Fréttablaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 27
28 9. maí 2003 FÖSTUDAGUR      !" !#$ % & '()%*  +, -    .// +0 + /. #00+ -1 1/. 0 /+0 -1 +0 0 ,, 2 3 & 2 4 -/ - 15/5 +0 6 0  +0 7 ,,/ 0 $ 8 9 -/00 -/: 0-1          ! "## ##$$          ;$;  Líf langt fram á kvöld Fréttablaðið leit inn á nokkrarkosningaskrifstofur í vikunni. Frambjóðendur voru reyndar flestir á vinnustaðafundum eða að sinna öðrum verkefnum fyrir kjördag. Þótt flokkanna greini á um málefni voru starfsmenn þeirra þó allir sammála um að mikið „rennerí“ hefði verið á fólki, sem byrjaði snemma dags og stæði yfir langt fram á kvöld. Mikil stemming er á kosningaskrifsto- funum og ekki síst nú svo sköm- mu fyrir kosningar. Nú fer lokabaráttan í hönd og munu starfsmennirnir vinna hörðum höndum, dag sem nótt, þar til kosningastöðum lokar klukkan tíu annað kvöld. Á kosningaskrifstofu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Þingholtsstræti var eins og á öðrum skrifstofum fólk á öllum aldri. „Síðustu dagana fyrir kjördag förum við svona hefðbundnar leiðir með fundarhöldum og slíku. Við erum búin að vera í tjúttinu,“ segir Grímur Atlason, á fram- boðslista Vinstri grænna. „Við verðum með stutta baráttufundi, ræður og syngjum saman. Svolítið gamaldags.“ Grímur og félagar í Vinstri grænum ætla að hittast á Iðnó á kjördag. ■ GRÍMUR ATLASON Segir Vinstri græna ætla að gerast gamal- dags síðustu daga fyrir kosningar. Vinstri grænir: Svolítið gamaldags FR ÉT TA B LA Ð IÐ / VI LH EL M Sjálfstæðisflokkurinn er sá semkeyrði mitt í gegn. Það er eng- inn spurning,“ segir Guðjón Vil- helm, sem staddur var á kosninga- skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Austurstræti. Guðjón var einn þeirra sem börðust fyrir lögleið- ingu hnefaleika, sem samþykkt var á þingi fyrir ári síðan. Hann verður ekki staddur hér á landi á kjördag þar sem hann er á leið til Írlands til að koma á landskeppni í hnefaleikum. ■ GUÐJÓN VILHELM Barðist fyrir boxinu. Fékk það í gegn. Guðjón Vilhelm: Börðust fyrir boxi Það var mikið um að vera íhöfuðstöðvum Samfylkingar- innar þegar blaðamann Frétta- blaðsins bar að garði. Á efri hæðinni sátu starfsmenn sveittir við tölvuskrif og að svara sím- tölum en á neðri hæðinni mátti sjá frambjóðendur á tali við unga sem aldna kjósendur. „Frambjóðendur eru flestir á vinnustaðafundum og dreifa,“ sagði Andrés Jónsson, formaður ungra jafnaðarmanna í Reykja- vík. Fylgi flokksins hefur verið á niðurleið samkvæmt síðustu skoðanakönnunum en Andrés virtist ekki kippa sér upp við það og sagði: „Við erum á uppleið og í stuði.“ Fram undan hjá Samfylking- unni eru auk fundahalda ýmsar skemmtanir víðs vegar um borg- ina. ■ ANDRÉS JÓNSSON Formaður Ungra jafnaðarmanna segir Samfylkingarfólk vera í stuði. Samfylkingin: Erum í miklu stuði Í MYNDATÖKU Það er að ýmsu að huga fyrir kosningar eins og ljósmyndari Fréttablaðsins komst að þegar hann átti leið framhjá Alþingi. Þar var Davíð Oddsson forsætisráðherra í myndatöku hjá Ara Magg, en afraksturinn átti væntanlega að nota í auglýsingaherferð. Sjálfstæðisflokkurinn: Safnar sjálf- boðaliðum Sjálfstæðisflokkurinn er með sjökosningaskrifstofur í Reykja- vík. Þó nokkrir gestir voru saman komnir í Hressó. „Við aðstoðum fólk með utankjör- staðagreiðslu og erum að safna sjálf- boðaliðum fyrir kjördag,“ segir Margeir Pétursson, formaður fulltrúa- ráðs Sjálfstæðisfé- lagana. Kosning- arnar leggjast vel í Margeir og segist hann finna fyrir meiri aðsókn á fundum nú. ■ MARGEIR PÉTURSSON Safnar nú liði. FR ÉT TA B LA Ð IÐ / VI LH EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ / VI LH EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ / VI LH EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.