Fréttablaðið - 05.05.2003, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 05.05.2003, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 5. maí 2003 Stökkpallur í sólina! Sí›ustu 290 sætin fiú velur dagsetningu, bókar og grei›ir sta›festingargjald. Vi› sta›festum svo gistista›inn viku fyrir brottför. Á stökkpalli fær›u alltaf gistingu á 3ja e›a 4ra stjörnu gistista›. 27. maí Portúgal 29. maí Mallorca 17. júní Portúgal 18. júní Benidorm 19. júní Mallorca 24. júní Portúgal 1. júlí Portúgal 2. júlí Benidorm Uppseldar fer›ir: Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 Selfossi: 482 1666 • og hjá umbo›smönnum um land allt Úrval-Úts‡n Benidorm 21. og 28. maí / 4. og 11. júní Mallorca 22. maí / 5., 12. og 26. júní Portúgal 20. maí / 3. og 10. júní Krít 19. og 26. maí / 2. og 9. júní www.urvalutsyn.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 10 26 05 /2 00 3 49.970 kr. Aukavika: 12.500 kr. Aukavika: 20.500 kr. 44.083 kr.* * Sta›grei›sluver›: Sta›greitt á mann í eina viku m.v. 2 fullor›na og 2 börn 2ja til og me› 11 ára í íbú› m/1 svefnh. og stofu. á mann m.v. 2 fullor›na í stúdio/íbú›. Innifali›: Flug, gisting, flugvallarskattar og akstur til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. KVENNASKÓLINN Nemendur höfnuðu áfengi og dimmiter- uðu án Bakkusar. Útskriftarnemar í Kvennó: Höfnuðu Bakkusi SKÓLI „Þau ákváðu sjálf að undirrita yfirlýsingu um að ekkert þeirra myndi hafa áfengi um hönd og við það stóðu þau. Ég er hæstánægð með mitt fólk og reglulega stolt af þeim. Þetta var fyrirmyndarsam- koma,“ segir Ingibjörg Guðmunds- dóttir, skólameistari Kvennaskól- ans í Reykjavík, um Dimmisjón nemenda sem haldin var í síðustu viku. Um hundrað útskriftarnemar fögnuðu þá síðasta skóladegi og buðu að vanda til árlegrar sam- komu þar sem þeir kvöddu kennara sína og skólasystkini í yngri ár- göngum með veglegri dagskrá. Dagskráin þótti takast einstak- lega vel og nemendurnir stóðu við sitt og ekki var vín að merkja á nokkrum manni. Eftir að hátíðinni lauk fóru nemendurnir í óvissuferð og sem fyrr var Bakkus skilinn eft- ir. Ingibjörg skólameistari segir að undanfarin ár hafi nemendur sam- mælst um áfengisbann en þetta hafi verið í fyrsta sinn sem allir undirrituðu yfirlýsingu um áfengis- leysi. Hún segir að þetta sé mjög mikilvægt í því ljósi að yngri nem- endur horfi mjög til þeirra eldri. „Þetta gefur tóninn fyrir yngri nemendur,“ segir Ingibjörg. Í Kvennaskólanum stunda rúm- lega 500 manns nám en af þeim eru 170 karlmenn. ■ Dæmdur fyrir kynferðisbrot: Lögga rekin LÖGREGLUFRÉTT Rannsóknarlög- reglumanni hefur verið vikið úr starfi eftir að hann var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir kyn- ferðisbrot gegn þremur stúlkum. Fjölskipuðum dómi Héraðs- dóms Reykjavíkur þótti sannað að maðurinn hefði framið kynferðis- brot gegn þremur ungum stúlkum á árunum 1997 til 2002, þegar stúlkurnar voru 11 til 16 ára. Tvær stúlknanna eru hálfsystur eigin- konu ákærða. Ákærði, sem starfaði við emb- ætti Sýslumannsins í Kópavogi, hefur áfrýjað dómnum til Hæsta- réttar. Byggir hann áfrýjunina meðal annars á því að rannsókn málsins hafi ekki verið algerlega fullnægjandi og að rannsakendur hafi ekki gætt þeirrar lögbundnu skyldu sinnar að upplýsa um öll málsatvik. Ákærði telur auk þess að augljósar rangfærslur hafi ver- ið í framburði kærenda og að- standenda þeirra. ■ Sexfaldur pottur í Lottó: Tug millj- óna króna pottur LOTTÓ Enginn var með allar tölurn- ar réttar í lottóinu á laugardaginn var og verður fyrsti vinningur því næst sexfaldur. Potturinn á laug- ardag var rúmar 28 milljónir króna og má því búast við að fyrsti vinningur verði hátt í 40 milljónir. Lottótölur laugardagsins voru 1, 14, 16, 24 og 30 og bónustalan 35. Fjórir voru með fjórar tölur réttar auk bónustölu og fær hver um 220 þúsund krónur í sinn hlut. Jóker- tölur kvöldsins voru 4,5,5,9,9. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.