Fréttablaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 23
14. maí 2003 MIÐVIKUDAGUR Lagðist til svefns á kosninganóttþegar stjórnin hafði enn ekki nema þriggja manna meirihluta. Reiknaði ekki með miklum breytingum úr því, en annað kom á daginn. Nú hefur þjóðin enn einn ganginn kosið yfir sig nákvæm- lega það sem hún á skilið. Kosningasjón- varpið var hefð- bundið og ég dáðist að Elínu og Boga sem héldu út þar til yfir lauk, eða í þrettán tíma alls. Að sama skapi er ég hissa á Stöð 2, sem mér skilst að hafi gefist upp í miðju kafi og hætt útsendingu. Þó þessar kosningar séu af- staðnar eru menn náttúrlega alltaf að kjósa eitthvað einhvers staðar og á fimmtudaginn mun „Piparjómkan“ á Skjá einum, Trista, kjósa á milli tveggja síðustu vonbiðlanna, þeirra Ryans og Charlies. Báðir örugglega ágætis eintök, annar ljóðrænn og róman- tískur og örlítið vinstri grænn, hinn einhvers konar kaupsýslu- maður á framabraut og minnir um margt á ungan Heimdelling. Ég er búin að svindla og kíkja og veit hvorn hún velur, og er eiginlega al- veg viss um að hún valdi vitlaust. Sömuleiðis er í Survivor-þáttunum einn kosinn út í hverjum þætti og þar er ég undantekningarlaust eins og álfur út úr hól og skil ekki kosninguna. Þeim skástu er alltaf hent út fyrst. Ég skil einfaldlega ekki strategíuna í leiknum. Ég þá skil ég ekki heldur hvers vegna Íslendingar kusu eins og þeir kusu síðastliðinn laugardag og finnst að líkt og Trista og þau í Survivor Amazon hljóti margir að hafa kosið kolvitlaust. Það er trú- lega vegna þess að ég skil ekki strategíuna í landsmálapólitíkinni heldur. ■ Við tækið EDDA JÓHANNSDÓTTIR ■ undraðist þrekleysi Stöðvar 2 manna á kosninganótt, en entist svo sem ekkert lengi sjálf. Um völina og kvölina 20.00 Kvöldljós 21.00 Bænastund 21.30 Joyce Meyer 22.00 Benny Hinn 22.30 Joyce Meyer Á Breiðbandinu má finna 28 erlendar sjónvarpsstöðvar sem seldar eru í áskrift og þar af eru 6 Norðurlandastöðvar. Að auki sendir Breiðbandið út flestar ís- lensku útvarpsrásirnar ásamt 10 erlendum tónlistarrásum með mismunandi tónlistarstefnum. 17.30 Olíssport 18.00 Western World Soccer Show (Heimsfótbolti West World) 18.30 Meistaradeild Evrópu Bein út- sending frá síðari leik Juventus og Real Madrid í undanúrslitum. 20.50 The Godson (Guðsonurinn) Guppy er eina von Calzone-fjölskyldunn- ar, vel þekktra mafíósa í Chicago í Bandaríkjunum. Gallinn er bara sá að strákur er hálfgerður aumingi og aðrar mafíufjölskyldur sjá sér leik á borði og gera sig líklegar til þess að koma þeim á kné. Bráðskemmtileg mynd sem gerir dágott grín að Guðföðurmyndunum. Að- alhlutverk: Dom Deluise, Rodney Dangerfield, Kevin McDonald. Leikstjóri: Bob Hoge. 1997. Bönnuð börnum. 22.30 Olíssport Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis. 23.00 Fastrax 2002 (Vélasport) Hrað- skreiður þáttur þar sem ökutæki af öllum stærðum og gerðum koma við sögu. 23.30 MAD TV (MAD-rásin) Geggjaður grínþáttur þar sem allir fá það óþvegið. Þátturinn dregur nafn sitt af samnefndu skopmyndablaði sem notið hefur mikilla vinsælda. 0.15 Nicki’s Naked Hookers (Léttúð og lauslæti) Erótísk kvikmynd. Stranglega bönnuð börnum. 1.25 Dagskrárlok og skjáleikur 17.05 Leiðarljós 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Disneystundin 18.54 Víkingalottó 19.00 Fréttir, íþróttir og veður 19.35 Kastljósið 20.00 Ed (9:22) Þáttaröð um ungan lögfræðing sem fluttist frá New York og rekur keilusal og sinnir lögmannsstörfum á heimaslóðum sínum í bænum Stucky- ville í Ohio. Aðalhlutverk: Thomas Cavanagh, Julie Bowen, Josh Randall og Jana Marie Hupp. 20.45 Sumar með Nigellu (1:8) 21.15 Leiðin heim (Faktor: Veien hjem) Heimildarþáttur um fyrsta af- ganska innflytjandann í Noregi, Ebadullah Farkhari, sem sneri aftur heim í fyrra eftir tuttugu ára dvöl í Noregi þar sem fjölskylda hans varð eftir. 21.45 Vísindi fyrir alla (12:48) 12. Af- brot og umheimurinn. Fjallað er um rannsóknir í afbrotafræði og rætt við Helga Gunnlaugsson. Umsjón: Ragna Sara Jónsdóttir. Dagskrárgerð: Valdimar Leifsson. Framleiðandi: Lífsmynd. 22.00 Tíufréttir 22.20 Undir sama þaki (4:7) 22.45 Largo (10:25) 23.30 Út og suður (1:12) 23.55 Kastljósið 0.15 Dagskrárlok 6.58 Ísland í bítið 9.00 Bold and the Beautiful 9.20 Í fínu formi 9.35 Oprah Winfrey 10.20 Ísland í bítið 12.00 Neighbours 12.25 Í fínu formi (Þolfimi) 12.40 Mill On the Floss (Myllan við ána) Maggie Tulliver er ástfangin af Philip Wakem. Bróðir hennar lítur málið alvar- legum augum og minnir á að faðir Philips hafi á sínum tíma hrifsað til sín fyrirtæki Tulliver-fjölskyldunnar. Aðal- hlutverk: Emily Watson, Ifan Meredith, James Frain. 1997. 14.40 Reba (18:22) 15.00 Spænsku mörkin 16.00 Barnatími Stöðvar 2 17.40 Neighbours 18.05 Off Centre (7:21) 18.30 Fréttir Stöðvar 2 19.00 Ísland í dag, íþróttir, veður 19.30 Animatrix 19.45 Friends 3 (24:25) 20.10 Að hætti Sigga Hall (11:12) 20.45 Coupling (6:7) 21.20 Cold Feet (2:6) (Haltu mér, slepptu mér) Margverðlaunaður mynda- flokkur sem hefur slegið í gegn hér sem annars staðar. Þetta er síðasta syrpan um vinina í Manchester og gerist hún sex mánuðum eftir ferðalag þeirra til Ástralíu. Pete og Jo eru komin heim aftur, Adam og Rachel takast á við fjölskyldulífið, Dav- id og Karen reyna að skilja í vinsemd og barnfóstran Ramona finnur sér nýjan elskhuga. 22.15 Crossing Jordan (8:25) 23.00 Mill on the Floss Sjá nánar að ofan. 0.50 Cold Feet (2:6) 1.40 Friends 3 (24:25) 2.00 Ísland í dag, íþróttir, veður 2.25 Tónlistarmyndbönd frá Popp TíVí 6.00 Joe 8.00 The Replacements 10.00 Being John Malkovich 12.00 Spy Kids 14.00 The Replacements 16.00 Being John Malkovich 18.00 Spy Kids 20.00 O 22.00 The Exorcist: The Version You’ve Never Seen 0.10 Rumble in the Bronx 2.00 Joe 4.00 The Exorcist: The Version You’ve Never Seen 7.00 70 mínútur 16.00 Pikk TV 19.00 XY TV 20.00 Trailer 21.00 South Park 6 21.30 Crank Yankers 22.03 70 mínútur 23.10 Lúkkið 23.30 Meiri músík 18.30 Innlit útlit (e) 19.30 According to Jim (e) 20.00 Guinness World Records Fólk er fífl og það sannast hvergi betur en í þessum fjölskrúðugu þáttum þar sem menn reyna að ganga fram af sjálfum sér og öðrum með skemmtilegum fífla- látum og stundum stórhættulegum. 21.00 Fólk - með Sirrý Fólk er þáttur um allt sem við kemur daglegu lífi Ís- lendinga og Fólki er ekkert mannlegt óviðkomandi; þar verður meðal annars rætt um tísku, heilsu, kjaftasögur, for- dóma, mannleg samskipti auk þess sem málefni vikunnar verður að venju krufið til mergjar af sérfræðingum, leikmönn- um og áhorfendum. 22.00 Law & Order 22.50 Jay Leno Jay Leno sýnir fram á keisarans nekt á hverju kvöldi er hann togar þjóðarleiðtoga, frægt fólk og bara hversdagslega vitleysinga sundur og saman í háði. Síðan spjallar hann í róleg- heitum um stjórnmál, kvikmyndir, saumaskap og gæludýrahald við gesti sína sem eru ekki af verri endanum, margverðlaunaðar stjörnur og stuðboltar. Þættinum lýkur yfirleitt á að síkátir söngvarar koma fram. 23.40 Boston Public (e) 0.30 Dagskrárlok Cold Feet, eða Haltu mér, slepptu mér, er bráðskemmtileg- ur dramatískur myndaflokkur sem hefur slegið öll met í Bret- landi og víðar. Þetta er einn af vinsælustu þáttum Stöðvar 2 en sýningar á fimmtu og síðustu syrpunni eru nýhafnar. Aðal- söguhetjurnar eru nokkrir vinir í Manchester sem eiga ekki alltaf sjö dagana sæla. Hveitibrauðs- dagarnir eru nú á enda hjá Pete og Jo sem þurfa að fara á takast á við lífið eins og Adam og Rachel. Hjónaband Davids og Karen virðist hins vegar endan- lega farið út um þúfur. Stöð 2 21.20 Sjónvarpið 20.45 Í kvöld hefur Sjónvarpið sýning- ar á nýrri átta þátta syrpu þar sem listakokkurinn Nigella Law- son töfrar fram seiðandi sumar- rétti. Nigella sló í gegn með fyrri þáttum sínum og bókum og hún slær ekkert af í þessari syrpu þar sem sumarið er allsráðandi. Uppskriftirnar eru miðaðar við að maturinn henti vel í lautar- ferðir, grillveislur og strandferðir og hugmyndirnar að réttunum sækir hún hingað og þangað um heiminn. Áhorfendur fá að sjá hana töfra fram lambasteik að hætti Marokkóbúa, hindber í hvítvínssósu, búðinga af ýmsu tagi og þannig mætti lengi telja. ■ Ég er búin að svindla og kíkja og veit hvorn hún velur, og er eiginlega al- veg viss um að hún valdi vitlaust. 24 Hjónalífið hjá Pete og Jo Sumar með Nigellu ÍSLANDS MÁLNING akrýl Sími 517 1500 • Sætún 4 • 105 Reykjavík Innimálning Gljástig 3 Verð frá kr. 298 pr.l. Innimálning Gljástig 7 Verð frá kr. 330 pr. líter Allar Teknos vörur framleiddar skv. 9001 gæðakerfi. Hágæða innimálning www.islandsmalning.is SJÓNVARP Rétt tæpar 22 milljónir manna fylgdust með lokaþætti Sur- vivor Amazon, sem var sendur út á CBS-sjónvarpsstöðinni á besta út- sendingartíma síðastliðið sunnu- dagskvöld. Þetta var sjötta syrpan af þættinum, en aldrei munu færri áhorfendur hafa fylgst með sigur- kvöldinu. Nafn sigurvegarans verð- ur að sjálfsögðu ekki gefið upp hér, því enn eru einhverjar vikur í að ís- lendingar sjái lokaþáttinn. Í beinu framhaldi af verðlaunaafhending- unni voru allir keppendur kallaðir í sjónvarpssal á CBS, í svokallaðan Survival Reunion-þátt, þar sem þeir rifjuðu upp atvik frá frum- skógardvölinni. 18,6 milljónir áhorfenda fylgdust með þeim þætti. Næstmest áhorf þetta kvöld var á NBC, þar sem boðið var upp á tvö- faldan þátt af Law & Order, Crim- inal Intent á sama tíma, en rúmar 10 milljónir fylgdust með þar. Tæpar tíu milljónir horfðu á FOX-sjónvarpsstöðina sem sendi út Simpsons-þátt meðan á Survivor stóð og í framhaldi af því Malcolm in the Middle, en klukkan 9, þegar FOX sendi út Beverly Hills 90210 Reunion, hrundi áhorfið niður í rúmar sjö milljónir. ■ AMAZON-KEPPENDUR Löðuðu 22 milljónir að sjónvarpsskjánum á lokakvöldinu, en það er minnsta áhorf á verðlaunakvöldi í sex ára sögu þáttarins. Lokaþáttur Survivor Amazon í USA: Aldrei færri áhorfendur Mörkinni 6, sími 588 5518. Opið 9-18 virka daga og 10-15 laugardaga. NÝ SENDING FALLEGAR REGNKÁPUR OG STUTTKÁPUR Opið laugardaga frá kl 10 - 15

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.