Fréttablaðið - 19.05.2003, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 19.05.2003, Blaðsíða 40
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Réttlátur dómur Það var vel til fundið að kjaradóm-ur skyldi velja daginn eftir kosn- ingar til að kunngjöra þann réttláta og viturlega úrskurð sinn að laun æðstu manna ríkisins skuli hækka um 20%. Það er gott að alþingismenn skuli fá mannsæmandi laun frá fyrsta degi í þessu erfiða starfi. Það er líka ágætt búsílag fyrir fallna al- þingismenn að fá 20% verðskuldaða hækkun ofan á það sem þeir fá í bið- laun fyrir að tapa í kosningunum. Ráðherrarnir eru síst ofhaldnir þótt þeir fái eitthvað á annað hundrað þúsund krónur til viðbótar á mánuði fyrir sína vinnu. ALDREI hef ég heyrt Davíð barma sér út af kaupinu sínu. Aldrei hef ég vitað til þess að Halldór bæri sig illa. Aldrei hef ég heyrt um alþingismann sem hefur sagt starfi sínu lausu til að afla sér meiri tekna annars staðar. Aldrei hef ég heyrt um að þingmenn eða ráðherrar séu á snöpum eftir sumarvinnu. Hvað þá að þetta fólk sé að bera út blöð á morgnana. SAMT er eyra kjaradóms svo næmt að það greinir áhyggjustunur úr Al- þingi og ráðuneytum og kjaradómar- arnir koma á vettvang eins og björg- unarsveit strax að loknum kosningum og reyna að bæta og hugga og veita aðhlynningu. Svona eiga réttlátir dómarar að vera. Þeir eiga að sjá til þess að fólk fái makleg málagjöld. Þeir eiga að sjá til þess að ALLIR fái makleg málagjöld. Og það reyndu kjaradómarar að gera, þeir hækkuðu alla sem þeirra umboð nær til um 20%, allt frá hinum hæsta niður í hinn lægsta. ÞVÍ MIÐUR nær lögsaga kjara- dóms ekki til allra Íslendinga, svo að réttlæti hins óvilhalla dóms gildir bara fyrir suma. En miðað við þann skilning sem dómurinn sýndi óviðun- andi kjaramálum hinna hæst launuðu þarf ekki mikla rökvísi til að álykta að láglaunafólk hefði fengið miklu meiri launahækkun ef kjaradómur fengi að ráða. Það þyrfti að tvöfalda laun þeirra sem lægst hafa launin til að slaga upp í þá launahækkun sem kjaradómur úrskurðaði til handa þeim launahæstu. Og þess vegna von- ar maður að nýir ráðherrar á nýjum og betri launum sjái viskuna og rétt- lætið í því að fela kjaradómi einnig að úrskurða um laun þeirra sem alltaf gleymast. ■ Bakþankar ÞRÁINS BERTELSSONAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.