Fréttablaðið - 19.05.2003, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 19.05.2003, Blaðsíða 4
4 19. maí 2003 MÁNUDAGUR Ætlar þú á leik í Íslandsmótinu í knattspyrnu í sumar? Spurning dagsins í dag: Hverjir verða Íslandsmeistarar karla í fótbolta? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 50,5% 38,8% Nei 10,7%Kannski Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Mánudaga til Föstudaga Laugardaga kl: 12:00 til 16:00 Opnunartími í sumar: Sími: 514-4407 kl: 13:00 til 18:00 Sandalar valda fjaðrafoki: Traðkað á Maríu mey DANMÖRK Danska verslunarkeðj- an Kvickly hefur vegna ítrekaðra kvartana tekið þá ákvörðun að fjarlægja úr hillum sínum sandala með myndum af Jesú Kristi og Maríu mey, að því er fram kemur í Politiken. Svo virðist sem það hafi farið fyrir brjóstið á viðskiptavinum að stíga þyrfti ofan á Jesú og Maríu guðsmóður þegar gengið væri í sandölunum. Lögreglunni hafa borist að minnsta kosti tvær kærur á hendur versluninni fyr- ir guðlast. Nú horfir málið þó nokkuð öðruvísi við þar sem sérfræðing- ar hafa komist að þeirri niður- stöðu að sennilega sé myndin ekki af Jesú Kristi heldur postu- lanum Júdasi Thaddeusi. Ólík- legt þykir þó að sandalarnir rati aftur upp í hillu í Kvickly í ná- inni framtíð. ■ Slasaður eggja- tökumaður: Sóttur í Hornbjarg SLYS Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti mann sem varð fyrir grjót- hruni í austurhluta Hornbjargs norðan við Hornbjargsvita á laugardaginn. Maðurinn var við eggjatöku í bjarginu þegar hann varð fyrir grjótinu. TF-SIF fór í loftið klukkan 16.07 og lenti í Hornvík klukkan 17.22. Þangað hafði maðurinn verið fluttur með hraðbátnum Patton þar sem það var ómögu- legt að hífa hann upp úr fjörunni á slysstað. Þyrlan lenti með manninn við Landspítala háskóla- sjúkrahús í Fossvogi klukkan 19.45 þar sem hann fór í aðgerð. Líðan hans er eftir atvikum. ■ SLÓVAKÍA, AP Slóvakar samþykktu inngöngu landsins í Evrópusam- bandið í þjóðaratkvæðagreiðslu sem haldin var um helgina. Yfir 92 prósent þeirra sem tóku þátt greiddu atkvæði með aðild að sambandinu. Atkvæðagreiðslan telst gild þótt aðeins rétt rúmur helmingur kosningabærra manna hafi tekið þátt. Slóvakíska þingið á eftir að samþykkja inngöngu landsins í sambandið en þar er þó aðeins um formsatriði að ræða þar sem allir flokkar eru fylgjandi aðild. Auk Slóvaka hafa Malta, Ung- verjaland, Slóvenía og Litháen samþykkt aðild að ESB í þjóðarat- kvæðagreiðslum. ■ MARKAÐUR Mundur ehf., sem er í eigu stærstu hluthafa Baugs, hef- ur eignast rúm sextíu prósent í Baugi Group. Auk eignarhaldsfé- laga í eigu Bónusfjölskyldunnar eru Kaupþing og Ingibjörg Pálmadóttir með eignarhluti í Mundi. Í framhaldinu verður öðr- um hluthöfum gert yfirtökutilboð á genginu 10,85. Gengi bréfa fé- lagsins hefur lítið hreyfst undan- farna mánuði, þrátt fyrir veruleg- an hagnað af fjárfestingarstar- semi þess. Markaðsvirði félags- ins er um 26 milljarðar sam- kvæmt yfirtökutilboði, en bók- fært eigið fé þess er ríflega 20 milljarðar. Baugur er fimmta stærsta fyrirtækið sem skráð er í Kauphöllinni á eftir bönkunum og Pharmaco. Kristín Jóhannesdóttir, stjórn- arformaður Mundar, segir það mat stærstu eigendanna að þróun fyrirtækisins sé betur komið með þessum hætti en með áframhald- andi skráningu á markaði. „Við- skipti eru þess eðlis að menn meta það á hverjum tíma hvað hentar framtíð fyrirtækja.“ Hún segir það mat stærstu eigenda að verð á markaði hafi ekki staðið undir væntingum þeirra miðað við vöxt fyrirtækisins á undanförnum misserum. Einn tilgangur skráningar fé- laga á markað er að fá aðgang að áhættufjármagni. Í tilkynningum Baugs hefur komið fram að frek- ari fjárfestingar hér á landi séu ekki í farvatninu. Þegar sú þörf er ekki fyrir hendi og við bætist að markaðurinn verðleggur bréfin tiltölulega lágt að mati stærstu eigenda eru fáar ástæður fyrir því að hafa félagið skráð á mark- aði. Kristín segir að ekki felist í þessu nein gagnrýni á regluverkið í kringum skráningu félaga. Að- stæður hafi einfaldlega breyst. Baugur fór á markað með út- boði árið 1998. Hluthafar sem keyptu í félaginu þá hafa aukið eign sína um rúm 50 prósent, án þess að tekið sé tillit til arð- greiðslna. Kristín segir að engin áform séu uppi um að selja rekstrarein- ingar frá félaginu og engin tilboð hafi komið í reksturinn innan- lands. Fram hefur komið að af- koman innanlands sé undir vænt- ingum stjórnenda og framlegð af innlendri starfsemi sé óviðun- andi. haflidi@frettabladid.is KAUPHÖLL ÍSLANDS Forstjóri Kauphallarinnar segir eftirsjá í Baugi en styrkur og stærð Kauphallarinnar sé sambærilegur við nágrannalönd. Afskráning Baugs: Kauphöllin áfram sterk MARKAÐUR Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, seg- ir vissulega eftirsjá í Baugi af að- allista Kauphallarinnar. Verðmæti Baugs er um fimm prósent af heildarvirði fyrirtækja í Kaup- höllinni. Töluvert hefur verið um afskráningar fyrirtækja að und- anförnu. Þannig eru bæði olíufé- lagið Ker og Íslenskir aðalverk- takar á leið út úr Kauphöllinni. Þórður segir að fækkun félaga þar á undan skýrist einkum af sameiningum. „Þegar fyrirtæki sameinast er verðmætið áfram inni í Kauphöllinni.“ Afskráning þessara fyrirtækja hefur ekki grundvallaráhrif á ís- lenska markaðinn. Þórður segir umfang hans vera um 60 prósent af landsframleiðslu sem sé í góðu samræmi við löndin í kringum okkur. „Það má ekki heldur gleyma því að áætlanir eru uppi um skráningu nýrra fyrirtækja á markaði, þannig að þetta er ekki bara í aðra áttina.“ Þórður segir að fjármagn á skráðum hlutabréfamarkaði sam- svari um helmingi af því lánsfé sem fyrirtæki hafi aðgang að í bankakerfinu. Kauphöllin sé því afar mikilvæg uppspretta fyrir uppbyggingu og sókn íslenskra fyrirtækja. ■ KONGÓ, AP Vígamenn Lendu og Hema ættbálkanna lögðu niður vopn sín eftir að hafa haldið íbúum í þorpinu Bunia í norðausturhluta Kongó í heljargreipum svo dögum skipti. Talsmaður friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna segir að and- rúmsloftið í þorpinu sé þrungið spennu þó að átökunum hafi linnt. Forsvarsmenn ættbálkanna und- irrituðu samkomulag um vopnahlé á fundi í Dar es Salaam, höfuðborg Tanzaníu, og hétu því að vígasveitir þeirra myndu tafarlaust yfirgefa Bunia. Sameinuðu þjóðirnar hófust þegar handa við að efla liðstyrk sinn í þorpinu. Fram til þessa hafa 750 friðargæsluliðar verið staðsett- ir í þorpinu en þeir hafa ekki getað haft hemil á blóðþyrstum víga- mönnum. Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur hvatt aðildarlöndin til að senda öryggis- sveitir til Kongó. Átökin á milli Hema og Lendu ættbálkanna brutust út fyrir rúmri viku síðan. Ógerlegt hefur reynst að meta tölu látinna vegna þeirrar ringulreiðar sem ríkir á svæðinu. Yfir 10.000 manns hafa leitað skjóls hjá Sameinuðu þjóðunum eða mætt á flugvöllinn í Bunia með eigur sín- ar í hjólbörum í von um að fá far með flugvélum hjálparsamtaka. Áætlað er að um 25.000 til 28.000 vígamenn séu í héraðinu. Að sögn talsmanns friðargæsluliða eru þeir allt niður í tíu ára gamlir. Hann ít- rekar engu að síður að þeir séu mjög hættulegir þar sem margir þeirra séu undir áhrifum eiturlyfja og lúti engri stjórn. ■ Ekki meira fjár- fest innanlands Stærstu eigendur Baugs telja hag sínum og fyrirtækisins best borgið með því að afskrá félagið. Gengi bréfa félagsins hefur hækkað um rúm 50 prósent frá því það var skráð á markað árið 1998. FER AF MARKAÐI Baugur er fimmta stærsta fyrirtækið sem skráð er í Kauphöll Íslands. Stærstu eigendur hafa gert öðrum hluthöfum yfirtökutilboð og hyggjast afskrá félagið. Stækkun ESB: Slóvakar samþykkja aðild SÁTTUR FORSETI Mikulas Dzurinda forseti fagnaði niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar. Vígasveitir leggja niður vopn: Andrúmsloftið þrungið spennu ÞORP Í HELJARGREIPUM Sameinuðu þjóðirnar hafa þegar hafist handa við að fjölga friðargæsluliðum í Bunia til þess að geta brugðist betur við ef ófriðurinn blossar upp að nýju. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M AP /M YN D AP /M YN D

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.