Fréttablaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 15
FÓTBOLTI Bræðurnir Þórður og Stefán Þórðarsynir leika með Akranesi að nýju eftir sjö ára hlé. Stefán hefur leikið erlendis stærstan hluta síðustu sjö ára en Þórður lék í Svíþjóð árin 1999 og 2000, hjá Val árið 2001 og KA í fyrra. FH-ingar hafa fengið til sín Danina Tommy Nielsen og Allan Borgvardt frá AGF í Árósum, Hermann Albertsson frá Dalvík og Sverrir Garðarsson að láni frá Molde. Framarar hafa fengið fjóra reynda leikmenn, Ragnar Árna- son, Kristin Tómasson, Guðmund Steinarsson (markakóng deildar- innar fyrir þremur árum) og Baldur Bjarnason, sem tekur fram skóna að nýju. Nokkrar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Fylkis. Þeir hafa m.a. fengið sóknarmennina Hauk Inga Guðnason og Ólaf Pál Snorrason og varnarmennina Kjartan Antonsson og Ólaf Inga Skúlason. Ólafur Ingi er uppalinn Fylkismaður en hefur verið á mála hjá Arsenal undanfarin tvö ár. Hann er enn samningsbundinn Lundúnafélaginu. Lee Sharpe, fyrrum leikmaður Manchester United, leikur með Grindavík í sumar, sem og Ólafur Gottskálksson, sem lék síðast með íslensku félagi árið 1997. Grind- víkingar hafa einnig fengið tvo efnilega varnarmenn, þá Jóhann Ragnar Benediktsson frá Kefla- vík og Óðin Árnason frá Þór. Eyjamenn hafa endurheimt Steingrím Jóhannesson frá Fylki. Steingrímur er markahæsti leik- maður ÍBV í efstu deild. KA hefur styrkt sinn hóp með Norðmanninum Steinar Tenden, danska markverðinum Sören Byskov og nokkrum leikmönnum frá norðlenskum félögum. Pálmi Rafn Pálmason kom frá Völsungi og verður athyglisvert að fygjast með framgöngu hans. KA hefur einnig fengið Jón Örvar Eiríksson frá Dalvík en hann hefur í mörg ár verið helsti markaskorari Dal- víkinga. Tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir leika með KR í sumar og verða samherjar á ný eftir átta ára aðskilnað. KR-ingar hafa einnig fengið Garðar Jó- hannsson, Hilmar Björnsson og Kristján Örn Sigurðsson til liðs við sig og fær Kristján það verð- uga verkefni að fylla skarð Þor- móðs Egilssonar. Ólafur Þór Gunnarsson mun verja mark Vals í sumar. Vals- menn endurheimtu einnig Ár- mann Smára Björnsson og Guðna Rúnar Helgason, sem léku í Nor- egi seinni hluta síðasta sumars. Auk þess fengu þeir til sín sóknar- mennina Hálfdán Gíslason og Jó- hann Georg Möller. Einnig leikur Kristinn Lárusson með Valsmönn- um að nýju. Þróttarar fengu til sín danska sóknarmanninn Sören Hermansen frá KV Mechelen í Belgíu. Hann skoraði mest allra í deildabikar- keppninni í ár, eða 15 mörk. ■ 16 14. maí 2003 MIÐVIKUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 11 12 13 14 15 16 17 MAÍ Miðvikudagur FÓTBOLTI Mike Whitlow, leikmaður Bolton, segist eiga eftir að sakna félaga síns úr vörninni, Guðna Bergssonar, sem lék kveðjuleik sinn með liðinu um síðustu helgi. „Við erum að missa afar góðan vin og við eigum aldrei eftir að kynnast manni eins og honum aft- ur,“ sagði Whitlow á heimasíðu Bolton. „Það var yndislegt að spila við hlið hans í síðasta skiptið. Ég hef heyrt 14 kveðjuræður frá hon- um á undanförnum árum en nú er stundin runnin upp. Hann er goð- sögn hjá Bolton og hefur verið frábær fulltrúi og fyrirliði félags- ins.“ ■ GUÐNI Guðni Bergsson lék í 8 ár við góðan orðstír með Bolton. Hann skildi við félagið í ensku úrvalsdeildinni. Mike Whitlow: Goðsögnin Guðni  15.00 Stöð 2 Spænsku mörkin  17.30 Sýn Olíssport. Fjallað er um helstu íþrótta- viðburði heima og erlendis.  18.00 Sýn Western World Soccer Show. Heimsfót- bolti West World.  18.30 Sýn Meistaradeild Evrópu. Bein útsending frá síðari leik Juventus og Real Madrid í undanúrslitum.  22.30 Sýn Olíssport. Fjallað er um helstu íþrótta- viðburði heima og erlendis.  23.00 Sýn Fastrax 2002. Hraðskreiður þáttur þar sem ökutæki af öllum stærðum og gerðum koma við sögu.  23.30 RÚV Vélhjólasport. Þáttur um keppni vél- hjólakappa sem fram fór fyrir skömmu. Tveir bræður, fjórir Danir og Lee Sharpe Flest lið í Landsbankadeild karla, sem hefst á sunnudag, hafa styrkt sig fyrir átökin í sumar. Fréttablaðið greinir frá helstu félagaskiptunum sem hafa átt sér stað. STEFÁN Stefán Þórðarson leikur ásamt bróður sínum Þórði með Skagamönnum að nýju eftir nokkurt hlé. FÓTBOLTI Landsbankadeild karla hefst á sunnudag með fjórum leikjum en 1. umferð lýkur á mánudag með leik nýliða Þróttar og Íslandsmeistara KR. Árleg spá fyrirliða, leik- manna, þjálfara og forráða- manna um lokastöðu í deildinni var birt í gær. Samkvæmt henni verja KR-ingar titilinn sem þeir unnu í fyrra en helstu keppi- nautar þeirra verða Grindvík- ingar, Fylkismenn og Skaga- menn. Framarar sigla lygnan sjó miðað við spána en fram undan er spennandi fallbarátta fimm félaga. Þrótti er spáð 6. sæti en félögin þar fyrir neðan, ÍBV, KA, FH og Valur, fengu svipaðan stigafjölda í spánni. ■ LANDSBANKADEILDIN Fylkir og KR verða í toppbaráttunni í Landsbankadeildinni í sumar ásamt Grindvíkingum og Skagamönnum ef marka má spá fulltrúa félaganna í efstu deild. SPÁ FULLTRÚA FÉLAGANNA KR 277 Grindavík 250 Fylkir 246 ÍA 218 Fram 160 Þróttur 113 ÍBV 102 KA 97 FH 95 Valur 92 Landsbankadeild karla: KR spáð sigri FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Hin árlega firmakeppni Hauka jverður haldin 19.-21. maí að Ásvöllum. Þátttökugjald er 15000- Hægt er að skrá þátttöku á tölvu- pósti gislifk@fk.is og síma 555 6119 gsm 895 1723. Skráningu lýkur föstudaginn 16. maí kl 20.00 Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Hauka www.haukar-karfa.is FIRMAKEPPNI KÖRFUKNATTLEIKSDEILDAR HAUKA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.