Fréttablaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 11
■ Sjávarútvegur 11FÖSTUDAGUR 9. maí 2003 FLÓRGOÐI Hefur fækkað mikið. Ástjörn: Dagur flórgoðans FUGLAVERND Árlegur flórgoðadag- ur Fuglaverndarfélagsins og Um- hverfisnefndar Hafnarfjarðar verður við Ástjörn við Hafnar- fjörð á sunnudaginn klukkan þrjú. Haldið hefur verið upp á dag flórgoðans við Ástjörn síðan 1993. Reyndir fuglaskoðarar verða á staðnum og upplýsa gesti um leyndardóma flórgoðans. Flórgoð- inn hefur undanfarið verið í gjör- gæslu vegna mikillar fækkunar síðustu áratugi. Átak stendur nú yfir sem stefnir að því að snúa þessari þróun við. ■ Hryðjuverkamenn: Skemmta sér í brúðkaupi ÞÝSKALAND, AP Söguleg myndbands- upptaka af brúðkaupi í mosku í Hamborg var sýnd í fyrsta sinn í bandarísku sjónvarpi í vikunni. Á meðal gesta í brúðkaupinu voru tveir af flugmönnunum sem tóku þátt í hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin 11. september auk meintra samsærismanna. Brúð- kaupið fór fram árið 1999, um það leyti sem undirbúningur að árásun- um hófst. Bandarísk yfirvöld komust yfir myndbandsupptökuna skömmu eft- ir árásirnar. Með hliðsjón af upptök- unni hafa rannsóknaraðilar borið kennsl á ýmsa meinta meðlimi hryðjuverkasamtakanna al Kaída í Þýskalandi. Margir þeirra ganga þó enn lausir og óvíst hvort þeir verða dregnir fyrir rétt. ■ LAGT Á RÁÐIN Á myndbandinu sjást meintir þátttakendur í hryðjuverkaárásunum 11. september ræð- ast við og skemmta sér í góðra vina hópi. 17 tilvik skráð hingað til: Kólerufar- aldur í Írak ÍRAK, AP Kólera hefur stungið sér niður í a.m.k. tveim spítölum í Basra í Írak. Starfsmenn heil- brigðisstofnana hafa miklar áhyggjur af því að þetta sé bara rétt að byrja. „Það er skrýtið að sjá 17 skráð tilfelli. Við getum átt von á tíföldum þeim fjölda,“ sagði Denis Coulombier, farsóttafræð- ingur hjá Alþjóðaheilbrigðis- stofnuninni. Kólera er ein skæðasta sótt sem til er og getur dregið fólk til dauða á nokkrum klukkustundum. Kólerufaraldur sem geisaði í Zaire 1994 varð 50 þúsund manns að fjörtjóni. ■ Opnunar- tilboð 990kr. Mæðradagsrósir, 10 stk. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 2 10 88 05 /2 00 3 Opnar gar›plöntusalan Ný sending 799kr. Sýpris 80-100 sm 499kr. Margarita ÁRNI SKIPAR NEFND Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra hefur skipað nefnd sem á að gera tillögur um tíma hrygningar- stopps og möskvastærð neta. Ár- mann Kr. Ólafsson stýrir nefnd- inni en auk hans eru í henni Jó- hann Sigurjónsson, Kristján Þór- arinsson, Sævar Gunnarsson og Viðar Sæmundsson. 53.500 TONN Á LAND Íslensk skip eru búin að landa um 35.000 tonn- um af kolmunna á þessu fisk- veiðiári, en þessu til viðbótar hafa erlend skip landað 18.500 tonnum hérlendis. Mest hefur komið á land hjá Síldarvinnsl- unni, 17.000 tonn. Næst kemur Loðnuvinnslan Fáskrúðsfirði með tæp 12.000 tonn. LJÓ SM . JÓ H AN N Ó LI H ILM AR SSO N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.