Fréttablaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 32
FÖSTUDAGUR 9. maí 2003 33 ■ MYNDLIST  Í Listasafni Íslands stendur yfir yfir- litssýning á verkum Georgs Guðna. Einnig er í safninu sýning á landslagsmálverkum Ásgríms Jónsson- ar og vídeóinnsetning eftir Steinu Va- sulka.  Helgi Þorgils Friðjónsson er með einkasýningu á Kjarvalsstöðum. Hann sýnir þar eingöngu ný málverk. Á sama stað sýnir Ilmur Stefánsdóttir umbreytt farartæki, vídeómyndir og örsögur. Einnig er í safninu yfirlitssýning á verk- um Jóhannesar Kjarval.  Sýning Þorbjargar Höskuldsdóttur í Listhúsi Ófeigs að Skólavörðustíg 5 stendur til 14. maí.  Í Kúlunni í Ásmundarsafni við Sigtún er innsetning Eyglóar Harðardóttur. Í safninu stendur einnig yfir sýningin List- in meðal fólksins, þar sem listferill Ás- mundar Sveinssonar er settur í sam- hengi við veruleika þess samfélags sem hann bjó og starfaði í.  Í Hallgrímskirkju stendur yfir sýning á listvefnaði eftir Þorbjörgu Þórðardótt- ur. Verkin eru unnin í ull, hör sísal og hrosshár. Hugmyndir að verkum sínum sækir Þorbjörg til íslenskrar náttúru og vinnur úr þeim á óhlutbundinn hátt. Sýningin er opin daglega kl 9-17 og lýk- ur 26. maí. Komdu út í fótbolta! ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 10 77 04 /2 00 3 Smáralind mán.-fös. kl. 11-19 lau. kl. 11-18 sun. kl. 13-18 Glæsibæ mán.-fös. kl. 10-18 lau. kl. 10-16 OPIÐ www.utilif.is Smáralind - Glæsibæ Sími 545 1550 og 545 1500 Fótboltar Fótboltaskór Legghlífar Markmannshanskar Fótboltar verð frá 1.990 kr. Takkaskór og gervigrasskór verð frá 3.990 kr. S MYNDLIST Í Gerðarsafni í Kópavogi stendur yfir yfirlitssýning á verk- um Gerðar Helgadóttur. Guðbjörg Kristjánsdóttir, forstöðumaður safnsins, hefur veitt leiðsögn um sýninguna klukkan þrjú á hverj- um degi í þessari viku, sem er af- mælisvika Kópavogsbæjar. „Gerður Helgadóttir er einn af okkar athyglisverðustu myndlist- armönnum,“ segir Guðbjörg. „Kannski höfum við ekki alveg áttað okkur á hve fjölhæfur og skemmtilegur myndlistarmaður hún er og hve öfluga stöðu hún hefur í íslenskri myndlist á 20. öld. Það er eflaust vegna þess að hún bjó í útlöndum lengst af og vann þar að list sinni.“ Sýningin er skipulöð í tímaröð þannig að fólk getur fylgst mjög vel með þróun hennar í gegnum hvert tímabilið á fætur öðru. „Gerður fann list sinni farveg í mjög fjölbreytilegum stíl, en þrátt fyrir þennan fjölbreytileika er samt alltaf sameiginlegur þráður í vinnu hennar. Megin- hugsunin breytist ekki svo mikið í gegnum þessi tímabil.“ Leiðsögnin um sýninguna end- ar á því að gengið verður yfir að Kópavogskirkju, sem er prýdd steindum gluggum eftir Gerði. ■ 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 ÍSLENSKI LISTINN 20 VINSÆLUSTU LÖGIN Á FM957 Justin Timberlake ROCK YOUR BODY Saybia THE SECOND YOU SLEEP Evanescene BRING ME TO LIFE Thicke WHEN I GET YOU ALONE Nas I CAN Birgitta Haukdal OPEN YOUR HEART Í svörtum fötum TÍMABIL 50 Cent IN DA CLUB Junior Senior MOVE YOUR FEET Room 5 feat Olivier Cheatham MAKE LUV Madonna AMERICAN LIFE Á móti sól DROTTNINGAR Dannii Minogue I BEGIN TO WONDER Avril Lavigne LOSING GRIP Blue U MAKE ME WANNA Scooter WEEKEND Macy Gray WHEN I SEE YOU Nelly feat. Justin Timberlake WORK IT Robbie Williams COME UNDONE Missy Elliot GOSSIP FOLKS Vilsælustulögin EITT AF VERKUM GERÐAR HELGADÓTTUR Leiðsögn verður um yfirlits- sýningu á verkum Gerðar Helgadóttur í Gerðarsafni í Kópavogi klukkan þrjú í dag og einnig yfir helgina. Æviverk Gerðar Helgadóttur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.