Fréttablaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 2
2 14. maí 2003 MIÐVIKUDAGUR „Er mér boðið?“ Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor hefur lengi gagnrýnt embætti forseta Íslands. Forsetinn á afmæli í dag. Spurningdagsins Hannes, ætlar þú í afmæli forsetans? Þingmenn Framsóknarflokksins: Þögn og farbann STJÓRNARMYNDUN „Við eigum að vera í kallfæri,“ segir Magnús Stefánsson, þingmaður Fram- sóknarflokksins. „Það getur ver- ið að við þurfum að koma saman með skömmum fyrirvara.“ Ákveðið var á þingflokksfundi framsóknarmanna að þing- mennirnir héldu sig í grennd við höfuðborgina á meðan á stjórn- armyndunarviðræðunum stend- ur. Jafnframt mun hafa verið árétt- að á fundinum að þingmenn létu sem minnst frá sér fara í fjöl- miðlum. ■ Mörg tilræði verið gerð að útlendingum: Útlendingar ekki velkomnir SÁDI-ARABÍA, AP Sprengingarnar í Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu, sem drógu fjölda manns til dauða, eru ekki fyrstu árásirnar sem beint er gegn fólki af vest- rænum uppruna í landinu. Þrír létust og átta særðust alvarlega í nóvember fyrir þremur árum þegar sprengjur sprungu á ýmsum stöðum í Riyadh. Nítján létust og hundruð manns af ýmsu þjóðerni særðust í bílsprengju í austurhluta lands- ins árið 1996. Lítið þekkt samtök, sem kölluðu sig Hamas, lýstu ábyrgð á verknaðinum á hendur sér. Hefur það vakið athygli manna hversu mikil andstaða virðist krauma í Sádi-Arabíu gagnvart öllum erlendum, og þá sérstaklega bandarískum, áhrif- um. Flestir flugræningjanna sem stóðu fyrir hryðjuverkunum 11. september komu frá Sádi-Arabíu og hættulegasti hryðjuverkamað- ur heimsins, Osama Bin Laden, er fæddur þar og uppalinn. ■ Keppt um lausa ráðherrastöðu Ef Framsóknarflokkur fær sex ráðuneyti er ein staða laus, að því gefnu að núverandi ráðherrar á meðal þingmanna haldi embætti. STJÓRNARMYNDUN „Ég hef áhuga á ráðherraembætti eins og allir aðr- ir,“ segir Jónína Bjartmarz, þing- maður Framsóknarflokksins í Reykjavík suður. „Það er ekkert ráðuneyti umfram annað sem ég hef sérstakan áhuga á.“ Víða er skeggrætt um það hverjir verða ráðherrar á næsta kjörtímabili. Ef Framsóknarflokkurinn heldur sex ráðuneytum í næstu ríkisstjórn er ljóst að eitt embætti losnar, þar sem Páll Pétursson félagsmála- ráðherra er hættur þingmennsku. Enginn einn núverandi ráðherra Framsóknarflokksins þykir standa ótraustum fótum, af viðtöl- um við framsóknarmenn að dæma, þegar og ef til útdeilingar ráðuneyta kemur. Tveir þingmenn virðast helst koma til greina sem nýir ráðherrar. Það eru þau Jónína Bjartmarz og Magnús Stefánsson, þingmaður flokksins í Norðvesturkjördæmi. „Gamlan reglan um það að ráðherr- arnir eigi að vera í fyrsta sæti í sínu kjördæmi er enn í fullu gildi,“ sagði einn framsóknarmaður. Ef henni er beitt koma bæði Magnús og Jónína til greina. Reglan er þó ekki algild. Einn núverandi ráðherra flokksins, Jón Kristjánsson, er ekki fyrsta sætis maður. Staða hans þykir hins vegar sterk, sérstaklega í ljósi kosn- ingaúrslitanna í kjördæmi ráðherr- ans, Norðaustur, þar sem Framsókn vann sinn stærsta sigur. Auk þess býr hann yfir umtalsverðri reynslu. Þriðji maðurinn sem kemur sterklega til greina er Hjálmar Árnason, sem er annar tveggja þingmanna flokksins í Suðurkjör- dæmi. Helsta von Hjálmars, segja kunnugir, er sú að Framsóknar- flokkurinn fái menntamálaráðu- neytið. Hjálmar er fyrrum skóla- meistari og menntaður í kennslu- fræðum. Það kann þó ekki endilega að ráða úrslitum og Hjálmar getur líka komið til greina í önnur ráðu- neyti. Allir viðmælendur blaðsins áttu það sameiginlegt að vita lítið um hvað framtíðin ber í skauti sér í þessum efnum. Spenningurinn leyndi sér þó ekki, því eins og einn viðmælandi innan þingflokks Fram- sóknarflokksins orðaði það: „Við erum öll egóistar. Maður verður að vera það ef maður ætlar að ná langt í stjórnmálum.“ gs@frettabladid.is Verðlag: Verð- hjöðnun EFNAHAGSMÁL Verðhjöðnun varð milli apríl og maí samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands. Lækkunin nam 0,18%. Lækkun- in er enn meiri, eða 0,31%, sé hækkun á verði húsnæðis ekki tekin með í reikninginn. Á síðustu tólf mánuðum hef- ur vísitala neysluverðs hækkað um 2,2% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 0,9%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,0%. Það jafngildir 4,2% verðbólgu á ársgrundvelli. Verðbólguhraðinn hefur því verið heldur meiri síðustu þrjá mánuði en næstu níu mánuði þar á undan. ■ Nató tekur gagnrýni Rússa: Lofar sam- starfið í hástert RÚSSLAND, AP „Sambandið á milli Rússa og Nató er að verða ein af meginstoðum í öryggisþætti bandalagsins,“ sagði Igor Ivanov, utanríkisráðherra Rússlands, eft- ir fund nýrra samtaka innan Nató í Moskvu. Robertson lá- varður, yfirmað- ur Nató, tók und- ir þetta. „Við höf- um náð mikils- verðum árangri og engin spurn- ing að Natóríkin hafa haft mikið gagn af reynslu Rússa í ýmsum málefnum.“ Rússar hafa gagnrýnt þjóðir Nató fyrir að hrinda ekki í fram- kvæmd ýmsum milliríkjasáttmál- um sem þær hafa skrifað undir. Þess vegna hefur verið stofnuð sérstök Rússlandsdeild innan Nató, m.a. til að taka á vandamál- um í samstarfinu. ■ Umdeild réttarhöld í Noregi: Sjónvarps- stjóri sýknaður OSLÓ, AFTENPOSTEN Í febrúar á síð- asta ári sýndi sjónvarpsstöðin TV2 í Noregi myndir af Viggo Kristiansen, 23 ára gömlum Norð- manni, þar sem hann sat, glott- andi með tyggjó, í norskum rétt- arsal og var dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir að nauðga og myrða tvær ungar stúlkur. Vöktu mynd- irnar hörð viðbrögð landsmanna og fór glottið fyrir brjóstið á mörgum. Lög í Noregi kveða á um að ekki megi dreifa myndum af af- brotamönnum nema með sam- þykki þeirra sjálfra. Yfirmaður TV2 var sýknaður með þremur at- kvæðum gegn tveimur. ■ ASÍ mótmælir úrskurði Kjaradóms: Kaldar kveðjur til launafólks LAUNAHÆKKANIR Alþýðusamband Íslands mótmælir harðlega ný- gengnum úrskurði Kjaradóms um hækkun launa æðstu embættis- manna. Í yfirlýsingu frá samtök- unum segir meðal annars að fyrir liggi að þessar hækkanir séu al- gjörlega órökstuddar og í engu samræmi við launaþróun á al- mennum vinnumarkaði. „Þetta eru því afar kaldar kveðjur til almenns launafólks sem eitt hefur mátt axla byrð- arnar af því að tryggja hér stöð- ugleika. Alþýðusamband Íslands telur að þessi úrskurður muni torvelda endurnýjun kjara- samninga um næstu áramót, meðal annars hvað varðar tíma- lengd þeirra,“ segir í yfirlýsing- unni. Alþýðusambandið lýsir furðu sinni á því að Kjaradómur skuli hafa valið að birta þennan úr- skurð daginn eftir kosningar, en ekki fyrir þær. Síðast hækkaði Kjaradómur laun þessara aðila þann 1. janúar 2003 og þá tvöfalt meira en al- mennar launahækkanir kváðu á um. ■ RIYADH Margar íbúðir og byggingar voru rústir einar. HJÁLMAR ÁRNASON Menntaður í embætti menntamálaráð- herra. LAUNAFÓLK HEFUR MÁTT AXLA BYRÐARNAR ASÍ telur að þessi úrskurður muni torvelda endurnýjun kjarasamninga um næstu áramót, meðal annars hvað varðar tímalengd þeirra. MAGNÚS STEFÁNSSON Leiddi listann í kjördæmi fráfarandi ráð- herra. JÓNÍNA BJARTMARZ Í fyrsta sæti í Reykjavík suður. Alcoa í Mexíkó: Yfir 4.000 uppsagnir MEXÍKÓ Bandaríski álrisinn Alcoa til- kynnti að fyrirhugað væri að segja upp 4.250 starfsmönnum í bílahluta- verksmiðjum fyrirtækisins í Mexíkó. Þetta kemur fram á heima- síðu Alcoa. Gripið er til þessa vegna endurskipulagningar og markaðs- aðstæðna. Haft er eftir Jose Alvardo framkvæmdastjóra að samkeppni í bílaframleiðslu í Norður-Ameríku sé afar hörð. Af þeim sökum verði að grípa til þessa ráðstafana. ROBERTSON LÁVARÐUR Samvinna Rússa mjög mikilvæg innan Nató.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.