Fréttablaðið - 17.05.2003, Side 6

Fréttablaðið - 17.05.2003, Side 6
6 17. maí 2003 LAUGARDAGUR ■ Erlent GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 73.12 -0,04% Sterlingspund 118.56 0,14% Dönsk króna 11.27 -0,27% Evra 83.65 -0,27% Gengisvístala krónu 118,92 0,25% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 264 Velta 6.388 milljónir ICEX-15 1.421 0,41% Mestu viðskipti Íslenskir aðalverktakar hf. 3.473.866.209 Pharmaco hf. 245.613.730 Eimskipafélag Íslands hf. 234.840.413 Mesta hækkun Skýrr hf. 3,33% Pharmaco hf. 2,91% Tryggingamiðstöðin hf. 2,88% Mesta lækkun Samherji hf. -1,73% Búnaðarbanki Íslands hf. -0,95% Landsbanki Íslands hf. -0,25% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ: 8692,4 -0,2% Nasdaq: 1542,8 -0,6% FTSE: 4049,0 0,9% DAX: 2987,1 -0,1% NIKKEI: 8117,3 -0,1% S&P: 942,8 -0,4% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Hver gaf Ólaf Ragnar Grímsson, for-seta Íslands, og Dorrit Moussaieff saman? 2Yfirvöld í Afríkuríki hafa óskað eftiralþjóðlegri aðstoð vegna blóðugra ættbálkaerja sem geysa í landinu. Hvert er landið? 3Í gær frumsýndi Regnboginn heimild-armynd um karlmann sem vann fyrir sér sem strippari hér á landi í níu ár. Hvað heitir myndin? Svörin eru á bls. 39 SJÁVARÚTVEGUR Íslenskar fiski- mjölsverksmiðjur hafa greitt hærra verð fyrir kolmunna til fær- eyskra fiskiskipa en íslenskra. Að sögn Árna Bjarnasonar, formanns Farmanna- og fiskimannasam- bands Íslands, munar talsverðu á verðinu. „Íslendingarnir eru að fá 6500 krónur fyrir tonnið á meðan Færeyingarnir fá 7300-7400 krón- ur,“ segir hann. Verkfall stendur nú yfir í Færeyjum og hafa fær- eysku fiskiskipin gripið til þess ráðs að landa hér á landi. Að sögn Árna er mikil óánægja meðal sjómanna vegna málsins. Telja þeir að verðið sem greitt er fyrir hráefni til skipanna sé of hátt miðað við það hversu mikið fæst fyrir afurðirnar. „Það má spyrja sig þeirrar spurningar hvort ekki sé hægt að borga Ís- lendingunum hærra verð heldur en þeir eru að gera,“ segir Árni. „Fyrst þeir treysta sér til að borga Færeyingunum svona hátt verð.“ Að sögn Árna hefur Farmanna- og fiskimannasambandið vísað málinu til Verðlagsstofu skipta- verðs sem kannar nú verðlagning- una. Gísli Jónatansson, fram- kvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar, segir að færeyskum fiskiskipum hafi verið greitt eitthvað hærra verð en íslenskum. Þó muni ekki miklu. „Íslensku skipin eru í föst- um viðskiptum við verksmiðjur,“ segir Gísli aðspurður um ástæður þess. Öðru máli gegni um fær- eysku fiskiskipin, sem séu í sam- keppni á alþjóðlegum markaði. ■ Lækningaforstjóri : Lýtalækn- ingar færðar HEILBRIGÐISMÁL „Það er rétt, lýta- lækningadeildin hefur alla tíð liðið fyrir aðstöðuleysi,“ segir Jóhannes Gunnarsson lækningaforstjóri Landspítalans. Haft var eftir Jens Kjartanssyni yfirlækni deildarinnar að deildin hefði ekki fylgt þróun á atvinnu- háttum þjóðarinnar og því væri hún ekki í stakk búin til að veita þá þjónustu sem henni væri ætlað. Jóhannes segir breytinga að vænta. Deildinni hafi verið fundinn nýr staður. „Ætlunin er að henni verði komið fyrir í álmu spítalans í Fossvogi. Ég reikna með að um næstu áramót geti hafist vinna við endurnýjun þar,“ segir Jóhannes. ■ ATKVÆÐI Það var enginn vafi í hug- um landskjörstjórnarmanna um að hafna bæri beiðni Frjálslynda flokksins um að fresta úthlutun þingsæta. Það vildi Frjálslyndi flokkurinn að yrði gert svo tóm gæfist til að telja atkvæði aftur, eða yfirfara í það minnsta vafaat- kvæði og utankjörfundaratkvæði. „Yfirkjörstjórn hefur enga heimild til að verða við beiðn- inni,“ sagði Þórður Bogason, ritari landskjörstjórnar, á fundi þar sem niðurstaðan var kynnt. Engin heimild sé í lögum um að endur- telja atkvæði og þar sem fyrir- varalausar skýrslur um kosninga- úrslit í öllum kjördæmum liggi fyrir séu uppfyllt öll skilyrði fyr- ir því að landskjörstjórn úthluti þingsætum. Meðlimir landskjörstjórnar vildu lítið segja um hvernig Al- þingi myndi afgreiða málið ef það verður lagt fyrir það. Reyndar var að heyra að þeir væru ekki al- veg á einu máli um hvað Alþingi væri fært að gera. Ljóst væri að Alþingi gæti efnt til nýrra kosn- inga, ekki væri þó öruggt að það gæti fyrirskipað endurtalningu atkvæða sem hefðu ekki verið gerðar sérstakar athugasemdir við. „Við tökum þetta örugglega upp á þingi,“ sagði Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjáls- lynda flokksins, síðdegis í gær. „Eftir því sem við höfum kafað meira ofan í þetta hefur meira komið í ljós. Það er misræmi milli kjördæma, misjöfn meðferð á vafaatkvæðum, misjöfn meðferð á utankjörfundaratkvæðum.“ Guðjón segir þrjú utankjörfund- aratkvæði vera á skrifstofu flokksins. „Tvö þeirra eru ógild vegna þess að sýslumenn gleymdu að stimpla umslögin, kjörseðlarnir sjálfir eru í lagi.“ „Það er dálítið sérstætt að það sé í verkahring nýkjörins Alþing- is að taka ákvörðun um þetta,“ sagði Guðjón og var ekki bjart- sýnn á að Framsóknarmenn væru spenntir fyrir því að láta endur- telja í ljósi þess að tólfti maður þeirra væri í hættu. „Við munum örugglega koma með breytingartillögur við lög- gjöfina,“ bætir Guðjón við. Hvernig sem niðurstaðan verði í þessu tilviki hljóti málið að verða til þess að löggjöfin verði bætt. brynjolfur@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Guðný Sverrisdótt- ir, formaður stjórnar Landspítal- ans, sagði á aðalfundi hans að spít- alinn hefði verið rekinn með tveggja prósenta halla árið 2002. Engu að síður verði ekki litið fram hjá því að góður árangur hafi náðst í rekstri og stjórnun eftir sameiningu sjúkrahúsanna. Á síðasta ári styttust biðlistar talsvert. Teknar hafa verið í gagn- ið nýjar og fullkomnar skurðstof- ur. Guðný sagði að rökrétt væri að nýta þær til fulls, gera fleiri að- gerðir og stytta biðlista verulega. Guðný vakti athygli á að aug- ljóst væri að spítalinn gæti ekki endalaust mætt kröfum um aukna þjónustu án þess að fá til þess meira fé á fjárlögum. „Breytingar á fjárframlögum til spítalans þýða þess vegna núna óhjákvæmi- lega breytingar á þjónustu. Því verður ekki neitað að peningar ráða mestu um þá þjónustu sem spítalanum er fært að veita hverju sinni. Það er hlutverk stjórnenda hans að reka starfsem- ina innan ramma fjárlaga sem getur reynst örðugt ef rekstrarfé er naumt skammtað.“ Fundurinn var síðasti ársfund- ur sitjandi stjórnar og þakkaði stjórnarformaður gott samstarf og óskaði spítalanum heilla í framtíðinni. ■ HJAÐNANDI VERÐBÓLGA Verð- bólga innan ESB hjaðnaði á milli mánuða, úr 2,4% í mars í 2,1 % í apríl og var lægri en hagfræðing- ar höfðu spáð. Þessar upplýsing- ar munu ýta enn frekar undir spár þeirra sem segja að Seðla- banki Evrópu muni skera á vexti innan sambandsins í þeirri von að efnahagur landanna taki við sér. Sjómenn óánægðir: Hærra verð greitt til færeyskra fiskiskipa ÍSLENSKUR SJÓMAÐUR Sjómenn eru ósáttir við að Færeyingum sé greitt hærra verð. Frjálslyndum hafnað Landskjörstjórn hafnaði beiðni Frjálslynda flokksins um að fresta úthlutun þingsæta. Við tökum þetta upp í þinginu segir Guðjón A. Kristjánsson. FRÁ FUNDI LANDSKJÖRSTJÓRNAR Engar forsendur eru til að verða við beiðni Frjálslynda flokksins, segja kjörstjórnarmenn. Ársfundur Landspítala: Erfiður rekstur í auraleysi LANDSPÍTALI - HÁSKÓLASJÚKRAHÚS Á ársfundinum kom fram að rekstrarkostnaður hækkaði um 2,5% árið 2002. LANDSPÍTALINN FOSSVOGI A-álman hefur meira eða minna öll veruð endurnýjuð en hátt í 40 ár eru síðan spít- alinn var tekinn í notkun. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.