Fréttablaðið - 19.05.2003, Síða 15

Fréttablaðið - 19.05.2003, Síða 15
15MÁNUDAGUR 19. maí 2003 BORÐTENNIS Sex Íslendingar keppa á heimsmeistaramótinu í borð- tennis sem hefst í París í dag. Keppt verður í einliðaleik og tví- liðaleik og taka um 180 þjóðir þátt í mótinu. Í liði Íslands, sem landsliðs- þjálfarinn Hu Dao Ben valdi, eru eftirtaldir: Guðmundur E. Steph- ensen, Markús Árnason og Sig- urður Jónsson (allir úr Víking), Aldís Rún Lárusdóttir og Kristín Hjálmarsdóttir (báðar úr KR) og Halldóra Ólafs úr Víking. Mótinu lýkur á laugardag. ■ FÓTBOLTI Norska félagið Rosen- borg BK var stofnað þennan dag árið 1917. Rosenborg, sem hét Odd BK fyrsta áratuginn, komst ekki í fremstu röð í Noregi fyrr en á sjöunda áratugnum. Árið 1960 sigraði félagið í fyrsta skipti í bik- arkeppninni og sjö árum síðar í deildinni í fyrsta sinn. Á ýmsu gekk í starfi félagsins á áttunda áratugnum, sigrar í deild og bikar og fall í 2. deild árið 1977. Á þessum árum var samt lagður grunnurinn að velgengni félagsins í seinni tíð. Nils Arne Eggen hóf þjálfaraferil sinn árið 1971 og stýrði Rosenborg til sig- urs í deild og bikar á fyrsta ári. Hann tók við þjálfun félagsins að nýju árið 1988 og aftur sigraði Rosenborg bæði í deild og bikar á fyrsta ári hans sem þjálfara. Eggen hætti þjálfun í fyrra eft- ir að Rosenborg hafði sigrað í deildinni ellefta árið í röð. Rosen- borg lék einnig í Meistaradeild Evrópu óslitið frá 1995 og verður varla um deilt að félagið er fremst allra liða á Norðurlöndum. ■ Helgi Sigurðsson skoraði eittmark þegar Lyn vann Sta- bæk 3:1 í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Lyn komst með sigrin- um upp í þriðja sæti deildarinnar en Stabæk situr eftir í því sjö- unda. Rosenborg er efst í deild- inni með fullt hús stiga. Jóhannes B. Jóhannesson tryg-gði sér Íslandsmeistartitilinn í snóker í fjórða sinn um helgina. Stofndagur: Rosenborg á afmæli í dag ÁRNI GAUTUR Árni Gautur Arason í leik gegn Celtic. Árni var á varamannabekknum í liði Rosen- borg sem vann Sogndal á föstudag með þremur mörkum gegn einu. Rosenborg er efst í norsku deildinni með fullt hús stiga, 18 talsins. ■ Íþróttir HM í borðtennis: Sex Íslendingar keppa LANDSLIÐIÐ Landslið Íslands í borðtennis. Frá hægri: Sigurður Jónsson, Markús Árnason, Guð- mundur Stephensen, Hu Dao Ben, Hall- dóra Ólafs, Kristín Hjálmarsdóttir og Aldís Rún Lárusdóttir.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.