Fréttablaðið - 19.05.2003, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 19.05.2003, Blaðsíða 38
38 19. maí 2003 MÁNUDAGUR Sveinn Runólfsson er eldhresshugsjónamaður, kappsamur, hugsar stórt og hlær hátt,“ segir landgræðslustjóri ríkisins aðspurð- ur um hver hann sé. Framsetning þessarar persónu Fréttablaðsins undirstrika orð hennar rækilega. Landgræðslan stendur nú fyrir miklu átaki og hefst hið svokallaða landgræðsluflug 20. maí. Sveinn stýrir því átaki af myndarbrag. Hann lítur á sig sem Rangæing og er búsettur á Gunnarsholti ásamt konu sinni Oddnýju Sæmundsdótt- ur hjúkrunarfræðingi en þau hjónin eiga þrjá syni, 18, 24 og 25 ára gamla. Það kemur í ljós þegar talið bein- ist að ætt og uppruna að Sveinn er eiginlega genetískur landgræðslu- maður. „Í föðurætt er ég Skaftfell- ingur í 7. lið frá Sveini Pálssyni landlækni og í móðurætt er ég frá Laufási í Eyjafirði. Er til dæmis Björn Halldórsson forfaðir minn í þann legginn. Sjálfur er ég fæddur árið 1946 á Hvanneyri í Borgarfirði þar sem nú er Landbúnaðarháskól- inn. Þar var móðurafi minn skóla- stjóri og faðir minn tók við af hon- um. Síðar varð faðir minn sand- græðslustjóri og þegar hann féll frá tók bróðir hans við, þá sem land- græðslustjóri. Ég tók við af honum árið 1972 sem slíkur og hef verið í þessari eldlínu í 31 ár. Eins og af hærum má sjá,“ segir Sveinn. Starf og áhugamál fara saman þegar Sveinn er annars vegar en hann nefnir að þau hjónin hafi reynt að stunda hestamennsku. Oddný er Skagfirðingur og á þeim forsendum harðneitar Sveinn að segja hversu mörg hross séu í eigu þeirra en upp- lýsir þó að nú séu þau sex á járnum. Sveinn er ekki mjög bókelskur, hann virðist hafa annað við tímann að gera en sitja yfir bókum. Hann les sér þó til um stjórnun og er Brian Tracy hans maður í þeim geira. Eftirlætisstaður land- græðslustjórans - „draumalandið“ - er Veiðivötn og umhverfi þeirra. ■ Persónan SVEINN RUNÓLFSSON ■ landgræðslustjórinn, sem hugsar stórt og hlær hátt, stendur í stórræðum þessa dagana og má heita að hann sé genetískur landgræðslumaður. Imbakassinn Eldhress hugsjónamaður og kappsamur Ég hef alltaf haft mikinn áhuga áÍslandi og þá ekki síst hrjóstru- gri og hrikalegri náttúrunni“, segir Dörthe Eichelberg sem hefur dval- ið hérlendis síðustu vikurnar, ásamt vinkonu sinni, Katinka Kocher, við gerð heimildarmyndar um álfa og huldufólk. „Ég kynntist landinu fyrst þegar ég las bækurn- ar um Nonna og Manna“, segir Dörthe og hlær. Stöllurnar stunda nám í kvik- myndagerð við Kvikmyndaskólann í Baden-Wurtemberg og heimildar- myndin er lokaverkefni þeirra. Dörthe leikstýrir myndinni en Katinka sér um alla kvikmynda- töku. „Við komum hingað fyrst í nóv- ember, tókum upp í heilan mánuð og dvöldum meðal annars á Skriðuklaustri. Þegar við komum heim komumst við að því að 70% af öllu efninu sem við höfðum tekið upp var ónýtt og við fengum því ágætis afsökun til þess að koma aftur. Okkur finnst rosalega gaman að vera hérna. Kannski fáum við annað tækifæri ef við fáum mynd- ina sýnda í íslensku kvikmynda- húsi.“ Myndin er nokkuð sérstök fyrir þær sakir að vinkonurnar blanda teiknimyndum saman við efnið en slíkt hefur ekki tíðkast þar sem heimildarmyndir eru annars vegar. „Það má segja að þetta sé hálfgerð glæpasaga en ég er komin hingað til þess að elta álfana uppi. Við höf- um ekki fundið neina enda skilst mér að maður geti ekki endilega séð þá en finni fyrir þeim. Ég er því hinn vantrúaði sögumaður en álfarnir eru teiknaðir allt í kringum mig. Ætli þetta sé ekki fyrsta heim- ildarmyndin sem hefur verið gerð þar sem kvikmyndagerðarmaður- inn veit minna um viðfangsefnið en áhorfandinn. Mér finnst það alveg stórmerki- legt hversu álfatrú er almenn hérna. Fyrst hélt ég að þetta væri goðsögn sem var búin til fyrir ferðamenn en nú veit ég betur. Maður á von á svona í frumstæðum löndum en að þetta sé svona í jafn þróuðu og tæknivæddu landi og Ís- landi er alveg magnað.“ Dörthe nefnir sem dæmi að þeg- ar upptökur þeirra eyðilögðust hafi fólk spurt þær hvaða steinum þær hafi hróflað við og þar fram eftir götum. „Í Þýskalandi hefði fólk strax farið að leita að tæknilegum skýringum en hér þótti ekkert sjálfsagðra en að álfar hefðu fiktað í græjunum.“ thorarinn@frettabladid.is Það hefði heldur betur hlaupiðá snærið hjá hinum ofsókna- brjálaða manni sem Örn Árna- son hefur túlkað með miklum ágætum í vet- ur í Spaug- stofunni ef hann hefði átt leið í Nor- ræna húsið um kvöldmat- arleyti laug- ardags. Þá voru saman komnir flestir þeir Íslend- ingar sem tengjast Noregi með einum hætti eða öðrum að gera sér glaðan dag í tilefni 17. maí, þjóðhátíðardegi Norðmanna. Hinir norskættuðu ráðherrar Geir Haarde, Siv Friðleifsdóttir og Tómas Ingi Olrich, voru allir mættir. Jón Kjell Seljeseth tón- listarmaður, Odd Nerdrum myndlistarmaður og fjölmargir fleiri dreyptu á hanastéli og gleyptu í sig snittubrauð að norskum sið. Já, heyrðu maður, langt síðan við höfum sést... þú ert bara næstum búinn að SNOÐA þig... ekkert mál, þetta vex náttúrlega pottþétt aftur! SVEINN RUNÓLFSSON Eftirlætisstaður landgræðslustjóra ríkisins er Veiðvötn og umhverfi þeirra. DÖRTHE EICHELBERG „Þessi mynd er rosalega artí fartí og óhefðbundin í frásagnarhætti. Ætli hún verði ekki fræg eftir svona 100 ár. Hún er svo avant garde að fólk þarf örugglega langan tíma til að meðtaka hana“, segir Dörthe og bætir því við að Þjóðverjar líti fyrst og fremst á álfa sem sætar sögur en láti það ekki að sér hvarfla að þeir finnist meðal manna. Huldufólk ■ Dörthe Eichelberg og Katinka Kocher hafa dvalið á Íslandi í leit að álfum í tengslum við gerð heimildarmyndarinnar Fairies and other Tales. Þær hafa lent í ýmsum ævintýrum og útiloka ekki að huldufólk hafi truflað vinnu þeirra þótt þær hafi ekki rekist á neina álfa. Fréttiraf fólki ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Í Sparisjóði Kópavogs. Jack Welch. Living History. ■ Leiðrétting Að gefnu tilefni er bankaræningjum bent á að hægt er að fá ódýrar sokkabuxur í næstu kjörbúð eða apóteki. Hrósið ...fær stjórn Landspítala fyrir að hafa ráðið í stöðu fulltrúa sjúklinga, sem Ingibjörg Pálma- dóttir, fyrrum heilbrigðisráð- herra, gegnir. Hvernig á að vera óþolandi gerpi, 1. lexía: FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI Eru álfar kannski menn?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.