Fréttablaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 4
4 14. maí 2003 MIÐVIKUDAGUR Viltu áframhaldandi stjórnarsam- starf Framsóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks? Spurning dagsins í dag: Hvern vilt þú sem formann Samfylkingarinnar? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 41% 59% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Þingflokksfundur Vinstri grænna: Ekki af baki dottin ÞINGFLOKKSFUNDUR „Við komum saman í fyrsta skipti formlega eftir kosningar til að ræða málin og undirbúa framhaldið. Við erum ekki af baki dottin,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstri grænna, eftir þeirra fyrsta þingflokksfund eftir kosningar. Steingrímur segir þau hafa metið stöðuna og lagt línurnar fyr- ir næstu daga. Síðan taki við und- irbúningur fyrir vorþing og hefð- bundna hluti eftir kosningar. Hann segir Vinstri græna fylgjast vel með yfirstandandi stjórnarvið- ræður þó þær séu ekki í þeirra höndum. „Margt skýrist ekki fyrr en stjórnarmyndun liggur fyrir, til dæmis hvenær þingið kemur sam- an og í hvað stellingum það verð- ur. Við munum skoða hvernig við skiptum verkum þegar skýrst hefur hvers konar ríkisstjórn situr í landinu. Stjórnarandstaðan á eftir að ræða saman, sem mér finnst líklegast að verði okkar hlutskipti. Við þurfum að ræða saman um samstarf og uppstill- ingu í stjórnir, nefndir og ráð,“ segir Steingrímur. ■ Alnæmissamtökin: Níu þúsund unglingar fræddir um alnæmi ALNÆMI Alnæmissamtökin eru um þessar mundir að ljúka fræðslu- og forvarnarverkefni samtakanna sem hófst síðastliðið haust. Sjötti og síðasti áfanginn stendur nú yfir í Reykjavík og lýkur þann 22. maí næstkomandi. Verkefnið hófst á síðastliðnu hausti á Vestfjörðum. Heimsóttir voru skólar um allt land og ung- lingar í 9. og 10. bekk upplýstir um alnæmi og varnir gegn sjúk- dómunum. Verkefnið var unnið í samvinnu og samráði við Land- læknisembættið. Þegar verkefn- inu lýkur hafa verið heimsóttir 138 skólar auk meðferðarheimila þar sem unglingar dvelja. Alls hefur fræðslan þá náð til um níu þúsund unglinga um allt land. ■ STJÓRNARMYNDUN Óvissa þykir um hvort og þá hversu miklar breyt- ingar verða á ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins þegar nýtt ráðuneyti tekur við völdum að stjórnarmyndunarviðræðum loknum. Viðræður við þingmenn Sjálfstæðisflokksins gefa ekki tilefni til að ætla að mikilla breytinga sé að vænta nema þeim mun meiri breytingar verði á skiptingu ráðuneyta milli stjórnarflokkanna. Hvernig því lyktar vill enginn fullyrða neitt um. Nafn Sigríðar Önnu Þórðar- dóttur þingflokksformanns heyr- ist oftast þegar spurt er um möguleg ný ráðherraefni sjálfstæðismanna ef breytingar verða á ráðherrahópnum. Bæði býr hún að mikilli þingreynslu og þykir drjúg í störfum. Einar K. Guðfinnsson þykir einnig koma til greina, einn hafði á orði að hugsandi væri að taka hann fram yfir Sturlu Böðvarsson. Sturla hefði þó styrkt sig í kosningunum og það væri því ólíklegt. Þá þykir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mikið efni í ráðherra þó staða hennar sem fjórði þingmaður kjördæmis veiki stöðu hennar. Davíð Oddsson, Geir H. Haarde og Árni M. Mathiesen eru allir öruggir um áframhaldandi stjórnarsetu. Hinir ráðherrarnir þrír eru sagðir líklegir til að sitja áfram en ekki öruggir. „Ég tjái mig ekkert um það. Þetta er allt í góðum farvegi,“ sagði Tómas Ingi Olrich aðspurður um áform sín. „Ég segi ekkert,“ var það eina sem fékkst upp úr Sturlu þegar hann kom út af ríkisstjórn- arfundi. Sá eini þremenninganna sem vildi eitthvað segja var Sól- veig Pétursdóttir. „Ég vona að ég fái umboð til þess,“ sagði hún um áframhaldandi ráðherradóm. Augu manna beinast óneitan- lega nokkuð að Birni Bjarnasyni, oddvita flokksins í borgarstjórn og fyrrum menntamálaráðherra. Aðspurður hvort hann hygðist sækjast eftir eða taka tilnefningu í ráðherrastól sagðist Björn ein- faldlega myndu svara því þegar og ef á þyrfti að halda. brynjolfur@frettabladid.is Anna Ragnheiður Ívarsdóttir: Lést í bílslysi ANDLÁT Stúlkan sem lést í bílslysi í Vestmannaeyjum um helgina hét Anna Ragnheiður Ívarsdóttir, til heimilis að Búastaðabraut 5. Hún var á sautjánda aldursári og nem- andi í Framhaldsskólanum í Vest- mannaeyjum. ■ PAKISTANAR Krefjast þess að forsetinn geri upp hug sinn. Andstæðingar stjórnvalda argir: Verður að ákveða sig PAKISTAN, AP Pervez Musharraf, forseti Pakistan, hefur fallist á rök andstæðinga sinna um að hann geti ekki bæði verið forseti landsins og yfirmaður heraflans. Ráðherra í stjórn hans sagði þó að Musharraf ætlaði sjálfur að ákveða hvenær hann hygðist breyta málum og að sú ákvörðun gæti tekið tíma. Andstæðingar forsetans á þingi hafa frosið flest mál inni til að þrýsta á um breytingar og vilja þær fyrr en síðar. Musharraf náði völdum fyrir tilstilli hersins árið 1999 og var kosinn forseti til fimm ára í at- kvæðagreiðslu á síðasta ári. ■ Snjóflóð fyrir ári síðan: Ísinn skilar engum aftur RÚSSLAND, AP Níu mánaða leit að leifum 125 manna sem fórust í snjóflóði í Suður-Rússlandi fyrir ári síðan hefur engan árangur borið. Þrátt fyrir fjölmenna leitar- sveit og að reyndar hafi verið all- ar hugsanlegar aðferðir, m.a. 71 tonn af sprengiefni til að sprengja í gegnum ísinn, hafa neyðarsam- tök nú loks gefist upp á leitinni og pakkað saman. Vladimir Nosik, faðir eins fórnarlambsins, neitaði að gefast upp. „Það er alltaf möguleiki, smávægilegur – en við verðum að grípa hann.“ ■ MINNI BENSÍNSALA Stjórn Skeljungs segir að afkoma fyrirtækisins hafi einkennst af minni eldsneytissölu. Skeljungur: Óviðunandi afkoma VIÐSKIPTI Tæplega 129 milljóna króna hagnaður var af rekstri Skeljungs hf. á fyrsta ársfjórð- ungi ársins samanborið við rúm- lega 200 milljónir á sama tímabili í fyrra. „Afkoma Skeljungs hf. og dótt- urfélaga það sem af er árinu ein- kennist af minni eldsneytissölu, sem fyrst og fremst má rekja til samdráttar í loðnuveiðum,“ segir í fréttatilkynningu frá fyrirtæk- inu. „Af öðrum liðum sem hafa áhrif á uppgjörið má nefna niður- færslu á eignarhluta félagsins í öðrum félögum. Slök afkoma dótt- ur- og hlutdeildarfélaga veldur vonbrigðum en afkoma dótturfé- laganna er alla jafna erfiðust á fyrsta ársfjórðungi. Það er mat stjórnenda félagsins að afkoma á fyrsta ársfjórðungi sé ekki viðun- andi.“ Stjórn Skeljungs gerir ráð fyr- ir betri afkomu á öðrum ársfjórð- ungi, en telur að sem fyrr muni gengisþróun krónunnar ráða miklu um niðurstöðuna. Eigið fé Skeljungssamstæðunnar, þ.e. Skeljungs, Hans Petersen og Bensínorkunnar, nam rúmum 5,5 milljörðum króna 31. mars. ■ PAR GRUNAÐ UM INNBROT Lögreglan í Reykjavík handtók karl og konu um fimmleytið í gærmorgun. Eru þau grunuð um að hafa brotist inn í íbúðarhús á Seltjarnarnesi. Nokkrum mínút- um fyrir innbrotið sáu lögreglu- menn til ferða fólksins og eftir að tilkynnt var um innbrotið hafði lögregla uppi á fólkinu. OFSAAKSTUR ENDAÐI MEÐ BÍL- VELTU Ökumaður jeppa sinnti ekki merkjum lögreglunnar á Húsavík um að stöðva bílinn aðfaranótt sunnudags í Reykjadal. Þess í stað jók ökumaðurinn ferðina og ók á ofsahraða marga kílómetra þar til hann missti stjórnina á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún valt. Ökumaður var flutt- ur með hraði á FSA. Í ljós kom að hann var minna slasaður en ótt- ast var í fyrstu. Grunur leikur á að ökumaðurinn hafi verið ölvað- ur undir stýri. Gassprenging í Moskvu: Fimm liggja eftir særðir RÚSSLAND, AP Sprenging særði fimm í miðbæ Moskvu einungis nokkrum klukkustundum eftir að flutningabíll hlaðinn sprengiefni sprakk fyrir utan stjórnarráð í Tsjetsjeníu. Líklegt var þó talið að um gasleka hefði verið að ræða en ekki hefndaraðgerðir. Sprengingin átti sér stað á fjöl- förnum stað í Moskvu, þar sem m.a. er talsvert um veitingahús og skemmtistaði. ■ VINSTRIHREYFINGIN GRÆNT FRAMBOÐ Þingflokkurinn kom saman formlega í dag til að undirbúa framhaldið. ■ Lögreglufréttir STURLA BÖÐVARSSON OG SÓLVEIG PÉTURSDÓTTIR Sólveig vill áframhaldandi umboð þingflokksins til ráðherradóms. Sturla vill engu svara um áframhald í ráðherrasæti. FRÁ BLAÐAMANNAFUNDI ALNÆMIS- SAMTAKANNA Farið hefur verið í grunnskóla um allt land og endað í Reykjavík þessa dagana. Óvissa um endurnýjun Sigríður Anna Þórðardóttir er helst nefnd sem hugsanlegur nýr ráð- herra Sjálfstæðisflokksins. Þrír ráðherrar eru öruggir um áframhald- andi stjórnarsetu. Hinir þrír eru misjafnlega öruggir.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.