Fréttablaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 29
Austurstræti, tekur undir það að það séu fyrst og fremst kiljur sem seljist yfir sumarmánuðina. „Vorbókaflóð Bjarts fór að vísu mjög vel af stað“, segir Æsa, en meðal bóka í því voru meðal ann- ars hálfgerð fræðirit í Svörtu ser- íunni. „Annars er það þessi létta lesning sem við köllum sumarbú- staðalestur sem flestar bókabúðir stíla inn á og þar fer mest fyrir reyfurum og ástarsögum. Bilið milli íslenskra og erlendra kilja er alltaf að minnka en í þeim erlendu er farið að bera meira á svokölluð- um „chicklit“. Ég held að það sé nú ekki búið að finna neitt íslenskt orð yfir þetta en þetta er stelpu- litteratúr sem varð vinsæll í kjöl- far Bridget Jones.“ Æsa segist aðspurð gera ráð fyrir að Arnaldur Indriðason verði aðsópsmikill í kiljusölunni í sumar og nefnir sérstaklega fyrstu skáldsögu hans, Syni dufts- ins, til sögunnar. „Hún var endur- útgefin í kilju nýlega og hefur selst mjög vel og það kæmi mér ekki á óvart ef hún yrði ofarlega á sölulistum í sumar. Neonbækurn- ar frá Bjarti hafa líka selst mjög vel, ekki síst þær nýjustu, Hin feiga skepna og Ristavél. Þær eru í aðeins stærra broti en kiljurnar en eru á svipuðu verði. Ég er per- sónulega hrifnari af þeim enda eru þær ekki léttmeti, heldur góð- ar þýddar bókmenntir. Einar Ben á hringveginum Það er sömu sögu að segja af bókasöfnunum og bókabúðunum en útlánin breytast mikið yfir sumarmánuðina þegar reyfar- arnir og kiljurnar streyma út. „Við tínum þetta til á vorin enda virðist þörfin fyrir sjúkrahús- og ástarsögur, ásamt alls kyns blöðum, verða brýnni á sumrin,“ segir Þórhallur bókavörður hjá Borgarbókasafninu. „Fólk tekur mikið af Úrvali og sögum í anda Margit Sandemo, Ísfólkið og fleira í þeim dúr. Þetta er miklu meira í léttari kantinum en á veturna.“ Þórhallur segir að það sé þó ekki eingöngu léttmeti í kiljum sem renni út á sumrin. „Það er til dæmis Guðrúnar frá Lundi bylgja í gangi núna. Það er búið að endurútgefa hana í fimm kilj- um sem renna út lon og don. Þetta hefur oft verið gefið út áður í þykkum, stórum bókum en virðist henta fólki vel í kilj- um.“ Það eru ekki bara kiljur sem renna út á sumrin, þar sem bæk- ur sem lesnar hafa verið inn á hljóðsnældur og geisladiska taka kipp á sumrin. „Það er alltaf að færast í vöxt að fólk taki hljóðsnældur með sér í bíl- inn þegar það ferðast á sumrin og þá er barnaefnið langvinsæl- ast. Það rennur út á sumrin. Ég get samt nefnt sem dæmi að hingað kom maður um daginn sem tók Ævisögu Einars Ben eft- ir Guðjón Friðriksson með sér út á land. Ævisagan öll hefur verið gefin út á yfir 20 snældum og hann tók þær með sér á hring- veginn og naut þess að hlusta á Einar Ben á meðan hann ók. Þetta er þróun sem hófst í Bandaríkjunum þar sem menn byrjuðu að hlusta á skáldsögur á löngum ferðum.“ thorarinn@frettabladid.is 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 MEST SELDU SKÁLDVERKIN Í VERSL- UNUM PENNANS-EYMUNDSSONAR: Arnaldur Indriðason SYNIR DUFTSINS - KILJA Steinunn Jóhannesdóttir REISUBÓK GUÐRÍÐAR SÍMONARD. -K. Arnaldur Indriðason MÝRIN - KILJA Arnaldur Indriðason GRAFARÞÖGN - KILJA Gyrðir Elíasson TVÍFUNDNALAND Ingibjörg Haraldsdóttir HVAR SEM ÉG VERÐ Helen Fielding BRIDGET JONES Á BARMI... - KILJA J.R.R. Tolkien HRINGADRÓTTINSSAGA Sveinn Yngvi Egilsson, ritstjóri BRENNU-NJÁLSSAGA J.R.R. Tolkien SILMERILLINN Mest seldubækurnar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.