Fréttablaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 35
9. maí 2003 FÖSTUDAGUR36 JUST MARRIED kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 ABRAX m/ísl.tali kl. 4 og 6 SKÓGARLÍF 2 m/ísl.tali kl. 4 QUIET AMERICAN kl. 5.50, 8 og 10.30 Sýnd kl. 5, 8 og 10.40 b.i. 12 ára Sýnd í lúxus kl. 6 og 9 Sýnd kl. 6, 8 og 10 bi 16Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 kl. 7.15NÓI ALBINÓI kl. 5.308 FEMMES kl. 9SAMSARA Sýnd kl. 4, 5.30, 8, 9.15 og 10.30 b.i. 16 Sýnd í lúxus kl. 5.30, 8 og 10.30 THUNDERPANTS kl. 4 kl. 4DIDDA OG DAUÐI KÖTT...NATIONAL SECURITY bi 12 kl. 4 RECRUIT bi 16 kl. 8 og 10.30 kl. 7.30THE PIANIST Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 Ef ég dæmi út frá því fólki semsvamlar í kringum mig í mínu daglega amstri þá þolir enginn The Dandy Warhols. Að vera gagnrýn- andi þýðir það að ótrúlegasta fólk sér sig tilneytt til þess að láta mig vita hvað því finnst um hinar og þessar plötur. Sérstaklega ef þeim finnst hljómsveitirnar leiðinlegar! Kannski er þetta gert í veikri von um að skoðun þess hafi áhrif á um- sögn mína hér í Fréttablaðinu. Þeg- ar ég pirra pungsvitarokkarana bíða mín svo kurteisislegar dauða- hótanir í tölvupóstinum. Gaman, gaman. The Dandy Warhols finnst mér frábær sveit. Það þarf kjark til þess að fara í þveröfuga átt miðað við allt það sem þykir flott og svalt í dag. Nick Rhodes, fyrrum hljóm- borðsleikari Duran Duran, vinnur gott verk sem upptökustjóri og poppar sveitina upp í hæstu hæðir. Ég tek ofan fyrir sveitum sem þora að taka svona stórar stefnubreyt- ingar. Lögin eru svöl og grípandi og útsetningar minna um margt á Duran. Hér hvílir sveitin gítar- höggin og skiptir þeim út fyrir súpu hljóðgervla og forritaðra hljóða. Textarnir eru vitsmunalegir og sniðugir. Umslagið er svo glæsi- legt, vitnar bæði í „Andy Warhol“ plötu Velvet Underground og „Sticky Fingers“ með Rolling Stones. Þetta er popp, gert af fólki með víðan tónlistarsmekk sem virðist ófeimið við breytingar. Þegar tón- listarmenn taka svona sénsa er samt ekkert undarlegt að aðdáend- ur skipti sér í tvær fylkingar. Ég er enn hrifinn. Birgir Örn Steinarsson THE DANDY WARHOLS: Welcome to the Monkey House Umfjölluntónlist Popp er gott Fréttiraf fólki TÖLVULEIKIR Tölvuleikurinn „EVE“ byggir á svipaðri hugmyndafræði og tölvuleikurinn Elite, sem var vinsæll á meðal Commodore 64- og Atari-spilara á níunda áratuginum. Spilarinn er eins konar geim- kúreki og ævintýramaður sem ferðast á milli staða í geimþokunni í endalausri baráttu sinni við að halda sér lifandi. Auðvitað reyna menn svo að hagnast um leið. Helsti munur þessara leikja er að í „EVE“ eru spilarar að berjast við aðra spilara en ekki tölvurnar sín- ar. Þannig spila þúsundir spilara saman í heimi „EVE“ en í „Elite“ lék hver og einn fyrir sig. „Aðalatriðið sem sker þessa tegund leikja frá öðrum leikjum er að þegar svona stórt safn af fólki kemur saman verða til alls konar atburðir sem forritararnir skrif- uðu ekkert endilega inn í leikinn,“ segir Sigurður Ólafsson, markaðsstjóri CCP. „Mannlegt hegðun er svo óútreiknanleg.“ Þetta þýðir að ákveði spilarar að ráðast á annað geimskip og ræna það eru allar líkur á því að þeir séu að ræna annan spilara. Svo þegar þeir selja öðrum ráns- fenginn er kaupandinn líklegast annar lifandi spilari en ekki per- sóna sem stjórnað er af tilbúinni gervigreind tölvuforritara. „Þess vegna eru alvöru tilfinn- ingar í spilinu. Þetta er eins og munurinn á því að tefla við mann- eskju eða skáktölvu. Það er þurr reynsla að vera alltaf að tefla við tölvu. Það er miklu safaríkara og skemmtilegra að sigra eða vinna með vini frekar en tölvu.“ Vegna þess hversu frumleg mannskepnan í hugsun þegar í samkeppni við aðrar er komið hef- ur margt komið upp á sem hefur komið forriturum leiksins á óvart. „Sumir hafa tilhneigingu til þess að fara út í miklu dýpri hlut- verkaleik en við gerðum ráð fyrir. Ein lína af kóða, sem fyrir okkur er bara eðlilegur hluti, getur orðið uppspretta heilagrar reiði eða sið- ferðislegrar klemmu. Manneskjan kemur alltaf til með að beita frum- leika í baráttu sinni við aðra í því skyni að ná yfirhöndunum í hvaða viðskiptum sem er.“ Sérstakt kerfi er í leiknum til þess að minnka líkurnar á því að nýliðar séu ekki skotnir í spað af þeim spilurum sem eru komnir á æðra stig. Byrjendur byrja á há- marksöryggissvæði sem dæmdir glæpamenn eiga erfitt með að komast á. „EVE“ er kominn út í Bretlandi, Bandaríkjunum, Skandinavíu og Þýskalandi. Leikurinn verður kominn á markað í öllum löndum Evrópu fyrir 1. júní. Sala hefur farið vel af stað. Framleidd voru um 145.000 eintök af leiknum í fyrsta upplagi og hefur þegar ver- ið lögð inn pöntun fyrir 50.000 ein- tökum til viðbótar. biggi@frettabladid.is ÉG ER ARABI/GAMLA BRÝNIÐ KL. 5.30 BIGGIE & TUPAC KL. 10.15 HEIMILDA- OG STUTTMYNDAHÁTÍÐ Leikarinn RogerMoore, sem lék breska njósnarann James Bond í sjö myndum, hneig niður í miðri leiksýningu í New York á miðvikudags- kvöld. Hann þurfti að leggja sig all- an fram við að klára sýninguna en eftir hana var hann fluttur á spítala með sjúkrabíl. Líð- an hans er eftir atvikum góð. Poppstjarnan Justin Timberlakehefur tekið að sér að setjast í íþróttafréttamanna- stólinn. Hann mun m.a. lýsa beint frá opna breska golf- mótinu á breskri sjónvarpsstöð. Er þetta tilraun golf- ara að höfða betur til yngri kynslóða. Timberlake hefur víst mikinn áhuga á íþróttum, þá aðallega körfu- og fótbolta. Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 b.i. 14 ára Kelly Osbourne hefur veriðsparkað af plötuútgáfunni Epic. Lítil plötusala á frumraun hennar „Shut Up“ var fyrir- tækinu mikil von- brigði og var brugð- ið á það ráð að láta hina 18 ára gömlu stúlku sigla sinn sjó. Kelly er víst ævareið, sérstaklega þar sem pabbi hennar Ozzy hefur gefið út hjá fyrirtækinu í 20 ár. Uppsögnin hefði ekki getað komið á verri tíma því Kelly var rétt við það að klára upptökur á annarri breið- skífu sinni. Fyrirsætan Sophie Dahl hefurtekið að sér að leika Ursulu Andress í væntanlegri mynd um ævi leikarans Peter Sellers. Andress kynntist Sellers við tökur myndarinnar „Casino Royal“ og halda margir því fram að þau hafi verið elskhugar. Það verður Ósk- arsverðlaunaleikarinn Geoffrey Rush sem kemur til með að leika Sellers. EVE Frá árinu 2000 hefur CCP hf. eingöngu unn- ið að þróun EVE. Starfsmenn eru 37 en um 80.000 tóku þátt í prufu- keyrslu leiksins. Frumleg hugsun ofar tölvunni Fyrsti tölvuleikur íslenska fyrirtækisins CCP hf., „EVE“, er kominn á markað í Evrópu og Bandaríkjunum. Sala hefur farið vel af stað og hafa sumir spilarar komið framleiðendunum á óvart. Hyrjarhöfði 7, sími 567 8730/6937154 www.teflon.is LAKKVÖRN BRYNGLJÁI Á BÍLINN! Blettun-djúphreinsun-alþrif.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.