Fréttablaðið - 05.05.2003, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 05.05.2003, Blaðsíða 6
FYRIR RÉTTI „Rannsókn málsins var einhliða og horft var hjá öllu því sem leitt gæti til sýknu,“ sagði verj- andi Jónasar Freydal, Karl Georg Sigurbjörnsson í varnarræðu sinni. Lokadagur aðalmeðferðar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í Stóra málverkafölsunarmálinu var á laug- ardaginn. Er nú úrskurðar Péturs Guðgeirssonar og meðdómara hans tveggja beðið en þeir hafa fjórar vikur til dómsuppsögu. Rannsókn- ar- og sakakostnað- ur er mikill og má fastlega gera ráð fyrir því að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar hvern- ig sem dómur fellur. Karl Georg gaf í skyn að ákæruvald- ið væri undir pólitískri pressu og að ljúka þyrfti málinu fyrir kosningar - með úrskurði ákæruvaldinu í hag. Til marks um andann í þessu máli nefndi hann ummæli stórskáldsins Thors [Vilhjálmssonar] sem sagði gott að þurfa ekki að moka þennan flór einn líkt og Herkúles heldur væri um samstillt átak góðra manna að ræða. Þessu líkti Karl Georg við nornaveiðar og ljóst að hverju var stefnt. Bindiefnið alkyd kom enn og aft- ur við sögu og Karl Georg færði rök fyrir því að hvað uppruna þess varðaði væri eðlilegra að miða við ártalið 1927 fremur en 1968 líkt og Viktor Smári Sæmundsson gerir í niðurstöðum sínum. Við svo búið fór lögmaðurinn í hvert tilvik um sig en þau eru 9 sem að Jónasi snúa. Karl Georg vildi meina að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að hrekja eigenda- sögur sem ákærði hafði lagt fram. Jón H. Snorrason saksóknari gerði athugsemdir við málflutning varnarinnar. Hann sagði allt reynt til að gera sérfræðiálitið ótrúverð- ugt. Það væri í besta falli óviður- kvæmilegt. Sérfræðingarnir ættu engra hagsmuna að gæta, þeir hafi verið kallaðir til og legðu starfs- heiður sinn og trúverðugleika undir. Verjandi Péturs Þórs Gunnars- sonar, Sigríður Rut Júlíusdóttir, kom fram með andsvör við seinni ræðu saksóknara og sneri málflutn- ingi Jóns H. við. Hún sagði það lög- fræðilega skyldu sína að gæta hags- muna skjólstæðinga sinna - óviður- kvæmilegt væri að segja að óviður- kvæmilegt væri að fjalla um hæfi sérfræðinga en trúverðugleika þeirra mætti sannarlega draga í efa. Í lokaorðum sakborninga sagð- ist Pétur Þór hafa ástæðu til að ef- ast um vinnubrögð lögreglu, eink- um Arnars Jenssonar, og vísaði til meðferðar danskrar konu sem bar vitni í fyrra máli gegn Pétri - sem þá var dæmdur fyrir fölsun þrigg- ja verka og til 6 mánaða fangelsis- vistar. Pétri reiknaðist til að meðal- verð verka í málinu væri 303 þús- und og ef hann hefur selt 1.000 verk fölsuð, eins og Ólafur Ingi Jónsson forvörður aðalákærandi heldur fram, eru það um 300 millj- ónir. Pétur lýsti, sem gjaldþrota maður, eftir þessum peningum. „Hafi einhverjir óprúttnir menn selt mér fölsuð verk gerir það mig ekki að falsara.“ Páskafríinu eyddi Jónas Freydal í sjálfstæðar rannsóknir, skrifaði ýmsum stofnunum og spurðist fyrir um alkyd. Svörin sem honum bárust voru á þá leið að alkyd væri eldra en Viktor Smári gefur sér. „Ég hélt að allir yrðu voða kátir: Jæja, þá er það komið á daginn að verkin eru óföl- suð! En það er nú ekki. Menn telja mikilvægara að réttlæta 100 millj- óna króna réttarhöld en viðhafa rök- rétta og gagnrýna hugsun.“ jakob@frettabladid.is 6 5. maí 2003 MÁNUDAGURVeistusvarið? 1Hvað heitir leikskólinn í Hafnarfirðisem mikill styr stendur nú um? 2Frjálslyndi flokkurinn boðaði til opinsstjórnmálafundar á Selfossi í vikunni. Hvað heitir varaformaður flokksins? 3Hvaða tvær íslenskar hljómsveitirætla að koma fram á Hróarskeldu í sumar? Svörin eru á bls. 30 Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í Reykjavík fer fram hjá sýslu- manninum í Reykjavík, Skógarhlíð 6, rétt sunnan Miklatorgs. Opið er alla daga milli 10 og 22. Á kjördag sjálfan, 10. maí, er opið kl. 10 til 18. Sýslumannsembætti Kópavogs og Hafnarfjarðar lengja opn- unartíma sína frá og með laugardeginum 3. maí, en þá er opið frá 10 til 12. Frá 5.-9. maí verður opið frá kl. 9 til 19. Opið er á kjördag frá 10 til 12. Upplýsingar um utankjörfundaratkvæðagreiðsluna fást á kosningaskrifstofu Samfylkingarinnar í Lækjargötu 2a og í síma 590 3508. Fyrirspurnir má senda á netfangið: harpa@samfylking.is. Nánari upplýsingar um utankjörfundaratkvæðagreiðsluna má finna á kosningavef dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, www.kosning2003.is, og á heimasíðu Samfylkingarinnar, www.xs.is. Ert þú á leið til útlanda? Kjósum snemma! LÖGREGLUSTÖÐIN Í REYKJAVÍK Flestir þeirra sem sátu inni voru milli tví- tugs og þrítugs. Annasamt hjá lögreglu: 13 gistu fanga- geymslur LÖGREGLUMÁL Þrettán manns sátu fangageymslur lögreglunnar í Reykjavík á aðfaranótt sunnu- dags. Handtökurnar voru fyrir ölvunarakstur, fíkniefni og slags- mál. Fangagestir voru flestir á aldrinum 20 - 30 ára. Lögreglan fann litla skammta af grasi, am- fetamíni og hassi við bíl- og hús- leitir. Rólegt var þó í miðbænum að sögn lögreglu og ástandið fremur hefðbundið miðað við sumartím- ann. Um hádegisbilið á sunnudag voru engu að síður nokkrir enn í haldi lögreglu. ■ MADRID, AP Talið er að milljón manns hafi mætt til þess að hlýða á Jóhannes Pál II. páfa á torgi í borg- inni Madrid á Spáni í gær. Páfi tók þar fimm Spánverja í dýrlingatölu og hvatti landsmenn þeirra til að fylgja fordæmi þeirra. Nýju dýrlingarnir eru allir frá tuttugustu öld, tveir prestar og þrjár nunnur, sem hlutu þennan heiður frá hendi páfa vegna starfa sinna í þágu fátækra. „Það fylgir því mikil ábyrgð að hafa dýrling í fjölskyldunni,“ segir Rocio Soto Bertrand de Lis, sem er frænka nunnunnar og nýbakaða dýrlingsins Maravillas de Jesus. „Við verðum að halda uppi merki hennar.“ ■ Verjendurnir segja rannsókninni áfátt Sakborningar og verjendur í Stóra málverkafölsunarmálinu segja rannsóknaraðila undir póli- tískri pressu og líkja málatilbúnaði við nornaveiðar. Saksóknari segir óviðurkvæmilegt að vé- fengja sérfræðiálit en þar sé að veði starfsheiður og trúverðugleiki. PÉTUR ÞÓR GUNNARSSON Engum þyki verra en sér reynist eitthvert verkanna falsað. „En hafi óprúttnir aðilar hafa selt mér fölsuð verk, gerir það mig ekki að falsara.“ JÓNAS FREYDAL ÞORSTEINSSON Telur sig hafa fært sönnur á að verkin séu ófölsuð og hélt að slíkt yrði til að kæta menn. „En menn telja mikilvægara að rétt- læta 100 milljóna króna réttarhöld en svo.“ ASÍA Bandaríska dagblaðið Was- hington Post skýrði í gær frá því að veiran, sem veldur asísku bráðalungnabólgunni, geti lifað á yfirborði hluta við stofuhita klukku- stundum og hugsanlega dögum saman. Þetta þýðir að mögulega geti menn smitast af því einu að snerta hurðarhún eða borðplötu, svo dæmi séu nefnd. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar, sem birtar voru opinberlega í gær. Þessar niðurstöð- ur gefa mikilvægar upplýsingar um hvaða aðgerðir eru nauðsynlegar til þess að halda útbreiðslu veirunnar í skefjum. Jafnframt skýrði Washington Post frá því að í héraðinu Gu- angzhou í Kína, þar sem útbreiðsla veikinnar hefur verið mest, virðist sem faraldurinn sé í rénun. Í gær bárust engu að síður frétt- ir af því að sjö manns í viðbót hefðu látist í Kína af völdum lungnabólgu- veirunnar. Alls er fjöldi látinna þar því kominn upp í 197. Í Hong Kong hafa 184 látið lífið af völdum veirunnar, 26 í Singapúr, 23 í Kanada, 8 í Taívan, 5 í Víetnam, 2 í Malasíu, 2 á Filippseyjum og 2 í Taílandi. Um heim allan hafa meira en sex þúsund manns smitast af veirunni. Enginn þeirra er í Evr- ópu. ■ STARFSMENNIRNIR LEIKA SÉR Þetta starfsfólk veitingahúss í Kína brá sér út í góða veðrinu í gær til að leika sér, frekar en að hanga inni á tómu veitingahúsinu. Viðskiptavinir láta ekki sjá sig af ótta við bráðalungnabólguna. AP /M YN D AP /M YN D PÁFINN VEIFAR MANNFJÖLDANUM Í MADRID Fyrir ofan páfa má sjá flennistórar myndir af nýju dýrlingunum fimm. ■ Pétur Þór segist hafa ástæðu til að efast um vinnu- brögð lögreglu, einkum Arnars Jenssonar. Bráðalungnabólgufaraldurinn í rénun í Kína: Veiran lifir utan líkamans Páfinn á Spáni: Fimm nýir dýrlingar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.