Fréttablaðið - 19.05.2003, Síða 2

Fréttablaðið - 19.05.2003, Síða 2
2 19. maí 2003 MÁNUDAGUR „Nei, ríkisstjórnin situr áfram en það er spurning um mig. Framtíðin er óviss eins og hjá mörgum um þessar mundir.“ Í næstsíðasta þætti sínum í Silfri Egils kvaddi Egill Helgason dramatískur og var helst á honum að skilja að hann myndi ekki snúa aftur á Skjá einn að loknu sumarfríi. Kveðja hans í síðasta þætti þessa tímabils var hins vegar: „Það má hugsa sér verra djobb en þetta.“ Spurningdagsins Egill, er búið að kaupa þig til áfram- haldandi veru hjá Skjá einum? BANKARÆNINGINN Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudags. Bankaræninginn í Kópavogi: Hefur ekki enn vísað á féð BANKARÆNINGI Pilturinn sem rændi Sparisjóð Kópavogs hefur játað að hafa framið ránið en ekki vísað á féð. Að sögn varðstjóra í rannsókn- ardeild Lögreglunnar í Kópavogi er hann í stöðugum yfirheyrslum og gefur misvísandi upplýsingar um hvar peningana sé að finna. Lögreglan vildi ekki staðfesta orðróm þess efnis að pilturinn hafi notað féð til að greiða fíkniefna- skuld. Ekkert hafi komið fram við rannsóknina sem bendi til þess. Pilturinn er tvítugur, býr í for- eldrahúsum og hefur lítillega komið við sögu lögreglu áður. Hann huldi ekki andlit sitt og þekktist af örygg- ismyndavélum bankans. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald þar til síðdegis á föstudag en talið er að féð sem hann náði nemi allt að einni milljón króna. ■ FLAKINU EKIÐ Á BROTT Ísraelskur bílstjóri reynir að aka flaki strætis- vagnsins burt af vettvangi. Mannskæð árás: Fyrsta árás í hálft ár JERÚSALEM, AP Átta manns fórust þegar palestínskur hryðjuverka- maður úr röðum Hamas-samtak- anna sprengdi sjálfan sig í loft upp í strætisvagni í Jerúsalem. Í kjölfar- ið aflýsti Ariel Sharon, forsætisráð- herra Ísrael, ferð sinni til Washington þar sem ræða átti nýjan vegvísi til friðar í Miðausturlönd- um. Árásarmaðurinn dulbjó sig sem strangtrúaðan gyðing og fór um borð í strætisvagn í borginni á há- annatíma snemma morguns. Tutt- ugu farþegar særðust, þar af sex hermenn sem voru á leið til vinnu. Staðfest hefur verið að nítján ára gamall liðsmaður Hamas-samtak- anna hafi framkvæmt árásina en samtökin hafa ekki lýst ábyrgð á til- ræðinu á hendur sér. Skömmu fyrir árásirnar fund- aði Ariel Sharon með Mahmoud Abbas, forsætisráðherra Palest- ínu, vegna hins nýja vegvísis. Leiðtogunum tókst ekki að komast að samkomulagi um framkvæmd áætlunarinnar. ■ ÖRYGGISVERÐIR GRIPU ÞJÓF Brot- ist var inn í Plastprent á Fosshálsi í fyrrinótt. Öryggisverðir komu á vettvang og mættu manni á leið út. Þeir héldu honum þar til lögreglan kom og handtók manninn. Í fórum sínum hafði hann sitthvað sem hann hugðist koma í verð. BÍLVELTA NÁLÆGT ÞINGEYRI Bíl- velta varð eftir hádegi í gær í Brekkudal, á veginum á leið frá Þingeyri á Hrafnseyrarheiði. Eldri maður var einn í bílnum og slapp hann án teljandi meiðsla. Hvasst var á þessum stað. Bíllinn fór nokkrar veltur og er gjörónýtur. BIÐU KÖLD OG HRAKIN Bílvelta var á veginum yfir Möðrudalsör- æfi aðfaranótt sunnudags. Kona á fertugsaldri og fimmtán ára sonur hennar voru ein í bílnum og lentu í krapaelg með þeim afleiðingum að bíllinn valt. Þau voru orðin köld og hrakin þegar bíll kom að um tveim tímum síðar. ÁTTA MANNS Í UMFERÐARÓHAPPI Harður árekstur varð um tvöleytið á laugardag í Kræklingahlíð norð- an Akureyrar. Að sögn varðstjóra í slökkviliði Akureyrar var jeppa ekið aftan á tvo kyrrstæða fólks- bíla og kastaðist annar þeirra 25- 30 metra útaf veginum. Átta manns voru í bílunum þremur og voru þrír fluttir á Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri til nánari skoðunar en meiðsl þeirra eru tal- in minniháttar. FESTI BÍL Tilkynnt var til lögregl- unnar á Hvolsvelli aðfaranótt laugardagsins að maður hefði fest bíl sinn á Sprengisandsleið. Tveir bílar frá lögreglunni fóru af stað og fundu manninn, sem var bandarískur frá Varnarliðinu í Keflavík. Hann var kominn fót- gangandi langleiðina í Veiðivötn þegar hann fannst. Maðurinn var hress og vel á sig kominn. Síbrotamaður: Braust inn og var gripinn SÍBROTAMAÐUR Lögreglan á Selfossi handtók á laugardagsmorgun inn- brotsþjóf sem brotist hafði inn í þrjú hús í bænum aðfaranótt laug- ardags. Hann slapp úr tveimur húsanna áður en tókst að klófesta hann. Í þriðja húsinu tókst húsráð- anda hins vegar að halda honum og barst leikurinn út í garð þar sem lögreglan hirti manninn. Maðurinn hafði ekkert upp úr krafsinu en hann hefur lítillega komið við sögu lögreglunnar áður. Á grundvelli fyrri brota óskaði lögreglan eftir gæsluvarðhaldsúr- skurði fram á föstudag. Að sögn lögreglunnar hefur hann búið í sýslunni um nokkurra ára skeið og verið til vandræða. Hann verð- ur vistaður á Litla Hrauni. ■ Kvótinn hverfur af Vestfjörðum Nánast hvert einasta sjávarþorp á Vestfjörðum hefur tapað stórum hluta fiskveiðiheimilda sinna frá árinu 1991. Strandamenn hafa einnig mátt sjá á bak verulegum hluta síns kvóta. SJÁVARÚTVEGUR Á síðasta rúma ára- tug hafa miklar sveiflur verið í aflaheimildum á milli byggðarlaga. Megin einkenni er að kvótinn leitar frá minni sveitarfélögum og safnast á stærri bæi. Þá hefur kvót- inn einnig leitað frá einstöku land- svæðum. Það á við um Vestfirði þar sem flest sjávarþorp hafa misst mikinn kvóta frá því 1991. Ef veiðiheimildir í öllum fisk- tegundum eru mældar sem þorskígildi sést hvernig aflaheim- ildirnar hafa breyst frá úthlutun haustsins 1991 og til úthlutunar kvótans í fyrrahaust. Úthlutaður heildarafli fyrir fisk- veiðiárið 1991 - 1992 var tæp 471 þúsund tonn. Síðasta haust nam út- hlutunin nokkru minna, eða 459 þús- und tonnum. Á Súðavík áttu haustið 1991 heima- höfn skip sem sam- tals höfðu 4.557 tonna þorskígildisk- vóta. Í dag er kvótinn aðeins fimmt- ungur þessa magns, eða 896 tonn. Kvótinn á Þingeyri er nú aðeins 26% þess sem hann var árið 1991. Af 6.394 tonnum eru 4.700 tonn horfin. Heimaskip Ísfirðinga, sem áður réðu yfir 18.185 tonnum, hafa nú aflaheimildir upp á 11.514 tonn. Tæp 37% kvótans eru farin. Á Flateyri voru skip með 2.849 tonna kvóta haustið 1991. Nú eru 43% kvótans eftir; 1.216 tonn farin. Sams konar sögu er að segja af Bolungarvík. Þar voru aflaheimild- ir 9.028 tonn. Helmingurinn er far- inn. Á Bíldudal hefur kvótastaðan versnað mikið. Af 3.791 tonns kvóta eru nú einungis 1.260 tonn eftir. Ná- kvæmlega tveir þriðju hlutar kvót- ans eru horfnir af skipum Bíldæl- inga á þessu ellefu ára tímabili. Kvóti á Suðureyri hefur reyndar staðið í stað. Hann er nú 2.493 tonn í stað 2.427 tonna. Staðan er einnig mun betri á suð- urfjörðum Vestfjarða. Á Patreks- firði hafa aflaheimildir verið sem næst óbreyttar. Á Tálknafirði hafa þó tæplega 10% kvótans horfið. Hinu megin á Vestfjarðakjálk- anum, í Strandasýslu, hafa byggð- irnar einnig mátt sjá á bak veruleg- um hluta fiskveiðiheimilda. Á Hólmavík er aðeins fjórðung- ur eftir af kvótanum sem nú stend- ur í 998 tonnum. Á Drangsnesi er kvótinn nú 60% þess sem hann var árið 1991. gar@frettabladid.is ATVINNUMÁL „Mér finnst þessar hugmyndir vægast sagt mjög var- hugaverðar og ég efast ekki um að atvinnurekendum muni líka þær mjög vel,“ segir Ögmundur Jónas- son, formaður BSRB. Í Morgunblaðinu í gær vekur Gunnar Páll Pálsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavík- ur, máls á hugmyndum sínum þess efnis að fyrsti dagur í veikindum launafólks verði launalaus. Þessi dagur sé sá dýrasti út frá sjónar- hóli vinnuveitandans og Gunnar telur sniðugt að menn hafi sjálfsá- hættu í minni veikindum gegn betri tryggingum í lengri og alvar- legri tilvikum. Ögmundi lýst afar illa á og tel- ur að ef þetta gangi eftir sé á ferð- inni hættuleg réttindaskerðing fyrir launafólk. „Tekjuminnsta fólkið, sem má ekki verða af einni krónu til að skrimta, myndi að öll- um líkindum pína sig til vinnu hundveikt. Og þegar talsmenn verkalýðshreyfingar eru farnir að tala um sjálfsáhættu í veikindum þá held ég að mönnum beri að hugsa sinn gang.“ ■ FARSÍMAR „Landssíminn skráði „GSM Frelsi“ sem vörumerki árið 1998 og því var síðar breytt í Frelsi þannig að við erum ein- faldlega að vernda vörumerkja- rétt okkar,“ segir Heiðrún Jóns- dóttir, upplýsingafulltrúi Lands- símans, um kröfu fyrirtækisins um lögbann á notkun samkeppn- isaðilans Og Vodafone á orðinu „frelsi“. „Við vildum ekki gera fjöl- miðlamál úr þessu en þeir hjá Og Vodafone vilja það greinilega og því er rétt að sjónarmið Lands- símans komi fram. Þeir eru með alls konar útúrsnúninga og orða- leiki en aðalmálið er að Land- ssíminn á „frelsi“. Við höfum lagt stórfé í markaðssetningu á hugtakinu og fáum ekki betur séð en að Og Vodafone hyggist spara sér umtalsverðar fjárhæð- ir með því að nota „frelsi“ um fyrirframgreidda farsímaþjón- ustu sína. Við höfðum áður farið fram á það við Og Vodafone að þeir hættu að nota orðið en þeir urðu ekki við því þannig að okk- ur var nauðugur einn kostur að fara fram á lögbann hjá sýslu- manni sem hefur fallist á sjónar- mið Landssímans.“ ■ Réttindalaus ökumaður: Hlaupinn uppi LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Sauð- árkróki elti uppi ungan réttinda- lausan ökumann aðfaranótt laug- ardagsins. Hann hafði ekið á ofsahraða um bæinn og þegar hann varð lögreglunnar var, stökk hann út úr bílnum og hvarf út í nóttina. Lögreglumenn hlupu hann uppi á milli garða í bænum. Hann var örmagna þegar hann náðist og grunur leikur á að hann hafi ver- ið ölvaður. Pilturinn var á bíl foreldra sinna og hafði tekið hann ófrjálsri hendi á meðan þau sváfu. Hann fékk að sofa úr sér í fangageymslum. ■ ■ Lögreglufréttir ■ Lögreglufréttir HEIÐRÚN JÓNSDÓTTIR „Þeir eiga TalFrelsi sem vörumerki og er auðvitað frjálst að nota það áfram og geta svos- em skeytt hverju sem er fyrir framan „frelsi“ en Landssíminn á orðið sem skráð vörumerki og það er því eðlilegt að hann standi vörð um það.“ ÖGMUNDUR JÓNASSON Þegar talsmenn verkalýðshreyfingar eru farnir að tala um sjálfsáhættu í veikindum held ég að mönnum beri að hugsa sinn gang. KVÓTASTAÐAN Á VESTFJÖRÐUM Á þessari mynd sjást breytingar sem urðu frá 1991 til 2002 á aflaheimildum skipa sem skráð eru til hafnar á Vestfjarðakjálkanum. ■ Á Súðavík er kvótinn aðeins fimmtungur þess sem hann var 1991. 6660 7 44 89 45 00 29 21 32 31 12 60 37 91 16 85 63 94 16 33 28 49 24 93 24 27 44 83 90 28 44 12 1 15 14 18 18 5 89 6 45 57 70 56 16 2 12 20 20 00 99 8 37 74 BRJÁNSLÆKUR PATREKSFJÖRÐUR TÁLKNAFJÖRÐUR BÍLDUDALUR ÞINGEYRI FLATEYRI SUÐUREYRI BOLUNGARVÍK HNÍFSDALUR ÍSAFJÖRÐUR SÚÐAVÍK NORÐURFJÖRÐUR DJÚPAVÍK DRANGSNES HÓLMAVÍK -89.16 -0,24 -9,61 -66,76 -73,64 +2,72 -42,68 -50,35 -36,68 -65,29 -80,34 -39,01 -73,55 1991 2002 38 19 6 61 50 5 VESTFIRÐIR ALLS: -37,9 Formaður BSRB ósáttur við tillögur VR: Veikir láglaunamenn pína sig til vinnu Landssíminn ver vörumerki sitt: Vill hafa sitt frelsi í friði

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.