Fréttablaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 23
23FIMMTUDAGUR 23. maí 2003 HANDBOLTI Haukar tryggðu sér í fyrrakvöld Íslandsmeistaratitil karla í handbolta þegar liðið vann ÍR-inga í fjórða úrslitaleik liðanna sem háður var í Austur- bergi. Leiknum lauk með öruggum sigri Hafnarfjarðarliðsins, 33:25, og þar með vann það úr- slitaeinvígið 3:1. Þetta var fjórði Íslandsmeistaratitill Hauka, og jafnframt sá þriðji á undanförn- um fjórum árum. Haukar urðu einnig deildarmeistarar í ár. ■ SIGRI FAGNAÐ Haukar fagna sigrinum á Ís- landsmótinu í ár. Esso-deildin: Haukar Íslandsmeistarar FÓTBOLTI Kevin Phillips, framherji Sunderland sem féll úr ensku úr- valsdeildinni, segist vilja yfirgefa félagið. Phillips, sem er 29 ára, skoraði sex mörk á leiktíðinni. „Ég hef átt sex frábær ár hérna. Síðustu tvö hafa ekki verið eins góð og hin fjögur en ég held bara að það sé kominn tími til að breyta til,“ sagði Phillips. Kappinn stóð sig frábærlega leiktíðina 1999-2000 þegar hann skoraði 30 mörk í 36 deildarleikj- um. Þá lenti Sunderland í sjöunda sæti eftir að hafa komið upp úr 1. deild. ■ PHILLIPS Kevin Phillips hefur ekki áhuga á að leika með Sunderland í ensku 1. deildinni. Kevin Phillips: Vill yfirgefa her- búðir Sunderland Michael Schumacher: Ætlar að minnka bilið KAPPAKSTUR Michael Schumacher, heimsmeistari í Formúlu 1, er bjartsýnn fyrir kappakstur helg- arinnar sem verður háður í Aust- urríki. Þýski ökuþórinn stefnir á þriðja Grand Prix sigurinn í röð eftir slæma byrjun á keppnis- tímabilinu. Hann er nú aðeins fjórum stigum á eftir Finnanum Kimi Räikkönen sem er í efsta sæti. „Við unnum gott verk í síð- ustu viku og því getum við litið bjartsýnum augum á kappakstur- inn í Austurríki,“ sagði Schumacher. „Við viljum minnka bilið í efsta mann, eða jafnvel hafa sætaskipti við hann. Það yrðu ákjósanleg úrslit.“ ■  18.00 Sýn Olíssport. Fjallað er um helstu íþrótta- viðburði heima og erlendis.  18.30 Rúv Snjókross. Þáttaröð um kappaksturs- mótaröð vélsleðamanna.  18.30 Sýn Western World Soccer Show. Heimsfót- bolti Western World.  20.00 Sýn US PGA Tour 2003. Golfmót í Bandaríkj- unum.  21.00 Sýn European PGA Tour 2003. Golfmót í Evr- ópu.  22.00 Sýn Football Week UK. Vikan í enska boltan- um.  22.30 Sýn Olíssport. Fjallað er um helstu íþrótta- viðburði heima og erlendis.  23.00 Sýn HM 2002. Sýnt frá leik Kamerún og Þýskalandsá HM í fótbolta. hvað?hvar?hvenær? 12 13 14 15 16 17 18 MAÍ Fimmtudagur SCHUMACHER Líst vel á framhaldið.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.