Fréttablaðið - 19.05.2003, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 19.05.2003, Blaðsíða 10
STJÓRNSÝSLA Ríkisendurskoðun seg- ir sjálfseignarstofnunina Sólheima í Grímsnesi hafa notað 158 milljón- ir af fé ríkisins í aðra hluti en um- samda umönnun fatlaðra vist- manna. Sólheimar í Grímsnesi hafa ver- ið með þjónustusamning við félags- málaráðuneytið vegna umönnunar fatlaðra. Sólheimar telja samning- inn löngu fallinn úr gildi og að stofnunin sé því óbundin af honum. Ríkið hefur hins vegar greitt um- samda upphæð á hverju ári. Ríkis- endurskoðun segir að forsvars- mönnum Sólheima hafi borið að fara eftir ákvæðum samningsins um skiptingu útgjalda. Athugasemdirnar 1. Verulegur munur er á skilgrein- ingum fjárveitinga og raunveru- legri notkun fjárins. Í stað þess að 61% framlagsins færi til umönnun- ar fatlaðra var aðeins varið 39% peninganna til þess málaflokks. Á árunum 1996 til 2001 voru 158 milljónir króna af fé ríkisins notað- ar til annars en samið var um. 2. Ótækt að Sólheimar hafi að eigin vild og án samþykkis ríkisins ráð- stafað fjárveitingum. 3. Stjórnvöld eiga að kanna réttar- stöðu forsvarsmanna Sólheima eft- ir þessa ráðstöfun þeirra á fjár- munum ríkisins. 4. Engir iðjuþjálfar eða sérstakir leiðbeinendur fyrir fatlað fólk á vinnustöðum. 5. Enginn forstöðumaður fyrir- tækja Sólheima með fagþekkingu á ummönnun fatlaðra. 6. Vegna undirmönnunar gefst ekki tími til kennslu og leiðbeininga. 7. Þeir fáu þroska- og iðjuþjálfar sem starfað hafa á Sólheimum hafa lítið getað nýtt fagþekkingu. 8. Umdeilanlegt að þjónustusamn- ingur sé fallinn úr gildi og því ber Sólheimum að fylgja forsendum samningsins við ráðstöfun fjár frá ríkinu. 9. Félagsmálaráðuneytið hafi eng- ar athugasemdir gert við stjórn- endur Sólheima fyrr en Ríkisend- urskoðun kom með fyrri skýrslu sína árið 2002. 10. Ríkið greiddi fyrir 35 stöðugildi við umönnun fatlaðra en aðeins 18 stöðugildi voru fyllt. 11. Heildarársverk voru aðeins 36,5 en ekki 49 eins og samið var um og greitt fyrir. 12. Ársuppgjör ekki með þeim hætti að hægt sé að sjá hvort kostn- aði hafi verið skipt eins og samn- ingurinn kveður á um. 13. Umframlaunakostnað má rekja til nýrrar atvinnustarfsemi á Sól- heimum sem er ekki á ábyrgð rík- issjóðs. 14. Bókfærður kostnaður við kynn- ingu á starfsemi Sólheima sem vistvæns byggðarhverfis á sér ekki stoð í þjónustusamningnum. ■ 10 19. maí 2003 MÁNUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Kannski er Íslandi þegar ölluer á botninn hvolft stjórnað af verktökum. Það er að minnsta kosti naumast einleikið hversu mörg hús rísa hér fyrir tilverkn- að opinberra aðila og með öðru vitna þessi hús um það hvern hug ráðamenn bera til viðkomandi málefna og hvað þeim finnst mik- ilvægt - og hvað ekki. Þannig virðist ekki varða mestu endilega hvað eigi að fara fram í húsunum, heldur fremur hitt að framkvæmdirnar við þau séu „lyftistöng fyrir viðkomandi byggðarlag“. Sjálfsmynd Íslend- inga er fyrst og fremst góð þegar þeir hafa það á tilfinningunni að þeir hafi nóg að gera. Þjóð sem byggir kirkjur en sækir þær ekki Þannig hefur þjóðin byggt kirkjur af fádæma dugnaði en er á hinn bóginn heldur löt við að sækja messur, sem er kannski ekki undarlegt vegna þess að í messum þarf maður að sitja svo lengi aðgerðalaus. Glæsileg íþróttahús með full- komnustu aðstöðu sem völ er á fyrir hvers kyns íþróttaiðkun eru tvímælalaust í þriðja sæti á eftir skólum og kirkjum í forgangs- röðinni um það hvers konar hús skuli helst rísa hér á landi. Þetta er einkennilegt vegna þess að Ís- lendingar hafa ekki neitt sérstak- lega mikinn áhuga á íþróttum og virðist margt betur gefið en að stunda þær - eiga sárafáa afreks- menn og eru eftirbátar annarra þjóða í þeim íþróttum sem stund- aðar eru á heimsvísu. Hin dálítið áreynslukennda innlifun margra íslenskra karlmanna í gengi enskra fótboltaliða vitnar um að eitthvað virðist skorta á ljómann sem stafi af íslenskum íþróttalið- um - sé Þróttur frátalinn - og reyndar grunar mann að þessi áhugi snúist ekki síst um að lifa sig inn í enskan lífsstíl með til- heyrandi þrásetum á krám. Allar íþróttahallirnar virðast einkum tilkomnar vegna þess að sú hug- mynd hefur af einhverjum ástæðum náð að festa rætur með þjóðinni að íþróttaiðkun komi í veg fyrir eiturlyfjaneyslu - þótt mörg dæmi séu einmitt um að íþróttir og eiturlyf eiga prýðilega samleið - og þá jafnframt hitt að stundi ungmenni ekki íþróttir af einhverju tagi sé vís leiðin í ystu myrkur eiturlyfjabölsins sem er augljós fásinna. Næst koma félagsheimilin Næst í forgangsröðinni eru fé- lagsheimili sem risið hafa víða um land og eflaust gengt mikils- verðu hlutverki þótt hinar raun- verulegu félagsmiðstöðvar víð- ast hvar séu að vísu bensínstöðv- arnar. Hins vegar vefst það svo- lítið fyrir manni að skilja hvers vegna ráðamenn ætla nú að fara að reisa ný félagsheimili á sömu stöðum undir nafninu Menning- arhús - einkum í ljósi þess að enn hefur ekki verið ráðist í bygg- ingu tónlistarhúss í Reykjavík. Hvar er tónlistarhúsið? Hvers vegna er það ekki löngu risið? Þetta er hneisa. Þó ekki væri nema fyrir þá sök að í tónlist eru Íslendingar miklu betri en í íþróttum. Svo er framsýni Gylfa Þ. Gíslasonar fyrrverandi menntamálaráðherra fyrir að þakka að tónlistarkennsla er hér á háu stigi sem skilar sér í almennri ástundun tónlistar meðal leikra - kórar eru hér fleiri en tölu verði á komið og um allt land eru amatör- ar að gleðja sig og aðra við tónlist- arflutning, auk þess sem Íslend- ingar eru afar duglegir að sækja tónleika af öllu tagi. Þessi al- menna ástundun tónlistarinnar skilar okkur mörgu afburðafólki í öllum greinum tónlistar. Ráðamenn í Kópavogi létu af alkunnum myndarskap reisa sitt tónlistarhús eins og að drekka vatn - Salinn - en þegar kemur að því að Ríki og Borg taki saman höndum um að reisa tónlistinni í landinu verðugar höfuðstöðvar virðist ráðamönnum gersamlega fyrirmunað að átta sig á mikil- vægi málsins. Það var ekki fyrr en farið var að kalla húsið Tónlist- ar - og ráðstefnuhús sem örlaði á örlitlum áhuga, þótt ráðstefnur sé vitaskuld hægt að halda hvar sem er - til dæmis í bíóum. Hvað veld- ur þessu gjörtæka áhugaleysi ráðamanna á því að reisa tónlist- arhús? Er þetta dáðleysi? Er þetta gagnkvæm andúð þeirra mennta- málaráðherra sem úr Sjálfstæðis- flokknum koma og Reykjavíku- listans? Er þetta vegna þess að Reykjavík er ekki úti á landi og þarf ekki „lyftistöng fyrir at- vinnulífið“? Byggð kringum ekkert Perlan er byggð kringum Ekk- ert, hefur ekkert inntak, ekkert konseft, snýst bara í hringi. og kannski hægt að kaupa sér ís þar Af hverju var ekki gert tónlistar- hús ofan á tönkunum? Af hverju var ekki veitt peningum í tónlist- arhús í stað þess að ausa fé í Safnahúsið við Hverfisgötu, sem enginn veit almennilega til hvers er? Af hverju reis ekki tónlistar- hús áður en Reykjavík varð Menningarborg Evrópu? „Við öll- um þessum spurningum er til eitt og annað loðið svar,“ eins og Me- gas kvað en eftir stendur þetta: tónlistarhús hefur ekki risið hér á landi vegna þess að stjórnmála- mennirnir okkar hafa ekki áhuga á að láta það rísa. ■ Um daginnog veginn Hvað um tónlistarhús? ■ Bréf til blaðsins Ríkisendurskoðun og Sólheimar í Grímsnesi: Athugasemdirnar vegna Sólheima Ögmundur Jónasson formaður BSRB og þingmaður Vg. Stefna ekki persóna Mitt mat er að svo sé ekki. Ég held að afstaða kjós- enda ráðist að mjög takmörkuðu leyti af frambjóðend- um í einstökum kjördæmum. Heldur séu menn að taka afstöðu til flokksins á landsvísu. Það held ég að eigi við um Sjálfstæðisflokkinn eins og aðra stjórnmálaflokka. Á þessu kunna að vera undantekningar. En þær undan- tekningar sanna regluna. Ég hef ekki trú á að það eigi við í þessu tilfelli. Ég held að það sem veikt hafi Sjálf- stæðisflokkinn sé sú stefna sem hann hefur fylgt sér- staklega í heilbrigðismálum og hótanir hans um að markaðsvæða velferðarþjónustuna. Það er þetta fyrst og fremst sem hefur veikt Sjálfstæðisflokkinn. Óttinn við hvarf frá hófsamari gildum. ■ Sigríður Anna Þórðardóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins Hefur ekki veikst Mér finnst staða Davíðs ekki hafa veikst innan Sjálf- stæðisflokksins. Hins vegar er það ljóst að flokkurinn tapaði fylgi þannig að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki eins sterkur núna og eftir kosningarnar fyrir fjórum árum þegar fylgi hans náði hámarki. Hins vegar er það svo að mjög fast var sótt að flokknum. Markmið stjórnarand- stöðunnar var jú að fella ríkisstjórnina. Það varð niður- staða þessara kosninga að ríkisstjórnin hélt velli. Það finnst mér sýna gríðarlega mikinn styrk þeirra flokka sem hafa verið í samstarfi og þá auðvitað mestan styrk þess manns sem hefur verið í forsæti fyrir ríkisstjórn- ina undanfarin tólf ár. ■ Hefur staða forsætisráðherrann veikst? Skiptar skoðanir ■ Af Netinu Máttur eða móðgun Ef Sjálfstæðisflokkur og Fram- sóknarflokkur mynda ríkisstjórn er það móðgun við kjósendur að gera Halldór Ásgrímsson að for- sætisráðherra... Auðvitað á stærri flokkurinn að fara með embætti forsætisráðherra. Ann- að er móðgun við lýðræðið. ÞORBJÖRG S. GUNNLAUGSDÓTTIR Á TÍKIN.IS Útför frestað Seinustu helgi ákvaðu íslenskir kjósendur að fresta því að moka yfir Framsóknarflokkinn um önnur fjögur ár. Fylgistap flokks- ins reyndist óverulegt og allar líkur eru á því að hann verði aft- ur með í ríkisstjórn, jafnvel leið- andi aðili. STEINÞÓR HEIÐARSSON Á MÚRNUM. Daglegt flug til Kaupmannahafnar Iceland Express flýgur til Kaupmannahafnar alla daga. Skoðaðu og bókaðu á IcelandExpress.is eða komdu á söluskrifstofuna Suðurlandsbraut 24, opið 9-17 virka daga. Lág fargjöld. Engin bókunarfyrirvari. Engin lágmarksdvöl og engin hámarksdvöl. Söluskrifstofa Suðurlandsbraut 24, opið 9-17 virka daga I Sími 5 500 600 I www.IcelandExpress.is M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Sjálfstæðisflokkurinn tapaði hvergi meira fylgi en í kjördæmi forsætisráðherrans, Davíðs Oddssonar. Ég vil senda Nóatúni Hólagarðiinnilegar þakkir fyrir að gera undantekningu og senda mér vör- ur heim á laugardegi, þrátt fyrir að sú þjónusta sé alla jafna ekki í boði á þeim degi. ■ Góð þjónusta í Nóatúni Kristín, Arahólum 2, skrifar: Mikið óréttlæti viðgengst hér íþjóðfélaginu hvað varðar meðlagsgreiðslur og barnabætur foreldra sem deila með sér for- ræði barns eða barna. Staðreynd- in er sú að þrátt fyrir jafnan vist- unartíma barns hjá foreldrum fær einungis ann- að foreldrið meðlag og barnabæt- ur. Er þá um að ræða það foreldri sem barnið hefur lögheimili hjá. Það er kominn tími til að breyta þessu óréttlæti. Reglur ættu að vera í takt við nútímann og það fjölskyldumynstur sem um er að ræða hverju sinni. Sem bet- ur fer er að aukast að foreldrar deili jafnt á milli sín forsjá og vistunartíma barna sinna. Í kjöl- farið ættu meðlagsgreiðslur og barnabætur að skiptast jafnt á báða foreldra. Ég skora á fólk í þessari stöðu að berja í borðið og láta í sér heyra og einnig skora ég á stjórn- völd að gera jafnt við alla og koma á jafnrétti og sanngirni hvað þetta varðar. ■ GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON ■ skrifar um tíðar byggingar íþróttahúsa og langa bið eftir tónlistarhúsi. GEIR H. HAARDE Fjármálaráðherra hélt greiðslum áfram. PÁLL PÉTURSSON Félagsmálaráðherra vildi stöðva greiðslur. SIGURÐUR ÞÓRÐARSON Ríkisendurskoðun gerði margar athugasemdir. Jafnt forræði foreldra Linda skrifar:

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.