Fréttablaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 4
4 23. maí 2003 FÖSTUDAGUR Hvernig líst þér á að Halldór Ás- grímsson verði forsætisráðherra? Spurning dagsins í dag: Hvernig koma breytingar á ráðherraliðinu út? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 7,3% 38% Veit ekki 9,2%Alveg sama Illa 45,5%Vel Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Banaslysið í Skutulsfirði: Ákæra fyrir manndráp DÓMSMÁL Rúmlega fertugur karl- maður, sem ók jeppa sem valt í Skutulsfirði í október í fyrra, er ákærður fyrir manndráp af gá- leysi. Kona og tvær dætur hennar létust af völdum slyssins. Jeppinn sem maðurinn ók dró vagn á eftir sér. Fimm farþegar voru í bílnum. Í ákæru sýslu- mannsins á Ísafirði segir að mað- urinn hafi ekið „án nægjanlegrar tillitssemi og varúðar og of hratt miðað við aðstæður með þeim af- leiðingum að þegar vindhviða kom á vagninn missti ákærði stjórn á bifreiðinni með þeim af- leiðingum að hún snerist á vegin- um og valt nokkrar veltur.“ ■ Útvegsmenn: Björgólf í formannsstól SJÁVARÚTVEGUR Stjórn Landssam- bands íslenskra útvegsmanna vill að Björgólfur Jóhannsson taki við formennsku af Kristjáni Ragnars- syni sem hættir á aðalfundi í haust. Kristján hefur í áratugi verið helsti forystumaður LÍÚ. Hann var framkvæmdastjóri samtakanna þar til fyrir nokkrum misserum. Hann lýsti því yfir í fyrra á landsfundi að hann myndi ekki gefa kosta á sér til endurkjörs. Stjórn LÍÚ samþykkti einróma í gær að óska eftir því við Björgólf að gefa kost á sér í formannsembættið. Björgólfur er forstjóri Síldarvinnsl- unnar á Neskaupstað. ■ JARÐARFÖR Vinur Prappram fékk háttsettan mann til þess að staðfesta andlát hans með því að sýna honum myndir úr jarðarför annars manns. Setti dauða sinn á svið: Upp komast svik um síðir BANGKOK, AP Karlmaður sem ákærður hafði verið fyrir smygl á heróíni fékk mál sitt fellt niður á þeim forsendum að hann hefði lát- ist af völdum bráðalungnabólgu. Upp komst um svikin þegar lög- reglan fann manninn við hesta- heilsu í vinsælum strandbæ. Komard Prappram hafði verið látinn laus gegn tryggingu á með- an hann beið þess að málið færi fyrir rétt. Þegar bráðalungna- bólgan kom upp í Tælandi sendi hann vin sinn á fund yfirvalda til þess að tilkynna þeim að hann hefði látist af völdum sjúkdóms- ins. Með lygum og prettum tókst vininum að fá opinbert dánarvott- orð gefið út og í kjölfarið var mál- sókninni á hendur Prappram hætt. ■ VETTVANGSRANNSÓKN Lögreglumenn rannsaka vettvang árásar- innar. Í bakgrunni liggur fórnarlambið og brotinn hjólastóllinn. Kaldrifjuð dóttir: Ók á móður sína KALIFORNÍA, AP Sextug kona hefur verið ákærð fyrir að verða 89 ára gamalli móður sinni að bana með því að keyra á hana og skorða hana uppi við tré. Að sögn lögreglu kom Charlene Hagood hjólastól móður sinnar vandlega fyrir framan við lækna- stofu í bænum Ukiah. Því næst ræsti hún sendiferðabíl og keyrði á varnarlausa konuna. Hagood ók áfram með móður sína í hjóla- stólnum fyrir framan bílinn þar til hún klessti á tré. Þegar lögregl- an kom á staðinn var dóttirin að taka myndir og tala í farsíma. Móðirin var úrskurðuð látin. ■ Fyrrum Ungfrú heimur komin í annað hlutverk: Linda velur ungfrú Kanada FEGURÐARSAMKEPPNI „Keppnin verður haldin hér í ágúst. Ég hef verið beðin um að vera dómari í keppninni,“ segir Linda Péturs- dóttir, fyrrverandi Ungfrú heim- ur og einn eigenda Baðhússins, um hugsanlega aðkomu hennar að fegurðarsamkeppninni Ungrú Kanada. Linda býr í Vancouver í Kanada þar sem hún stundar nám í grafískri hönnun við virtan einkaskóla, La Salle. Hún segist reikna með að taka að sér að dæma í keppninni en það er fleira í spilunum. „Stjórnendur keppninnar fóru þess einnig á leit við mig að ég hannaði merki Miss Canada keppninnar. Ég verð að hugsa það mál áður en ég gef þeim endan- legt svar. Námið gengur fyrir öllu öðru,“ segir Linda, sem mun út- skrifast í haust. Linda hefur, allt síðan hún var kjörin Ungfrú Austurland árið 1988, komið að fegurðarsam- keppni frá öllum hliðum. Hún hef- ur verið keppandi, dómari og stjórnandi en Linda var ein þeirra sem stofnuðu keppnina Ungfrú Ís- land.is. „Þetta eru spennandi verk- efni,“ segir Linda. ■ LINDA PÉTURSDÓTTIR Tekur þátt í að velja Ungfrú Kanada. NORSKU KONUNGSHJÓNIN Haraldur V Noregskonungur og Sonja kona hans eru í þriggja daga opinberri heim- sókn í Belgíu. Hert öryggisgæsla: Óttast um konungs- hjónin NOREGUR Öryggisgæsla í kringum norsku konungshjónin hefur verið hert í kjölfar frétta af hótunum háttsetts al-Kaída manns í garð Norðmanna, að því er fram kemur í Aftenposten. Haraldur og Sonja eru í opin- berri heimsókn í Belgíu. Lögreglu- yfirvöld í Noregi hafa þegar haft samband við belgíska kollega sína vegna málsins og hafa þeir aukið liðstyrk sinn á þeim stöðum sem hjónin heimsækja. Ekki liggur fyrir hvernig verður tekið á málum þeg- ar Haraldur og Sonja snúa aftur heim til Noregs. ■ Sjö ákærð í fíkniefnamáli Ákærur vegna smygls á talsverðu magni af kókaíni, amfetamíni og fleiri efnum eru komnar til kasta Héraðsdóms Reykjaness. Aðalmeðferð málsins verður ekki fyrr en í september vegna anna hjá lögmönnum. DÓMSMÁL Dómari við Héraðsdóm Reykjaness fann ekki tíma til að- almeðferðar í umfangsmiklu fíkniefnamáli fyrr en í septem- ber vegna anna lögmanna ákærðu í sumar. Sá sem sætir þyngstu ákærunni er í gæsluvarðhaldi. Lögmaður hans er mjög ósáttur með þann drátt sem verður á málinu og hefur sagst kæra meðferðina til Hæstaréttar. Alls eru sjö einstaklingar ákærðir, fimm karlar og tvær konur. Í málinu voru flutt inn 5,8 kílógrömm af amfetamíni, 300 grömm af kókaíni, hassplöntur og fleiri efni. Auk þessa er önnur konan ákærð fyrir peninga- þvætti, alls um einnar og hálfrar milljónar króna. Einn mannanna er einnig ákærður fyrir að hafa átt yfir níu þúsund ljósmyndir og um fimmtíu hreyfimyndir sem sýna börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt. Innflutningur fíkniefnanna var mestur á árinu 2001. Í öllum tilfellum voru fíkniefnin flutt inn með póstsendingum. Bílastæði við Kringluna og Sundlaug Kópa- vogs gegndu nokkru hlutverki í glæpnum. Fíkniefnin voru skilin eftir í bílum þar. Síðar voru þau sótt þangað og komið í sölu. Mest af efninu hafði verið selt. Lögregla fann þó hluta þess við húsleit í janúar á þessu ári. Það fannst heima hjá einum ákærða. Talið er sannað að hann hafi neytt hluta þess sjálfur. Sá ákærði sem er sagður hafa flutt efnin til landsins, og situr í gæsluvarðhaldi, var framseldur frá Hollandi vegna málsins. Töf hefur orðið á málinu meðan beð- ið var að hann kæmi til landsins. Þrátt fyrir heimkomuna stefnir í verulegan frest vegna anna lög- manna, eins og áður sagði. hrs@frettabladid.is Í HÉRAÐSDÓMI REYKJANESS Ákærðu fyrir dómi. Allt bendir til þess að þau mæti ekki aftur fyrr en að loknu sumri. ■ Talið er sannað að hann hafi neytt hluta þess sjálfur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Björn Bjarnason segist ekki vera að svíkja kjósendur: Hættir líklega í borginni STJÓRNARMYNDUN Líklegt er að Björn Bjarnason, nýr dóms- og kirkjumálaráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgar- stjórn Reykjavíkur, láti af störf- um sem borgarfulltrúi. „Það fer náttúrlega ekki sam- an að vera oddviti Sjálfstæðis- flokksins í borgarstjórn og dóms- og kirkjumálaráðherra,“ sagði Björn. „Það þarf að leysa þetta með einhverjum hætti.“ Björn gagnrýndi Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur harðlega þegar hún lét af embætti borg- arstjóra til að taka þátt í þing- kosningum fyrir Samfylking- una. Sjálfstæðismenn sögðu Ingibjörgu vera að svíkja kjós- endur. Þegar Björn var spurður að því hvort hann væri ekki að gera slíkt hið sama ef hann léti af embætti borgarfulltrúa, að- eins rúmu ári eftir borgar- stjórnarkosningar, sagði hann: „Ég gaf aldrei sömu fyrirheit og hún gaf. Ég sagði að ég tæki þau verkefni að mér sem ég væri beðinn um af hálfu Sjálfstæðis- flokksins. Ég var þingmaður þegar ég fór í borgarstjórnina og þá lá ljóst fyrir að ég myndi bjóða fram til Alþingis. Þannig að ég var ekki að svíkja neinn.“ Björn sagði að borgarstjórn- in færi í frí í lok júní. Hann myndi að minnsta kosti sinna sínum skyldum fram að sumar- leyfinu. Aðspurður sagðist hann ekki geta svarað því hver myndi taka við sem oddviti flokksins í borginni. ■ NÝR DÓMS- OG KIRKJUMÁLARÁÐHERRA Björn Bjarnason sagði að borgarstjórnin færi í frí í lok júní. Hann myndi að minnsta kosti sinna sínum skyldum fram að því.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.