Fréttablaðið - 19.05.2003, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 19.05.2003, Blaðsíða 8
8 19. maí 2003 MÁNUDAGUR Steinaldarmennirnir Það er eins og menningarvit- und sé aðeins sementsryk í vitum ráða- manna sem vilja byggja sér kastala fyrir kosning- ar. Sefán Jónsson, leikari og leikstjóri. DV, 17. maí. Getur maður smitast? Fegurðin er sjúkdómur. Monica Bellucci, fársjúk leikkona. DV, 17. maí. Hvað með hluttekningu? Það felst í orðinu hluthafi að vera ekki hlutlaus. Gunnar Páll Pálsson, formaður VR. Morgunblaðið, 18. maí. Orðrétt Vegna tilkynningar um væntanlegt yfirtökutilboð nokkurra aðila á hlutafé Baugs Group hf. hefur aðalfundi félagsins, sem halda átti þriðjudaginn 20.maí nk., verið frestað. Fundurinn verður haldinn fyrir lok júní svo sem áskilið er í samþykktum félagsins. F.h. stjórnar Baugs Group hf. Hreinn Loftsson hrl. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B A U 2 11 94 05 /2 00 3 Tilkynning um frestun aðalfundar Baugs Group hf. VIÐSKIPTI Eignarhaldfélagið AV, sem er í eigu starfsmanna Ís- lenskra aðalverktaka, mun í dag leggja fram yfirtökutilboð til ann- arra hluthafa. Félagið keypti tæp- lega 40 prósenta hlut ríkisins fyr- ir skemmstu og tryggði sér á föstudag 67,22% hlut í félaginu. Stefán Friðfinnsson, forstjóri félagsins, segir viðskiptin hafa verið að ósk annarra hluthafa sem vildu losa eign sína. Hann segir félagið hafa gert sér grein fyrir því að eignin væri mjög ná- lægt yfirtökumörkum. „Við stefndum ekkert sérstaklega að þessari niðurstöðu, en vorum undir hana búin.“ Í framhaldinu verður félagið afskráð í Kaup- höll Íslands. Af því hlutafé sem eftir stendur er stærsti hlutinn í eigu Jóns Ólafssonar, sem einnig bauð í hlut ríkisins. Honum verður gert tilboð á sama gengi og ríkið seldi á, sem var 3.69. Stefán segir engar grundvallar- breytingar verða með nýju eign- arhaldi. „Við ætlum að gera svipaða hluti ennþá betur.“ ■ STJÓRNSÝSLA Eftir á að hyggja sjá- um við að þetta framferði bæjar- lögmanns er bæði siðlaust og ólöglegt og teljum að hann hafi misnotað traust okkar,“ segja hjón sem keyptu gamalt hús af Hafnar- fjarðarbæ. Hjónin keyptu svokallað Blön- dalshús af Hafnarfjarðarbæ í júní 2001 á 5,5 milljónir króna. Húsið, sem byggt er árið 1880, reyndist vera aðeins 201 fermetri en ekki 319 fermetrar eins og skráning þess sagði til um. Að auki var ástand þess miklu lakara en hjón- in segjast hafa staðið í trú um. Húsið hafi verið metið af fast- eignasala sem ekki hafi komist inn í það til skoðunar. „Vegna framkomu bæjarlög- manns og Byggingarnefndar, sem notuðu sér ókunnugleika okkar, höfum við orðið fyrir verulegum kostnaðarauka,“ segja hjónin í bréfi sem þau hafa skrifað bæjar- yfirvöldum. Þau krefjast þess að 995 þúsund krónur af kaupverðinu verði felldar niður. Að auki verði þau ekki látin kosta niðurrif bíl- skúrs sem er áfastur húsinu og á að hverfa af skipulagsástæðum. Fram kemur í bréfi hjónanna að þau hafi upphaflega gert tilboð upp á fimm milljónir króna. Bær- inn hafi þá auglýst húsið en engin tilboð fengið. Bæjarlögmaður hafi við svo búið sagt þeim að þau yrðu að hækka tilboðið í áðurnefndar 5,5 milljónir, annars gæti hann ekki lagt tilboðið fram. Þetta segja hjónin nú hafa verið ólög- legt og siðlaust af hálfu bæjarlög- mannsins. Samkvæmt frásögn hjónanna í bréfinu komu „endalausar kröfur og skilyrði“ frá Byggingarnefnd Hafnarfjarðar þeim í opna skjöldu. Kröfurnar hafi miðast við nýtt hús. Nefndin hafi sett alls kyns skilyrði fyrir fokheldisvott- orði og lokaúttekt. „Af ókunnugleika gerðum við það sem Byggingarnefnd fór fram á til þess að fá útgefið fok- heldisvottorð... Seinna komumst við að raun um að í stað þess að fara að endalausum kröfum Bygg- ingarnefndar til að fá vottorðið hefðum við einungis þurft að hafa samband við Fasteignamat ríkis- ins.“ Bæjarráð vísaði erindi hjón- anna til Guðmundar Benedikts- sonar bæjarlögmanns. „Ég er van- ur ýmsu og læt þetta ekki koma mér úr jafnvægi. Ég mun skila minni umsögn til bæjarráðs á fimmtudag,“ segir bæjarlögmað- urinn. gar@frettabladid.is Smygl á fólki til vesturlanda ábatasöm iðja: Ástandið á bara eftir að versna HOLLAND, AP Yfir 450 þúsund manns er smyglað inn í Evrópu á hverju ári segir yfirmaður frá Interpol, alþjóða lögreglusamtök- unum, en Interpol vill að harðar verði tekið á fólkssmyglurum þar sem aukning sé á skipulögðu smygli fólks hvarvetna. Nýlega létust 18 manns í Texas þegar flutningabílstjóri sem ók þeim inn í Bandaríkin í tengi- vagni, skildi vagninn eftir í kæf- andi hita án þess að hleypa fólkinu út. „Ástæður þess að fólk greiðir stórfé fyrir að komast til vestur- landa, eru augljósar,“ sagði Paul Silvester, glæpafræðingur hjá stofnuninni. „Bætt kjör og betra líf. Þess vegna á þetta vandamál eftir að aukast mikið næstu árin.“ Interpol er samvinnustofnun lögreglu í 181 landi og tekur að- allega á fíkniefnasmygli, smygli á fólki, hryðjuverkum, barna- klámi og öðrum málum sem snerta fleiri en eina þjóð. ■ ÓLÖGLEGIR INNFLYTJENDUR Fleiri þúsundum manna er smyglað frá Afríku til Spánar hvert ár. BLÖNDALSHÚS Í HAFNARFIRÐI Hjón sem keyptu Blöndalshús við Suðurgötu í Hafnarfirði segja það hafa verið í „niður- níðslu og bænum til skammar“ þegar þau keyptu það af bænum fyrir tæpum tveimur árum. „Það var út af fyrir sig þó nokkuð afrek að endurreisa það, þó við segjum sjálf frá, og í dag er það til mikils sóma,“ segja hjónin. Starfsmenn aðalverktaka: Kaupa aðra hluthafa út Bæjarlögmaður sagður siðlaus Hjón í Hafnarfirði segja bæjarlögmann hafa beitt ólöglegum og siðlausum aðferðum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.