Fréttablaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 2
2 9. maí 2003 FÖSTUDAGUR „Ég segi alltaf sannleikann en svo snúa menn misjafnlega út úr.“ Haft hefur verið eftir Stefáni Jóni Hafstein, og vitn- að í útvarpsviðtal, að hann vilji láta bjóða allan kvótann út á heimsvísu. Spurningdagsins Stefán Jón, varstu kannski að segja sannleikann? ■ Bráðalungnabólgan Fjölmiðlar á Norðurlöndunum fjalla um kosningarnar á Íslandi: Evrópusambandið þagað í hel KOSNINGAR Úrslit þingkosninganna á Íslandi gætu haft talsverða þýð- ingu fyrir Norðmenn, að mati norska ríkisútvarpsins. Í grein á vef NRK, þar sem fjallað er ítar- lega um kosningarnar, er vakin at- hygli á því að hugsanlegt sé að hér á landi komist til valda flokkur sem er fylgjandi aðild að Evrópu- sambandinu. Þar sem Norðmenn og Íslendingar hafi að stórum hluta til sömu hagsmuna að gæta gagnvart sambandinu geti þetta haft mikil áhrif á þróun mála í Noregi. Greinarhöfundur NRK lýsir þó undrun sinni á þeirri staðreynd hversu lítið hefur verið rætt um aðild að Evrópusambandinu í kosningabaráttunni. Kollegi hans hjá finnska dagblaðinu Hufvudstadsbladet tekur í sama streng en leggur þó meiri áherslu á valdabaráttu Davíðs Oddssonar og Ingibjargar Sólrúnar. Í grein blaðsins er rætt við Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra Íslands í Finnlandi. „Stjórnarflokkarnir eru að sækja í sig veðrið sem bendir til þess að stjórnarskipti séu ekki í vændum,“ segir Jón Baldvin. Sendiherrann telur líklegt að framhald verði á samstarfi Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar- manna ef flokkarnir haldi meiri- hluta sínum á þingi. Hann hefur litla trú á því að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn muni reyna að mynda ríkisstjórn. „Samfylk- ingin stefnir að því að koma nú- verandi ríkisstjórn frá völdum og sækist ekki eftir samstarfi við stjórnarflokkana. Ekkert er þó útilokað,“ segir Jón Baldvin. ■ Árni Magnússon vonar að Framsókn nái kjörfylgi: Einstaklega skemmtileg kosningabarátta STJÓRNMÁL. „Dagurinn leggst mjög vel í okkur,“ sagði Árni Magnússon, annar maður á lista Framsóknar- flokksins í Reykjavík norður að- spurður um kosningadaginn. „Þetta er búin að vera einstaklega skemmtileg kosningabarátta. Mikil gleði og stemmning í okkar röðum. Dagarnir hafa verið strangir, maður vaknar við fyrsta hanagal og sofnar við fyrsta hanagal. Þetta eru nátt- úrulega mikil læti en þannig á það líka að vera. „Allar okkar kosningaskrifstof- ur eru opnar upp á gátt, þar verða hnallþórur á borðum, tertur, brauðtertur og pönnukökur, allt sem nöfnum tjáir að nefna fyrir alla sem hafa áhuga og vilja kíkja. Svo grillum við ofan í gesti og gangandi og reynum bara að skapa skemmti- lega sumarstemningu. „Það er mjög misjafnlega gaman að kosningabaráttum en það sem stendur upp úr núna, að minnsta kosti hér í Reykjavík, er hversu mikið við sjáum af ungu fólki í framboði. Mikil endurnýjun hefur verið í flokknum, sérstaklega fyrir þessar kosningar. Þetta er ungt fólk með brennandi áhuga og áhuginn smitar út frá sér í allan hópinn. „Svo bara bíðum við og sjáum hvað kemur upp úr þessum kjör- kössum áður en við veltum stjórn- armyndun fyrir okkur. Ef ríkis- stjórnin fellur blasir það við að fara þarf aðrar og nýjar leiðir við mynd- un nýrrar stjórnar. Við erum búin að lýsa yfir að við erum tilbúin í það ef við fáum góða kosningu. Per- sónulega vona ég að okkur takist nú að komast kjörfylgi okkar, um eða yfir 18 prósent.“ ■ Selfoss: Reyndu að stela humri LÖGREGLUMÁL Tveir menn voru handteknir eftir að hafa brotist inn í fiskvinnslufyrirtæki í Þorláks- höfn aðfaranótt miðvikudagsins. Innbrotsþjófarnir höfðu brotið sér leið inn í frystigeymslu og tek- ið til nokkurt magn af humri sem þeir ætluðu að stela. Vaktmaður öryggisfyrirtækis sá mennina koma út úr húsinu og inn í bíl. Lét hann strax lögreglu vita. Lögregl- an í Reykjavík handtók mennina síðan á Breiðholtsbraut. Við yfir- heyrslu viðurkenndu mennirnir innbrotið. Að auki viðurkenndu þeir að hafa reynt innbrot á Eyrar- bakka og Stokkseyri. ■ STJÓRNMÁL „Ég mæti klukkan átta og er sendur hingað og þangað á fundi og í dreifingu,“ segir Atli Gíslason lögmaður sem er annar maður á lista Vinstri grænna í Reykjavík norður. „Yfirleitt reyni ég að fara á staði sem standa mér nær en aðr- ir. En ég fer á alla mögulega staði; skóla, öldrunar- stofnanir og fiskiver. Á morgun (í dag) fer ég á skemmtilegan fund hjá kaup- mönnunum á horninu í versl- uninni Kjötborg aftan við elli- h e i m i l i ð Grund,“ segir Atli. Fylgi Vinstri grænna hefur mælst nokkuð stöðugt um og und- ir 10% í fylgismælingum undan- farið. „Það er kannski klisja en mér finnst ég finna fyrir miklu betri stemmningu en mælist í könnun- um. Við fáum mjög fínar viðtökur alls staðar þar sem við komum og það er mjög mikið rennsli á kosn- ingaskrifstofunni. Við höldum okkar striki. Við erum með mál- efnin á hreinu og erum hress og glöð,“ segir Atli, sem segist vera að taka þátt í flokkspólitísku starfi í fyrsta skipti og oft vera slæptur þegar hann kemur heim seint að kvöldi. Hann hafi þó afar gaman af kosningabaráttunni sem lýkur í dag. „Þetta er síðasti dagurinn og þá verð ég á ferðinni frá því klukkan átta að morgni fram undir klukkan sjö. Þá fer maður og horfir á for- ingjaeinvígið í sjónvarpinu. Það markar endalokin á kosningabar- áttunni,“ segir Atli sem hefur hugsað sér að nota kjördaginn sjálfan til að hugsa um fjölskyld- una sem lengi hafi verið vanrækt. „Þetta er ekki eingöngu skemmtilegt. Stundum dettur maður niður í þunglyndi en rífur sig þá bara upp. Maður þarf allaf að vera í stuði; alveg gráupplagð- ur að hitta alls kyns ólíkt fólk,“ segir frambjóðandinn. Að sögn Atla hefur kosninga- baráttan verið honum ómetan- legur lærdómur: „Það besta hefur verið að kynnast unga og skemmtilega fólkinu sem ber starfið uppi. Og maður lærir mikið af vinnu- staðafundunum. Þetta hefur verið einn allsherjar skóli. Best er þegar fólk er ósammála manni – þá getur maður skipst á skoðunum.“ gar@frettabladid.is YFIR 500 FALLNIR Í VALINN Að minnsta kosti 507 manns hafa lát- ist af völdum bráðalungnabólg- unnar um heim allan og um 7.000 eru smitaðir. Sjúkdómurinn hefur komið hvað harðast niður á íbú- um Kína. Skráð dauðsföll þar í landi eru yfir 220 og að minnsta kosti 4.700 eru smitaðir. ÁÆTLUÐ DÁNARTÍÐNI TVÖFÖLD- UÐ Með hliðsjón af niðurstöðum nýrra rannsókna hækkaði Al- þjóðaheilbrigðisstofnunin áætl- aða dánartíðni bráðalungnabólg- unnar úr sex til tíu prósentum í fjórtán til fimmtán prósent. RÁÐIST Á HEILBRIGÐISSTARFS- MENN Æstur lýður gerði aðsúg að heilbrigðisstarfsmönnum og velti sjúkrabíl um koll í þorpi í norðanverðu Kína. Sá orðrómur hafði komist á kreik að heilsu- gæslustöð í þorpinu yrði notuð sem sjúkrahús fyrir sjúklinga smitaða af bráðalungnabólgu. Yfir 120 her- og lögreglumenn voru kallaðir til til að kveða niður ólætin. HNEIGINGAR Í STAÐ HANDA- BANDA Kínversk yfirvöld hafa beint þeim tilmæl- um til meðlima Kommúnistaflokks- ins að þeir láti tímabundið af þeim gamla sið að takast í hendur og hneigi sig þess í stað. Er þetta liður í því að hefta útbreiðslu bráðalungnabólgunnar. FERÐAMENN ÓVELKOMNIR Heil- brigðisyfirvöld á Grikklandi hafa ráðlagt ferðaþjónustuaðilum að taka ekki við pöntunum frá Kína eða öðrum Asíulöndum þar sem bráðalungnabólgan hefur skotið rótum. Einnig hefur verið ákveð- ið að herða til muna eftirlit með flugfarþegum á grískum flugvöll- um. EKKI LÁTIN GJALDA STUÐNINGS Georgi Parvanov, forseti Búlgar- íu, fór þess á leit við Evrópusam- bandið að þjóð hans yrði ekki lát- in gjalda stuðnings hennar við Bandaríkjamenn þegar kemur að innlimun nýrra ríkja í sambandið 2007. Kemur þetta eftir að nokk- ur ríki innan sambandsins gagn- rýndu Búlgara fyrir undirlægju- hátt frammi fyrir Bandaríkjun- um. Búlgaría og Rúmenía eiga enn í viðræðum við stjórn sam- bandsins og er hvorugt ríkjanna meðal þeirra sem fá inngöngu á næsta ári. DAVÍÐ ODDSSON Óttast að vera of lengi í embættinu. Þýskt tímarit ræðir við Davíð Oddsson: Vill hætta fyrir sextugt STJÓRNMÁL „Ég get ekki hugsað mér að vera ennþá í stjórnmálum þegar ég er orðinn sextugur,“ seg- ir Davíð Oddsson í viðtali við þýska tímaritið Der Spiegel. „Ég óttast að vera of lengi í embættinu og hef áhyggjur af því að það drepi niður hjá mér sköpunargáf- una.“ Í greininni í Spiegel, sem birt- ist á vefsíðu tímaritsins á mið- vikudaginn, er fullyrt að Davíð hyggist helga líf sitt skáldskapn- um ef hann tapi í kosningunum á morgun. Fjallað er vítt og breitt um fer- il Davíðs í greininni, sem skrifuð er í tilefni af kosningunum hér á landi. Meðal annars er minnst á átök Davíðs og Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur og vináttu hans við Kára Stefánsson. ■ ATLI GÍSLASON Atli Gíslason var í Spönginni í Grafarvogi í gær að kynna málefni Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. „Maður þarf allaf að vera í stuði; alveg gráupplagður að hitta alls kyns ólíkt fólk,“ segir frambjóðandinn. „Best er þegar fólk er ósammála manni - þá getur maður skipst á skoð- unum.“ Alltaf að vera gráupplagður Atli Gíslason mætir á kosningaskrifstofu Vinstri grænna að morgni og fær fyrirmæli um verkefni dagsins. Hann endar kosningabaráttuna á að fylgjast með sjónvarpseinvígi foringjanna í kvöld. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T JÓN BALDVIN HANNIBALSSON Í finnska dagblaðinu Hufvudstadsbladet er fjallað um komandi þingkosningar á Ís- landi og leitað álits hjá íslenska sendiherr- anum í Helsinki. HÖFUÐSTÖÐVAR FRAMSÓKNAR Árni segist aldrei hafa haft jafn gaman af neinni kosningabaráttu. ■ Evrópa

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.