Fréttablaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 14. maí 2003 Heimsferðir bjóða þér nú síðustu sætin í sólina í maí og júní á hreint ótrúlegu verði, en nú er sumarið komið á vinsælustu áfanga stöðum Evrópu og aldrei betra að njóta vinsælustu staðanna á feg ursta tíma ársins. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Sólar- tilboð í maí og júní frá kr. 19.950 með Heimsferðum Benidorm Verð frá kr. 29.962 21. og 28. maí. M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, vikuferð, stökktutilboð. Rimini Verð frá kr. 29.962 20. og 27. maí.M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, vikuferð, stökktutilboð. Mallorca Verð frá kr. 39.962 21. maí, 9. júní. M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, vikuferð, stökktutilboð. Costa del Sol Verð frá kr. 39.962 21. og 28. maí.M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, vikuferð, stökktutilboð. Verona Verð frá kr. 19.950 22. maí.Flugsæti með sköttum, 2 fyrir 1 til Verona. Barcelona Verð frá kr. 29.950 22. og 29. maí.Flugsæti með sköttum. Tryggðu þér síðustu sætin í maí og júní * Verð eru staðgreiðsluverð. Almennt verð er 5% hærra og miðast við ef greiðsla hefur ekki borist frá kortafyrirtæki fyrir brottför. he im sæ kt u w w w .la nc om e. co m Töfrandi litir: Maskari sem endist allan daginn og skolast af með vatni! Augnhárin eru löng og þakin töfrandi lit sem endist allan daginn. Skemmtu augnhárunum með Magîcils! TRÚÐU Á FEGURÐ N Ý T T Komdu og láttu snyrtifræðing Lancôme aðstoða þig við val á snyrtivörum. Margar spennandi nýjungar. Glæsilegir kaupaukar og ýmis tilboð. S í m i : 5 8 6 8 0 0 0 Kynning fimmtudag, föstudag og laugardag s í m i : 5 6 8 - 5 1 7 0 Kynning í dag og á morgun fimmtudag. Samkomulag við Háskólann á Akureyri: Nýtt öndvegissetur í auðlindatækni MENNTAMÁL Undirritað hefur verið samkomulag um að unnið verði að því að til verði öndvegissetur í auðlindalíftækni í tengslum við Háskólann á Akureyri. Valgerður Sverrisdóttir, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra og Árni M. Mathiesen sjávarút- vegsráðherra undirrituðu samn- inginn. Hlutverk öndvegisseturs- ins verður að efla vísindalegar framfarir og nýsköpun í atvinnu- lífinu. Auðlindalíftækni er hugtak sem hér er notað til að undirstrika þá skoðun að hagnýting íslenskra auð- linda muni í vaxandi mæli í fram- tíðinni byggjast á nýrri vísinda- legri þekkingu á sviði líftækni og erfðavísinda. Ef vel tekst til munu á næstu árum verða til 4 til 8 ný stöðugildi innan auðlindalíftækni. Um er að ræða sérfræðinga sem munu starfa í nánum tengslum við Háskólann á Akureyri, fyrirtæki, aðra háskóla og rannsóknastofnan- ir atvinnuveganna. Setrið verður staðsett í nýju rannsóknarhúsi Háskólans á Ak- ureyri, sem gert er ráð fyrir að verði tilbúið haustið 2004. ■ TÓMAS INGI OLRICH Menntamálaráðherra, Valgerður Sverris- dóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra undirrituðu samninginn. SIGURÐUR ÞÓRÐARSON RÍKISENDURSKOÐANDI „Ríkisendurskoðun telur ótækt að þeir sem taka að sér lögbundna þjónustu og gera sérstakan samning þar að lútandi breyti að eigin vild hvernig fjárveitingum er ráðstafað og án samþykkis þeirra sem kaupa þjónustuna,“ segir í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um rekst- ur sjálfseignarstofnunarinnar Sólheima í Grímsnesi. RÍKISENDURSKOÐUN Ríkisendur- skoðun segir að á sex ára tímabili hafi 158 milljónir króna af fram- lagi ríkisins til Sól- heima í Grímsnesi verið eytt í annað en samningur þess- ara aðila segi til um. Niðurstöður í nýrri skýrslu Rík- isendurskoðunar um rekstur Sól- heima á árunum 1996 til 1999 er í samræmi við fyrri skýrslu stofnunarinnar frá árinu 2002 sem náði til reksturs Sólheima á árunum 2000 og 2001. Að sögn Ríkisendurskoðunar fóru áðurnefndar 158 milljónir króna ekki til umönnunar fatlaðra eins og ætlast var til. Féð hafi að stærstum hluta verið notað til um- fangsmeiri atvinnurekstrar, meiri stofnkostnaðar við húsnæði og meira viðhalds á staðnum en þjón- ustusamningur gerði ráð fyrir: „Ríkisendurskoðun telur ótækt að þeir sem taka að sér lögbundna þjónustu og gera sérstakan samn- ing þar að lútandi breyti að eigin vild hvernig fjárveitingum er ráð- stafað og án samþykkis þeirra sem kaupa þjónustuna,“ segir í nýju skýrslunni. Að mati Ríkisendurskoðunar ber stjórnvöldum að kanna hvaða áhrif framferði forsvarsmanna Sólheima hefur á réttarstöðu þeirra og ríkisins og hver áhrifin eru á réttindi og skyldur aðila þjónustusamningsins. Bent er á að Gerðardómur sé rétti vett- vangur til að leysa ágreiningsat- riði varðandi samninginn. Deilt er um hvort þjónustu- samningurinn frá 1996 sé í gildi. Ríkisendurskoðun segist sem fyrr telja að leggja beri samning- inn til grundvallar þegar fjár- framlagi ríkisins til Sólheima er ráðstafað. Stjórnendur Sólheima segja hins vegar að samningnum hafi verið rift og að þeir séu óbundnir af honum. Ríkisendurskoðun segir að stjórnvöldum beri að gera þeim sem veita fötluðu fólki þjónustu gleggri grein fyrir skilyrðum sín- um fyrir fjárframlögum og sjá til þess að þau séu virt. Í því sam- bandi má geta þess að starfs- menn við umönnun fatlaðra á Sól- heimum á tímabilinu 1996 til 2001 voru aðeins helmingur þess fjölda sem ríkissjóður greiddi fyrir, eða að meðaltali 18 starfs- menn í stað 35. Peningarnir voru notaðir í annan atvinnurekstur á staðnum. gar@frettabladid.is ■ Að mati Ríkis- endurskoðunar ber stjórnvöld- um að kanna hvaða áhrif framferði for- svarsmanna Sólheima hefur á réttarstöðu þeirra. Fatlaðir fengu aðeins helming Ríkisendurskoðun segir framlag ríkisins til Sólheima í Grímsnesi á árunum 1996 til 2001 að stórum hluta hafa verið notað í annað en um var samið. Fatlaðir fengu bara helming starfsmanna sem greitt var fyrir. Afsláttarkort Tryggingastofnunar: Þeir tekjuhærri sækja ekki um AFSLÁTTARKORT Innan við helmingur þeirra sem rétt eiga á afsláttar- korti Tryggingastofnunar ríkisins hefur það undir höndum. Þetta kemur fram í könnun tveggja félagsfræðinga sem kynnt er í nýútkomnu Læknablaði. Tals- verður munur er á milli þjóðfé- lagshópa en vanhöldin eru mest meðal yngra fólks, foreldra ungra barna, fólks í fullu starfi og þeirra sem hafa meiri menntun og tekjur. Sæmundur Stefánsson í kynn- ingardeild Tryggingastofnunar ríkisins segir að ekki sé við stofn- unina að sakast. „Við auglýsum þetta á öllum heilsugæslustöðvum, læknastofum og í afgreiðslu Tryggingastofnunar. Þeir sem sækja læknisþjónustu eru jafnan spurðir hvort þeir séu með afslátt- arkort þegar þeir greiða fyrir þjónustuna. Fólk verður að vera meðvitað um rétt sinn í þessu sam- bandi.“ Sæmundur bendir á að kerfið sé byggt upp með þeim hætti að sækja þurfi um allar endurgreiðsl- ur. Hver og einn verði að fylgjast með og halda utan um kostnað við læknisþjónustu. ■ AFSLÁTTARKORT AUGLÝST Fólk verður sjálft að fylgjast með hvort það hefur unnið sér inn rétt til afsláttarkorts.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.