Fréttablaðið - 05.05.2003, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 05.05.2003, Blaðsíða 30
Klæðaburður Bjarkar Guð-mundsdóttur fer eitthvað í taugarnar á tíðindamönnum hins alræmda breska slúður- blaðs The Sun sem kvarta yfir því að söngkonan haldi áfram að klæða sig eins og „brjálaður álfur“ þótt hún sé orðin mamma. Í fram- haldi þessarar einkennilegu yf- irlýsingar er svo greint frá því að Björk hafi spók- að sig í New York á dögunum með sex mánaða gamla dóttur sína í einhverju sem virtist helst vera brúðarkjóll. Þrátt fyrir að The Sun ætlist til þess að móðurhlutverkið ger- breyti fatavali Bjarkar upplýsir blaðið að hún eigi einnig 16 ára gamlan son, Sindra, sem býr á Ís- landi hjá föður sínum, Þóri Eldon úr Sykurmolunum. Það uppátæki Eddu miðlunar aðtjóðra bækur við stólbök strætisvagna í kynningar- skyni hefur heldur betur slegið í gegn og hefur að sögn fyrirtækis- ins vakið athygli í ú t l ö n d u m . Strætóferðir hafa vita- s k u l d a l l t a f v e r i ð hollar og g ó ð a r fyrir andann en aldrei sem nú þegar farþegar geta sökkt sér í b ó k a l e s t u r . Einhver brögð munu vera að því að menn gleymi að fara úr vagninum á réttum stað og taki aukahring til að komast lengra í lestrinum. Þá hafa einhverjir freistast til þess að klippa á sterkt girnið og taka lesninguna með sér heim. Synir duftsins, fyrsta skáldsagaArnaldar Indriðasonar, er komin út í kilju hjá Vöku-Helga- felli. Bókin kom fyrst út árið 1997 og ruddi íslenskum glæpasögum braut en þær eru nú orðnar viður- kennd bókmenntagrein á Íslandi. Úlfhildur Dagsdóttir, bókmennta- fræðingur, ritar formála að bók- inni þar sem hún segir meðal ann- ars: „Það sem vekur mér sérstaka ánægju með þessa fyrstu glæpa- sögu Arnalds er hversu vel honum tekst að skrifa hana á sannfær- andi hátt inn í íslenskt samfélag.“ Mál og menning hefur gefið útljóðabókina Tvífundnaland eftir Gyrði Elíasson. Þetta er tólf- ta ljóðabók Gyrðis og hefur að geyma 51 ljóð. Gyrðir Elíasson er í hópi fremstu ljóðskálda þjóðar- innar og hefur hlotið fjölda viður- kenninga fyrir ritstörf sín, meðal annars Stílverðlaun Þórbergs Þórðarsonar, Menningarverðlaun DV fyrir bókmenntir, Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2000 fyrir smásagnasafnið Gula húsið og í tvígang hafa bækur eftir hann verið tilnefndar til Bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs. Mánudagsmatur 5. maí 2003 MÁNUDAGUR ■ Nýjar bækur Sindri Róbertsson er mikill gæfu-maður. Fyrir tæpu ári bjargaði hann átján mánaða gamalli systur sinni frá drukknun. Fyrir afrekið var hann útnefndur skyndihjálpar- maður ársins af Rauða krossinum. „Ég hafði ekki lært skyndihjálp,“ segir Sindri, sem brást þó rétt við og beitti blæstri og hjartahnoði. „Maður hafði séð þetta á plakötum í sundlaugum og á heilsugæslustöð- inni.“ Þær leiðbeiningar dugðu vel, því Sindri bjargaði lífi systur sinn- ar. Það er kært á milli þeirra. Sú stutta tók hlýlega á móti honum þegar hann kom heim til Breiðdals- víkur eftir að hafa tekið við verð- laununum fyrir afrekið; „Dindri, Dindri kominn heim,“ hrópaði hún. Sindri er á fyrsta ári í Verk- menntaskólanum í Neskaupsstað og stundar nám í grunndeild málm- iðnar. „Ég fór á námskeið í skyndi- hjálp í vetur,“ segir hann. Félagarnir fóru með Sindra á námskeiðið og hann er ekki frá því að björgunin hafi haft áhrif þá. Sindra finnst gott að koma heima á Neskaupsstað. Þar dyttar hann að bílnum sínum, en bílprófið fær hann ekki fyrr en í september:. „Þá verða allir að hringja í mann og biðja mann um að skutla sér,“ segir Sindri sem spáir í vélvirkjunarnám. Sindri er ánægður með viður- kenninguna. Bestu verðlaunin eru samt litla systir sem býður hann velkominn heim, kát og glöð. ■ Persónan SINDRI RÓBERTSSON BJARG- AÐI LÍFI SYSTUR SINNAR. ■ Rauði krossinn heiðraði hann fyrir afrekið. Bestu verðlaunin eru samt litla systir. Lærði skyndihjálp síðar ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Leikskólinn Tjarnarás. Magnús Þór Hafsteinsson. Ske og Sigur Rós. Ámánudögum skiptir miklu aðborða góðan og hollan mat eft- ir veislur helgarinnar. Forðast unnin matvæli og hugsa jákvætt fram á miðvikudag þegar óhófið byrjar gjarnan aftur,“ segir Siggi Hall meistarakokkur um mánu- dagsmatinn sinn. Hann gefur eft- irfarandi uppskrift: „Leggið rúkóló-salat á gott, gróft brauð og vætið upp í góðri ólívuolíu. Smá salt af bestu gerð og rífið parmesanost yfir. Frábær réttur þó einfaldur sé,“ segir Siggi og hvetur fólk til að kaupa frekar dýra ólívuolíu en ódýra og það sama gildir um saltið. Til fróðleiks skal þess getið að rúkóló-salat fæst í öllum betri verslunum; er ítalskt að uppruna og bragðmikið miðað við græn- meti almennt. ■ Tómstundaflugmenn og íbúar áSuðurnesjum hafa ekki farið varhluta af miklu æfingaflugi or- ustuflugsveita bandaríska hersins á Miðnesheiði að undanförnu. Eða eins og einn flugmaðurinn orðaði það: „Engu er líkara en þriðja heimsstyrjöldin sé að bresta á.“ Samkvæmt bókunum Flug- málastjórnar er æfingaflug or- ustusveitanna daglegt eins og stendur og stefnan yfirleitt tekin á miðhálendið: „Herinn hefur fengið úthlutað svæði yfir Vatnajökli og hluta Sprengisands fyrir æfingar sín- ar,“ segir Friðþór Eydal, upplýs- ingafulltrúi bandaríska hersins hér á landi. „Þetta leyfi gildir ein- vörðungu yfir vetrartímann. Þarna æfa sveitirnar meðal ann- ars lágflug.“ Að sögn Friðþórs er ekki við hæfi og reyndar útilokað að her- inn fái að æfa sig yfir hálendinu yfir sumartímann því allir sjá og skilja að fjölmennir hópar hesta- manna sem þar fara um á þeim tíma gætu ekki þolað æfingar sem þessar. Yfir hálendið flýgur banda- ríski herinn F-15 þotum en þær munu vera fjórar til sex talsins staðsettar á Keflavíkurflugvelli. „Þá koma hingað vélar frá öðrum NATO-ríkjum og taka þátt í sam- eiginlegum æfingum sem einnig fara fram yfir sjó. Um síðustu helgi voru til dæmis hér danskar F-16 herþotur og tóku þátt í svona æfingum,“ segir Friðþór Eydal. ■ GÆFUMAÐUR Sindri fær verðlaun úr hendi frá Vigdísar Agnarsdóttur hjá Rauða krossi Íslands. Hermennska Orustuflugvélar bandaríska hersins á Kefla- víkurflugvelli æfa nú daglega lágflug og annað yfir hálendinu. Leyfi til æfinganna gildir aðeins yfir vetrartímann því ekki þyk- ir við hæfi að herþoturnar fljúgi þar yfir ferðamenn á hrossum eða öðrum fara- tækjum yfir sumartímann. F-16 Orustuþotur þessarar gerðar voru notaðar í Íraksstríðinu. Fljúga nú lágflug yfir íslensku hálendi með tilþrifum. Fréttiraf fólki Heræfingar yfir Sprengisandi ■ Leiðrétting Að gefnu tilefni skal tekið fram að Eydís var heit gella á níunda áratugnum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.