Fréttablaðið - 09.05.2003, Side 16

Fréttablaðið - 09.05.2003, Side 16
Á meðan flestir hafa verið upp-teknir af að fylgjast með hvort Samfylkingunni tækist að verða sá stóri jafnaðarmanna- flokkur sem hægláta vinstrimenn hefur dreymt um hafa orðið aðrar breytingar í hinu pólitíska lands- lagi – og hugsanlega ekki síður áhrifamiklar eða varanlegar. Ef Frjálslynda flokknum tekst að stækka í öðrum kosningum sínum er óhætt að gera ráð fyrir að hann – eða annar ámóta flokkur – muni til frambúðar keppa um hylli hægri- og hægrisinnaðra miðju- manna við Sjálfstæðisflokkinn. Ef Frjálslyndir ná þessu mark- miði mun sagan breytast. Borg- araflokkur Alberts Guðmunds- sonar verður þá undanfari slíks flokks – upphaf nokkuð langrar fæðingar frjálslynds flokks við hlið Sjálfstæðisflokksins. Og brotthvarf ýmissa áhrifamanna úr Sjálfstæðisflokknum – manna á borð við Sverri Hermannsson, Matthías Bjarnason og Ellert B. Schram – verða ekki lengur túlk- uð sem fýluköst eða merki um ófullnægðan metnað heldur merki þess að Sjálfstæðisflokkur- inn átti æ erfiðara með að halda innan sinna vébanda þessari teg- und hægri manna. Og menn geta jafnvel fundið forleik þessarar atburðarásar enn aftar – í klofn- ingi Gunnars Thoroddsen og félaga frá flokknum. Þótt það uppgjör hafi sótt eldsneyti sitt í langvarandi valdabaráttu sóttu Gunnar og félagar hugmyndaleg- ar forsendur í þá kenningu að Sjálfstæðisflokkurinn væri að verða of kaldur undir þáverandi forystu; að hann hefði glatað ein- hverju af því sem þeir kölluðu gamla Sjálfstæðisflokkinn. Og það hafa allir þessir menn svo sem gert. Undir brottför þeirra gengur sami söngurinn um að þeir séu enn ekta sjálfstæðis- menn – það sé flokkurinn sem hafi villst af leið. Kannski var það erfitt verk að koma Sjálfstæðisflokknum óklofnum frá áttunda áratug tutt- ugustu aldar og yfir á tuttugustu og fyrstu öldina. Þegar ógnar- mynd andstæðingsins dofnaði eftir fall múrsins var það líklega endanlega ómögulegt. Það mátti halda saman flokki ólíkra manna með mismunandi skoðanir með aðsteðjandi hættu en þegar hætt- an reyndist engin hlaut að kvarn- ast úr hópnum. Enn frekar þar sem tæki forystunnar var fremur harðari flokksagi en opin endur- skoðun á flokknum. Í þessum kosningum er staðan síðan orðin sú að vinstri menn virðast penir og friðsamir við hlið hægri mannanna. Þar sem áður var vill- ta vinstrið er nú hópur villtra hægri flokka. Við hlið Sjálfstæð- isflokksins er Frjálslyndi flokk- urinn og þar við hliðina er Nýtt afl. Í Suðurkjördæmi klauf Krist- ján Pálsson Sjálfstæðisflokkinn og bauð fram sérstakan lista. Vera Ellerts B. Schram á lista Samfylkingar undirstrikar síðan enn frekar að það er ekki lengur hægt að ganga framhjá því að æ stærri hópi hægri manna finnst hann ekki tilheyra Sjálfstæðis- flokknum. Þeir eru ekki síður pólitískir landleysingjar en þeir vinstri menn sem hvergi þykjast geta fundið sig. Miðað við niðurstöður skoð- anakannana er pólitískt landslag á Íslandi að breytast. Ekki aðeins vegna vaxtar Samfylkingar held- ur ekki síður vegna hræringa á hægri vængnum. Ef Frjálslynda flokknum – eða öðrum slíkum flokki – tekst að vaxa upp fyrir stærð smáflokksins getur sú staða komið upp að mynduð yrði ríkisstjórn Samfylkingar, Frjáls- lyndra og Framsóknar. Og fólk yrði að ákveða hvað slík stjórn yrði kölluð. Miðjustjórn? Það væri ný staða í íslenskum stjórn- málum. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um breytt pólitískt landslag. 16 9. maí 2003 FÖSTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Stundum seilast menn langt til aðbúa skilaboð sín í trúverðugan búning í kosningabaráttunni. Það gerðist t.d. í leiðara Morgunblaðs- ins í gær þar sem færð voru fyrir því „söguleg rök“ að þriggja flokka stjórnir væru ónýtar og varhuga- vert væri að kjósa yfir Íslendinga slíka stjórn á laugardag. Skilaboð- in eru augljós hvatning um að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Án þess að sá sem þetta ritar vilji halda því fram að þriggja flokka stjórn sé nauðsynlega það besta, sem komið geti út úr kosning- unum, er ekki hægt annað en gera at- hugasemd við það hvernig slíkt stjórn- armynstur er kynnt af Morgunblaðinu. JC og framhalds- skólanemar úthluta ræðumönnum sín- um gjarnan um- ræðuefnum til að vera annað hvort með eða á móti. Leiðari Morgun- blaðsins minnir á slíka æfingu. Til að klára æfinguna - fá hina hliðina fram líka - verður örfáum staðreyndum bætt inn í og áherslum í leiðaran- um breytt hér á eftir. Þannig fæst mynd af því hvernig leiðarinn hefði litið út ef verkefnið hefði verið að rökstyðja þriggja flokka stjórnir. Sögulega eru rökin og staðreyndirnar á báðum stöðum jafn rétt. Spurningin snýst einung- is um að draga fram það sem hent- ar fyrirframgefinni niðurstöðu: Leiðari II - stílæfing Reynslan af þriggja flokka stjórnum á Íslandi er góð. Það var því rétt hjá Halldóri Ásgrímssyni að taka fram í sónvarpi í fyrra- kvöld að hann hefði starfað í þrig- gja flokka stjórnum sem höfðu gegnið upp, enda vilji til sam- starfsins. Ef samstarfsvilji er fyr- ir hendi, skiptir í raun ekki máli hvaða flokka um er að ræða. Þriggja flokka ríkisstjórn Ólafs Thors 1944-1947 var sögulega merkileg ríkisstjórn, sem féll af sögulegum ástæðum, sem ristu mjög djúpt. Þriggja flokka ríkisstjórn Stef- áns Jóhanns Stefánssonar sem tók við 1947 gegndi því sögulega hlut- veri að sjá um inngöngu Íslands í Atlantshafsbandalagið. Hvorug þessara ríkisstjórna sat út kjör- tímabil, en þær höfðu ákveðnu hlutverki að gegna, sem ekki á að gera lítið úr. Þriggja flokka ríkisstjórn Her- manns Jónassonar 1956-1958 hef- ur jafnan verið dæmi um stjórn þar sem stórhugur ríkir og drög eru lögð að mikilvægum framtíð- arhagsmunum þjóðarinnar. Þannig færði þessi ríkisstjórn út landhelgina í 12 mílur og beitti sér fyrir ýmsum efnahags- og félags- legum umbótum þó hún hafi ekki setið út kjörtímabilið vegna sér- stakra aðstæðna í verkalýðshreyf- ingunni. Tvær þriggja flokka ríkis- stjórnir Ólafs Jóhannessonar á átt- unda áratugnum voru mikilvægar ríkisstjórnir. Þannig hófst gríðar- leg uppbygging um allt land í tíð fyrri stjórnar Ólafs 1971-1974 og tóku hjól atvinnulífsins að snúast eftir langvarandi stöðnun. Sú ríkis- stjórn færði út landhelgina í 50 sjó- mílur sem var gríðarlega mikil- vægur áfangi og lagði grunninn undir næsta skref, sem var stækk- un landhelginnar í 200 mílur. Þriggja flokka ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen var himna- sending og lausn á stórhættulegri og erfiðri stjórnarkreppi, sem rekja mátti að hluta til klofnings í Sjálfstæðisflokknum. Þriggja flokka ríkisstjórn Þor- steins Pálssonar sat vissulega skamma hríð vegna skorts á sam- starfsvilja, en upp úr henni var mynduð fyrst þriggja og síðan fjögurra flokka ríkisstjórn (1988- 1991) sem náði þeim stórkostlega árangi að kveða niður verðbólgu- drauginn og leggja grundvöll að stöðugleikanum sem við höfum blessunarlega notið síðan. Það var athyglisvert að lesa Morgunblaðið í síðustu viku og sjá hvernig Halldór Ásgrímsson gaf út stefnumarkandi yfirlýsingu um að skattastefna Sjálfstæðisflokks- ins væri ótrúverðug og að ekki væri ásættanlegt fyrir flokkinn að taka þátt í niðurskurði á velferðar- kerfinu til að fjármagna loforð upp á 30 milljarða skattalækkun. Sjálf- stæðismenn hafa á hinn bóginn heitið því að lögfesta þessar lækk- anir strax í haust, þannig að ljóst er að mikil ágreiningsefni eru til staðar. Sagan sýnir að þrátt fyrir að einungis séu tveir flokkar í rík- isstjórn í svokölluðu samstarfi, þá geta þeir unnið hver gegn öðrum ef samstarfsviljinn er ekki fyrir hendi og rýrt traust manna á stjórnvöldum yfirleitt. Kalkúna- lappadeilda sjálfstæðismanna og krata á dögum Viðeyjarstjórnar- innar er mörgum eflaust í fersku minni. Ef fengin reynsla er höfð í huga yrði það ekki góð niðurstaða fyrir íslenskt samfélag, ef úrslit kosn- inganna á laugadaginn leiddu til myndunar ríkisstjórnar með lítinn samstarfsvilja auk þess sem sagan sýnir að það eru þriggja flokka rík- isstjórnir sem hafa tekið stóru stökkin í framþróun Íslandssög- unnar með útfærslu landhelginnar og því að ráða niðurlögum verð- bólgudraugsins. (Þessi pistill bragðast best í samlestri með leiðara Morgun- blaðsins fimmtudaginn 8. maí.) Hvar er réttlætið? Elísabet Guðjohnsen skrifar: Þegar „Nýtt afl“ auglýsti stofn-fund samtaka sinna nú fyrir nokkru og forsvarsmenn létu í ljós þörf sína til þess að láta í sér heyra varðandi ýmisleg mikilvæg mál sem þeim þykir miður hafa farið á undanförnum árum í ís- lensku samfélagi, þá var eins og vonarneisti skyti hér upp kollin- um í mínum augum í öllu því öng- þveiti loforða og ginningarboða allra annarra stjórnmálasamtaka. Það fólk sem stendur fyrir framboði til alþingiskosninganna nú í maí í nafni Nýs afls er fólk sem rís upp hér og nú sem kristn- ar manneskjur gegn því ótrúlega ranglæti sem komið er upp í okk- ar samfélagi. Kvótakóngar, verðbréfabrask, sendiráðsbyggingar úti um allan heim, ótímabærar jarðganga- byggingar, starfslokasamningar með óheyrilegum peningagreiðsl- um, alls kyns bruðl og sviksemi, fátækt, biðlistar sjúklinga, skatt- lagning öryrkja, sem vart eiga til hnífs og skeiðar, og eldri borgara sem búnir eru að skila sínu ævi- starfi til þjóðfélagsins og greiða sína skatta. Hvar er eiginlega réttlætið? Erum við kristin þjóð? Hafa lesendur mínir nokkurn tíma heyrt ráðamenn í þessu þjóð- félagi taka sér nafn Almættisins í munn? Þið sem sjáið í gegnum þessa ósvinnu takið að sjálfsögðu því tækifæri sem ykkur nú býðst til þess að breyta öllu þessu ótrúlega óréttlæti og kjósið Nýtt afl. ■ Um daginnog veginn BIRGIR GUÐMUNDSSON ■ stjórnmálafræðingur skrifar um söguleg rök Morgunblaðsins fyrir tveggja flokkastjórn Stílæfing um stjórnarstærðir ■ Bréf til blaðsins Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi og formaður félagsmálaráðs Sameiginlegt verkefni Ríkið hefur skyldur samkvæmt al- mannatryggingalögum og lögum um atvinnuleysistrygg- ingar að veita því fólki hjálp sem ekki hefur tekjur til framfærslu. Hins vegar samkvæmt lögum um félags- þjónustu sveitarfélaga eiga þau að veita neyðaraðstoð þegar fólk á ekki rétt á öðrum lífeyri. Sveitarfélögunum er ekki ætlað að veita fólki framfærslu til lengri tíma litið, það er hins vegar hlutverk ríkisins. Borgin vísar ekki ábyrgð sinni á bug eins og sumir hafa viljað vera láta. Félagsþjónustan í Reykjavík veitir þúsundum ein- staklinga og heimila fjárhagsaðstoð. Allt of margir búa við fátækt á Íslandi og það er sameiginlegt verkefni rík- is og sveitarfélaga að vinna bug á því. Ég vona að áhugi á fátækt verði jafn mikill þegar stjórnarmyndunarvið- ræður eiga sér stað. Hvort ber meiri ábyrgð á fátækt, borg eða ríki? ■ Af Netinu Draumurinn hefur ræst „Óttinn, sem andstæðingarnir sýna gagnvart Samfylkingunni, birtir styrk hennar og hug- myndalegan þrótt. Draumurinn hefur ræst! Samfylkingin er orð- inn sá sterki samnefnari jafnað- armanna á Íslandi sem við stefndum að.“ ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Á VEFNUM SAMFYLKING.IS Kvótakerfið er í lagi „Ég er einn af þeim sem hef ekki áttað mig á því hvað er vont við kvótakerfið sem réttlætir það að því verið breytt í grundvallarat- riðum.“ GUÐMUNDUR GEIR SIGURÐSSON Á VEFNUM HRIFLA.IS ■ Sagan sýnir að þrátt fyrir að einungis séu tveir flokkar í ríkis- stjórn í svokölluðu samstarfi, þá geta þeir unn- ið hver gegn öðrum ef samstarfsvilj- inn er ekki fyrir hendi og rýrt traust manna á stjórnvöldum yfirleitt. Villta hægrið Guðlaugur Þór Þórðarson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks Skilvirk lóðaskortsstefna Það borgar sig ekki að nálgast fá- tækt út frá slagorði. Hins vegar liggur það alveg fyrir, ef Ingibjörg Sólrún hefur áhuga á fátækt þá var sá áhugi að kvikna núna. Það er búið að vera hlutverk sveitarfélaganna frá þjóðveldisöld að húsnæðismál séu í lagi. Frá því að R-listinn tók til valda hefur verið við- haldið skilvirkri lóðaskortsstefnu sem hefur leitt af sér hátt fasteigna- og leiguverð. Hvort tveggja, sérstaklega hækkun leigu, kemur niður á þeim sem minnst mega sín. Ég þekki það sem borgarfulltrúi frá mínum viðtals- tímum að fólk er hér í brýnni neyð, enda hafa biðlistar eftir félagslegu húsnæði aldrei verið lengri. Ingibjörg Sólrún hefur fellt tillögur okkar sjálfstæðismanna um afnám fasteignaskatta eldri borgara sem lægstar hafa tekjurnar, 91 prósent þeirra býr í eigin húsnæði. Skiptar skoðanir Mikil umræða hefur verið um fátækt nú rétt fyrir kosningar. Deilt hefur verið bæði á ríki og borg.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.