Fréttablaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 16
17MIÐVIKUDAGUR 14. maí 2003 FÓTBOLTI David Moyes, knattspyrnu- stjóri Everton, hefur verið valinn stjóri ársins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu af kollegum sínum í deildinni. Moyes, sem er fertugur, er yngsti stjórinn sem vinnur þessi verðlaun. Undir hans stjórn lenti Everton í sjöunda sæti deildarinnar eftir að hafa lengi vel verið á meðal efstu liða. Liðið rétt missti af sæti í Evr- ópukeppninni og olli það Moyes miklum vonbrigðum. „Ég er himin- lifandi og undrandi yfir því að hafa unnið verðlaunin,“ sagði Moyes. „Vonbrigðin sem við urðum fyrir í lokin eru hins vegar gríðarleg.“ ■ David Moyes: Stjóri ársins FÓTBOLTI Paolo di Canio, leikmaður West Ham sem er fallið í 1. deild, er ósáttur við stjórn liðsins og tel- ur að hún hefði átt að styrkja leik- mannahópinn betur þegar tæki- færið gafst í janúar. „Þegar lið fellur er það ekki bara leikmönnunum að kenna. Ég tek einhverja ábyrgð en á heilli leiktíð fara margir hlutir úrskeið- is,“ sagði Ítalinn knái. „Það kemur á óvart að við skulum hafa fallið þegar menn hafa völd til að breyta hlutunum en gera það ekki.“ ■ Opna Parket & Gólf móti› Golfklúbbur fiorlákshafnar Ver›ur haldi› Laugardaginn 17 Mai Texas scramble (2x 9holur.) 1 Ver›laun 20.000 kr x 2 Úttekt í Gólfbú› Hafnafjar›ar 2 Ver›laun 15.000 kr x 2 Úttekt í Gólfbú› Hafnafjar›ar 3 Ver›laun 8.000 kr x 2 Úttekt í Gólfbú› Hafnafjar›ar Ræst út frá 9:00-13:00 Hámarksforgjöf 24 fiátttökugjald 2.500 kr pr. mann Skráning er á www.golf.is og í síma á mótsdegi: 696-1370 Sigrí›ur w w w .d es ig n. is DI CANIO Di Canio, sem skoraði jöfnunarmark West Ham gegn Birmingham um helgina, fer að öllum líkindum frá liðinu í sumar. Paolo di Canio: Ósáttur við stjórn West Ham KÖRFUBOLTI Jason Kidd skoraði 29 stig, tók 10 fráköst og átti 9 stoðsendingar þegar New Jersey Nets vann Boston Celtics með 110 stigum gegn 101 í tvíframlengd- um leik í úrslitakeppni NBA í fyrrakvöld. Nets vann þar með einvígið 4:0 og er komið í úrslit Austurdeildar- innar. Þar mætir liðið annað hvort Detroit Pistons eða Philadelphia 76ers, en þar er staðan jöfn 2:2. „Að sópa upp liði Boston Celt- ics er í raun sögulegt,“ sagði Kidd eftir leikinn. „Þeir hafa átt svo mörg góð lið í gegnum tíðina.“ ■ BARÁTTA Zinedine Zidane, leikmaður Real Madrid, í baráttu við Alessandro Del Piero, í fyrri leik liðanna sem var háður í Madrid. FÓTBOLTI Juventus mætir í leikinn í kvöld með ágæta stöðu í fartesk- inu. Liðinu nægir 1:0 sigur þar sem fyrri leikurinn endaði með 2:1 sigri Real Madrid á heima- velli. Marcello Lippi, knattspyrnu- stjóri Juventus, hefur fulla trú á sínum mönnum. „Við getum vel unnið Real Madrid og komist í úr- slitin. En við vitum að við þurfum að leggja mikið á okkur gegn þessu frábæra liði,“ sagði Lippi. Brasilíumaðurinn Ronaldo er í leikmannahópi Real en hann gat ekki spilað með liðinu um síðustu helgi vegna meiðsla sem hann varð fyrir í fyrri leiknum við Juventus. Frakkinn Claude Makelele verður aftur á móti ekki með Real vegna meiðsla. Liðin stóðu sig misvel um síð- ustu helgi í deildunum heima fyr- ir. Real gerði markalaust jafntefli við Recreativo og missti þar með efsta sætið til Deportivo. Juvent- us tryggði sér aftur á móti 27. deildarmeistaratitil sinn á Ítalíu og þann annan í röð þegar liðið gerði 2:2 jafntefli við Perugia. Leikmenn Juve fengu sér gos eft- ir leikinn og biðu með að skála í kampavíni. „Við getum ekki fagn- að núna, við verðum að hugsa um Real Madrid,“ sagði Pavel Nedved eftir leikinn, en hann mun eiga í harðri baráttu við Zinedina Zi- dane á miðsvæðinu í kvöld. ■ KIDD Jason Kidd sækir að körfunni gegn Boston Celtics. Hann átti stórleik í fyrrakvöld. Úrslitakeppni NBA: Nets í úrslit Austurdeildar AP/M YN D AP/M YN D MOYES Skotinn David Moyes náði góðum árangri með Everton á leiktíðinni. Hyrjarhöfði 7, sími 567 8730/6937154 www.teflon.is LAKKVÖRN BRYNGLJÁI Á BÍLINN! Blettun-djúphreinsun-alþrif. Ágæt staða ítöl- sku meistaranna Nýkrýndir Ítalíumeistarar Juventus taka á móti Real Madrid í síðari leik liðanna í undanúrslit- um Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.