Fréttablaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 45
Fátt er um annað meira rætt enþá ákvörðun Gísla Marteins Baldurssonar að taka viðtal við Davíð Oddsson í kynningarþætti sem birtist í RÚV. Gísli Marteinn var fyrir skömmu kosinn vinsæl- asti fjölmiðlamaður Íslands í könnun sem gerð var á vegum Fréttablaðsins og Sjálfstæðis- menn augljóslega að notfæra sér vinsældir Gísla. Ofarlega á þeim lista var einnig Egill Helgason spjallþáttastjórnandi. Nýtt afl virðist hafa fengið sömu hug- mynd og Sjálfstæðismenn því þeir fóru fram á það við Egil að hann gegndi svipuðu hlutverki í áróðursmynd sinni. Egill mun hins vegar hafa þverneitað á þeim forsendum að það sam- ræmdist engan veginn stöðu hans á hinum sjálfstæða fjölmiðli, Skjá einum. Sjálfstæðismenn hafa veriðmanna duglegastir við að benda á nauðsyn þess að fjölmiðl- ar gæti hlutleysis. Í því sambandi rifja menn upp brottrekstur pistlahöfundarins Illuga Jökuls- sonar af Rás 2 um árið og reyna menn að sjá fyrir sér viðbrögð úr Valhöll ef Eva María Jónsdóttir hefði verið í svipuðu hlutverki og Gísli Marteinn, sem spyrill í áróðursþætti Samfylkingarinnar á notalegu spjalli við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Spekúlantar leyfa sér að efast um að Eva María ætti afturkvæmt til stofn- unarinnar úr fæðingarleyfi. 46 9. maí 2003 FÖSTUDAGUR Þetta er stöðuhækkun,“ segirJón Sæmundur Sigurjónsson, hagfræðingur og fyrrum alþingis- maður, sem hefur verið gerður að skrifstofustjóra almannatrygg- ingaskrifstofu heilbrigðisráðu- neytisins. Áður starfaði hann þar sem sérfræðingur. „Ég lít á þetta sem klapp á öxlina fyrir vel unnin störf. Ég varð hoppandi kátur og bauð konunni út að borða af þessu tilefni,“ segir hann. Jón Sæmundur er frá Siglufirði þar sem Sigurjón faðir hans rak Siglufjarðarprentsmiðju. Þar við ysta haf voru gefnar út Tarsan- bækur á íslensku og síðar mynda- blöð með öllum helstu hasarhetjum heimsins: „Pabbi byrjaði að gefa Tarsan út árið 1936 og hélt því lengi áfram. Gaf út þrjár útgáfur sem saman eru nú vinsælar hjá söfnur- um. Faðir minn er enn fjallhress enda verða karlar í minni ætt 103 ára. Hann neitar að fara á elliheim- ili því þau séu bara fyrir gamal- menni,“ segir nýi skrifstofustjór- inn. Jón Sæmundur var um árabil þingmaður Alþýðuflokksins og formaður Tryggingaráðs en hefur síðan unnið í heilbrigðisráðuneyt- inu. ■ Persónan JÓN SÆMUNDUR SIGURJÓNSSON ■ hefur verið skipaður skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu. Hann lítur á stöðuhækkunina sem klapp á öxlina fyrir vel unnin störf. Hoppandi kátur ■ Leiðrétting Að gefnu tilefni skal tekið fram að Stefán Jón Hafstein hyggst ekki bjóða sig fram á heimsvísu. Autt húsnæði er ögrun. Þaðfannst að minnsta kosti stöll- unum Ragnheiði Pálsdóttur, Sig- rúnu Hrólfsdóttur og Elínu Hans- dóttur. Þær opnuðu Búðina, Laugavegi 12a, í fallegu verslun- arhúsnæði með innréttingum frá því fyrir stríð. „Það er alltaf eitt- hvað sorglegt við húsnæði sem stendur autt. Við hugsuðum til þess með hryllingi að einhver mínímalistinn kæmi og hreinsaði út úr húsinu,“ segja þær Sigrún og Elín sem standa vaktina á meðan Ragnheiður er í hagfræðiprófi uppi í háskóla. Þær fóru hugsa um hvað hægt væri að gera. Niðurstaðan var að gefa hönnuðum færi á að koma verkum sínum á framfæri. „Það er engin föst lína. Við horfum á einstaklinginn og viljum hafa fjöl- breytni.“ Markmiðið er að koma afurðum skapandi fólks á fram- færi. „Það er mikil sköpun og gerjun allt í kringum okkur og okkur fannst vanta farveg fyrir þetta.“ Hver sem er getur komið með sitt og þær velja úr það sem hentar búðinni og taka það í um- boðssölu. „Við erum svona lítið gróðurhús. Það er voða mikill ylur hérna.“ Þær segjast hugsa þetta sem upplýsingamiðstöð og í smíð- um er heimasíða þar sem hönnuð- ir verða kynntir. Búðin er bara nokkurra daga gömul og þær stöllur segja við- brögðin frábær. „Fólk hefur kom- ið og hugsað: „já einmitt“ og farið svo heim að búa til hluti.“ Það er gaman að skoða í búð- inni. Ólíklegustu hlutir saman komnir. „Við viljum skapa stemmningu í kringum þetta. Hafa þetta lifandi miðstöð.“ ■ ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. L. Paul Bremer. 30 ára. JÓN SÆMUNDUR SIGURJÓNSSON Faðir hans gaf út Tarsan á Siglufirði - í þrígang. VORSALA 30% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM FÖSTU- LAUGARDAGS RÝMUM FYRIR SUMARVÖRUNNI Mikill taugatitringur mun núvera innan Flugmálastjórn- ar vegna niðurstaðna í stjórn- sýsluúttekt Ríkisendurskoðun- ar. Miðvikudaginn 30. apríl voru starfsmenn stofnunarinnar boð- aðir til fundar um árangurs- og þróunaráætlun. Þegar áætlunin hafði verið rædd var starfs- mönnum sagt frá því að von væri á „neikvæðum“ niðurstöð- um frá Ríkisendurskoðun. Þeim var jafnframt sagt að aldrei væri bent á neitt jákvætt í slík- um skýrslum. Eins og kunnugt er bíður skýrslan birtingar þar til eftir alþingiskosningar. Fréttiraf fólki Fréttiraf fólki Verslun ■ Búðin er fjölbreytt stemmningsverslun þar sem ungir hönnuðir fá tækifæri til að kynna og selja verk sín. Gróðurhús fyrir hönnuði ÍSLENSK SKÖPUN Sigrún Hrólfsdóttir og Elín Hansdóttir hafa stofnað búðina Búð- ina, sem er vettvang- ur þeirra sem eru að skapa heima hjá sér. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.