Fréttablaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 14. maí 2003 23 SÍMI 553 2075 Sýnd kl. 4, 6.30, 9 JOHNNY ENGLISH kl. 6, 8 og 10.10 kl. 8 og 10 Sýnd kl. 5.50 og 10.10 b.i. 14 ára Sýnd kl. 5.20 og 8 b.i.14.ára THE HOURS b.i. 12 kl. 5.30 MAID IN MANHATTAN kl. 8 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 b.i. 16 ára SHANGHAI KNIGHTS kl. 4 TILBOÐ 400ABRAFAX OG SJÓRÆN. CONFESSIONS b.i. 14 kl. 10.20 Sýnd kl. 4, 5,30, 8, og 10.15 b.i. 16 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 b.i. 12 ára BOWLING FOR... kl. 5.40, 8 og 10.20 L J Ó S M Y N D A S T Ú D Í Ó P É T U R P É T U R S S O N „Á æfingunum núna fatta ég al- veg hvað það var sem gerði hljóm- sveitina svona vinsæla. Við erum mjög vel spilandi og þetta kemur hjá okkur eins og við séum að hjóla eftir hvíld. Ætli við reynum ekki að halda sambandinu eitthvað fyrst við erum búnir að leggja svona mikla vinnu í æfingar og annað. Þetta var toppurinn á okkar ferli og við höldum okkur við það efni sem við vorum að spila þegar við vorum sem vinsælastir,“ segir Magnús að lokum. biggi@frettabladid.is ÚR BLAÐAGREIN Hér sést gömul blaðagrein úr Morgunblað- inu. Neðri myndin er af hljómsveitinni ásamt Kidda Rót. Efri myndin er af Jóni Ólafssyni, „nýbökuðum framkvæmdastjóra Júdasar“. Um 350 hlutir sem voru í eigubassaleikarans John Entwistle úr The Who voru settir á uppboð í London í gær. Þar af voru 150 gít- arar, en margir þeirra voru notað- ir við gerð myndarinnar „Qua- drophenia“. Entwistle lést í Las Vegas í fyrra á miðri tónleikaferð The Who um Bandaríkin. Hann var 57 ára gamall. Leikarinn Keanu Reeves segistsjá eftir því að hafa montað sig yfir því í viðtöl- um að hafa framkvæmt öll áhættuatriðin sjálfur í fyrstu „Matrix“-mynd- inni. Vegna þess hversu mikið hann talaði um þau ákváðu framleið- endur mynd- anna að óhætt væri að láta hann framkvæma erfiðari at- riði fyrir framhaldsmyndirnar. Þetta reyndist honum afar erfitt og var hann með stöðuga vöðva- bólgu á meðan á tökum stóð. Arnold Schwarzenegger íhugarnú að leggja kvikmyndaleik á hilluna fyrir frekari frama í póli- tík. Leikarinn hefur alla tíð verið tengdur flokki repúblíkana og hefur áður verið orðaður við framboð til ríkisstjóra í Kaliforníu. Arnold sagði nýlega í viðtali að þriðja „Terminator“- myndin, sem er væntanleg í sumar, verði hugsanlega hans síðasta kvikmynd. Já, hann er svolítið fyndin hannLiam Lynch. Hann er þekktur spéfugl í Bandaríkjunum m.a. fyrir að vera með brúðuleikhús í gaman- þættinum „The Sifl and Olly Show“ á MTV. Þessi piltur var líka í náð- inni hjá Paul McCartney, sem kenndi honum að spila á gítar. Liam er afbragðsgóður að herma eftir röddum annarra og það liggur því vel fyrir honum að gera plötu eins og „Fake Songs“. Hér hermir hann eftir söng og tónlistar- stíl þekktra tónlistarmanna. Semur sem sagt „ný lög“ með Pixies, Dav- id Bowie, Depeche Mode, Bee Gees og Björk. Það síðastnefnda er auð- vitað sérstaklega gaman að heyra og í upphafi lagsins er hann bara nokkuð trúverðugur í hlutverki Bjarkar. Lagið „United States of Whatever“ er svo alveg stór- skemmtilegt. Það er ekkert grín að vera spaugari því þeir vita manna best að brandari virkar bara einu sinni. Sama hversu góður hann er. Á sama tíma og það er aðdáunarvert hversu mikið Liam Lynch leggur í grínið er erfitt að kreista stöðugt fram bros við endurtekna hlustun á þessari plötu. Ef lögin væru ef til vill örlítið sterkari væri það auð- veldara, mig langaði hins vegar miklu frekar að hlusta á þá tónlist- armenn sem hann apar eftir. Þetta er ein af þessum plötum sem er frábært að hlusta á... einu sinni. Eftir það hættir brandarinn að virka og best er að setja plötuna upp í hillu og halda upplifuninni þannig ferskri í huganum. Birgir Örn Steinarsson LIAM LYNCH - Fake Songs Umfjölluntónlist Allt í plati Sálfræðirannsókn í Bretlandi: „Ofsadýrkun“ að verða vandamál FÓLK Samkvæmt nýrri rannsókn í Bretlandi þjáist einn af hverjum þremur Bretum af „ofsadýrkun“. Það er þegar fólk tekur óheilbrigðu ást- fóstri við frægan einstakling og væri til í að framkvæma ótrúlegustu hluti fyrir átrúnaðargoð sitt. Samkvæmt þessari rannsókn eru þeir sem haldnir eru „ofsadýrkun“ reiðubúnir til þess að ljúga, stela eða framkvæma aðra skaðlega hluti ef átrúnaðargoð þeirra myndi biðja þá um það. Af þeim „átrúnaðargoðum“ sem hafa slíkan kraft yfir aðdáend- um sínum eru nefnd Kylie Minogue, David Beckham og Tony Blair. Rannsóknin var framkvæmd af sálfræðideild Leicester-háskóla og samkvæmt henni eru það ekki bara börn og unglingar sem þjást af „ofsa- dýrkun“. Um 36% Breta þjást víst af „ofsadýrkun“ í dag. Ástandið var það slæmt hjá 25% þeirra sem tóku þátt að „ofsadýrkunin“ var byrjuð að hafa veruleg áhrif á þeirra daglega amstur. Nokkrir aðspurðra töldu sig einnig hafa sérstök tengsl við átrún- aðargoð sín. ■ KYLIE MINOGUE Hefur samkvæmt rannsókninni gífurleg áhrif á aðdáendur sína. MAGNÚS KJARTANSSON Hefur ekki elst um dag síðan hann lék með Júdasi. Hann mun sýna gamalkunna takta þegar sveitin kemur aftur saman.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.