Fréttablaðið - 09.05.2003, Síða 18

Fréttablaðið - 09.05.2003, Síða 18
9. maí 2003 FÖSTUDAGUR Nú er enn einni orrahríðinni ílandsmálakynningu stjórn- málaflokkanna að ljúka. Farið er geyst og bogarnir spenntir hátt. Hrópað er hátt um eigin ágæti en áróðri um ókosti annarra dreift á báða bóga, svona til áherslu og undirstrikunar. Í öllu upplýsinga- flæði og fyrirgangi seinustu vik- urnar fer ekki hjá því að margir eiga eftir að ákveða hvar atkvæði þeirra verði best fyrirkomið, ekki síst vegna þess að æði mikið ber á milli í fullyrðingum fyrirliðanna. Ekki gefst lengur mikið tóm til þess að vega og meta boðskapinn með einföldum samanburði, til þess eru útgáfur og afbrigði of mörg. Raunhæfast er að líta yfir farinn veg, gera eigin úttekt á stöðu mála yfir liðið tímabil ásamt fyrirsjáanlegum áframhaldandi framförum, byggðum á traustari fjárhagsgrunni en áður hefur ver- ið mögulegt. Við mat á stöðunni verður að sjálfsögðu að taka tillit til þeirra þátta sem bera uppi hag- sæld þjóðarinnar okkur í hag, í samanburði við nágrannalönd í fjölþjóðasamfélaginu sem við erum hluti af. Samstaða er nauðsyn Hagur þjóðarinnar byggir á verðmætasköpun og samtaka- mætti fólksins. Helstu þættir eru atvinnumál, menntamál og fé- lagsmálin, sem m.a. er undir- staða velferðarmálanna. Til þess að öðlast veraldleg gæði þarf í flestum tilfellum fjármagn. Þetta fjármagn verður að skapa fyrst áður en því er deilt niður. Það er því frumskylda stjórnvalda að skilgreina hvernig þau markmið verða uppfyllt. Styrkar stoðir verða að standa undir þjóðarbú- skapnum. Atvinnumálin verður að efla á breiðum grunni, allt frá hráefnaöflun til sölu afurða, sem er seinasti þáttur verðmætasköp- unar framleiðslunnar. Stórframkvæmdir nútímans eru liður í þessu. Aðrar skil- greindar starfsgreinar eiga ekki síður rétt á sér og hafa ber í huga að ein atvinnugrein er sjaldnast annarri fjötur um fót, heldur eykur það fjölbreytni og styrkir aðra þætti og þar með atvinnulíf- ið í heild. Samstaða er nauðsyn, ekki síst milli stjórnvalda og samtaka launþega. Ef annað aflið vinnur ekki í takt við hitt næst ekki að halda þeim stöðugleika sem ríkja þarf á vinnumarkaði, öllum til hags- bóta. Framsóknarflokkurinn á af- gerandi þátt í bættum hag þjóð- arinnar á seinustu árum. Þjóðar- tekjur hafa verið að aukast og eiga ennþá eftir að aukast á komandi árum. Í öllum kjördæmum hafa for- ystumenn hans lagt grunn að áframhaldandi velmegun. Í póli- tísku hreti hefur oft blásið á móti en það gleymist þegar áfangastað er náð. Tökum skrefin fram á við. ■ Óskarsverðlaunamyndin „ThePianist“ eftir Roman Polanski er sýnd í Háskólabíói um þessar mundir. Myndin lýsir með raun- sönnum og hrollvekjandi hætti ör- lögum pólsks listamanns af gyð- ingaættum sem sleppur fyrir til- viljun við það að vera leiddur til slátrunar af þýskum nasist- um í seinni heimsstyrjöld- inni. Hann má hins vegar horfa á eftir nánustu fjölskyldu sinni og vinum sem hrint er út í dauð- ann með hrotta- fengnum hætti, að ekki sé minnst á þær milljónir annarra gyðinga sem myrtir voru. Undir lok myndarinnar líkist píanó- leikarinn skríðandi og vannærðri skepnu á öskuhaugum. Hvílík fólska, hvílík grimmd gagnvart blásaklausu fólki, hugsaði ég er ég gekk út af þessari mynd. Degi síðar birti Ríkissjónvarpið myndir af rústunum í Bagdad, þá nýfallinni. Á rjúkandi rústum þessarar fornu og sögulegu menningarborgar stóð ör- væntingarfullur fréttamaður RÚV, Jón Björgvinsson, og hrópaði á hjálp. Ekkert vatn, engin fæða, ekk- ert rafmagn, engin líkn. Deyjandi börn og limlest lík hvert sem litið var. Árþúsunda menningarverð- mætum rústað á einni nóttu. Eng- inn viðbúnaður. Ummæli forsætisráðherra Ríkustu og skipulögðustu hern- aðarþjóðir heims höfðu rústað öllu sem rústað varð, en gleymt að huga að lífi og örlögum þess blásaklausa fólks sem þarna bjó og náði að lifa hörmungarnar af. Enginn virtist í viðbragðsstöðu til að rétta þessu fólki hjálparhönd nema ef vera skyldi vanmáttugur Rauður kross. Hver benti á annan er spurt var hvernig ætti að bregðast við afleið- ingum þessa voðaverks sem Banda- ríkjamenn unnu á þessu blásak- lausa fólki. Þetta er sama hryllingsmyndin og ég var að horfa á, hugsaði ég. Sama fólskan, sama grimmdin, sams konar rjúkandi rústir. Í þessu tilfelli hafði ég hins vegar sjálfur verið gerður að vitorðsmanni, án þess þó að hafa nokkurn tíma verið spurður. Og eins og til að hnykkja á þessu og þrengja hringinn enn frekar fullyrðir forsætisráðherra landsins að Alþýðuflokkurinn minn gamli hefði nú ekki sett sig á móti því að kvitta upp á allt saman, þó svo að Samfylkingin geri það ekki. Þessi aðferð forsætisráðherrans til að reyna að sefa samvisku sína er í hæsta máta ósmekkleg. Lífgjöfin kom frá krötum Ráðherrann getur að vísu þakk- að Alþýðuflokknum sína eigin líf- gjöf í íslenskri landsmálapólitík eftir að sá flokkur gekk úr vinstri stjórn árið 1991 til að leiða Davíð Oddsson til forsætis eftir tvísýnan og harðvítugan formannsslag hans við Þorstein Pálsson. Sú atlaga hans að sitjandi formanni, æskuvini sín- um og fóstbróður, skildi Sjálfstæð- isflokkinn eftir sáran, klofinn og illa starfhæfan. Hefði Davíð Odds- son ekki komið flokknum snarlega í ríkisstjórn er fullkomlega óljóst hver orðið hefðu örlög hins ný- kjörna formanns, eftir það sem á undan var gengið. Lífgjöfina fékk Alþýðuflokkurinn svo launaða fjór- um árum síðar með rauða spjaldinu og brottvísun úr ríkisstjórn. Hin opinbera skýring var sú að stjórnin hefði ekki haldið nógu afgerandi meirihluta. Sannleikurinn var hins vegar sá að Davíð Oddsson þoldi ekki þann sjálfstæða og einbeitta vilja og stefnufestu sem einkenndi Alþýðuflokkinn og forystu hans í flestum málum á þessum tíma. Kastljósin beindust fullmikið að annarri stjörnu í ríkisstjórninni en honum sjálfum. Því var best að krækja sér í viljalausara verkfæri til ríkisstjórnarmyndunarinnar 1995, þægilegri og þægari hækju. Sannleikurinn kemur í ljós Að ætla Alþýðuflokknum, nú átta árum síðar, að veita sér ein- hvers konar syndaaflausn eða upp- áskrift vegna hinna fólskulegu blóðsúthellinga og voðaverka sem Bush-stjórnin vann á írösku þjóð- inni, er fullkomlega fráleitt. Al- þýðuflokkurinn var róttækur og framsækinn flokkur, engu háður nema eigin samvisku. Hann galt fyrir það með brottvísun úr ríkis- stjórn. Fyrrum leiðtogi hans situr nú í útlegð í Norðaustur- Evrópu og færir til bókar minnispunkta sína frá samstarfinu við Sjálfstæðis- flokkinn. Þar munu fullkominn drengskapur og heiðursmennska sjálfstæðisforystunnar 1991-1995 vonandi hvergi verða í efa dregin. Tilraun forsætisráðherrans til að reyna að nýta sér ímyndaðan stuðn- ing Alþýðuflokksins við blinda dýrkun á stefnu blóðþyrsta ofsatrú- armannsins úr bandaríska biblíu- beltinu er hins vegar grátbrosleg, en fullkomlega óviðeigandi. ■ Alþýðuflokkurinn ákallaður í örvæntingarkasti Kosningar maí 2003 JAKOB FRÍMANN MAGNÚSSON ■ tónlistarmaður og í 7. sæti á lista Samfylk- ingar í Reykjavíkur- kjördæmi suður skrif- ar um aðild Íslands að stríðinu gegn Írak. Kosningar maí 2003 ÁGÚST KARLSSON ■ tæknifræðingur skrif- ar um stjórnmálabar- áttuna. „Hver benti á annan er spurt var hvernig ætti að bregðast við afleiðing- um þessa voðaverks. XN Nýtt afl XN í þjónustu fyrir fólkið Jón Magnússon fyrrv. form. neytendasamtakanna Í þjónustu við neytendur. Til þjónustu við neytendur og skattgreiðendur. Báknið burt. Ásgerður Jóna Flosadóttir form. Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur Barátta gegn fátækt, fyrir félagslegu jafnrétti og öryggi barna, einstæðra foreldra og eldri borgara. frambjóðendur Nýs Afls í Reykjavík suður Stjórnmálabaráttan í hnotskurn

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.