Fréttablaðið - 09.05.2003, Síða 12

Fréttablaðið - 09.05.2003, Síða 12
12 9. maí 2003 FÖSTUDAGUR ■ Vestfirðir HÁTÍÐARHÖLD Í ÍSRAEL Mikið var um dýrðir þegar Ísraelar héldu upp á 55 ára afmæli Íraelsríkis á dögun- um. Í þorpinu Alon Shvut á Vesturbakkan- um var boðið upp á hersýningu og fékk þessi unga stúlka að sitja ofan á fallbyssu á ísraelskum skriðdreka. KOSNINGAR Kosningabaráttan hefur verið mjög skemmtileg og spenn- andi, að sögn Margrétar Sverris- dóttur, frambjóðanda Frjálslynda flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. „Við reynum að vera úti á með- al fólks daginn fyrir kosningar,“ segir Margrét, sem hyggst heim- sækja félagsmiðstöðvar, hjúkrun- arheimili og fyrirtæki í dag. „Það er enn þó nokkuð af fólki sem er óákveðið og það er mikilvægt að tala við það, enda hefur fólk gam- an af því að tala við frambjóðend- ur og kynna sér málin.“ Margrét segir kosningabarátt- una hafa verið spennandi. Fyrir Frjálslynda flokkinn hafi hún verið miklu markvissari nú en fyrir fjór- um árum, þegar flokkurinn hafi verið nýr. Nú sé búið að móta innra starf flokksins og hann því verið vel í stakk búinn til að taka þátt í kosningabaráttunni af fullum krafti. „Mér finnst reyndar eins og fleirum að baráttan hafi kannski snúist of mikið um persónur frekar en málefni. Þetta hefur samt alls ekki verið ódrengileg kosningabar- átta. Það sem hefur einna helst far- ið fyrir brjóstið á mér er auglýs- ingaflóðið. Við höfum ekki getað tekið þátt í þessu auglýsingastríði, en þó við hefðum getað það þá er ég ekki viss um að við hefðum viljað það, þetta er svo yfirþyrmandi.“ Margrét segist líta bjartsýnum augum til morgundagsins. Sam- kvæmt skoðanakönnunum virðist flokkurinn vera búinn að festa sig í 10 prósentum og ef það verði niður- staða kosninganna verði það mikill sigur. Upphaflega hafi markmiðið verið að tvöfalda fylgi flokksins og svo virðist sem það markmið sé að nást. „Okkar helsta kosningamál, kvótamálið, hefur verið ofarlega á dagskrá í þessum kosningum og það út af fyrir sig er sigur fyrir okkur. Fólk hefur samt séð að við erum ekki bara eins málefnis flokk- ur. Það hefur séð að við erum með breiðan og góðan málefnagrund- völl.“ Margrét segir að í kvöld verði kosningavakan annað kvöld undir- búin. Hún verði haldin á Hótel Borg og hvetur hún alla stuðningsmenn flokksins að láta sjá sig. trausti@frettabladid.is MARGRÉT SVERRISDÓTTIR, FRAM- BJÓÐANDI FRJÁLSLYNDRA „Okkar helsta kosningamál, kvótamálið, hefur verið ofarlega á dagskrá í þessum kosningum og það út af fyrir sig er sigur fyrir okkur,“ segir Margrét. Sannfærir óákveðna á lokasprettinum Margrét Sverrisdóttir, frambjóðandi Frjálslynda flokksins, verður úti á meðal fólks í dag. Hún segir kosningabaráttuna hafa verið drengilega. Auglýsingaflóðið hafi hins vegar verið yfirþyrmandi. SAMNINGUR Gengið hefur verið frá samningi í Frakklandi við ráðgjafafyrirtækið Hecla um ráðgjöf við styrkingu á flutn- ingskerfi raforku þar í landi. Hecla er tveggja ára gamalt, með aðsetur í París, og er sér- hæft í ráðgjöf á raforkusviðinu. Það er í eigu Línuhönnunar, Landsvirkjunar, Verkfræðistof- unnar Afls og Frakkans Jean Chauveau. Raflínur í Frakklandi skemmdust víða í miklu óveðri 1999 og voru hlutar landsins án rafmagns í nokkurn tíma. Styrkja þarf og endurbyggja möstur og undirstöður í 52 þúsund kílómetrum af raflínum en heild- arlengd lína í kerfinu öllu er 110 þúsund kílómetrar. Íslendingar hafa mikla reynslu af hönnun raf- lína þar sem aðstæður eru erfiðar, t.d. vegna hvassviðra og ísingar. Samningurinn við Hecla er til þriggja ára og að hljóðar upp á rúmar 230 milljón krónur. Líklega er samningurinn stærsti ráðgjafasamningur Ís- lendinga á sviði raforkukerfa er- lendis til þessa ef litið er til þriggja ára samningstímans. ■ SAMNINGUR UM HÖNNUN RAFLÍNA Samningurinn við Frakkana hljóðar upp á 230 milljónir. Styrkja raflínur í Frakklandi: Digur samningur MESSUVÍNI STOLIÐ Brotist var inn í kirkjuna í Súðavík í síðustu viku og messuvíni stolið. Önundur Jónsson, yfirlögreglu- þjónn á Ísafirði, sagði við bb.is að einskis væri saknað utan messu- vínsins. „Menn átta sig greinilega ekki á því að besta brennivínið er ekki í kirkjum. Núorðið er messu- vínið mjög lítið áfengt og í sumum tilvikum óáfengt.“ ELDUR Í BÁTI Eldur kom upp í báti sem lá í Súð- arvíkurhöfn klukkan fjögur í gær- dag. Skemmdir urðu vegna brun- ans. Kallað var á slökkviliðið á staðnum og eins var óskað eftir að- stoð frá Ísafirði. Að sögn lögreglu lá báturinn ekki nálægt öðrum og því stafaði engin hætta af. ÍRAK, AP Framtíðin hefur aldrei verið bjartari, segir Salwa al- Baghdadi, 23 ára gömul mennta- kona frá Bagdad. Eins og svo margar kynsystur hennar í Írak bindur hún vonir við það að fall Saddam Hussein muni færa íröskum konum meira frelsi og aukin réttindi. En þó Salwa líti björtum aug- um til framtíðar viðurkennir hún að undir niðri búi óttinn við það að komið verði á fót stjórn- kerfi þar sem öfgasinnar fari með völdin og konum verði ýtt út af vinnumarkaðnum. Margir vilja að stofnað verði íslamskt ríki í Írak. Í því felst að farið yrði eftir sharia, lögum múslíma, sem skerða rétt kvenna verulega. Íraskar konur hafa fram að þessu haft fremur sterka stöðu miðað við það sem tíðkast í nágrannalöndun- um og hafa þær því miklu að tapa. Yfir 55 prósent írösku þjóðar- innar eru konur og margar þeirra eru hámenntaðar. Undir ríkis- stjórn Saddam Hussein nutu kon- ur lengi vel mikils frelsis og rétt- inda og gegndu jafnvel valdastöð- um í þjóðfélaginu. Á síðustu árum hafði staða konunnar þó veikst umtalsvert samfara örvæntingar- fullum tilraunum Saddam Hussein til að vinna bókstafs- trúarmenn á sitt band. ■ ÍRASKAR STÚDÍNUR Íraskir háskólanemar ræðast við fyrir utan Háskólann í Bagdad. Mikil óvissa ríkir um framtíð íraskra kvenna og óttast margar þeirra að þær muni missa réttinn til að sækja sér menntun og taka þátt í atvinnu- lífinu. Óvissa ríkir um stöðu konunnar í Írak: Óttast að glata réttindum sínum ALLIR VILJA ÓDÝRT Í SÓLINA Sumarferðir selja vikulega ódýrar ferðir til Alicante í sumar. Sumarferðir: Meira eða minna full- bókað FERÐALÖG Mikið er bókað í ferðir til Alicante í sumar, að sögn Jó- hönnu Hauksdóttur hjá Sumar- ferðum. Hún segir að að það sé að verða meira eða minna fullbókað í flestar ferðir í sumar. Í margar ferðir eru aðeins örfá sæti laus en flogið er vikulega frá 22. maí fram í september. Fólk getur bók- að sjálft á Netinu og það hafa margir notfært sér. „Við erum farin að taka niður á biðlista í margar ferðir og ég á ekki von á að ferðum verði fjölgað.“ ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.