Fréttablaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 29
30 9. maí 2003 FÖSTUDAGUR Stærsti sýningarsalur með gólfefnum á landinu Krókhálsi 4 • 110 Reykjavík Sími 567 1010 H A R Ð V I Ð A R V A L E in n t v e ir o g þ r ír 2 8 7 .0 11 Viðarparket úr eik á aðeins Sterkt og fallegt Fljótlegt og auðvelt að leggja Ekkert lím Ekkert lakk Tilbúið til notkunar strax eftir lagningu Góð hljóðeinangrun smellur saman Nú allt w w w . p a r k e t . i s kr. 2.890 pr. m2 TILBOÐ frábært á smelluparketi Það sem gerir Clic & Connect viðarparketið þægilegra í lagningu en annað smelluparket er að það þarf ekki að vinda upp á fjalirnar til að krækja þeim saman. Fjalirnar eru einfaldlega lagðar hver að annarri og smellt saman. FÓTBOLTI „Leiktíminn er settur þarna að ósk félaganna,“ segir Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, um þá ákvörðun að úrslitaleikur Keflavíkur og ÍA í deildabik- arkeppni karla fer fram klukkan sex í dag. Mótanefnd hafði áður lagt til að leikurinn yrði klukkutíma síð- ar. Áhöld eru um hversu heppileg tímasetningin er fyrir stuðnings- menn tveggja utanbæjarliða. Kosningarnar hafa áhrif á tímasetningu leiksins. Áður en fé- lögin óskuðu eftir því að leikur hæfist á þessum tíma höfðu verið hugmyndir uppi innan KSÍ um að breyta leiktíma vegna kappræðna forystumanna flokkanna á báðum sjónvarpsstöðvum um kvöldið. ■ FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Að sögn Egils Eiðssonar, framkvæmdastjóra Frjálsíþróttasambands Íslands, verður þetta líklega stærsta ferðasumar sambandsins frá upp- hafi og jafnframt það dýrasta. Samkvæmt fjárhagsáætlun sambandsins er reiknað með um níu milljóna króna kostnaði vegna ferðanna, en alls verða um 100 keppendur sendir til þátttöku. Um átján keppendur verða valdir til þátttöku á Smáþjóðaleik- unum. Valið verður eftir árangri innanhúss, árangri frjálsíþrótta- fólks í fyrra og vormóti um helg- ina sem verður haldið í Hafnar- firði, því fyrsta í Coca Cola-móta- röðinni. Enginn af fremstu frjáls- íþróttamönnum þjóðarinnar mun taka þátt í vormótunum hér á landi, sem og á Smáþjóðaleikun- um. Hugsanlegt er þó að Magnús Aron Hallgrímsson, kringlukast- ari verði á meðal keppenda á þess- um mótum. Jón Arnar Magnússon tug- þrautakappi keppir á árlegu móti í Götzis í Austurríki dagana 31. maí til 1. júní, degi áður en Smá- þjóðaleikarnir hefjast. Einar Karl Hjartarson hástökkvari tekur þátt í háskólamóti í Bandaríkjun- um á svipuðum tíma. Að auki er ekki keppt í stangarstökki kvenna á Smáþjóðaleikunum og því verða þær Þórey Edda Elísdóttir og Vala Flosadóttir fjarri góðu gamni þar. Að sögn Egils stefnir Frjáls- íþróttasambandið að því að senda í það minnsta fjóra íþróttamenn á HM í París og verða Jón Arnar, Þórey Edda, Magnús Aron, Vala og Einar Karl vonandi öll með nái þau lágmörkum sínum. Á meðal annarra frjálsíþrótta- móta þar sem Íslendingar verða á faraldsfæti í sumar má nefna Evr- ópubikarkeppni landsliða í Dan- mörku, Evrópubikarkeppnina í fjölþrautum í Slóveníu, HM ung- linga í Kanada, Evrópumeistara- mót unglinga í Póllandi og Finn- landi og Ólympíudaga æskunnar í París í ágúst. freyr@frettabladid.is FÓTBOLTI James O’Connor, leik- maður Íslendingaliðsins Stoke, er óánægður með að hafa ekkert fengið að heyra frá félaginu varðandi nýjan samning. O’Connor er einn 15 leik- manna liðsins sem verða með lausan samning í sumar. Á meðal þeirra eru einnig Bjarni Guð- jónsson, sem hefur lýst því yfir að hann vilji skipta um félag, og Brynjar Björn Gunnarsson, sem gerir að öllum líkindum nýj- an samning við Stoke. Auk þess er líklegt að Pétur Mart- einsson yfirgefi félagið, þrátt fyr- ir að vera samn- ingsbundinn. „Mér finnst það bæði ótrúlegt og mjög svekkjandi að ekkert hafi verið gert í málun- um,“ sagði O’Connor. ■  18.00 Valbjarnarvöllur Skagamenn mæta Keflvíkingum í úr- slitaleik deildabikarkeppninnar í fótbolta.  18.00 Sýn Olíssport. Fjallað er um helstu íþrótta- viðburði heima og erlendis.  18.30 Sýn Football Week UK. Vikan í enska boltan- um.  19.00 Sýn Trans World Sport. Íþróttir um allan heim. FÓTBOLTI ÍA og Keflavík leika til úrslita í deildabikarkeppni karla á Valbjarnarvelli í kvöld. Félög- in mætast öðru sinni í keppninni í ár en þau léku í byrjun mars og unnu Keflavíkingar 3:2. Þórar- inn Kristjánsson (2) og Magnús Þorsteinsson skoruðu fyrir Keflavík og Hjálmur Dór Hjálmsson og Garðar Gunnlaug- son fyrir ÍA. Félögin urðu í tveimur efstu sætum A-riðils og í átta liða úr- slitum vann Keflavík Fylki 3:1 og ÍA vann ÍBV 2:0. Í undanúrslitum unnu Skagamenn KR-inga 4:1 og Keflvíkingar Grindvíkinga 3:1. ÍA sigraði í fyrstu deildabik- arkeppninni árið 1996 eftir 3:1 sigur á Breiðabliki í úrslitaleik. Ólafur Adolfsson skoraði tvisvar fyrir tíu Skagamenn í framleng- ingu. Pálmi Haraldsson lék úr- slitaleikinn með Blikum árið 1996 en hann tryggði ÍA sigur í keppninni árið 1999. Kjartan Sturluson (Fylki) varði víta- spyrnu Pálma á lokamínútu úr- slitaleiksins en Pálmi skoraði úr frákastinu. Keflavík hefur aldrei áður leikið til úrslita í keppninni. Besti áragnur þeirra til þessa var átta liða úrslit í fyrra og hittifyrra. Árið 2001 töpuðu þeir 0:1 fyrir Skagamönnum og 1:3 fyrir Fylki í fyrra. ■ hvað?hvar?hvenær? 6 7 8 9 10 11 12 MAÍ Föstudagur UMKRINGDUR Leikmenn San Antonio Spurs voru fljótir að umkringja Kobe Bryant, leikmann L.A. Lakers, er hann reyndi að leggja boltann í körfuna í leik liðanna í úrslitakeppni NBA í fyrrakvöld. Bryant mátti ekki við margnum og missti boltann í látunum. Spurs vann leikinn með 114 stigum gegn 95 og er 2:0 yfir í einvígi liðanna. Körfubolti AP /M YN D Úrslitaleikur klukkan sex: Félögin fengu að ráða leiktímanum JÓN ARNAR Jón Arnar Magnússon keppir í Götzis um næstu mánaðamót og verður því ekki á meðal keppenda á Smáþjóðaleikunum sem standa yfir dagana 2.-7. júní. Stærsta ferðasumarið Fjölmörg mót eru fram undan hjá íslenskum frjálsíþróttamönnum í sumar. Þar ber hæst Smáþjóðaleikana í júní og HM í ágúst. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI BJARNI Bjarni Guðjónsson æfir um þessar mundir með bróður sín- um Þórði hjá Bochum í Þýska- landi. Hann ætlar ekki að vera áfram í herbúðum Stoke. DEILDABIKARINN Pálmi Haraldsson tryggði Skagamönnum sigur í deildabik- arkeppninni árið 1999. Deildabikarkeppni karla: ÍA í þriðja sinn eða Keflavík í það fyrsta? ÚRSLITALEIKIR DEILDABIKAR- KEPPNI KARLA 1996 ÍA - Breiðablik 3:1 1997 ÍBV - Valur 3:1 1998 KR - Valur 2:2 (KR vann 6:5 í vítakeppni) 1999 ÍA - Fylkir 1:0 2000 Grindavík - Valur 4:0 2001 KR - FH 0:0 (KR vann 5:4 í vítakeppni) 2002 FH - Fylkir 2:2 (FH vann 4:3 í vítakeppni) MEISTARAR 1996-2002: ÍA (2), KR (2), FH, Grindavík, ÍBV. Íslendingaliðið Stoke: Engar samninga- viðræður

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.