Fréttablaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 19
Fyrir skömmu sá ég afar at-hyglisvert línurit yfir fjölda banaslysa í umferð í 29 löndum OECD-ríkjanna. Þar er miðað við fjölda umferðarslysa miðað við hverja 100 þúsund íbúa – þannig að samanburður- inn er sanngjarn og marktækur. Í ljós kemur að ár- angur í fækkun banaslysa á Íslandi er ekki eins mikill og í samanburðar- löndunum. Á árun- um 1970-1997 hafnar Ísland nokkrum sinnum í fyrsta sæti en aldrei aftar en í 6. sæti. Á árunum 1998-2000 lendir Ísland í 11. sæti af 29 löndum. Þegar öll árin eru skoðuð kemur í ljós að framfarir verða hjá öllum þessum þjóðum nema þremur, en Ísland stendur nánast í stað. Á öllum hinum Norðurlöndunum hefur orðið fækkun á banaslysum í umferð á þessu tímabili. Á línuriti OECD má sjá að línuritið yfir Ísland stendur nánast lárétt á þessum árum á meðan línurit flestra landanna eru á niðurleið. Varla þarf að fara mörgum orðum um þróun banaslysa á Íslandi undan- farin tvö ár þegar þau voru í há- marki, miðað við meðaltalið. Umræðan um umferðarslys hafin yfir gagnrýni Umræðan um afleiðingar um- ferðarslysa og fjölda dauðaslysa í umferð á að vera hafin yfir alla gagnrýni og tilgangslaust að deila um staðreyndir í þeim efnum. Töl- urnar tala sínu máli. Það ætti að vera metnaðarmál okkar allra að ná niður tíðni dauðaslysa og helst útrýma þeim með öllu. Í því stóra verkefni er árangurinn aldrei viðunandi, hversu lítill/mikill sem hann er. Allir eru sammála um að skilvirkasta leiðin til fækkunar umferðarslysa sé að efla umferð- arlöggæslu og herða viðurlög við þeim. Þar hallar verulega á okkur Íslendinga í samanburði við við- miðunarlönd okkar. Ég sat nýlega afar athyglisverð- an fyrirlestur þar sem mænu- skaddaður læknir fjallaði um ástæður umferðarslysa. Þar kom m.a. fram að hlutfall mænuskadd- aðra í umferðarslysum er umtals- vert hærra hér á landi en í saman- burðarlöndum okkar. Ef til vill er ástæðan sú að hér á landi eru bíl- veltur og útafakstur á þjóðvegum mun algengari ástæða umferðar- slysa en annars staðar. Það kemur heim og saman við tölur Rann- sóknarnefndar umferðarslysa þar sem fram kemur að meirihluti allra dauðaslysa verður utan þétt- býlis. Vegir á Íslandi eru í mun meiri mæli upphækkaðir en í ná- grannalöndunum. Þá er lítið sem ekkert um sérstakar akreinar fyr- ir þungaflutningabíla, sem aftur leiðir til þess að menn freistast til að aka framúr við hættulegar að- stæður. Allt kallar þetta síðan á aukna umferðarlöggæslu á vegum úti – sem því miður er mikill skort- ur á eins og sakir standa. Áróður og aukin umferðargæsla virka Margþættar ástæður eru fyrir aukinni tíðni dauðaslysa undanfarin ár og er þar engum einum um að kenna. Það hefur þó sýnt sig að áróður og löggæsla eru þær aðferð- ir sem dugað hafa best til þess að fækka slysum. Þar er nærtækast að vitna til hægri breytingarinnar á sínum tíma og Norræns umferðar- öryggisárs en í báðum tilfellum fækkaði umferðarslysum umtals- vert – enda var mikil áhersla lögð á löggæslu og áróður á þessum árum. Þá má einnig nefna slysalausan dag, sem lögreglan í Reykjavík hefur staðið fyrir þar sem umferðarlög- gæsla var mjög sýnileg, en þá fækk- aði slysum og óhöppum til muna. Deilur um fjölda dauðaslysa og túlkun þeirra talna þjóna engum tilgangi og eru síst til þess fallnar að fækka slysum í umferð. Mikill munur er á tölum tryggingafélaga, lögreglunnar, Umferðarráðs og heilbrigðiskerfisins yfir fjölda slasaðra í umferð – enda eru mis- munandi aðferðir notaðar við skráningu. Tala dauðaslysa er þó óvéfengjanleg og ekki sæmandi að deila um þær hörmulegu stað- reyndir. Enginn er hafinn yfir gagnrýni, hvorki fulltrúar trygg- ingafélaganna eða opinberir aðilar. Í stað þess að deila um keisarans skegg væri nær að menn drægju lærdóm af vondum staðreyndum og sameinuðust um að berjast af öllu afli gegn umferðarslysunum. Það er eðlilega sárt að sjá að árang- urinn hefur ekki verið meiri en raun ber vitni – en þá er ekkert annað að gera en spýta í lófana, læra af mistökunum og gera betur. Líf liggur við. ■ 19FIMMTUDAGUR 15. maí 2003 ■ Tala dauðaslysa er óvéfengjan- leg og ekki sæmandi að deila um þær hörmulegu staðreyndir. Enginn er haf- inn yfir gagn- rýni, hvorki full- trúar trygging- arfélaganna eða opinberir aðilar. Þjóðmál maí 2003 RAGNHEIÐUR DAVÍÐSDÓTTIR ■ skrifar um umferðarmál. Læra skal af staðreyndunum Fréttablaðið er mest lesna dagblað landsins* og prentað í 92.000 eintökum.** *samkv Fjölmiðlakönnun Samtaka íslenskra auglýsingastofa, Samtaka auglýsenda og fjölmiðlanna. **Fréttablaðið er aðili að upplagseftirliti Verslunarráðs Íslands. Auglýsendur athugið: Dreift með Fréttablaðinu, mest lesna dagblaði landsins, í 92.000 eintökum. Hafið samband við auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 515 7584 eða 515 7500 fyrir 2. júní eða með tölvupósti: petrina@frettabladid.is. Fylgir Fréttablaðinu 4. júní. Hagnýtar upplýsingar fyrir þá sem ætla að ferðast innanlands í sumar. Gisting, matur, afþreying, fróðleikur og skemmtun um land allt. Ferðir innanlands 2003

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.