Fréttablaðið - 05.05.2003, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 05.05.2003, Blaðsíða 12
12 5. maí 2003 MÁNUDAGUR ■ Asía AFMÆLI FAGNAÐ Mikið var um dýrðir í miðborg Seoul, höf- uðborgar Suður-Kóreu þegar búddistar fögnuðu afmæli Búdda sem í raun er ekki fyrr en á miðvikudag. STJÓRNMÁL Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, telur Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann ekki vilja sátt um mál. Jón Steinar, sem er lagapró- fessor við Háskólann í Reykjavík, vildi á kosningafundi í skólanum á þriðjudag fá skýra afstöðu frá Halldóri og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur til frumvarps sem felur í sér að lögfræðingar frá Háskólanum í Reykjavík geti hlotið lögmannsréttindi. Frum- varpið var fellt á Alþingi í vor. Halldór sagði frumvarpið hafa komið mjög seint fram í ríkis- stjórn. Málinu hafi verið frestað á milli funda og tekið breytingum í millitíðinni. Það hafi verið sent „tafarlaust“ til þingflokka. Í ljós hafi komið ágreiningur um málið hjá skólum á háskólastigi. Mikil- vægt væri að ná góðri sátt og mál- ið yrði að sjálfsögðu afgreitt enda yrði að tryggja framtíðarhags- muni laganema við Háskólann í Reykjavík: „En það er líka mikilvægt, Jón Steinar Gunnlaugsson, að hafa um þetta gott samkomulag - þó mér finnist stundum að þú viljir ekki alltaf hafa gott samkomulag um mál miðað við það hvernig þú skrifar oft í fjölmiðla,“ sagði Hall- dór. ■ Halldór Ásgrímsson: Jón Steinar vill ekki sátt KOSNINGAFUNDUR Í HÁSKÓLANUM Í REYKJAVÍK Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segir mikilvægt að nemendur í lögfræðideild Há- skólans í Reykjavík geti fengið lögmannsréttindi að námi loknu. Sátt verði þó að nást um málið fyrst. Opinber skrif Jóns Steinars Gunnlaugssonar, prófessors við skólann, bendi hins vegar til að hann vilji ekki sátt um mál. REFSIMÁL Það fyrirkomulag að Fangelsismálastofnun geti breytt styttri fangelsisdómum brota- manna í samfélagsþjónustu er ólíkt því sem gerist hjá öðrum löndum þar sem hægt er að dæma sakamenn til samfélagsþjónustu. „Þar sem ég þekki til er þetta alls staðar hjá dómsstólum,“ segir Helgi Gunnlaugsson, afbrota- fræðingur. Hann er þó ekki á því að þetta þurfi að vera slæmt fyrir- komulag. „Ég held að kostirnir séu ýms- ir,“ segir Helgi. Fangelsismála- stofnun er í meira návígi við ein- staklinginn sjálfan. Hún tekur fyrir persónusögu þar sem ein- staklingurinn kemur meira fram og hæfni hans til að gegna samfé- lagsþjónustu. Dómsvaldið hefur kannski meira með brotið og fyrri brot að gera.“ Helgi segir að reynslan af beitingu samfélagsþjónustu hér á landi sé góð og hlutfall þeirra sem rjúfa skilyrði mjög lágt. „Þessi nýju úrræði eins og sam- félagsþjónustan höfðu ekki í för með sér aukna ítrekunartíðni brota meðal fanga á Íslandi. Þetta er ódýrara fyrir samfélagið og betra fyrir einstaklinginn.“ Tilkoma samfélagsþjónustu sem refsiúrræðis hefur einnig breytt samsetningu þeirra sem sitja inni. „1990 sat allt að því þriðji hver fangi inni fyrir umferðar- lagabrot. Í dag eru það innan við tíu prósent.“ Dómarar sem Fréttablaðið hef- ur rætt við hafa lýst óánægju með þetta fyrirkomulag. Þeir telja að með því sé framkvæmdavaldið að seilast inn á svið þar sem dóms- valdið ætti með réttu að hafa úr- slitavald. Helgi segir þessa af- stöðu skiljanlega. „Þarna er verið að taka ákvörðunarvaldið frá dómstólum. Það verður þó að segja það að framkvæmdavaldið hefur raunverulega haft þetta vald, til dæmis varðandi beitingu reynslulausna. Ég hef ekki heyrt mikið frá dómurum um þetta at- riði en það passar vel við samfé- lagsþjónustuna, það er að segja að valdið sé hjá Fangelsismálastofn- un.“ brynjolfur@frettabladid.is Fátítt fyrirkomulag samfélagsþjónustu Ólíkt öðrum löndum eru það ekki dómsstólar sem geta gert sakamönnum að gegna samfélagsþjónustu heldur framkvæmdavaldið sem breytir dómum. Afbrotafræðingur segir reynsluna af fyrirkomulaginu góða. HELGI GUNNLAUGSSON Helgi segir að skiptar skoðanir um hvernig tekin sé ákvörðun um samfélagsþjónustu geti verið til marks um togstreitu tveggja stofnana um verkefni og áhrif. BJARG VALT YFIR FJÖLSKYLDU Tólf manns létu lífið og þrír slös- uðust þegar lítið bjarg valt niður fjallshlíð og hafnaði á kofa í þorpi í afskekktu héraði í norður- hluta Pakistan. Hinir látnu, fjórar konur og átta börn, tilheyrðu öll sömu fjölskyldunni. Miklar rign- ingar hafa verið á svæðinu und- anfarna daga og jarðvegurinn því afar laus í sér. FRÉTTAMENN BEITTIR OFBELDI Bangladesh er hættulegasta land í heimi fyrir fréttamenn, ef marka má nýja skýrslu samtak- anna Fréttamenn án landamæra. Á síðasta ári voru þrír frétta- menn myrtir í landinu, að minnsta kosti 250 voru beittir ofbeldi eða hótunum og 25 voru handteknir. STRÆTISVAGN SPRAKK Á MARK- AÐI Að minnsta kosti 78 manns slösuðust þegar sprenging varð í strætisvagni á markaði í norður- hluta Víetnam. FERÐAMENN Í LEIFSSTÖÐ Komum ferðamanna til landsins fyrstu mánuði ársins hefur fjölgað um 17% milli ára. Komum ferðamanna: Fjölgar milli ára HAGTÖLUR Farþegar sem komu til landsins um Keflavíkurflugvöll fyrstu þrjá mánuði ársins voru nær 13.000 fleiri en á sama tíma á síðasta ári. Þeir voru rúmlega 88.000 á fyrsta ársfjórðungi nú en voru um 75.000 talsins fyrir ári síðan að því er fram kemur í Hag- vísum Hagstofunnar. Þetta er aukning upp á 16,7%. Undanfarin fjögur ár hefur um hálf milljón ferðamanna komið til landsins um Keflavíkurflugvöll ár hvert. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.