Fréttablaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 4
4 9. maí 2003 FÖSTUDAGUR Ætlar þú á kosningavöku einhvers flokks á kosninganótt? Spurning dagsins í dag: Hvenær mótmæltir þú einhverju síðast? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 56,2% 21,4% Nei 22,4%Veit ekki Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is - 2 5 Á R A O G T R AU S T S I N S V E R Ð Stangarhyl 3 · 110 Reykjavík · S: 591 9000 www.terranova.is · Akureyri sími: 466 1600 SUÐVESTURKJÖRDÆMI Könnun Kosningar B 14,2% 16,0% D 39,2% 44,7% F 7,7% 4,6% N 0,7% - S 31,5% 28,1% U 6,4% 5,9% Kjördæmiskjörnir þingmenn 1. Árni M. Mathiesen D 2. Guðmundur Árni Stefánsson S 3. Gunnar I. Birgisson D 4. Rannveig Guðmundsdóttir S 5. Siv Friðleifsdóttir B 6. Sigríður Anna Þórðardóttir D 7. Þórunn Sveinbjarnardóttir S 8. Þorgerður K. Gunnarsdóttir D 9. Katrín Júlíusdóttir S Næstir inn Bjarni Benediktsson D Páll Magnússon B Uppbótarsæti Bjarni Benediktsson D Jóhanna B. Magnúsdóttir U REYKJAVÍK NORÐUR Könnun Kosningar B 9,7% 10,4% D 36,6% 45,7% F 6,9% 4,2% N 0,6% - S 40,1% 29,0% U 6,0% 9,4% Kjördæmiskjörnir þingmenn 1. Össur Skarphéðinsson S 2. Davíð Oddsson D 3. Bryndís Hlöðversdóttir S 4. Björn Bjarnason D 5. Guðrún Ögmundsdóttir S 6. Guðlaugur Þór Þórðarson D 7. Helgi Hjörvar S 8. Halldór Ásgrímsson B 9. Sigurður Kári Kristjánsson D Næstir inn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir S Ásta Möller D Uppbótarsæti Ásta Möller D Ingibjörg Sólrún Gísladóttir S REYKJAVÍK SUÐUR Könnun Kosningar B 11,7% 10,4% D 35,0% 45,7% F 6,8% 4,2% N 1,2% - S 36,9% 29,0% U 8,5% 9,4% Kjördæmiskjörnir þingmenn 1. Jóhanna Sigurðardóttir S 2. Geir H. Haarde D 3. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir S 4. Pétur H. Blöndal D 5. Mörður Árnason S 6. Jónína Bjartmarz B 7. Sólveig Pétursdóttir D 8. Ágúst Ólafur Ágústsson S 9. Guðmundur Hallvarðsson D Næstir inn Einar Karl Haraldsson S Ögmundur Jónasson U Uppbótarsæti Ögmundur Jónasson U Margrét K. Sverrisdóttir F KÖNNUN Mikil spenna ríkir um hvaða flokkur verði stærstur í mörgum kjördæmum. Í Norðvest- urkjördæmi, þar sem baráttan er tvísýnust, munar ekki nema pró- sentustigi á þremur stærstu flokk- unum. Vinstri-grænir hafa sérstöðu meðal flokkanna að því leyti að fjórir af fimm þingmönnum flokks- ins eftir kosningar verða uppbótar- menn gangi könnun blaðsins eftir. Aðeins formaður flokksins verður kjördæmakjörinn þingmaður. Framsóknarflokkurinn er á hinum endanum, allir ellefu þingmenn flokksins verða kjördæmakjörnir. Það munar ekki miklu á fylgi Samfylkingar og Sjálfstæðis- flokks í Reykjavík suður. Sjálf- stæðisflokkur tapar tæpum ellefu prósentustigum frá síðustu kosn- ingum sem færast að mestu yfir á Samfylkinguna. Framsóknar- flokkur styrkir stöðu sína frá síð- ustu kosningum þó viðbótin sé innan skekkjumarka. Síðasta uppbótarsætið sem verður úthlutað á landinu öllu fell- ur í skaut Samfylkingar í Reykja- vík norður. Samkvæmt því næði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir inn á þing sem 11. þingmaður kjör- dæmisins. Fyrsti þingmaður kjör- dæmisins félli Samfylkingu einnig í vil, Össur Skarphéðinsson slægi Davíð Oddssyni við. Sjálfstæðisflokkurinn hefur yfirburði í kraganum þrátt fyrir að tapa nokkru fylgi milli kosn- inga. Framsóknarflokkur tapar einnig nokkru fylgi. Frálslyndi flokkurinn nær ekki inn þing- manni þrátt fyrir að vera nokkuð stærri en Vinstri-grænir sem fá seinni uppbótarþingmanninn í kjördæminu. Það gæti vart munað minna á þremur stærstu flokkunum í Norð- vesturkjördæmi. Ekki munar nema rétt rúmlega prósenti á Framsókn, Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu. Það er því útlit fyrir spennandi kosninganótt áður en í ljós kemur hvaða flokkur verður stærstur í kjördæminu. Þetta er sterkasta vígi Frjálslynda flokksins. Framsóknarflokkurinn er sem fyrr stærsti flokkurinn á svæðinu sem myndar Norðaust- urkjördæmi. Frjálslyndi flokk- urinn er hástökkvarinn í kjör- dæminu. Flokkurinn fimmfaldar fylgi sitt í kjördæminu miðað við síðustu kosningar og nær inn kjördæmakjörnum þingmanni í fyrsta skipti. Sjálfstæðisflokkurinn tapar um það bil fjórða hverju atkvæði sínu ef miðað er við síðustu kosn- ingar. Það þýðir að Samfylkingin verður stærsti flokkur kjördæm- isins. Munurinn er þó engan veg- inn óyfirstíganlegur. Vinstri- grænir ná inn manni en T-listi ekki. Framsókn tapar einum þing- manni af þremur. Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi: Vildu láta breyta frétt KOSNINGAR „Sjálfstæðismenn hringdu og voru ósáttir við frétt- ina sem birtist í blaðinu og er inni á vefnum okkar,“ segir Páll Ket- ilsson, ritstjóri Víkurfrétta. Páll segist hafa tekið fréttina út af vefnum í smá tíma á miðvikudag, þegar kvartað var sem hæst. Kristján Pálsson, á T-lista, hef- ur sakað Sjálfstæðismenn um að leggja stein í götu sína og jafnvel að hafa njósnað um heimili sitt. Þessu hafna Sjálfstæðismenn al- farið. „Ég vildi vera viss um að ég væri ekki að gera einhverja vit- leysu. Það er svo mikið fjör á þessum lokadögum í pólitík- inni.“ Páll segir að þeir hefðu beðið alla leiðtogana hér í kjördæm- inu að skrifa dagbók, sem þeir allir gerðu. „Við tókum ummæli frá Kristjáni, þar sem hann ásakar Sjálfstæðismenn um njósnir og við settum það í frétt. Ég get ekki neitað því að þeir ræddu það hvort hægt væri að taka þetta úr blaðinu. Það kom ekki til greina og þar fyrir utan var blaðið komið í prentun. Kristján skrifaði þetta og hann verður að standa við það,“ segir Páll Ketilsson. ■ Forstjóri ÚA: Ekki lögbrot SJÁVARÚTVEGUR „Ég átti aldrei von á því að ég væri að brjóta lög. En ég fagna áliti Sigurðar Líndal sem staðfestir að svo hafi ekki verið,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, for- stjóri Brims. Miðstjórn ASÍ mót- mælti bréfi sem Guðbrandur skrifaði til starfsmanna sinna og taldi hann reyna að hafa áhrif á stjórnmálaskoðanir starfsmanna sinna. Guðbrandur segir að hann hafi ekki talað fyrir neinum stjórn- málaflokki heldur um það hvaða áhrif fyrningarleiðin myndi hafa á fyrirtækið. „Það sem ég var að segi í bréfinu finnst mér liggja ljóst fyrir hjá öllum þeim sem starfa innan sjávarútvegsins,“ segir Guðbrandur. ■ KRISTJÁN PÁLSSON Sjálfstæðismenn vildu að Víkurfréttir tækju ummæli hans úr frétt í blaðinu. Yfirlögfræðingur SA: Furðuleg afstaða hjá ASÍ YFIRLÝSINGAR Hrafnhildur Stef- ánsdóttir, yfirlögfræðingur Samtaka atvinnulífsins, lýsir furðu sinni á hörðum viðbrögð- um Alþýðusambands Íslands við ummælum Guðbrands Sigurðs- sonar, forstjóra Brims, um að breytingar á fiskveiðistjórnun geti stefnt afkomu fyrirtækisins í hættu. Í leiðara í fréttabréfi Sam- taka atvinnulífsins segir Hrafn- hildur afstöðu ASÍ ganga þvert á baráttu launþegasamtaka um að starfsmenn fái auknar upp- lýsingar um afkomu fyrirtækja. Að auki verji stjórnarskráin rétt forsvarsmanna fyrirtækja, eins og annarra, til að tjá skoðanir sínar. ■ EKKI OPIÐ TIL MORGUNS Borgarráð hefur hafnað beiðni veitingastaðarins Bóhem á Grensásvegi um að fá að veita áfengi til klukkan hálfsex á morgnana. Fulltrúar Sjálfstæðis- flokks sátu hjá og sögðust telja rétt að reglur um veitingatíma og staðsetningu næturklúbba verði endurskoðaðar. ■ Reykjavík Um könnunina 3.000 einstaklingar voru spurðir: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga nú? Þeir sem ekki svöruðu voru spurðir: Hvaða lista er líklegast að þú myndir kjósa ef gengið yrði til þing- kosninga nú? Svarhlutfall var 75,1%. Fylgisskipting í síðustu kosningum eru reiknuð yfir á ný kjördæmi með því að deila henni eftir íbúaskiptingu. Stjórnin heldur eins manns meirihluta Samfylkingin er stærsti stjórnmálaflokkurinn í fjórum kjördæmum samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eru stærstir í einu kjördæmi hvor. Í sumum kjördæmum má vart á milli sjá hvaða flokkur er stærstur. NORÐVESTURKJÖRDÆMI Könnun Kosningar B 25,4% 27,7% D 24,6% 32,0% F 15,7% 6,3% N 0,7% - S 25,7% 25,1% U 7,5% 8,6% Kjördæmiskjörnir þingmenn 1. Jóhann Ársælsson S 2. Magnús Stefánsson B 3. Sturla Böðvarsson D 4. Guðjón A. Kristjánsson F 5. Anna Kristín Gunnarsdóttir S 6. Kristinn H. Gunnarsson B 7. Einar K. Guðfinnsson D 8. Gísli S. Einarsson S 9. Herdís Á. Sæmundardóttir B Næstir inn Einar Oddur Kristjánsson D Sigurjón Þórðarson F Uppbótarsæti Sigurjón Þórðarson F NORÐAUSTURKJÖRDÆMI Könnun Kosningar B 29,0% 32,1% D 22,4% 28,8% F 10,3% 2,2% N 0,4% - S 23,2% 18,2% U 14,7% 18,6% Kjördæmiskjörnir þingmenn 1. Valgerður Sverrisdóttir B 2. Kristján L. Möller S 3. Halldór Blöndal D 4. Steingrímur J. Sigfússon U 5. Jón Kristjánsson B 6. Einar Már Sigurðarson S 7. Tómas Ingi Olrich D 8. Brynjar Sindri Sigurðsson F 9. Dagný Jónsdóttir B Næstir inn Lára Stefánsdóttir S Arnbjörg Sveinsdóttir D Uppbótarsæti Þuríður Backman U SUÐURKJÖRDÆMI Könnun Kosningar B 20,6% 23,6% D 28,5% 39,7% F 10,7% 3,6% N 0,0% - S 31,3% 28,5% T 2,4% - U 6,5% 4,1% Kjördæmiskjörnir þingmenn 1. Margrét Frímannsdóttir S 2. Árni Ragnar Árnason D 3. Guðni Ágústsson B 4. Lúðvík Bergvinsson S 5. Drífa Hjartardóttir D 6. Magnús Þór Hafsteinsson F 7. Björgvin G. Sigurðsson S 8. Hjálmar Árnason B 9. Guðjón Hjörleifsson D Næstir inn Jón Gunnarsson S Kjartan Ólafsson D Uppbótarsæti Kolbeinn Óttarsson Proppé U

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.