Fréttablaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 6
6 23. maí 2003 FÖSTUDAGUR ■ Lögreglufréttir ■ Lögreglufréttir GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 72.42 -1,03% Sterlingspund 118.38 -1,55% Dönsk króna 11.42 -0,95% Evra 84.77 -1,02% Gengisvísitala krónu 118,53 -1,58% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 485 Velta 12.187 m ICEX-15 1.457,5 1,25% Mestu viðskipti Baugur Group hf. 1.141.053.748 Bakkavör Group hf. 377.903.441 Eimskipafélag Íslands hf. 217.031.411 Mesta hækkun Nýherji hf. 6,58% Skýrr hf. 6,45% Hampiðjan hf. 5,26% Mesta lækkun Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. -16,67% Vátryggingafélag Íslands hf. -1,98% Sjóvá-Almennar tryggingar hf. -1,85% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 8599,8 1,0% Nasdaq*: 1507,3 1,2% FTSE: 3990,4 1,4% DAX: 2865,2 1,3% NIKKEI: 8051,7 0,4% S&P*: 930,9 0,8% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Junko Tapei var fyrsta konan til aðstíga fæti á tind Everest-fjalls árið 1975. Hvenær var fjallið fyrst klifið? 2Hvenær mun Halldór Ásgrímssontaka við embætti forsætisráðherra af Davíð Oddssyni? 3Nýtt íslenskt leikrit eftir SigtryggMagnason var frumsýnt í Þjóðleik- húsinu í gærkvöldi. Hvað heitir verkið? Svörin eru á bls. 38 Tilvalin útskriftargjöf Fischersundi 3 Sími:551-4620 sogufelag.is sogufelag@sogufelag.is MYNDLIST „Niðurstaða okkar er sú að senda myndirnar aftur til eig- andans, það sé hans að taka ákvörðun um frekara framhald málsins,“ segir í yfirlýsingu frá Bjarna Sigurðssyni í Smiðjunni. Una Dóra Copley, dóttir Nínu Tryggvadóttur, krafðist þess við lögreglu að hún hlutaðist til um rannsókn á 13 myndum eignuðum Nínu, sem Bjarni hafði til meðferð- ar og umboðs. Bjarni hefur ekki séð annan kost en að hætta við að sýna myndirnar og selja hér á landi. „Við höfum óskað eftir því að Listasafn Íslands rannsaki mynd- irnar en vegna anna sérfræðinga safnsins var það því miður ekki mögulegt fyrr en í haust. Sú rann- sókn tekur tíma og kostar nokkurt fé. Niðurstaða okkar er sú að senda myndirnar aftur til eigand- ans, það sé hans að taka ákvörðun um frekara framhald málsins,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Þar kemur og fram að myndirnar hafi komið til landsins og þeim fylgdi „eigandasaga“ frá núver- andi eiganda. ■ SJÁVARÚTVEGSMÁL Skipstjóri og út- gerðarmaður Báru ÍS 364 voru í gær sýknaðir af því að hafa brotið lög með því að fyrirskipa brottkast á fiski í veiðiferð þann 7. nóvem- ber 2001. Málið vakti á sínum tíma þjóðarathygli enda voru fjölmiðla- menn úr sjónvarpi og dagblaði með í veiðiferðinni og sögðu frá brottkasti í máli og myndum. Auk þess að fara í veiðiferð með Báru ÍS frá Þorlákshöfn fóru sjónvarps- menn með snurvoðarbátnum Bjarma frá Tálknafirði í veiðiferð á Vestfjarðamið þar sem fiski var fleygt og færiband notað til að koma honum í hafið aftur. Í framhaldi frétta af veiði- ferðum Báru og Bjarma óskaði Fiskistofa eftir því við embætti ríkislögreglustjóra að málið yrði rannsakað. „Til hamingju, snillingur. Mér þykir vænt um þig,“ sagði Sigurð- ur Marinósson útgerðarmaður við verjanda sinn, Hilmar Baldursson, fyrrverandi lögmann Fiskistofu þegar dómsorðið hafði verið kveð- ið upp. Skipverjar á Báru sögðu fyrir dómi að fiskurinn sem fleygt var hefði verið skemmdur vegna þess að netin hefðu verið fjóra sólarhringa í sjó. Á umræddum tíma var leyfilegt að fleygja fiski en lögunum var breytt árið 2002 og er nú skylt að bera allan fisk að landi. Í ákæru var því lýst að fiskurinn sem fleygt var hefði verið lifandi en í dómnum er kveðið upp úr um að ekki verði séð af myndbandi og ljósmynd- um að svo sé. Gegn eindreginni neitun ákærðu telst því ósannað að um brot hafi verið að ræða. Meðal þeirra sem vitnuðu var Ragnar Axelsson, ljósmyndari Morgunblaðsins, sem kvaðst ekki hafa spurt um ástæðu brott- kastsins og treysti sér ekki til að leggja mat á það hvort um skemmdan fisk hefði verið að ræða. Úrskurðað var að allur sakar- kostnaður, þar með talin laun verj- anda, 175 þúsund krónur, skuli grei- dd úr ríkissjóði. Guðjón St. Mart- einsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Ekki er enn ljóst hvort málinu verði áfrýjað en ákæruvaldið hefur fjórar vikur til að ákveða það. Mál á hendur skipverjum Bjarma er rek- ið fyrir Héraðsdómi Vestfjarða. rt@frettabladid.is YALE Slökkviliðsbíll stendur fyrir utan Yale-laga- háskólann í Bandaríkjunum. Enginn slas- aðist í sprengingunni og skemmdir urðu litlar. Sprenging í Yale-háskóla: Ekki hryðjuverk CONNECTICUT, AP Enginn slasaðist þegar sprengja sprakk í mann- lausri skólastofu í Yale-háskóla í Bandaríkjunum í gær. Litlar skemmdir urðu af völd- um sprengingarinnar. Um rörsprengju var að ræða sem komið hafði verið fyrir í skólastofunni. Ekki er talið að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Árið 1993 sprakk sprengja á skrifstofu prófessors í háskólan- um og særðist hann alvarlega af hennar völdum. Maður að nafni Theodore Kaczynski var síðar handtekinn fyrir verknaðinn. ■ FJÓRIR HANDTEKNIR Lögreglan í Reykjavík réðist til inngöngu í íbúðarhús í Grafarvogi skömmu eftir miðnætti í fyrrinótt. Fjórir af sjö veislugestum voru hand- teknir. Fólkið var að neyta fíkni- efna þegar lögreglu bar að garði og einnig fundust efni í fórum þess. Fólkið var yfirheyrt í nótt en sleppt að því loknu. KAUPMANNAHÖFN, AP Bandaríkja- menn hafa lokað sendiráði sínu í Osló, höfuðborg Noregs, vegna hryðjuverkahótana háttsetts með- lims al-Kaída samtakanna, sem sendar voru út á arabísku sjón- varpssöðinni Al-Jazeera. Um er að ræða myndband þar sem hvatt er til árása á sendiráð og önnur kennileiti í Bandaríkjun- um, Bretlandi, Ástralíu og Noregi. Noregur er þekkt fyrir friðar- vilja sinn og studdi ekki árásir Bandaríkjanna á Írak. Koma hót- anir al-Kaída samtakanna því mjög á óvart. Danir hafa leitt líkur að því að samtökin hafi gert mistök og að hótanirnar hafi í raun átt að bein- ast gegn þeim en ekki Norðmönn- um. Danir studdu stríð Bandaríkj- anna gegn Írak, m.a. með því að láta Bandaríkjamönnum í té kaf- bát og fylgdarskip. Í næsta mán- uði munu 380 danskir hermenn fara til Íraks til að aðstoða við uppbyggingu í landinu. „Auðvitað á hann við Dan- mörku,“ sagði danskur sérfræð- ingur um hryðjuverk í viðtali við AP-fréttastofuna um hótanirnar. „Ef þú lítur á samhengið er hann greinilega að tala um þau lönd sem tóku þátt í stríðinu. Í Mið- Austurlöndum ruglast menn oft á Danmörku, Noregi og Svíþjóð.“ ■ Fjárveitingar til lögreglu: Ræddar í ráðuneyti LÖGREGLUMÁL Félagsmálafulltrúar lögreglunnar í Reykjavík funduðu í gær með Sólveigu Pétursdóttur dómsmálaráðherra. Á fundinum var farið yfir málefni Lögreglunn- ar í Reykjavík á víðum grunni og skipst á skoðunum. Segja fulltrúar Landssambands lögreglumanna, Lögreglufélags Reykjavíkur og Félags íslenskra rannsóknarlög- reglumanna að þeir telji fundinn hafa verið gagnlegan og til þess fallinn að auðvelda úrlausn mála, lögreglunni til framdráttar. Ráðuneytið vísaði því á bug í yf- irlýsingu sem það sendi frá sér í gær að dregið hefði úr fjárfram- lögum til lögregluembætta. ■ MYND EIGNUÐ NÍNU Þessa mynd munu íslenskir listunnendur ekki fá að sjá berum augum hjá Bjarna í Smiðjunni. Fyrirhugaðri málverka- sýningu aflýst: Hættur við að sýna myndirnar SENDIRÁÐIÐ Sendiráð Bandaríkjamanna í Osló. Sendi- ráðið verður lokað um óákveðinn tíma vegna hryðjuverkahótana al-Kaída samtak- anna. Sendiráð Bandaríkjanna í Dan- mörku, Svíþjóð og Finnlandi eru enn opin. Undrun vegna hryðjuverkahótana gegn Noregi: Al-Kaída ruglaðist á löndum AP /M YN D SIGRI HRÓSANDI Hilmar Baldursson verjandi og Sigurður Marinósson eftir dómsuppkvaðninguna í gær. Bárumenn sýknaðir af brottkasti á fiski Fyrrum lögfræðingur Fiskistofu fékk útgerð og áhöfn sýknaða af ásökunum um brottkast. Málskostnaður fellur á ríkissjóð. Óvíst um áfrýjun. Mál á hendur Bjarmamönnum enn fyrir dómstólum FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T AP /M YN D 34 KEYRÐU OF HRATT Þrjátíu og fjórir ökumenn voru kærðir fyrir hraðakstur í Hafnarfirði á innan við sólarhring. Tveir mældust á 90 km hraða þar sem hámarks- hraði er 50 km. Á sama tíma voru sex ökumenn sektaðir fyrir að nota ekki bílbelti og þrír eru grunaðir um ölvun við akstur. Lögreglan á suðvesturhorninu er með átak í gangi sem snýr að hraðakstri og bílbeltanotkun.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.