Fréttablaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 18 Leikhús 18 Myndlist 18 Bíó 22 Íþróttir 16 Sjónvarp 24 KVÖLDIÐ Í KVÖLD FÓLK Ofsadýrkun vandamál TÓNLIST Júdas lifnar við MIÐVIKUDAGUR 14. maí 2003 – 109. tölublað – 3. árgangur bls. 22 bls. 23 AFMÆLI Spennandi aldur bls. 29 VIÐSKIPTI Íslensk erfðagreining mun kynna afkomutölur DeCode Genetics Inc. fyrir fyrsta ársfjórð- ung. Tölurnar verða kynntar eftir lokun markaða í New York. Afkomutölur DeCode FYRIRLESTUR Hanna Ragnarsdóttir, lektor við Kennaraháskóla Íslands, heldur fyrirlestur um samspil heimamenningar og skólamenning- ar, þar sem skýrt verður frá rann- sókn á áhrifaþáttum í skólagöngu erlendra barna á Íslandi. Fyrirlest- urinn verður haldinn í húskynnum Kennaraháskólanum og hefst klukkan 16.15. Skólaganga erlendra barna FÓTBOLTI Juventus tekur á móti Real Madrid í undanúrslitum Meistara- deildar Evrópu í kvöld. Leikurinn verður sýnt beint á Sýn og hefst klukkan 18.45. Fyrri leiknum lauk með 2-1 sigri Real Madrid. Meistaradeildin í kvöld FUNDUR Bjarni Ármannsson, for- stjóri Íslandsbanka, flytur inn- gangserindi á hádegisfundi í Há- skólanum í Reykjavík. Að því búnu kynna nemendur í MBA-námi verk- efni sín. Fundurinn hefst klukkan 12.05. Hádegisfundur í HR STJÓRNARMYNDUN Davíð Oddsson forsætisráðherra segist ekki eiga von á því að slá eigið met um fljót- ustu stjórnarmyndun Íslandssög- unnar í viðræðum um framhald ríkisstjórnar og Sjálfstæðis- flokks. Þegar hann myndaði sína fyrstu ríkisstjórn tók það fjóra daga. Hann á von á því að það taki aðeins lengri tíma nú. „Ég vænti að undir helgi verði þetta orðið skýrara,“ segir Davíð. Þá verði komið í ljós hvort samkomulag ná- ist eða ekki, eitthvað lengri tíma geti tekið að ganga frá því. „Ég tel mjög hæpið að það verði hægt að ljúka þessu fyrir helgi,“ segir Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokks. Gærdagurinn fór að miklu leyti í gagnaöflun um þau atriði sem formenn stjórnarflokkanna vilja hafa á hreinu áður en þeir hefja viðræður af fullum krafti og ganga frá samkomulagi um áframhaldandi samstarf. Davíð og Halldór ræddu stuttlega saman eftir ríkisstjórnarfund í ráðherra- bústaðnum í gærmorgun. Þá höfðu þeir greint ráðherrum frá stöðu mála. Formennirnir eru báðir bjart- sýnir á gang mála þó þeir fari var- lega í yfirlýsingum. „Það er enginn ágreiningur um málefni enn sem komið er,“ var allt sem Halldór vildi segja. „Það eru ágætar líkur á því í augnablikinu,“ sagði Davíð um áframhaldandi samstarf. ■ STA Ð R EY N D UM MEST LESNA DAGBLAÐIÐ Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í mars/apríl 2003 22,1% 52,3% 61,7% FR ÉT TA B LA Ð IÐ M O R G U N B LA Ð IÐ D V REYKJAVÍK Vestan 5-10 m/s. Skýjað og stöku skúrir. Hiti 5 til 10 stig. VEÐRIÐ Í DAG + + VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 5-10 Skýjað 8 Akureyri 3-8 Bjart 9 Egilsstaðir 3-8 Bjart 9 Vestmannaeyjar 5-10 Skýjað 8➜ ➜ ➜ ➜ + + Viðræður um áframhaldandi stjórnarsamstarf á fullt: Skýrist fyrir helgi Mjög dræm úthafskarfaveiði Alvarlegt hve lítið finnst af úthafskarfa. Íslensku togararnir eru að gefast upp á að leita. Sjóræningjaskipin geta leyft sér að hanga á mörkum fiskveiðilögsögunnar, segir skipstjórinn á Þerney. SPRENGIDAGUR í debenhams, kl. 8–22 afsláttur bara í dag 14. MAÍ 2003 25% MÁLIN RÆDD Á TJARNARBAKKANUM Forystumenn Framsóknarflokks í ríkisstjórn og borgarstjórn hittust á Tjarnarbakkanum að loknum ríkisstjórnarfundi í gær. Gera má ráð fyrir að samsæriskenningasmiðir finni í þessu sönnun kjaftasögunnar um að meirihlutasamstarf í borgarstjórn fylgi með í samkomulagi um endurnýjun ríkisstjórnarsamstarfsins. Alfreð Þorsteinsson segir það ekki inni í myndinni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T VEIÐAR „Veiðin er léleg og lítið finnst af úthafskarfa. Mörg ís- lensku skipin hafa snúið sér að öðr- um veiðum, til dæmis grálúðu,“ segir Þórður Magnússon, skip- stjóri á Þerney RE 101, um karfa- veiðarnar á Reykjaneshrygg. Hann segir svo lágt verð fást fyrir karfann að veiðarnar borgi sig ekki nema aflinn sé því meiri. Þórður segir alvarlegt hversu veiðin er dræm og eins hitt að menn gefist upp á veiðunum. Því færri sem leiti, því minni líkur séu á að karfinn finnist. „Um tíu skip eru að núna og ég væri ekki hissa ef þau yrði aðeins fjögur, fimm eftir einn til tvo daga. Sjálf- ur veit ég ekki hvað við reynum lengi, best að segja sem minnst.“ Hann segist ekki muna eftir svona lélegri veiði á þessum tíma árs. Þórður segir að á milli 50 og 60 erlend skip séu að dóla fram og aftur á línunni við 200 mílna fisk- veiðilögsöguna, en veiðin hjá þeim sé lítil. Hann segir Landhelgis- gæsluna alltaf geta fylgst með þeim skipum sem eru með svarta kassann og að ástandið hafi stór- lagast með tilkomu hans. Þau skip sem Þórður kallar sjóræningja- skip eru ekki með svarta kassa og leika lausum hala. Hann segir þau þurfa mikið minni afla og geta hangið áfram þó veiðin sé lítil. „Þeir hafa fastan kostnað eins og olíu en mannalaunin eru svo lág að þau skipta nánast ekki máli. Segja má að veiðarnar séu niðurgreiddar. Annað er uppi á teningnum hjá okkur, mannskap- urinn er með almennileg laun og útgerðin þarf sitt. Allt helst þetta í hendur og við þurfum bara að standa okkur.“ Þórður segir að lítið sé hægt að gera í þessu og mörg skipin séu gerð út af Íslendingum. „Okkur er ekki mikil vorkunn. Það eru okkar eigin landar sem eiga hlut að máli. Allir sjá hvernig þetta er, menn reyna að græða þar sem þeir geta og er sama hvaðan það er fengið,“ segir Þórður Magnús- son. hrs@frettabladid.is TÓNLIST bls. 16 Karla- raddir þandar ÍÞRÓTTIR bls. 19 Átökin í sumar ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON Tók við embætti forseta Íslands þann 1. ágúst 1996 og var endurkjörinn án at- kvæðagreiðslu árið 2000. Hann verður 60 ára í dag og af því tilefni blása vinir hans og velunnarar til fagnaðar. Afmæli: Forsetinn sextugur VEISLA Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er sextíu ára í dag. Vinir, fjölskylda og samferða- menn hans á langri leið efna af því tilefni til fagnaðar í Borgar- leikhúsinu í dag. Forsetinn tekur á móti gestum í anddyri Borgarleik- hússins milli klukkan 16.30 og 17.30 en þá hefst dagskrá til heið- urs honum í Stóra sal leikhússins. Þegar dagskránni lýkur gefst gestum tækifæri til þess að fagna með forsetanum í anddyrinu og sérstök athygli er vakin á því að öllum sem vilja samgleðjast for- setanum er velkomið að láta sjá sig í Borgarleikhúsinu. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.