, AP Vilhjálmur prins í Bretlandi, sonur þeirra Karls og Díönu heitinnar, vill flytja úr landi til þess að geta fengið frið í einkalífinu. Vilhjálmur stefnir á að búa í Bandaríkjunum, að minnsta kosti í nokkur ár, eftir að hann lýkur háskólanámi í Bretlandi. Hann ætlar annað hvort að stunda þar framhaldsnám eða fá vinnu í listasafni. Vilhjálmur er 21 árs núna, en verður orðinn 25 ára þegar hann lýkur námi sínu í listasögu og landafræði við St. Andrews há- skólann í Skotlandi. ■ Færeyskir foreldrar: Svipt forræði sex barna DÓMSMÁL Færeyskir foreldrar hafa verið sviptir forræði sex barna sinna samkvæmt dómi í Héraðs- dómi Reykjaness. Fólkið var á flótta undan barnar- verndaryfirvöldum í Færeyjum og dvaldist með börnin á tjaldsvæði í Reykjanesbæ þegar barnarvernd- aryfirvöld þar í bænum hófu af þeim afskipti. Héraðsdómur Reykjaness taldi vinnubrögð meðferð barnaverndar- yfirvalda afar ábótavant. Í raun bæri að ógilda ákvörðun um for- ræðissviptinguna á þeim grund- velli. Það væri hins vegar hag barn- anna fyrir bestu að dvelja áfram hjá fósturforeldrum sínum. ■ COLIN POWELL BÝR SIG UNDIR SJÓNVARPSÚTSENDINGU Strax að lokinni ferð sinni til Sýrlands og Líbanons kom hann fram í bandarísku sjónvarpi í gær. ÍSLENSKA FISKVEIÐILÖGSAGAN Veiðar út af íslensku lögsögunni fara fyrir brjóstið á sjómönnum og útgerðarmönnum. „Ég segi að við Íslending- ar eigum ekki að vera þátt- takendur í þessu. AP /M YN D ÍSBÚÐIN Í FÁKAFENI Hlutafélag eigenda Ísbúðarinnar í Fákafeni heitir enn „Ísbúðin í Álfheimum“. Erla segir nafnabreytingu væntanlega. Um helgina var veður gott og ísinn seldur á 16 ára gömlu verði.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.